Tíminn - 20.02.1993, Qupperneq 4

Tíminn - 20.02.1993, Qupperneq 4
4 Tíminn Laugardagur 20. febrúar 1993 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Tíminn hf. Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm. Aöstoðamtstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrimsson Auglýsingastjóri: Steingrímur Gislason Skrifstofur: Lynghálsi 9, 110 Reykjavik Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Oddi hf. Mánaöaráskrift kr. 1200,-, verð I lausasölu kr. 110,- Grunnverö auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 F orsendur j afnvægis Hallarekstur ríkissjóðs er talinn ein helsta ástæða þess efnahagsöngþveitis sem er að sliga atvinnulíf og afkomu fyrirtækja og einstaklinga. Erfítt er að lækka vexti svo nokkru nemi á meðan landssjóðurinn er rekinn með miklum halla og það dregur úr öllum framkvæmdum og framfaravilja en skuldasöfnun og atvinnuleysi er það hlutskipti sem af óráðsíunni Ieið- ir. Samdráttur og uppsagnir eru boðorð dagsins og af- leiðingarnar eru margföldun vandamálanna. Ríkissjóðshallanum má vel eyða með hagsýni í opin- berum rekstri og með aukinni skattlagningu. En ráðamenn sjá ekki aðrar leiðir til að auka tekjur hins opinbera en að hækka þjónustugjöld og neysluskatta á almenning og hækka skatta á meðaltekjufólk og umfram allt á þá sem lægstu launin hafa einsog lækk- un skattleysismarka er ömurlegt vitni um. Linkindin gagnvart þeim tekjuháu og auðugu þegar skattheimta er annars vegar er nánast óskiljanleg. Eitt skattþrep tryggir hálaunafólki að aldrei verður nærri því gengið í skattálögum. Fjármagnstekjur eru friðhelgar eins og hlutabréf og erfðafé. Það er aðeins fólkið á lægri þrepum launastigans sem skattarnir eru teknir skilvíslega af. Hróðugur eigandi vinnuvélafyrirtækis í góðum rekstri og stjórnarmaður í stórfyrirtækjum miklaðist af því í blaðaviðtali að þiggja atvinnuleysisstyrk drjúgan hluta úr árinu. Skattframtöl hans eru sam- kvæmt því o£ þykja góð og gild. Forseti ASI bendir á að 14 þúsund skráðir atvinnu- rekendur séu með 700 þúsund króna meðaltekjur á ári. Þetta er allt í lagi gagnvart skattalögum og mikið undirmannaðar skattstofur verða að taka svona fá- ránleika góðan og gildan. Fyrirtæki eru rekin árum saman í gjaldþrotaástandi án þess að lögum sé komið yfir þau og loks þegar tek- ið er í taumana tapa ríki og sveitarfélög ómældum fúlgum í vangoldnum gjöldum en taka að sér að borga starfsfólki ógreidd laun. Skattsvikin nema tugum milljarða og hafa ótrúleg- ar tölur verið nefndar á hinu háa Aiþingi þegar þau mál ber þar á góma og ráðherrar boða siðbótarátök sem rangt er að segja að renni út í sandinn því þeim er aldrei hrint af stað. Aftur á móti er passað vel upp á það að hafa skattstofur og rannsóknardeildir í miklu fjársvelti svo að engin hætta sé á að hægt sé að veita skattsvikurum aðhald sem gagn er að. Ef stjórnvöld telja sig kosin til að gæta einvörðungu hagsmuna hátekjumanna og stóreignafólks en skatt- pína og mergsjúga þann breiða fjölda sem vinnur hörðum höndum fyrir tiltölulega lágum launum mun hallinn á ríkissjóði enn aukast og verða óviðráð- anlegur fyrr en varir. Vextir hækka og hagur atvinnu- fyrirtækja versnar og atvinnutryggingasjóðir tæmast svo að stóreignamenn ná ekki einu sinni út pening- um úr þeirri auðsuppsprettu sinni. Fer þá að fjúka í flest skjól. Réttlát tekjuskipting og réttlát skattheimta eru for- sendur þess að jafnvægis gæti í sjóði allra lands- manna og að atvinnulífið gangi snurðulítið. Atli Magnússon cc „Pligtin“ við heimspj áninguna Heimsþjáningin — stríðin og vol- aeðið sem fólk sem má búa við í fjarlægum heimshornum nú til dags leggur margar samvisku- spumingar fyrir fólk sem lifir til- tölulega makráðu og grónu lífi eins og við íslendingar. Matvönd þjóð sem getur sofið í næði án ótta við ofsóknir hverskyns refsiengla þessarar plánetu finnur að henni ber að fyllast ólyst og bylta sér í fletunum af samviskukvölum þeg- ar heyrist um ósköpin handan haf- anna — fólk sem tekið er að leggja sér nái til munns í hungurkvöl sinni og má eiga von á að verða skotið eins og flækingskettir, hætti það sér undan þaki. „Svo langt frá heims- ins vígaslóð...“ En fyrir aðeins fáum áratugum var þetta ekki svona, þótt þá geis- uðu einnig hörmungar og ófrýni- leg tíðindi bæri að eyrum úr út- varpstækjunum. Menn fundu að þeir þurftu ekki þurfa að líða svo miklar samviskukvalir vegna þess og hin einfalda réttlæting var blátt áfram sú hve landið var blessunar- lega afskekkt. í stað samviskubits ríkti aðeins þakklæti til forsjónar- innar fyrir að hafa plantað landinu niður svo langt í burtu frá þessum skolla sem raun var á. „Geym Drottinn okkar dýra land, er duna jarðarstríð," kvað Hulda og fegins- andvarpið leynir sér ekki. Þessari „stikkfrf'- tilfmningu deildu allir með skáldkonunni í þann tíð. Gömul og væn sveitakona austur í Flóa, en þar var ég smádrengur í sumarvist, var vön að segja í hvert sinn er heyrðist af hrakningum berfætlinga suður undir Miðjarð- arhafsbotni — (mig minnir að Bretar hafi verið að lúskra á þeim þá): ,Æ, það vildi ég að blessað fólkið væri komið hingað í Val- lengi. Víst skyldi það fá að úða í sig eins og það torgaði!" Þar með skellti hún fati meö rjúkandi ær- kjöti á matarborðið, þar sem spikið draup af hverjum bita. Þetta hefði nú ekki þótt amalegur réttur í aug- um afkomenda fjárhirðanna á Betlehemsvöllum, sem voru nest- islausir á hröðum flótta um gróð- urvana merkur undan sínum Ffl- isteum — rétt eins og þeir eru enn þann dag í dag. En heimilismenn í Flóa fundu að það mundi ekki lina þrautir eins né neins að þeir færu að halda í við sig. Menn ráku gaffl- ana í kjötstykkin og átu af taum- lausri lyst — með tilheyrandi frjálslegum ropum og drundrím- um. Á eftir lögðu þau sig, húsbóndinn og húsfreyja, og gamla konan skellihló og sagist ekki vita hvort Guð fyrirgæfi sér hve mikið hún hefði látið niður fyrir brjóstið á sér. Samt mátti sjá á henni að hún taldi að fýrirgefningin mundi fremur auðfengin. Á veggnum hékk þó borðbæn sem hún hafði sjálf saumað út og látið ramma inn undir gler: „í Jesú nafni nú skal snætt, af nauðum margra hófs þó gætt...“ stóð þar. En bænir tóku menn misalvarlega í Flóa þá sem víðar og síðar. Ný viðhorf En nú eru ný viðhorf komin til sögu eins og í upphafi segir, og þótt víst sé étið umfram allar þarf- ir á íslandi sem fyrr, þá er búið að læða því inn í samviskutötrið að hér sé í verunni um synd gegn því sammannlega að ræða. Einkarlega gerist þessi tilfinning áleitin þegar menn finna að þeir verða að styðja sig við stólinn svo þeir megni að hefja sig upp frá borðinu vegna of- fylli. Þeir njóta ekki lengur hinnar léttu samvisku gömlu konunnar í Flóanum gagnvart fullum maga. Þetta munu margir væntanlega reyna nú í næstu viku er þeim hef- ur tekist að torga svosem tíundu bollunni á bolludaginn á mánudag og sjötta saltkjötsbitanum á sprengidaginn á þriðjudag. Þá grípur menn samviskubit og þeir finna til skyldu sinnar við mann- kynið. Þetta er einsog segir í þjóð- sögunni um valinn. Hann er sagð- ur bróðir rjúpunnar, en man ekki eftir því fyrr en hann hefur slitið hana í sig og er kominn inn að hjartanu — sem er síðasti bitinn. Þá gólar hann ámátlega. Samviskurukkarar Eins fer okkur samviskukvöldum þegnum neysluþjóðfélagsins. Þeg- ar oftiautnin í mat og drykk hefur rétt eina ferðina farið úr böndun- um eiga raddir samviskurukkara samtímans greiðan aðgang að mönnum. Samviskurukkarinn sem slíkur er að vísu gamall á jörð- inni, en á síðustu árum er hann að verða mjög atkvæðamikill í neysluþjóðfélögunum. Hann er tekinn að skjóta upp kolli undir hinum margvíslegustu formerkj- um — félaga, samtaka og safnaða. Hann þarf ekki að sýna fram á neina svokallaða skynsemi, heldur nægir honum að höfða beint til til- finninganna. Og við rödd hins nú- tíma samviskurukkara er ekki jafn létt að skella skollaeyrum og boð- skap hinnar bródéruðu borðbæn- ar. Samviskurukkararinn leiðir mönnum fyrir sjónir að afsökun fjarlægðanna sé uppétin og að komið sé að „hjartanu" — hjarta hins „sam- mannlega", og að þetta hjarta skuli hjörtun tifa í takt við. Nú verði verkin að tala. Því er kreikaö af stað að bæta fyr- ir lifnað sinn með einhverju móti. Nú í sfðustu viku söfnuðust menn til dæmis saman á Austurvelli og kyrjuðu pópúleran sálm með kertaljós í hönd í súldarregni. Þingmenn með skyldugan mæðu- svip prýddu hópinn og forsætis- ráðherrann tók við skjali sem svo verður samin upp úr orðsending, sem hamingjan má vita hvar hafn- ar. Sjálfsagt spyrja aðstandendur sakomunnar aldrei eftir því. Kannske verður framtakið fundar- mönnum sjálfum meira til gagns en þeim sem ætlun var að létta hörmungar sínar með því. En svo billega lætur samvisku- rukkarinn menn varla sleppa lengi — með klökkvatár og fáein kerta- ljós. Ó, að það nægði eins og í Fló- anum forðum að leggja sig eftir of- átið og biðja skiningsríkan Guð að afsaka ofátið.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.