Tíminn - 20.02.1993, Blaðsíða 5

Tíminn - 20.02.1993, Blaðsíða 5
Laugardagur 20. febrúar 1993 Tíminn 5 / Það léttist brúnin á mannfólkinu þegar björgin berst í bú. Hér bíöa stúlkur eftir aö færibandiö skili loönunni til þeirra, sem þær pakka fyrir frystingu. Ttmamynd Arni Bjarna Hrókeringar? Jón Kristjánsson skrifar Ríkisstjórn Davíðs Oddssonar hefur setið hálft kjörtímabil í maí næstkomandi. Ferill hennar hefur verið með miklum endemum og óvinsældir miklar meðal þjóðarinnar. Tíminn hefur farið í að útmála viðskilnað fyrri ríkisstjóma, ræða um fortíðina og ala á svartsýni. Uppskeran er uggur og óvissa hjá almenningi í landinu. Viðeyjarbræður Það er nú fullljóst að þegar fyrir síðustu kosningar var forusta Alþýðuflokksins stað- ráðin í að ganga til samstarfs við Sjálfstæðis- flokkinn, fengju þeir til þess meirihluta með honum. Þegar það gekk eftir var þeim ekkert að vanbúnaði. Davíð Oddssyni var líka mikið í mun að sanna sig eftir að hafa brotist til valda í Sjálfstæðisflokknum, en eitt af því, sem hann beitti fyrir sig í baráttunni við Þorstein Pálsson, var áhrifaleysi flokksins og vera hans utan ríkisstjómar. Davíð var þess vegna óðfús að ganga í ríkisstjóm, og notaði þegar í upphafi réttu beituna fyrir Alþýðu- flokkinn, sem var fimm ráðherrastólar til jafns við Sjálfstæðisflokkinn. Þetta var her- bragð sem dugði og brautin var rudd. Eftir- leikurinn var aðeins formsatriði og foringj- amir tóku þann kostinn að ganga frá þessu sjálfir sín í milli og fóru sem frægt var út í Viðey til þess að gera sína samninga. Ekki hefur enn allt, sem þeim fór þar á milli, komið í ljós. Stólaskipti Eitt af því, sem Iíkur em á að ákveðið hafi verið á Viðeyjarfundunum, er að endur- skipuleggja ríkisstjómina á miðju kjörtíma- bili. Davíð ýjaði fljótt að þessu í blaðaviðtöl- um, og Jón Baldvin hefur aldrei neitað því að eitthvað slíkt gæti komið til. Ljóst var að Davíð var óánægður með það frá upphafi að fá harða fylgismenn Þorsteins Pálssonar inn í ríkisstjómina, en honum var svo mikið í mun að koma stjórnarmynduninni fljótt af að ekki var tími til þess að fara í þau átök sem það hefði kostað að keyra stuðnings- menn hans inn í öll ráðherrasæti. Sá kostur var tekinn að bíða færis. Stólaskipti eru ekki óþekkt í Sjálfstæðis- flokknum. Haustið 1986 var gengið til þess verks í þáverandi ríkisstjóm til að koma Þor- steini Pálssyni inn í stjómina. Það var gert með hrókeringum og með því að ýta Geir Hallgrímssyni út úr henni. Þetta olli fá- dæma sárindum og óánægju og varð til þess að sumir ráðherranna báru ekki sitt barr eft- ir það, og fóru út úr stjómmálum. Nægir þar að nefna Sverri Hermannsson, sem eftir til- tölulega farsælan feril í iðnaðarráðuneytinu var settur sáróánægður yfir í menntamála- ráðuneytið, þar sem allt var í háalofti til kosninga. Töðugresi á garðann Nú virðist eiga að fara að endurtaka þennan Ieik. Kratamir geta ekki leynt tilhlökkun sinni, því þar eru margir framagos- ar, og það er sér- grein í Alþýðu- flokknum og hef- ur löngum verið að raða gæðing- um á jötuna. Nú er hlaða flokksins full af óvenju staðgóðu töðu- gresi, sem hægt er að gefa á garðann. Tvær sendiherrastöður eru til ráðstöfunar, staða seðlabankastjóra, staða forstjóra TVyggingastofnunar, og ef til vill eitthvað fleira gott hjá Efta og hjá stofn- unum EES, ef þær verða að veruleika. Allt þetta er hægt að nota til þess að liðka fyrir hrókeringum og pólitískum aftökum ein- stakra ráðherra. Varaþingmönnum er svo hægt að stinga inn í embætti veðurstofu- stjóra og fleira sem til fellur. Fréttabréf Alþýðuflokksins Fréttabréf Alþýðuflokksmanna, Alþýðu- blaðið, birtir þann 16. febrúar fréttaskýringu eftir Hrafn Jökulsson um væntanleg ráð- herraskipti. Hrafn er duglegur skríbent, og hefur væntanlega aflað víða fanga í stjómar- flokkunum í grein sína. Væntanlega hefur hann rætt ítarlega við fomstu Alþýðuflokks- ins um málið, svo og fomstu Sjálfstæðis- flokksins. Hitt er Ijóst að ráðherraveikin er orðin svo mikil í Alþýðuflokknum að það verður að minnsta kosti að koma tveimur ráðhermm burtu til þess að seðja sárasta ráðherrahungrið hjá þingflokknum. For- maðurinn Össur berst lítt af, og Rannveig og Karl Steinar gætu vel hugsað sér ráðherra- dóm, svo ekki sé talað um Guðmund Árna sem væntanlegur er inn í þingið, ef Jón Sig- urðsson sest inn í svarta kassann á Arnar- hóli. f þessari stöðu er gott að hafa í hand- raðanum sendiherra- og bankastjórastöður, með meim. í þingflokki Sjálfstæðisflokksins munu þessi mál ekki hafa verið rædd, en Davíð hugsar ráð sitt. Vitað er að hann hefúr fullan hug á því að styrkja stöðu sína innan stjórnarinnar, koma Halldóri Blöndal og Ólafi G. Einarssyni frá og setja stuðn- ingsmenn sína í þeirra stað, t.d. Björn Bjarnason eða Geir Haarde. Sá galli er þó á gjöf Njarðar að þeir eru báðir þingmenn Reykjavíkur og ekki víst að það mundi mælast vel fyrir. Davíð mun ekki leggja í Þorstein Pálsson að sinni. Ljóst er þó að þessi aðför mun, ef af henni verður, kosta bullandi átök, eins og í fyrra skiptið þegar flokkurinn fór í slíka aðgerð. Eru þetta forgangsverkefnin? Menn spyrja nú eðlilega: Er ekkert þarfara til, sem ráðherrarnir og fomstumenn lands- ins geta beint kröftum sínum að, heldur en svona tilfæringar? Atvinnuleysi er hraðvax- andi og efnahagsvandinn gífurlegur, vandi atvinnuveganna og einstaklinganna í land- inu hraðvaxandi, eins og gjaldþrotahrinum- ar sýna. Meðan þessu fer fram er hugur stjórnarfomstunnar bundinn við það að skipta embættum og hrókera mönnum út og inn, aflífa einstaka menn í pólitík, en gogga aðra upp. Þetta er náttúrlega alveg skelfilegt ábyrgðarleysi. Umræðan ein um það að ráðherrar séu á út- leið, orðnir þreyttir og aldraðir, ekki síst þegar hún er í málgögnum stjórnarliða, er náttúrlega myllusteinn um háls þeirra ráð- herra sem fyrir henni verða. Það er tæplega þægilegt fyrir Jón Sigurðsson, Eið Guðna- son, Ólaf G. Einarsson eða Halldór Blöndal að hafa það í umræðunni fram á vor, eða fram á haust, að þeir séu í þann veginn að yf- irgefa sína ráðherrastóla. Þessar umræður veikja auðvitað traust manna á ríkisstjóm- inni, sem er þó í algjöru lágmarki, svo ekki sé meira sagt. Það telja nú margir að Jón Sigurðsson sé að gera upp við sig að setjast í stól Jóhannesar Nordal. Það mun verða áfall fyrir ráðherralið Alþýðuflokksins, því vitað er að þrjóska Jóns og vinnusemi hefur verið naftia hans Jóni Baldvin nokkur kjölfesta, sem hann verður án ef Jón Sigurðsson yfirgefur skútuna. Þeir streitast við að sitja Það verður einkar fróðlegt að fýlgjast með þróun næstu mánaða á stjómarheimilinu. Hins vegar er það nöturlegt, sérstaklega fyr- ir flokk sem kennir sig við jafnaðar- mennsku, að forustumenn hans séu með all- an hugann við að úthluta bitlingum og feit- um embættum til sinna forustumanna og hver þykist sáluhólpinn sem hreppir sem feitast embætti. Hugsjónir jafnaðarmennsk- unnar em ekki þungar á metunum í þessum herbúðum. Hins vegar mun ríkisstjórnin kappkosta að sitja hvað sem yfir dynur, f þeirri von að eitt- hvert glópalán verði yfir henni þegar fer að líða að kosningum, afli glæðist og ástandið í efnahagsmálum í heiminum batni og létti eitthvað undir hérlendis. í þeirri von munu ráðherramir halda sér fast í stólana sína, hverjir sem þeir verða á haustdögum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.