Tíminn - 20.02.1993, Blaðsíða 11
Laugardagur 20. febrúar 1993
Tíminn 11
ist að útrýma gleðilátum í kring-
um föstuinnganginn eins og öðr-
um skemmtunum á 18. öld, hafi
þau á annað borð einhver verið.
En sakleysislegur leikur að tákni
iðrunarinnar, öskunni, hefur þó
lifað af. Það er sá skemmtisiður að
hengja í laumi smápoka með ösku
á menn og láta þá bera hana til-
tekna vegalengd, t.d. þrjú spor eða
yfir þrjá þröskulda.
Þetta reyndu einkum stúlkur við
pilta, en í staðinn leituðust strák-
ar við að Iáta stelpur bera smá-
steina í poka tiltekna vegalengd.
Steinninn er líklega valinn vegna
þeirrar gömlu refsingar að drekkja
konum með stein bundinn við
háls sér. í Reykjavík og öðrum
bæjum varð það hins vegar mikil
skemmtun barna að hengja ösku-
poka aftan á virðulega borgara,
sem sumir brugðust furðuilla við.
En yngra afbrigði þessa siðar er að
hafa pokann tóman, en sauma á
hann eitthvert tákn ástarjátning-
ar. Gat þá verið úr vöndu að ráða
hver væri sendandinn.
Öskudagurinn hefur líklega heit-
ið öskuóðinsdagur, líkt og í ná-
lægum tungumálum og er það
heiti sjálfsagt eldra, en hefur horf-
ið smám saman, eftir að óðinsdag-
ur var numinn úr málinu á 12. öld
í stað miðvikudags.
„Öskudagur á átján bræður" seg-
ir alkunn veðurspá. Hinsvegar eru
menn ekki á eitt sáttir um túlkun
þessara orða. Sumir halda því
fram að 18 næstu dagar eigi að
líkjast honum að veðurfari, aðrir
að það séu einhverjir 18 dagar á
föstunni og enn aðrir að það séu
18 næstu miðvikudagar.
Og hér látum við lokið að rekja
uppruna þessara þriggja ágætu
daga, sem með skemmtilegu til-
standi því, sem tengist þeim,
stytta okkur vissulega biðina eftir
vorinu í öllum umhleypingunum.
Framsóknarfélögin í
Hafnarfirði
Opið hús aö Hverfisgötu 25 alla þriðjudaga ki. 20.30.
Komið og fáið ykkur kaffisopa og spjallið.
Framsóknarfélögin
Kópavogsbúar
Nágrannar
Almennur fundur verður haldinn að Digranesvegi 12 mánudaginn 22. febrúar n.k.
kl. 20.00. Fundarefni: Kosning formanns og fulltrúa Freyju I stjóm K.F.K. til næstu
tveggja ára.
Kl. 21.00 mætir gestur fundarins, Þuriöur Pálsdóttir söngkona. og flytur fyririest-
ur um „Breytingaaldurinn". Fyririesturinn er öllum opinn og ókeypis.
Kaffiveitingar.
Freyja, félag framsóknarkvenna
Kópavogur —
Framsóknarvist
Spilum framsóknarvist að Digranesvegi 12 sunnudaginn 21. febrúar kl. 15.00.
Kaffiveitingar og góð verðlaun.
Freyja, félag framsóknarkvenna
Keflvíkingar
Fundur verður haldinn mánudaginn 22. febrúar kl. 20.30 að
Hafnargötu 62.
Fundarefni:
1. Fjárhagsáætlun Keflavikurbæjar 1993
2. Drífa Sigfúsdóttir, forseti bæjarstjómar, kynnir og svarar
fyrirspumum.
Kaffi á könnunni.
Stjóm fulltrvaráðslns
Drifa
Öskudagur í Reykjavík: Meöan einn spyr vegfaranda hvaö klukkan sé nota aörir tækifæriö til aö láta hann „bera ösku".
o.
Opiö hús er alla laugardaga kl.10.00 - 12.00 aö Digranes-
vegi 12. Kaffi og létt spjall. Inga Þyrf, formaður félags-
málaráðs, verður til viðtals.
Framsóknarfélögin
Inga Þyrf
Ekki fer miklum sögum um því-
líkt hátíðahald hérlendis fyrr á
öldum, svo að sprengikvöld er eini
kjötkveðjudagurinn sem beinar
spurnir eru af. Astæðan er auðvit-
að fyrst og fremst strjálbýlið og
örðugar samgöngur, sem gert hafa
samkomudaga íslendinga mun
færri áður fyrr en annars staðar,
einkum að vetrarlagi. Viljann hef-
ur sjálfsagt ekki vantað, en það
gefur auga leið hversu hægara er
um vik til þvílíkra athafna, þar
sem búið er í þorpum eða öðru
þéttbýli.
Þá var og næsta auðvelt fyrir yfir-
völd að hindra þvílíkar samkomur
hérlendis, ef þeim bauð svo við að
horfa. Og sú var einmitt raunin á.
í svokölluðum „norsku lögum"
Kristjáns 5., sem að einhverju
leyti voru látin gilda hér, stendur
m.a. þessi klausa, sem til er í
mörgum handritum:
„Allir óskikkanlegir og hneyksl-
anlegir leikir um jól eður á öðrum
tímum og föstugangshlaup fyrir-
bjóðast strengilega og eiga alvar-
lega að straffast."
Hægt er að sanna að þessi lagak-
lausa hefur verið notuð hér sem
röksemd gegn gleðisamkomum.
Nú má Ijóst vera að „föstugangs-
hlaup“ um hávetur á íslandi hefði
orðið að fremja innanhúss. En
þeir staðir, sem helst höfðu nógu
rúmgóð húsakynni fyrir fjölmenn
gleðilæti, voru einkum prestsset-
ur og sýslumannssetur, einmitt
hjá þeim sem .áttu að vaka yfir því
að boðum konungs og kirkju væri
framfylgt. Það var því ekki við
miklum samkvæmum að búast og
gegnir raunar furðu, hvað þó var
hægt að bralla á öðrum tímum,
eins og fáein dæmi verða rakin um
síðar.
Nafnið sprengikvöld bendir ein-
dregið til þess að þá hafi menn
reynt að ryðja í sig eins miklu og
þeir gátu torgað af keti, floti og
öðru lostæti, sem forboðið var á
föstunni. Mun þá margur hafa
hesthúsað meira en hann hafði
gott af eða étið sig í spreng. Eru af
því ýmsar skrýtnar sögur. Sagan
segir einnig að ieifarnar væru
settar í poka og hengdar upp í
baðstofumæni yfir rúmi hvers og
eins. Þarna angaði freistingin fyrir
augum alla föstuna, en ekki mátti
snerta fyrr en aðfaranótt páska-
dags. Sumir segja að öllum leifum
hafi verið safnað í einn belg, sem
var hengdur upp í baðstofuna.
Auk átveislu hefur visst frjáls-
lyndi í ástamálum löngum verið
látið óátalið á kjötkveðjuhátíðum
erlendis. Einhverjar sagnir um
viðlíka athæfi hafa verið á kreiki
hér á 19. öld. Segir þar að á þessu
kvöldi hafi vinnumenn átt að
greiða þjónustukonum sínum
(þeim sem gerðu við föt þeirra og
skó) kaup þeirra fýrir árið og hafi
sú greiðsla átt að innast af hendi
með einkar ástúðlegu viðmóti,
eins og þetta vísukorn bendir til:
Þriðjudaginn i föstuinngang,
það er mér í minni,
þá á hver að falla (hlaupa, þjóta)
í fang
á þjónustunni sinni.
Annað nafn þessa dags, „hvíti týs-
dagur", kemur fyrst fyrir í alman-
aki Jóns Sigurðssonar árið 1853,
en hefur aldrei orðið almennings-
mál á íslandi. Ekkert bendir til
þess að þetta heiti eigi sér eldri
sögu í íslensku, þótt Jón kunni að
hafa litið svo á að hér væri um
gamalgleymt, forníslenskt orð að
ræða, þar sem dagurinn heitir
„hvidetirsdag" á dönsku. Sú nafn-
gift er talin dregin af þeim sið að
„eta hvítt" á þeim degi, t.d. hveiti-
bollur soðnar í mjólk. f öðrum
Norðurlandamálum er þessi dagur
einnig kenndur við feitmeti —
flesk, smjör og graut — en bollu-
átið hefur hérlendis verið fært á
mánudaginn, eins og áður sagði.
Askan af pálmunum
Öskudagurinn var áður fyrsti
dagur lönguföstu og dregur nafn
sitt af rómversk-kaþólskum helgi-
sið. Leifarnar af pálmunum, sem
vígðir voru á pálmasunnudag síð-
asta árs, voru brenndar, askan lát-
in í ker á altarinu og vígð fyrir há-
messu. Presturinn býður síðan
söfnuðinum að ganga nær, dýfir
fingri sínum í öskuna og gerir
krossmark á enni þeirra og krúnu,
ef um klerka er að ræða. Um leið
mælir hann þessi orð: „Mundu að
þú ert duft og að dufti skaltu
verða.“ Þessa siðar er fyrst getið
seint á 10. öld og er hann tákn-
rænn fyrir iðrun og yfirbót.
í kringum siðbreytinguna á 16.
öld kemur andstaða gegn kaþólsk-
um venjum fram á ýmsan hátt í
Evrópu, og á það m.a. við um
öskudaginn. í fyrstu tóku menn að
draga kjötkveðjuhátíðina sem
lengst fram á öskudaginn, en eftir
siðbreytingu varð hann smám
saman að sérstökum degi gleði og
ærsla í stað iðrunar. Sú hefur
einnig orðið raunin hjá okkur.
Eins og áður sagði f sambandi við
sprengidaginn, hefur fljótlega tek-
Skagfirðingar —
Sauðárkróksbúar
Velkomin I morgunkaffi með Stefáni Guðmundssyni alþing-
ismanni laugardaginn 20. febrúar kl. 10-12 f.h. I Framsókn-
arhúsinu á Sauðárkróki.
Stefán
RALA
Eiturefnanámskeið
Dagana 29. og 30. mars n.k. verður haldið námskeið um
notkun eiturefna og hættulegra efna í landbúnaði og garð-
yrkju og til útrýmingar meindýra, ef næg þátttaka fæst.
Námskeiöið er einkum ætlað þeim, sem vilja öðlast leyfis-
skírteini til að mega kaupa og nota efni og efnasamsetn-
ingar í X- og A- hættuflokkum. Þátttaka í námskeiðinu veit-
ir þó ekki sjálfkrafa rétt á skírteini. Skal sækja um það sér-
staklega. Þátttökugjald er kr. 7500.
Námskeiðið verður haldið hjá Rannsóknastofnun landbún-
aðarins á Keldnaholti, Reykjavík, og skal tilkynna þátttöku
til Sigríðar Jansen, Hollustuvernd ríkisins, s. 91-688848,
sem fyrst og eigi síðar en 19. mars.
Hollustuvernd ríkisins
Rannsóknastofnun landbúnaðarins
Vinnueftiríit ríkisins