Tíminn - 20.02.1993, Blaðsíða 9

Tíminn - 20.02.1993, Blaðsíða 9
Laugardagur 20. febrúar 1993 Tíminn 9 ingar í því augnamiði að fá sínu framgengt," segir í ritstjórnar- grein í The European. Atvinnuíeysi, eitur- lyfjahringar Á hinn bóginn ber flestum sam- an um að fátækt, vöntun á fram- tíðarmöguleikum og þar af leið- andi vonleysi séu meðal drýgstu ástæðna til glæpa. Varla fer milli mála að atvinnuleysi og sam- dráttur í efnahagslífi eiga drjúg- an þátt í rísandi glæpaöldu. Komin er til sögunnar í EB- og EFTA-Evrópu undirstétt at- vinnuleysingja, sem hafa litla eða enga von um að fá vinnu nokkurntíma. Ungir menn, sem þannig er ástatt fyrir, snúa gjarnan baki við þjóðfélaginu, afleggja alla hollustu við það og lenda þá ófáir á glæpabrautinni. Eitur- og fíkniefni eru annað sem hér veldur miklu um. Fólk forfallið í eiturneyslu svífst margt einskis til að fjármagna hana. Fjölgun rána og innbrota stafar mikið til af þessu. At- vinnuleysi og eiturefni eru í þessu sambandi samverkandi ástæður, því fólk sem gefið hefur upp alla von um framtíðina fell- ur öðru fremur fyrir heróíni og kókaíni. Skipulögð glæpamennska er og drjúg ástæða að baki stígandi glæpatíðni. Á vettvangi Evrópu- samrunans hafa mafíur af ýmsu tagi orðið á undan sínum tíma. Eiturefnasalar og aðrir skipu- lagðir glæpamenn eru fyrir löngu farnir að nota sér það að landamærin milli Vestur-Evr- ópuríkja verða smátt og smátt minni hindranir í vegi samskipta þeirra á milli. Suðurítölsku ma- fíurnar hafa ekki einungis fært út viðskipti sín í stórum stíl til Norður-Ítalíu, heldur teygja þær sig nú svo um munar til annarra Evrópulanda, einna helst Frakk- lands, þar sem þær fjárfesta í fasteignum t.d. í Grenoble og á Cote d’Azur. Kínverskar Þrenn- ingar (Triads), sem flytja heróín inn til Evrópu, og kólombískir kókaínbarónar, enn ótrauðari til illvirkja en suðurítölsku mafí- urnar, þenja einnig út viðskipta- net sín í álfunni okkar. Austantjaldsmafíur, innflytjendur Síðan Múrinn féll og járntjaldið hafa mafíur fyrrverandi Sovét- rfkja einnig komið sér inn á markaðinn í fyrrverandi vestan- tjaldslöndum. Af sumum frétt- um að dæma eru mafíurnar næstum einu fyrirtækin sem blómstra verulega í nýupptekn- um kapítalisma þar eystra. Þær hafa æfinguna frá svarta mark- aðnum, sem sovésk stjórnvöld liðu að vissu marki, en varla annað einkaframtak. Þessar ma- fíur selja auk annars hverjum, sem kaupa vill og keypt getur, plúton og vopn. Að sögn þýsku lögreglunnar hafa þær þegar komið sér vel fyrir í Berlín með aðstoð aðila innan fyrrverandi sovéska hersins í fýrrverandi Austur-Þýskalandi. Mafíur þess- ar eru sagðar einkar grófar og hrottafengnar. „Þeir eru ekki fyrir það að ræða málin,“ segir þýskur lögregluforingi. „Þeir nota heldur handsprengjur." Foringjar mafíuliðs af ýmsum þjóðernum eru fyrir löngu komnir í stétt áhrifamikilla fjár- málamanna með því að „þvo“ gróðann af glæpum sínum og endurfjárfesta hann í bönkum og fyrirtækjum af ýmsu tagi, sem fólk bendlar yfirleitt ekki hversdagslega við glæpastarf- semi. Þeir eru orðnir meirihátt- ar vinnuveitendur starfsstétta eins og lögfræðinga og banka- stjóra. Enn ein drjúg ástæða til glæpa- öldunnar er gífurlegur innflutn- ingur fólks frá þriðja heiminum til Vestur-Evrópu frá því skömmu eftir lok heimsstyrjald- arinnar síðari og eftir fall Múrs og járntjalds einnig frá Austur- Evrópu. Rannsóknaskýrslur út- gefnar á níunda áratug bentu til þess að glæpatíðni útlendinga í Svíþjóð væri tvisvar eða þrisvar sinnum meiri en Svía sjálfra og upplýsingar, sem berast annars staðar frá, benda í sömu átt. Frankfurt am Main er nú í fjöl- miðlum kölluð „glæpahöfuðborg Þýskalands". Flughöfnin þar, sú fjölfarnasta á meginlandi Evr- ópu, er helsta innflutningshöfn Þýskalands fyrir eiturefni frá kínverskum og suðuramerískum mafíum og skarar af norðurafr- ískum sölumönnum, sem sjá um dreifínguna á varningi þessum, hafa bækistöðvar í borginni. Borg herjuð af ung- lingagengjum Unglingagengi sem stunda rán, ekki síst á götum úti, og innbrot, eru orðin sannkölluð landplága í Frankfurt. Um 30% íbúa borgar- innar, sem alls eru um 650.000, eru útlendingar, og þjófar þessir og ræningjar eru einkum úr þeirra hópi. Samkvæmt lög- regluskýrslum eru tveir af hverj- um þremur glæpum unglinga þar í borg framdir af öðrum en Þjóðverjum. Um 8,5% íbúa Þýskalands eru í skýrslum skil- greindir sem útlendingar, en um þessar mundir eru 25% ofbeldis- glæpa þarlendis framdir af út- lendingum. Innflytjendur eru fjölmennir meðal atvinnuleysingja og þeir nýkomnu af þeim fá flestir ekki vinnu nema í hæsta lagi ólög- lega og undirborgaða. Þeir eru komnir til Vestur-Evrópu til að hafa eins gott af þjóðfélögum þar og þeim er unnt, en margir hverjir varla haldnir teljandi hollustu við þau. Meðal þeirra, sem frá þriðja heiminum koma, er ofarlega viðhorf á þá leið að vandræði hans séu alveg eða mestanpart að kenna Vestur- löndum/hvíta manninum, sem verðskuldi þar af leiðandi ekkert gott frá þriðjaheimsfólki. Margt þetta fólk er og mótað í samfé- lögum, þar sem ofbeldi hefur verið og er ofarlega á baugi. „Rasisminn" er með í þessari mynd, eins og svo algengt er þar sem fólk af ólíkum uppruna er saman komið. Þriðjaheimsfólk nýtur hér þeirra hlunninda að hafa möguleika með meira móti á að fá útrás fyrir sinn „rasisma" átölulítið, vegna þess kynlega en ríkjandi viðhorfs að engir séu „rasistar" nema hvítir menn og þá helst Norður-Evrópumenn. Þrír „gúrúar“ Greinarhöfundur að nafni Willi- am Wolff kemur í The European fram með enn eina skýringu á glæpahryllingi Vesturlanda. Hann nefnir þrjá „glæpaöldu- guðfeður" (hans orðalag), sem séu að „kaffæra persónulegt ör- yggi“ um alla Evrópu. Þremenn- ingar þessir séu engir aðrir en þeir Sigmund Freud, Karl Marx og Charles Darwin. Ekki hafi af þeim dregið, þótt löngu látnir séu. Slíks eru dæmi um fleiri. Þeir þrír, heldur Wolff ótrauður áfram, komu af stað byltingu í viðhorfum til einstaklings, sam- félags og stöðu mannsins f heiminum. Er svo að skilja á Wolff að kenning Freuds um vald undirmeðvitundarinnar hafi orðið fólki átylla til að sleppa fram af sér siðferðisbeisl- inu. Marx hafi með sinni áherslu á stéttir og kenningu um lög- málsbundna framvindu sögunn- ar útrýmt mikið til hollustu við þjóðfélög og komið því inn hjá fólki að ekkert væri raunar að gera við því sem væri að gerast. Darwin hafi með þróunarkenn- ingu sinni gert út af við hug- myndina um manninn sem ein- stakt fyrirbæri í sköpunarverk- inu og lamað þar með virðingu hans fyrir sjálfum sér sem manni og þar með öðrum mönn- um. Allir þrír hafi þeir gert lítið úr siðferðilegri ábyrgð einstak- lingsins og slævt tilfinningu hans fyrir muninum á réttu og röngu. „Gúrúar“ þessir þrír hafa gert það að verkum að „hið óþekkta og það sem ekki er hægt að þekkja" (guð) hefur ekki lengur teljandi áhrif á siðferðið, skrifar Wolff. „Á okkar tímum er allt út- skýrt og útskýringarnar notaðar til að afsaka allt. Haft er fyrir satt að allt, sem þurfi til að stöðva glæpi, sé að finna á bak við þá félagslega eða sálfræði- lega orsök. Þegar talið er að slík orsök sé fundin, fær sá, sem braut af sér, syndaaflausn sjálf- krafa, hvort sem hann er vand- ræðaunglingur sem ógnar skóla- systkinum, eða fjöldamorðingi. Refsingum er í vaxandi mæli vís- að á bug á þeim forsendum að þær skipti ekki máli, hafi engin áhrif eða séu jafnvel siðleysi." Hætt er við að ýmsir telji þetta hjá Wolff ekki hafið yfir gagn- rýni, en víst er um að hugsuðir þeir þrír, sem hann hefur svo ill- an bifur á, hafa haft mikil áhrif á hugarfar Vesturlandamanna. En það hafa vissulega margir fleiri haft. Eitt stórt iðnríki, Japan, sker sig talsvert úr hinum, hvað glæpum viðvíkur. Vestræn áhrif eru þar orðin mikil, en Japanir hafa lengi haft orð á sér fyrir að geta tekið inn utanaðkomandi áhrif án þess að láta af tryggð við eigin menningargildi. Morð voru þar 1988-90 1,2 á hverja 100.000 íbúa, sem er lægra en í flestum Vesturlandaríkjum. Nauðganir eru sextán sinnum sjaldgæfari í Japan en í Bandaríkjunum, að tiltölu við fólksfjölda. í Japan hefur atvinnuleysi síð- ustu áratugina löngum verið hverfandi og er enn lítið, miðað við það sem gerist á Vesturlönd- um. Útlendingar og innflytjend- ur eru fáir þar í landi. Hefðbund- in hollusta við eigið samfélag, samgróin sterkri þjóðernis- kennd, er þar enn almenn. Frá Starfsmannafélaqinu Sókn Allsherjaratkvæða- greiðsla Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjaratkvæðagreiðslu um kjör stjórnar og trúnaðarmannaráðs Starfsmannafé- lagsins Sóknar. Tillögur skulu vera skv. B-lið 21. greinar í lögum félagsins. Framboðslistum eða tillögum skal skila á skrifstofu fé- lagsins eigi síðar en kl. 12 á hádegi mánudaginn 1. mars n.k. Kjörstjórn Starfsmannafélagsins Sóknar Kjarvalsstofa í París Kjarvalsstofa í París er íbúð og vinnustofa, sem ætluð er til dvalar fyrir íslenska listamenn. Reykjavíkurborg, menntamálaráðuneytið og Seðlabanki (slands lögðu fram fé til þess að koma upp slíkri starfsaðstöðu í Parísarborg með samningi við stofnun, sem nefnist Cité Internation- ale des Arts, og var samningurinn geröur á árinu 1986. Kjarvalsstofa er í miðborg Parísar, skammt frá Notre Dame dómkirkjunni. Sérstök stjómamefnd fer með málefni Kjarvalsstofu, og gerir hún tillögu um úthlutun dvalartíma þar til stjórnar Cité Internationaie des Arts, er tekur endanlega ákvörðun um málið. Dvalartími er skemmstur 2 mánuðir, en lengst er heimilt að veita listamanni afnot Kjarvalsstofu í 1 ár. Vegna fjölda umsókna undanfarin ár hefur dvalartimi að jafnaöi verið 2 mánuðir. Þeir, sem dvelja í Kjarvalsstofu, greiða dvalargjöld sem ákveðin eru af stjóm Cité Internationale des Arts og mið- ast við kostnað af rekstri hennar og þess búnaðar sem þeir þarfnast. Þessi gjöld eru lægri en almenn leiga í Par- ísarborg. Dvalargestir skuldbinda sig til þess að hlíta reglum Cité Internationale des Arts varðandi afnot af hús- næði og vinnuaðstöðu. Hér með er auglýst eftir umsóknum um afnot Kjarvals- stofu, en stjórnin mun á fundi sínum í mars fjalla um af- not listamanna af stofunni tímabilið 1. ágúst 1993 til 31. júlí 1994. Skal stíla umsóknir til stjórnamefndar Kjarvals- stofu. Tekið er á móti umsóknum til stjórnamefndarinnar i skjalasafni borgarskrifstofanna í Ráðhúsinu, en þar liggja einnig frammi umsóknareyðublöð og afrit af þeim reglum sem gilda um afnot af Kjarvalsstofu. Fyrri umsóknir þarf að endurnýja, eigi þær að koma til greina við þessa úthlutun. Umsóknum skal skila í síðasta lagi 14. mars n.k. Stjórnarnefnd Kjarvalsstofu ÖKUSKÓLIÍSLANDS HF. Dugguvogi 2,104 Reykjavík, sími 91-683841 Námskeið til aukinna ökuréttinda (meirapróf) verður haldið í Reykjavík 5. mars nk., ef næg þátttaka fæst. Innritun stendur yfir. Skrifstofan er opin frá kl. 9-14 og 17-19. ÖKUSKÓLIÍSLANDS HF. Kennarasamband íslands Kennarar — atkvæðagreiðsla Allsherjaratkvæðagreiðsla félagsmanna Kennarasambands (s- lands um verkfall kennara i grunnskólum og framhaldsskólum fer fram i skólunum þriðjudaginn 23. og fimmtudaginn 25. febrú- ar 1993. Kennarar sem eru i náms-, veikinda- eða barnsburðarleyfi geta kosið í skólunum eða á skrifstofu Kennarasambands Islands, Laufásvegi 81 í Reykjavík. Kjörstjórn Kennarasambands fslands.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.