Tíminn - 20.02.1993, Blaðsíða 24

Tíminn - 20.02.1993, Blaðsíða 24
Áskriftarsími Tímans er 686300 NÝTT OG FERSKT DAGLEGA reiðholtsbakarí VÖLVUFELL113 - SÍMI73655 HOGG- > DEYFAR Verslið hjá fagmönnum varahlutir Hanursböfða 1 - s. 67-6744 09 Iíininn LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1993 Yfirskoðunarmenn biðja Ríkisendurskoðun um sérstaka úttekt á tölvukaupum ríkisins: Nýtt bensínverð í dag: Bensín lækkar Olíufélögin lækka öll þijú verð á bensíni frá og með deginum í dag og nemur lækkunin milli einu og tveimur prósentum. Astæður lækkunarinnar eru að bensínverð hefur lækkað eftir OPEC fundinn en auk þess hef- ur gengi Bandaríkjadals lækkað undanfarna daga. Á bensínstöðvum Esso kostar 92 okt. bensínlítri nú kr. 64,60, 95 okt. bensín er á 67,30 og 98 okt. bensín á 70,50 lítrinn. Verð- ið var áður (í sömu röð) 65,30, 68,40 og 71,60. Á bensínstöðvum Olís kostar bensínlítrinn nú: 92 okt. 64,70, 95 okt. 67,40 og 98 okt. 70,30. Á bensínstöðvum Shell erverð- ið þetta: 92 okt. 64,70, 95 okt. 67,30 og 98 okt. er á 70,40. Atvinnubótavinna í ellefu sveitarfélögum? Stjóm Atvinnuleysistryggingasjóðs hefur samþykkt umsóknir frá þremur sveitarfélögum, Reykjavík, Akureyri og Húsavik, um styrkveit- ingar til sérstakra atvinnuverkefna, en á þessum stöðum er mikið at- vinnuleysi. Um er að ræða á annað hundrað störf. Rfldsstjómin fjallaði um málið í gær en frestaði að taka endanlega afstöðu til málsins. Átta önnur sveitarfélög hafa sótt um styrkveitingu og bíða þau afgreiðslu Atvinnuleysistryggingasjóðs. Samband íslenskra sveitarfélaga og ríkisvaldið gerðu í lok síðasta árs með sér samning um að sveitarfé- lögin greiddu 500 milljónir í At- vinnuleysistryggingasjóð og að sveitarfélög þar sem atvinnuleysi væri mikið gætu fengið fé úr sjóðn- um til sérstakra verkefna sem veittu atvinnulausu fólki vinnu. Nú hafa ellefu sveitarfélög sótt um og þar af hafa þrjú fengið afgreiðslu í stjórn sjóðsins. Tryggingaráðherra hefur hins vegar enn ekki samþykkt neina umsókn. Málið var rætt í rík- isstjórninni í gær og ákveðið að at- huga málið betur. Reykjavíkurborg sótti um störf fyr- ir 52 manns til maíloka. Akureyrar- bær sótti um 70 störf í þrjá mánuði og hjá Húsavíkurkaupstað var sótt um 34 störf í mánuð. -EÓ Konudagurinn á sunnudaginn. Þorraþræll er í dag og þar með lýkur því tímabili sem kennt er við þorra og góa byrjar. i gegnum tíðina hafa karlmenn glatt konur sínar meö biómum eða öðrum gjöfum á konudaginn og líklegt að sá siður verði áfram í heiðri hafður um ókomna tíð. Tímamynd Árni Bjama Tölvukaup ríkisins þrír milljarðar á ári „Yfirskoðunarmenn telja aft taka verfti á tölvumálum ríkisins og rík- isstofnana meft markvissarí hætti en gert hefur verift,“ segir í skýrslu yfírskoðunarmanna. Þeim er ekki kunnugt um að nokk- ur samræmd opinber stefna sé til í tölvumálum ríkisins þó að til þessa málaflokks sé árlega varið „að því talið er þrem milljörðum króna“. (Þama er t.d. nánast um sömu upp- hæð að ræða og skuldir Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar við Ríkisábyrgða- sjóð, og upphæðin gæti einnig svar- að til launakostnaðar um 2.000 rík- isstarfsmanna svo annað dæmi sé tekið). „Svo virðist sem hvert ráðuneyti eða embætti fari með þennan mála- flokk mikið til að eigin geðþótta og út frá eigin hagsmunum og hug- myndum. Á þessu sviði er nauðsynlegt að taka upp sérstakt aðhald og óhjá- kvæmilegt er að hvetja til almennr- ar og víðtækrar stefnumótunar á vegum ríkisstjórnarinnar í þessum efnum. Yfirskoðunarmenn hafa óskað eftir því við Ríkisendurskoðun að stofn- unin geri sérstaka úttekt á þessum málaflokki," segir í skýrslu yfirskoð- unarmanna. - HEI ...ERLENDAR FRÉTTIR... SARAJEVO Hungurverkfall Múslimskir flóttamenn sem komust i gegnum viglinur Serba til múslimabæj- arins Tuzla ætla i hungurverkfall til stuónings viö sveltandi trúbræöur sina sem enn eru einangraöir I austurhluta Bosnlu aö þvl er sagöi I útvarpsstöö i Sarajevo I gær. I GENF varöi flótta- mannastofnn S.þ. einarölega umdeilda ákvöröun sina um aö hætta neyðarhjálp I hluta Bosniu og sagöist ekki lengur geta leyft starfsrækslu flutningalesta sinna fyrir byssukjöftum. TÓKÝÓ Dauöadómar eftir 21 árs réttarhöld Tveir japanskir skæruliöar úr rööum Rauöa hersins voru I gær dæmdir til dauöa eftir réttarhöld sem stóöu I 21 ár vegna margra manndrápa 1971 og 1972. Annar skæruliöinn er kona, þekkt sem „Blóö-keisaraynjan". KAIRÓ Christopher hefur viöræöur í Miö-Austurlöndum Bandariski utanrikisráöherrann, Waoen Christopher, hóf I gær viöræöur um Austurlönd nær þrátt fyrir háværar óánægjuraddir Araba um aö hann heföi tekiö afstööu meö Israelum um brottvis- un þeirra á 415 Palestínumönnum. Heimildir meöal Palestlnumanna herma aö Egyptar hafi lagt til aö Israelar flyttu brottfluttu Palestlnumennina til baka I þrem áföngum fram I júní til aö binda enda á hættuástand sem ógnar friöar- viöræöunum um Miö-Austurlönd. CHIANG MAI, Thailandi Friöarverölaunahafar vilja reka Búrma úr S.þ. Friöarverölaunahafar Nóbels, sem reyna aö fá lausa úr haldi búrmiska verölaunahafann og andófskonuna Aung San Suu Kyi, leituöu I gær til Sameinuðu þjóöanna um aö Búrma yröi svipt aöild aö heimssamtökunum. MOSKVA Jeltsín vill reka þingfor- setann Talsmaöur Bórisar Jeltsin Rússlandsfor- seta kraföist þess i gær aö rússneska þingiö ræki forseta sinn, Ruslan Khas- bulatov, og sagöi aö þaö væri ógerlegt aö semja viö hann um aö deila völdum. Fyrrverandi hershöföingi I KGB sem sestur er I helgan stein sagöi aö þaö sem eftir væri af hinni skelfilegu örygg- isþjónustu væri aö reyna aö ná undir sig aftur fyrri völdum, sem væri óheillavæn- legt fyrir ungt lýöræöiö I Rússlandi. HÖFÐABORG Fundur stjórnar, þjóðar- ráðs og Inkatha á dag- skrá 5. mars Rikisstjóm Suöur-Afriku tilkynnti I gær aö samkomulag heföi náöst viö Afriska þjóöarráöiö og keppinauta þess, Inkat- ha frelsisflokkinn, um aö halda ráða- geröafund 5. mars um aö taka aftur upp lýöræðissamningaviöræöur allra flokka. IJÓHANNESARBORG spáöi Afríska þjóöarráöiö því aö þaö myndi vinna meirihlutasigur i fyrstu kosningum allra kynþátta I Suöur- Afriku. Skoraöi ráöiö á umheiminn aö leggja fram fé til valda- herferðar þess. KAMPALA 8.000 flóttamenn frá Rúanda Meira en 8.000 Rúandamenn streymdu til afskekkta bæjarins Kisoro I suövest- urhluta Úganda I siöustu viku sem flúiö hafa bardaga uppreisnarmanna og stjómarhersins, aö þvi er embættis- menn I Úganda sögöu I gær. DENNI DÆMALAUSI NTI € 6-2-9 „Láttu mig tala ef einhver stoppar okkur“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.