Tíminn - 20.02.1993, Blaðsíða 18

Tíminn - 20.02.1993, Blaðsíða 18
18 Tíminn Laugardagur 20. febrúar 1993 r Vilborg Amadóttir frá Bergsstöðum Tengdamóðir mín, Vilborg Arna- dóttir frá Bergsstöðum á Vatnsnesi, lést í sjúkrahúsinu á Hvammstanga að morgni 11. febrúar s.l. og var þá komin hátt á áttunda árið yfir ní- rætt, en hún var fædd 30. mars 1895. Á sjúkrahúsinu var hún búin að dvelja í nokkur ár og njóta hjúkrun- ar og umhyggju starfsfólksins þar. Erum við aðstandendur mjög þakk- lát fynr það. Vilborg var sönn heiðurskona og miklum mannkostum búin. Hún var sérlega myndarleg húsmóðir. Öll hennar störf vitnuðu um hagsýni, hreinlæti og verklagni. Má nærri geta hvers virði þetta hefur verið þar sem marga þurfti að fæða og klæða af litlum efnum. Þau voru mjög samrýnd, Bergs- staðahjónin Pétur og Vilborg, og studdu hvort annað í blíðu og stríðu. Með viljastyrk og dugnaði tókst þeim að koma barnahópnum til manns, þótt oft væri þungt fyrir fæti, og það átti eftir að sannast, að oftar voru þau veitendur en þiggj- endur í gegnum lífið. Það hefur þurft mikla eljusemi og þrifnaðar- hvöt hjá húsmóðurinni á Bergsstöð- um að halda gamla torfbænum jafn snyrtilegum innan dyra eins og raun var á þau tæp 30 ár, sem Vilborg gegndi þar húsmóðurstörfum, en þá var nýtt hús byggt. Það vakti athygli mína og undrun, er ég kom sem gestur að Bergsstöðum, að sjá hversu gamla baðstofan var alltaf vistleg; snyrtimennskan, reglusem- in og hreinlætið blasti við hvar sem á var litið. í þessari baðstofu ólst upp allur bamahópurinn hennar Vil- borgar, samtals átta böm, frá báðum hjónaböndum hennar, og enginn ef- ast um að hjartarými hafi verið þar nóg til að bæta upp hið knappa rými húsakynnanna. En hún Vilborg átti eftir að sjá önn- ur átta börn vaxa úr grasi á Bergs- stöðum. Það voru dótturböm henn- ar og ekki bar á öðru en að um- hyggja ömmunnar væri vel vakandi. Vilborg var dagfarsprúð kona og jafnlynd. Hún var mjög söngelsk og kunni mikið af ljóðum og lögum og gat brugðið því fyrir sig allt til ævi- loka að fara með vísu og raula lag. Þetta sat eftir þótt flest annað virtist horfið í gleymsku hin síðustu árin. Hún tengdamóðir mín hefur áreið- anlega ekki þurft að kvíða vistaskipt- unum og ég sé fyrir mér, að þar hafi beðið vinir í varpa sem von var á gesti. Ég lýk svo þessum fátæklegu orð- um og ber fram, fyrir mína hönd, konu minnar og barna, okkar hjart- ans bestu þakkir fyrir órofa velvild og vináttu gegnum árin. Guð blessi minningu góðrar konu. Pálmi Jónsson Hjónaminning: Bríet Magnea Stefánsdóttir, Pétur Oskar Sigurbjömsson Bríet Magnea: Fædd 21. apríl 1914 Dáin 14. febrúar 1993 Pétur Óskan Fæddur 27. júlí 1909 Dáinn 7. maí 1982 Magnea móðursystir mín verður jarðsungin frá Hafnarkirkju mánudaginn 22. febrúar. Hún var dóttir hjónanna Stefáns Jónssonar og Kristínar Eyjólfs- dóttur, sem bjuggu mestallan sinn búskap á Kálfafelli í Suðursveit. Magnea var næst yngst í hópi fimm systkina sem á legg komust, en þau eru í aldursröð: Eyjólfur, Steinn, Regína, Magnea og Guðný. Af þeim er Steinn farinn á undan Magneu. Pétur var sonur hjónanna Sigur- björns Björnssonar og Elísabetar Eiríksdóttur í Gamla- Garði í Suð- ursveit. Auk hans áttu þau eina dóttur, Ágústu. Magnea var ung, þegar þau Pétur kynntust. Hún fluttist til hans að Borgarhöfn 1932. Upp frá því lágu leiðir þeirra saman og minningin um þau tvö er nátengd í huga mér. Þau bjuggu ásamt foreldrum Pét- urs í Gamla-Garði þangað til þau fluttu á Höfn 1948. Þau eignuðust \þrjú börn; þau eru: Helga Elísabet, póstmaður á Höfn, fædd 1933, gift Herði Valdimarssyni. Þau búa á Höfn og eiga tvö börn og fimm barnabörn. Eysteinn Agnar, eðlis- fræðingur, fæddur 1939, kvæntur Aldísi Hjaltadóttur. Þau búa í Reykjavík og eiga tvö börn. Erna Kristín, fædd 1948, gift Ágúst Al- freðssyni. Þau búa í Leirvík á Hjaltlandi og reka þar laxeldisstöð. Börn þeirra eru þrjú. Ég fékk að vera í sveit hjá Möggu og Pétri stuttan tíma að sumar- lagi, þegar ég var sjö ára. Þar náði ég að kynnast því þegar verið var að þvo ullina í Iæknum og breiða hana á húsþök og girðingar til þerris. Þá var þar líka uppistand- andi fjósbaðstofa, sem þau höfðu byrjað sinn búskap í og þar eign- uðust þau tvö fyrstu börnin. Ég varð strax mjög hrifin af Möggu, sem mér fannst vera skemmtileg og góð við okkur krakkana. Pétur var geðprýðismaður, glögg- ur á flest sem bar á góma og mikill húmoristi og það kunni ég betur að meta eftir því sem leið á ævina, en á þessum aldri fannst mér hann stríðinn. Pétur dvaldi oft heima hjá for- eldrum mínum að vetrarlagi, því að pabbi fékk hann oft til að vinna fyrir sig í bátaviðgerðum og öðru á verkstæðinu sínu. Upphaf sam- skipta þeirra má rekja til 1934, er Pétur tók að sér umsjón verkstæð- isins þegar faðir minn var fjarver- andi. Pétur var einstakur hagleiks- maður bæði á tré og járn; það lék allt í höndunum á honum, sagði pabbi. Það má sjá fallega mynd af nokkrum smíðisgripum hans á Byggðasafninu, en hana lét Magga gera að honum látnum. Það hafa örugglega oft verið ein- manalegir og erfiðir tímar fyrir Möggu, þegar hann var að heiman meginpart vetrarins, nema nokkr- ar helgar. En þannig var það að minnsta kosti síðustu veturna sem þau bjuggu í Suðursveit. Vegna þessarar atvinnu Péturs kom að því að þau fluttust á Höfn og eftir það vann hann á verkstæðinu, lengst af sem verkstæðisformaður. Það var mikið ánægjuefni fyrir mig og okkur öll heima, þegar fjöl- skyldan fluttist á Höfn. Það voru þau hjónin ásamt börnum sínum, því yngsta nokkurra vikna, og for- eldrar Péturs, sem áttu athvarf á heimili þeirra alla tíð. Samgangur var mikill milli Litla-Garðs og Grímsstaða, húsmæðurnar voru systur og fjölskyldufeðurnir voru auk þess tengdir í gegnum vinn- una. Börnin voru tvö og tvö á sama aldri og urðu brátt nánast eins og systkini. Á þessum tíma var allstór hópur unglinga á Höfn, sem hélt mikið hópinn, og hann var alltaf velkominn á heimilið í Litla- Garði. Það voru ófá skipti sem við lögðum undir okkur borðstofu heimilisins til að spila borðtennis á matarborðinu. Magga var þá heimavinnandi húsmóðir, enda þekktist varla annað þá. Hún hafði gaman af að hafa unglingana í kringum sig. Hún gaf sér tíma til að tala við okkur og þótti sjálfsagt að við þægjum góðgerðir hvenær sem var. Ég man að mér fannst þau Pétur og Magga bera af öðrum hjónum. Þau hjónin áttu það sameiginlegt að hafa mikinn áhuga á leiklist. Þau léku í mörgum leikritum í Suðursveit og fóru þá gangandi á æfingar, klukkutíma gang hvora Ieið. Þau áttu bæði sérstaklega auðvelt með að túlka hlutverkin sem þau tóku að sér, og það eiga margir góðar minningar um þau á leiksviðinu. Ég sá þau leika nokkr- um sinnum eftir að þau komu á Höfn og mér er Magga einkar minnisstæð sem Gróa á Leiti og Pétur sem Bárður á Búrfelli. Enda vöktu þau mikinn hlátur með sinni látlausu túlkun á þessum undarlegu persónum. Þau hvöttu hvort annað og hjálpuðu við þetta, eins og ég held að þeim hafi verið lagið að gera með margt. Magga hafði mikið yndi af söng og hverskonar tónlist, enda alin upp á heimili þar sem söngur og hljóðfærasláttur var í hávegum hafður. Móðir hennar átti orgel og systkinin lærðu öll að leika á það. Bræðurnir urðu báðir kirkjuorg- anistar, og Magga söng lengi í kór- um hjá Eyjólfi bróður sínum, bæði í Suðursveit og á Höfn. Þegar Pét- ur var að nálgast fimmtugt settist hann á skólabekk með ungum í utanverðum Blöndudal stendur bær undir framhlaupi úr austur- hlíðinni og vekur athygli vegfar- andans fyrir myndarlegar bygg- ingar, vel ræktuð tún og vöxtuleg- an skóg upp frá bænum. Þarna sést afrakstur handtaka Önnu Margrétar Sigurjónsdóttur og fjöl- skyldu hennar. Nú er hún dáin, há- öldruð kona, en skógurinn vex og vitnar um áhugamál hennar og hverju samhent fjölskylda fær áorkað. Anna var fædd 4. okt. 1900, dótt- ir hjónanna Sigurjóns Jóhanns- sonar b. í Mjóadal og k.h. Ingi- bjargar Jónsdóttur af Móbergsætt. Móðurmóðir Önnu var Anna Pét- ursdóttir frá Refsstöðum. Önnu minnist ég fyrst sem hús- móður á stóru heimili þeirra Hóla- hjóna, minnist hennar sem góðs granna og góðrar frænku. Hún sinnti sínu hlutverki hljóðlát en einörð. Slíkt fólk er löngum drýgst til starfa. Eiginmaður hennar var Bjarni Jónasson kennari, fræðimaður og bóndi í Hólum í Blöndudal. Þau skólasveinum í Iðnskólanum í Reykjavík. Það þótti mikið framtak þá, þegar fullorðinsfræðsla var óþekkt hugtak. Hann fékk meist- arapróf í vélsmíði upp úr 1960. Magga fór að sjálfsögðu með hon- um, annað hefði ekki komið til greina. í Reykjavík vann hún á saumastofu, og hefur farist það vel úr hendi, því hún hafði ánægju af því að sauma falleg föt. Þetta var með því fyrsta sem Magga fór út á vinnumarkaðinn, Blöndudalshólum giftu sig 1923, hófu búskap á jörð- inni og bjuggu þar rausnarbúi til þess er eitt barna þeirra, Jónas, tók við búi. Hann innréttaði þeim litla íbúð uppi á lofti þar sem vel sá yfir dalinn, ána og skóginn í hólunum. Hjá þeim var gestkvæmt og vel við gestum tekið. Anna hélt áfram ræktunarstarfi sínu, bæði trjárækt og matjurta. Henni þótti gott að búa að sínu og heppnaðist vel að geyma grænmeti. Hún var nettvaxin, sérlega létt í spori og ósérhlífin. Hún var svip- hrein og glaðleg, en stillileg. Hún sást ekki flana að verkum eða orð- um. Það var styrkur hennar. Þess vegna muna samferðamenn henn- ar betur það sem hún sagði og handarverk hennar sjást skýrar. Hólahjónin og heimili þeirra voru einn traustasti stólpi tilver- unnar í æsku minni. Tíðar ferðir mínar á heimili þeirra, minningar um þau að koma af rútu úr Akur- en eftir að þau komu heim vann hún verkamannavinnu í mörg ár. Þegar þau voru orðin tvö í heim- ili byggðu þau sér raðhús að Vest- urbraut 19. Þar var gaman að koma til þeirra eins og áður, það var grínast og hlegið og þau nutu lífsins. Þessi friðsælu efri ár urðu þó allt of fá, því heilsan hjá Pétri fór að gefa sig fyrir sjötugt og hann lést sjötíu og þriggja ára að aldri. Magga lifði ellefu árum leng- ur, en hún bar ekki sitt barr eftir lát ævifélaga síns og heilsu hennar fór ört hrakandi. Síðustu ár bjó hún við mikla vanheilsu. Hún lést í Skjólgarði síðastliðinn sunnu- dag. Ég enda þessar hugleiðingar mínar með tilvitnun um hjóna- bandið úr Spámanninum eftir Ka- hlil Gibran; Þið fæddust saman og saman skuluð þið verða að eilífu. Saman skuluð þið verða, þegar hvítir vængir dauðans leggjast yf- ir daga ykkar. Já, saman skuluð þið verða jafn- vel í þögulli minningu Guðs. Guð blessi minningu Möggu og Péturs og eftirlifandi ástvini þeirra. Kristín Gísladóttir eyrar- eða Reykjavíkurfefðum, fólk að koma úr Blönduóssffcið á hríð- arkvöldum, sunnudagsferðir fram í Hóla í sumarblíðu, útileikir með Óla, yngsta bróðurnum, en þeir fullorðnu inni við skraf áður en horfið er heim til málaverka. Ekki síst var eftirminnilegt að ganga með Önnu í skóginum, þar sem hún hafði átt svo mörg spor og þar sem Bjarni snyrti til og sló með orfinu sínu hvert sumar. Þau studdu hvort annað langa ævi, ent> Bjarni dó fyrir 9 árum. Þá höfðu þau dvalið nokkurn tíma í þjón- ustuíbúð, sem þau keyptu við Hér- aðshælið, en síðan fékk Anna her- bergi á sjálfu hælinu. Börn þeirra hjóna urðu 6; Ingi- björg f. 10/5 1925, Elín f. 23/9 1927, Jónas Benedikt f. 4/3 1932, Kolfinna f. 30/5 1937, Sigurjón f. 10/8 1941 og Ólafur Snæbjörn f. 29/2 1944. Þau eru öll á lífi nema Sigurjón, sem dó á fimmta ári. Innilegar samúðarkveðjur til Hólafólks frá okkur í Ártúnum. Heiðmar Jónsson Anna Margrét Sigurj ónsdóttir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.