Tíminn - 20.02.1993, Blaðsíða 17

Tíminn - 20.02.1993, Blaðsíða 17
Laugardagur 20. febrúar 1993 Tíminn 17 LINDA Calvey hlaut viðumefnið Svarta ekkjan. Það kom til vegna þess að Linda ásetti sér að klæðast aldrei öðru en svörtu eftir dauða eiginmannsins. Þrátt fyrir það virtist sorg hennar ekki meiri en það að aðeins þremur vikum eftir jarðarförina flutti hún inn til Ronnie Cooks. Munaður var hennar ástríða. Klukkan 10 mínútur yfir 9 að morgni 20. nóvember 1990, gekk fangavörður í Maid- stone-fangelsinu í Kent inn á skrifstofú fang- elsisstjóra. Svipur hans var alvarlegur og því vaknaði strax illur grunur hjá fangelsisstjór- anum um að eitthvað væri öðruvísi en það ætti að vera. „Hvað er að?“ spurði hann. „Rútan er komin,“ sagði vörðurinn. „Cook var ekki með henni og enginn hefur séð hann.“ Viðbrögð fangelsisstjórans lýstu undrun og vonbrigðum. Hann lauk við að ganga frá skjöl- um sem hann var með á skrifstofuborðinu, var um stund eins og annars hugar og sagði síðan: „Það finnst mér mjög undarlegt Mér hefur aldrei dottið í hug að hann myndi reyna að strjúka. Auk þess er örstutt í reynslulausn hjá honum. Ertu alveg viss?“ Vörðurinn fullvissaði hann um alvöru máls- ins og því voru viðeigandi ráðstafanir gerðar. Lögreglan var látin vita, menn voru kallaðir á aukavaktir og öll gögn um Cook voru grand- skoðuð. Um það bil hálftíma seinna voru tveir rann- sóknarlögreglumenn mættir á teppið hjá fang- elsisstjóranum. Þeir vildu fá allar upplýsingar um Ronald Cook. Úr fátækt til vafasamrar frægðar Hann var 55 ára og sannur atvinnumaður í glæpastarfseminni. Það var ekki hans stfll að ræna litla banka eða ráðast að gjaldkerum með haglabyssu á lofti með: „Fylltu pokann af peningunum og ýttu ekki á viðvörunarbjöll- una“-frasanum. Þetta voru verk sem voru neð- an við hans virðingu. Hann hafði fæðst og alist upp í austurhluta London. Göturnar voru heimili hans í fyrstu og hverfið svo skuggalegt að verslunareigend- ur þurftu að greiða foringja stærstu glæpaklí- kunnar skatt til að fá að stunda sín viðskipti óáreittir. Cook gekk í þennan félagsskap, ung- ur að árum, og þótti bæði sterkvaxinn og greindur. Áður en langt um leið stofriaði hann sína eigin glæpaklíku og brátt var hann orðinn umsvifamikill glæpahöfðingi í London. En þrátt fyrir góða skipulagsgáfu og velmegun í bransanum fór að bera á kæruleysi hjá Cook, sem endanlega hafði þær afleiðingar í för með sér að veislunni lauk. Cook rændi brynvarinn peningaflutningabíl. Hann náði sér í 800 milljónir íslenskra króna, en Adam var ekki lengi í Paradís. Lögreglan komst á slóð hans og brátt var Cook á bak við lás og slá, ákærður fyrir að bera ábyrgð á vopnuðu ráni. Árið 1981 var hann dæmdur í 16 ára fangelsi, en það var í sjálfu sér ekki slæmur kostur fyrir Cook. Hann átti möguieika á reynslunáðun, sýndi hann góða hegðun, eftir helming afþlánunar- tímans og það sem best var: lögreglan náði aldrei að hafa upp á þýfinu úr stóra ráninu. Því var ljóst að Cooks biðu náðugir dagar, þegar hann lyki afplánun. Fangelsisstjórinn lauk við að skýra frá forsögu Cooks og sagði síðan: „í ljósi alls þessa er óskiljanlegt af hverju Cook ætti að strjúka. Það er aðeins rúmur mánuður þar til honum verður sleppt og því ætti að hann að taka slíka áhættu?" Aðspurður sagði hann að Cook hefði verið í hópi þeirra manna sem fangelsisyfirvöld treystu fullkomlega. Þess vegna fengi hann frí- dag einu sinni í viku og þeim degi hefði Cook yfirleitt varið hjá kærustunni sinni. Hann hefði farið til hennar í gærmorgun og hefði átt að skila sér aftur með morgunrútunni. Þetta frjálsræði, sagði fangelsisstjórinn, væri um- deilt, en skilaði sér að hans mati í betri líðan fanganna og þar af leiðandi betri hegðun, sem auðveldaði allt starf innan fangelsisveggjanna. „Þessi fríðindi eru að sjálfsögðu einungis fyrir þá fanga sem við treystum fullkomlega," sagði hann. Búið var að reyna að hafa símasamband við Lindu Calvey, kærustu Cooks, en enginn hafði svarað. Þegar lögreglan kom upplýsingunum áleiðis til höfuðstöðvanna, kom á daginn að nafn Lindu Calvey var vel þekkt innan spjalda lög- reglunnar. Svarta ekkjan Hún var 43 ára gömul. Var ættuð úr góðri fjölskyldu, en hafði á táningsárunum leiðst út í „hið ljúfa líf', sem fylgir þeim sem engum telja sig vera háðir og leita oft út fyrir lög og rétt. Hún heillaðist af glæpamönnum og spennandi lífi þeirra. Árið 1972 hafði hún gifst stórglæpamanni, Michael Calvey, sem hún bjó með í miklu ríkidæmi í sex ár. Þar vandist hún hvers konar munaði, svo sem límósínum, skartgripum og rándýrum utanlandsferðum. En allt tekur endi. Eftir sex ára hjónaband var Michael Calvey skotinn af lögreglunni, er hann gerði tilraun til vopnaðs ráns, og Linda Calvey hlaut viðurnefnið Svarta ekkjan. Það kom til vegna þess að Linda ásetti sér að klæð- ast aldrei öðru en svörtu eftir dauða eigin- mannsins. Þrátt fyrir það virtist sorg hennar ekki meiri en það að aðeins þremur vikum eft- ir jarðarförina flutti hún inn til Ronnie Cooks. Munaður var hennar ástríða. Hún hafði misst allt eftir að maðurinn hennar dó, og kunni því vel að vera undir forsjá vel þekkts glæpamanns sem Cook óneitanlega var. Hann skaffaði vel og líf hennar hélt áfram á sama máta og fyrr- um. En líkt og í fyrra skiptið reyndist gæfan henni fallvölt. Eftir aðeins þriggja ára sambúð var Cook handtekinn og dæmdur í 16 ára fang- elsi. Cook hafði komið því til leiðar að Linda fékk vænan lífeyri á meðan hann sat í fangelsi, en hann grunaði að mikið vildi meira. Því olli það honum áhyggjum að Linda vissi hvar góssið úr vopnaða ráninu var geymt og því fékk hann vin sinn til að fylgjast með Lindu eftir að hann fór í afþlánun. Peningar höfðu sama aðdráttar- afl fyrir Lindu eins og hunang fyrir býflugu. Alfie Robertson fékk það hlutverk að gæta hennar. Þótt Cook treysti honum ekki full- komlega fremur en nokkrum öðrum, þá fannst honum það skásti leikurinn í stöðunni að Robertson flytti inn til Lindu. Hann vonað- ist auðvitað til að samband þeirra yrði einung- is platónskt, en vissi þó að allt gat gerst. En vegir glæpanna eru hálir og lítið þarf til að mönnum verði fótaskortur. Robertson var handtekinn eftir misheppnaða tilraun til vopnaðs ráns og hlaut 18 ára fangelsi. Linda var dæmd meðsek og fékk 5 ára dóm. Hún tók út sinn tíma, en var sleppt úr haldi eftir 3 ár vegna góðrar hegðunar. Lögreglan marg- reyndi að láta hana misstíga sig við yfirheyrsl- ur um stóra Cook- málið, en allt kom fyrir ekki; Linda gaf þeim engar upplýsingar um hvar góssið væri að finna. Samt sem áður fannst lögreglunni undarlegt hversu hátt Linda lifði eftir að hún kom úr fangavistinni. Hún klæddist rándýrum fötum, ferðaðist mikið til útlanda og lifði sem blóm í eggi. Þetta var skrýtið í ljósi þess að einu opin- beru tekjumar, sem hún hafði, voru mánaðar- leg ávísun frá félagsmálastofnun. Grunur læddist að þeim að byrjað væri að ganga á pen- ingana sem Cook hafði falið. Endalok glæpaforíngja Því var það kærkomið fyrir yfirvöld að fá ærna ástæðu til að rannsaka Lindu Calvey og afla sér upplýsinga um hennar hagi. Lögreglan útveg- aði húsleitarheimild og upp úr hádegi þennan dag vom löggæslumenn mættir fyrir framan íbúð hennar. Hún virtist vera mannlaus. Þeir útveguðu sér Iykla að aðaldymnum og réðust til inngöngu. Þótt þeir væm vopnaðir og ættu ekki von á að nokkurværi heima, fóm þeir mjög varlega, því Linda og Cook vom álitin hættulegt fólk sem yrði að umgangast með varúð. Ótti lögreglu- mannanna reyndist þó ástæðulaus, húsið var hættulaust. Reyndar var Ronnie Cook í eld- húsinu, en hann var ekki í ástandi til að ógna neinum. Það vantaði efri hlutann á höfuð hans og heilaslettur þöktu eldhúsveggina og gólfið. Þetta vom nöturleg en ekki óvænt endalok glæpaforingja. Aðkoman var því heldur ljót og eftir að auka- lið hafði verið kallað til og rannsókn vett- vangsins hófst, gerðu allir sitt besta til að Ijúka sínu starfi á sem skemmstum tíma. Það kom þó ekki niður á þeirri smáatriðavinnu, sem nauðsynlegt er að viðhafa þegar morðmál em annars vegar. Gmnnrannsókn leiddi í ljós að Cook hafði lát- ist eftir tvö haglabyssuskot. Annað hafði hæft hægri olnboga hans, en hitt farið í höfuðið. Skotfærið hafði verið mjög stutt og búið hafði verið að saga framan af hlaupi byssunnar. Að upplýsa morð á undirheimamönnum er alltaf erfitt verk. Vitni em treg til að tjá sig vegna ótta við að það kosti aðgerðir af hálfu glæpamanna síðar meir, og glæpamennirnir sjálfir, sem valda verknaðinum, em vel þjálfað- ir í Iygum og öðm því sem torveldar rannsókn málsins. Því vom morðdeildarmennirnir, sem haft var samband við, ekki bjartsýnir á að lausn málsins væri skammt undan. Það reyndist auðvelt að hafa uppi á svörtu ekkjunni. Sem fyrr var hún klædd svörtu, og bar glæsilega skartgripi. Hún var ísköld fyrir, vissi upp á hár hver réttur henni væri og sagði einungis: „Ég veit ekkert um það hvernig dauða Ronnies bar að. Ég var ekki viðstödd og hef ekki minnsta gmn um hver gæti hafa ver- ið að verki." Rannsóknarmenn lögreglunnar vom samt fullvissir um að Linda væri sek. Þeir settu fram þá kenningu að eitthvert samhengi væri á milli hinna miklu auðæfa, sem biðu Cooks, og hins háa lífsmáta sem Linda hafði tileinkað sér. Þessi kenning fékk byr undir báða vængi, þegar fangi í Maidstone- fangelsinu kom með mikilvægar upplýsingar. Hann hafði orðið vitni að nöturlegum samræðum skötuhjú- anna tveggja, aðeins tveimur mánuðum fyrir morðið. Samkvæmt frásögn hans hafði Cook hótað Lindu ýmsu og jafnaðargeð hans hafði vikið fyrir miklum æsingi. Fanginn þóttist muna nokkrar beinar tilvitnanir, svo sem: „Ég verð annað hvort dauður fyrir jól, eða þá að ég verð kominn í annað fangelsi fyrir morð að yfir- lögðu ráði.“ Og einnig: „Þú skalt hafa verra af, tæfan þín. Það styttist í að ég verði frjáls mað- ur.“ Það fylgdi sögu fangans að þetta hefði ver- ið í fyrsta og eina skiptið, sem hann hafði heyrt að þeim yrði sundurorða. Þetta voru mikilvægar upplýsingar, en varla nógu haldgóðar til að lögreglan hefði nokkur bitastæð sönnunargögn í höndunum. Ákveðið var að beina spjótunum að knæpum í grennd við heimili Lindu og voru ýmsir vafasamir menn yfirheyrðir í nágrenninu, sem áttu lög- reglunni skuld að gjalda. Lögreglumennimir lofúðu sýknun fyrir smáafbrot þeirra í skiptum fyrir upplýsingar sem gætu leyst málið. Það reyndist vænleg ákvörðun. Einn þeirra þoldi ekki þrýstinginn og leysti frá skjóðunni. Hann var vel kunnugur bæði Lindu og Ronnie og byrjaði á að lýsa lýsti ferlinu hjá þeim, áður en hann var handtekinn. í upphafi hafði ást Cooks verið mikil og hann hafði gefið henni stórar gjafir. Meðal annars hafði hann leyft henni að versla í þeim versl- unum sem seldu dýrustu fötin. Þá gaf hann henni tvo rándýra sportbfla og einu sinni höfðu þau eytt, á einni helgi í Las Vegas, 50 þúsundum dollara. Hann kostaði brjóstaað- gerð fyrir hana sem kostaði 20 þúsund dollara og svo mætti lengi telja. En ást Lindu óx ekki í samræmi við þetta. þess í stað varð hún ágjörn og það líkaði Cook ekki. Eftir að Cook lenti í grjótinu, hafði Linda gripið til varaforðans úr ráninu sem þýfið fannst aldrei úr. Hann hafði orðið viti sínu fjær er hún sagði honum af þessu, skömmu áður en honum yrði sleppt úr haldi og ætlaði að grípa til róttækra aðgerða gagnvart henni. Þá hafði hún ákveðið að verða fyrri til. Og ljóst var að hún var komin i tíma- hrak, þar sem örstutt var í að Cook hlyti reynslulausn. Mistök ekkjunnar Heimildarmaðurinn fullyrti þó að hún hefði ekki sjálf ráðið hann af dögum. Til þess hefði hún ráðið mann að nafni Danny Reed. Þetta kom lögreglunni á óvart. Þeir höfðu haldið að til þess að ráða einn af frægustu glæpamönn- um Lundúnaborgar af dögum þyrfti þraut- þjálfaðan leigumorðingja. En það var Danny Reed ekki. Þeir þekktu til afbrotasögu hans, en hún beindist aðallega að minni háttar kynferð- isbrotum og öðru slíku. Hann var talinn gera sér undarlegar hugmyndir um sjálfan sig sem mikið kyntákn, en því miður fyrir hann voru konumar sem hann fór á fjörumar við, ekki á sama máli. Hann hafði stundum gengið fulllangt í að reyna að sanna þetta fyrir hinu kyninu. Samt hafði hann aldrei verið ákærður fyrir nauðgun eða þess háttar glæpi. Einungis áreitni. Hann var óstöðuglyndur og lögreglumennirnir vissu strax og þeir höfðu uppi á honum að Linda hefði gert mikil mistök með því að ráða hann til verksins. Það þurfti ekki að beita Danny Reed miklum þrýstingi til að hann leysti frá skjóðunni. „Ég gerði það ekki, hún gerði það. Þessi kona er djöfulleg, hún er morðinginn,“ sagði Reed. Frásögnin, sem fylgdi í kjölfarið, var á þá leið að hún hefði ráðið hann til verksins og hann reyndar samþykkt það. En þegar til kastanna kom og hinn margfrægi Ronnie Cook stóð fyr- ir framan hann í eldhúsinu, þar sem hann hafði beðið hans, hafði hann misst kjarkinn. Cook hafði starað framan í hlaupið án þess að gefa frá sér hljóð og Reed hafði staðið sem la- maður án þess að hleypa af. Þá hafði Linda kallað: „Dreptu hann, dreptu hann, skjóttu maður,“ og hann hafði frekar ómeðvitað en af ásetningi hrokkið við og hleypt af án þess að miða. Skotið hafði farið í handlegg Cooks og hann hafði fallið á gólfið vegna sára sinna. Linda hafði krafist þess að hann lyki verkinu, en hann gat það ekki. Þá hafði hún rifið af honum haglabyssuna, beint henni að höfði Cooks þar sem hann Iá hjálparvana á gólfinu. Hún skipaði honum að krjúpa fyrir sér, sem Cook hlýddi, og síðan gekk hún hálfhring á bak við hann og hleypti af. Linda Calvey hafði ekkert annað að segja, þegar lögreglan hand- tók hana, annað en: „Ég gerði það ekki. Ég er saklaus.“ Þótt sögum þeirra tveggja bæri ekki saman, voru þau bæði ákærð fyrir morð. Bæði héldu fram sakleysi sínu, en hvorugt gat sannað það. 12. nóvember 1991 voru þau bæði fundin sek um morð að yfirlögðu ráði. Hegningin skyldi vera lífstíðarfangelsi. Það olli Iögreglunni von- brigðum að engar leifar fundust af þýfinu úr stóra ráninu. Sennilega hefúr forðinn góði verið á þrotum. Enn sannast hið fornkveðna að margur verð- ur af aurum api. Svarta ekkjan hefur verið svipt þeirri ánægju að ferðast um lönd heims- ins fldædd dýrustu fötum með skartgripi á tá og fingri. Sennilega tekur það hana tíma að venjast breytingunni innan breskra fangelsis- veggja. En það ætti ekki að vera vandamál fyr- ir hana. Hún hefur allan heimsins tíma til þess.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.