Tíminn - 20.02.1993, Blaðsíða 7

Tíminn - 20.02.1993, Blaðsíða 7
Laugardagur 20. febrúar 1993 Tíminn 7 gerð með ákvörðun um gengisfell- ingu. í framhaldi af því eru teknar ákvarðanir sem draga enn frekar úr kaupmætti og jafnframt er horft fram á enn meiri skerðingu kaupmáttar. Ef forsætisráðherra skilur ekki að tekist sé á um slíka hluti þá er hann á einhverju allt öðru róli,“ segir Svanhildur. Kjarabarátta kennara forsenda farsæls skólastarfs Nú hafa verkföll kennara í HÍK verið tíð undafarinn áratug og komið kannski harðast niður á nemendum í efri bekkjum grunn- og framhaldsskóla. Hafa þessar að- gerðir nokkru skilað nema óánægðum nemendum og foreldr- um? „Kennarar eiga að tryggja gott skólastarf og bera á því ábyrgð. Það er ekki hægt að slíta það frá kjörum þeirra sem vinna innan skólanna. Það verður aldrei góður skóli sem hefur ekki vel menntað starfsfólk sem býr við sæmilegt ör- yggi í starfi sínu. Það hvernig kjaramálum er komið núna og í hvern farveg þau hafa verið að fara á undanförnum árum er ekki til þess fallið að bæta skólastarfið í landinu. Þess vegna get ég alveg eins séð það sem stuðning við markmið um farsælt skólastarf að kennarar séu sterkir í kjarabaráttu sinni." Vonum að ekkí komi til verkfalls Eru kennarar tilbúnir í langt verkfall og eigið þið digran verk- fallssjóð? .Auðvitað vonum við að við þurf- um ekki að fara í verkfall og náum samningi áður en til þess kemur. Kennarasambandið á góðan verk- fallssjóð sem við höfum verið lengi að safna í en hann er hins vegar ekki ótæmandi frekar en aðrir sjóðir og það er erfitt að segja til um hversu lengi sjóðurinn dugar. Það veitir okkur samt sannarlega mikinn stuðning að vita af honum og geta stutt félagsmenn okkar. Markmiðið er að ná samningi en ekki að fara í verkfall. Mér finnst umræðan fara nokkuð í þann far- veg eins og markmiðið sé verkfall en það er auðvitað alrangt. Samn- ingurinn er auðvitað aðalatriðið. Þá vil ég taka fram að það er ver- ið að undirbúa alsherjaratkvæða- greiðslu. Við búum eins og aðrir opinberir starfsmenn við mjög þröng lög. Það eru mjög þröng ákvæði um það hvemig á að taka ákvörðun um svona stórmál eins og verkfall og boðun þess. Það þarf minnst helmingur félagsmanna að taka þátt og minnst helmingur þeirra verður að segja já. Við erum ekki búin að sjá það fyrir því at- kvæðagreiðslan fer fram í næstu viku,“ segir Svanhildur. Aðeins tveir kostir til Nú átt þú fundi vítt og breitt um landið með félögum þínum. Hvemig finnst þér stemmningin vera ? „Það er mikil samstaða um að ná fram kröfunum. Við leggjum áherslu á að það sé alvarleg ákvörðun að fara í verkfall og fé- lagsmenn verði að ígmnda mjög vandlega hvað þeir vilji gera. Við höfum gert fólki skýra grein fyrir því hverjir kostirnir séu og þeir eru ekki nema tveir. Þeir sem segja nei við því að fara í verkfall eru þar með að segja að þeir ætli ekki frekar að hafa af- skipti af kjörum sínum, starfsað- stæðum eða umhverfi. Jafnframt eru þeir að segja að þeir séu til- búnir til að láta skammta sér laun. Þeir sem segja já við verkfalli eru hins vegar ekki tilbúnir að búa við sífellt lakari lífskjör og verri af- komu,“ segir Svanhildur. Hún bætir við að forysta Kennarasam- bandsins sé mjög samstíga og bendir á að ákvörðun um atkvæða- greiðslu vegna verkfallsboðunar hafi verið samþykkt í fulltrúaráði með 95 af hundraði greiddra at- kvæða. Kennurum kennt um allt sem aflaga fer Það hefúr verið rætt um að nem- endur komi illa undirbúnir til náms í framhaldsskóla. Meðal annars hefur verið bent á að ólæsi færist í vöxt og fjórðungur nem- enda hætti námi að grunnskóla loknum. Eru íslenskir kennarar slakir? „íslenskir kennarar eru náttúru- lega bara fólk og misjafnir eins og aðrir. Ég ætla ekki að segja að allir af um 4.000 félagsmönnum séu fullkomnir kennarar. Það eru ekki heldur allir fúllkomnir í öðrum stéttum. Við eigum samt mjög góða og vel menntaða kennara sem vilja sinna starfi sínu mjög vel og gera allt sem þeir geta til þess. Það hefur samt verið landlægt og fljótlegt mjög lengi að kenna grunnskólanum um allt sem af- laga fer í þjóðfélaginu. Mönnum hættir til að líta á grunnskólann sem eitthvert einangrað fyrirbæri en það er hann ekki. Hann er hluti af því samfélagi sem við búum í. Þeir sem hafa stjórnað samfélag- inu hafa komið kjörum fólks svo fyrir að það þarf minnst tvær fyrir- vinnur með hverri fjölskyldu. Vinnuálag á íslandi er gífurlega mikið og vinnutíminn mjög lang- ur. Skóladagurinn er ekki sam- felldur. Margt þess háttar spilar saman og gerir að verkum að böm og ung- lingar nú fá allt aðra umhirðu og viðmót heima hjá sér en þeir gerðu fyrir 20 ámm síðan. Við þetta bætist tæknibylting, fjöl- miðlar og önnur áhrif. Allt þetta verður til þess að það er ekki lengur dægradvöl venjulegs fólks að setjast niður með bók í hönd. Það er ekkert síður það sem veldur því að lestrarkunnáttu kann að vera ábótavant. Þegar börn alast ekki upp við það að njóta þess að lesa og ekki er les- ið fyrir þau heima fyrir þá em minni líkur á að þau tileinki sér þessa iðju. Með þessu er ég að segja að það megi ekki leggja alla ábyrgð á skól- ann eða skólakerfið. Þetta er sam- eiginleg ábyrgð okkar allra í sam- félaginu. Það er ekkert síður ábyrgð foreldranna. Ég held hins vegar að góður skóli þar sem starfsmenn búa við sæmilegt ör- yggi geti orðið til stuðnings í þessu. Það er ekki hægt að einfald- lega fría alla aðra,“ segir Svanhild- ur. Styrkinn vantar Nú hafa kennarar talað mikið um faglega vitund, endurmenntun, starfsleikninám og þess háttar. Hefur þetta nokkuð skilað sér inn í skólana? Em kennarar á réttri leið? „f sambandi við þetta ætla ég að benda á tillögur sem hafa komið frá nefnd um mótun mennta- stefnu. Þar er talað um tímamóta- tillögur en engin einasta gmnd- vallarbreyting á gmnnskólanum er lögð fram önnur en sú að flytja kostnaðinn af honum yfir á sveita- félögin þar sem ríkið vill losna við þann kostnað. Það hefur ríkt mjög mikil sátt um skólastarfið eins og það hefur ver- ið. Það hafa allir verið sammála um að til þess að geta komið til móts við kröfur samfélagsins um breytingar á skólastarfinu þurfi fyrst og fremst meiri peninga. Það hefur engin ríkisstjórn né menntamálaráðherra haft þann styrk né bolmagn að geta veitt þessu fjármagni inn í skólana. Ég held því að það sé sátt um skóla- starfið í grunnskólanum og ein- mitt þess vegna tel ég að hann sé ekki lélegur skóli heldur þvert á móti góður skóli,“ segir Svanhild- ur. Gleymast börnin í karpi um kaup og kjör? Leggja kennarar of mikla áherslu á kaup og kjör en huga minna að börnunum sem þeim er ætla að sinna? „Ég vísa því alveg á bug. Kennsla er skemmtilegt starf og fagleg um- ræða er mikilvæg. Þetta gefur samt ekki saltið í grautinn og kennarar eru launafólk eins og annað fólk. Þeir geta ekki sjálfs síns vegna og samfélagsins leyft sér að vera á sífelldu faglegu „flippi". Þeir verða náttúrulega líka að sjá til þess að þeir geti séð sér og sínum farborða því kennsla er vinna þótt hún sé skemmtileg, gefandi og mikilvæg vinna. Þetta er ævistarf þess fólks sem hefur valið sér það. Þetta fólk verður eins og annað fólk að geta lifað af launum sínum." Neikvæðar raddir eru áberandi Kanntu skýringar á því hvers vegna umræða um kennara virðist vera neikvæð? „Ég hef það alls ekki á tilfinning- unni að umræða um kennara sé almennt neikvæð. Það eru hins vegar áberandi háværar neikvæðar raddir. Það bylur hátt í þeim sem eru neikvæðir og á móti hverju sem er. Hins vegar heyrist miklu minna frá þeim sem eru jákvæðir og styðjandi," segir Svanhildur. Hún bendir máli sfnu til stuðn- ings á umræður sem urðu í fyrra í kjölfar á niðurskurði til mennta- mála. „Þá var ekki neikvæð um- ræða um skólann. Þá studdu for- eldrar feykilega mikið við baráttu kennara og þessir aðilar tóku höndum saman til að reyna að koma í veg fyrir að fjármagn til skólans yrði skert. Þá var ekki ver- ið að tala neikvætt um skólastarfið heldur þveröfugt var umræðan mjög jákvæð. Ég held að menn verði að passa sig á að grípa ekki einstakar nei- kvæðar raddir né órökstuddar full- yrðingar á lofti og láta sem svo að það séu almenn viðhorf. Það er auðvitað ýmislegt gagnrýnisvert og nauðsynlegt að allir komi gagn- rýni sinni á framfæri og ræði mál- in og reyni að leysa ágreiningsmál. Það sem menn hafa mest gagnrýnt í skólastarfi er ekki starf kennar- ans heldur miklu frekar aðbúnað- ur skólanna," segir Svanhildur. Þar bendir hún á einsetinn skóla og samfelldan skóladag sem séu mikið í deiglunni og mikið bar- áttumál kennara. Jafnframt bendir hún á að hag- fræðideild Háskóla íslands hafi rannsakað þjóðhagsleg áhrif sam- fellds skóladags og getað sýnt fram á auknar þjóðartekjur væri það fyrirkomulag tekið upp. „Gagnrýnisröddum sem beint er að kennurum ætti í raun að beina í allt aðra átt. Það er verið að búa til blóraböggul með einhliða gagn- rýni á stéttina," segir Svanhildur að lokum. TIL SÖLU Fokhelt hús eða lengra komið (eftir samkormdagi) við Miðholt í HafnarfirðL Stærð 242 m2 m/bílskúr, auk þess 120 m2 óuppfyllt rými. Húsið er á tveimur hæðum og möguleiki á tveimur til þremur ibúðum. 6 millj. húsbréfaián og 2 millj. bankalán getur fylgt. Verö 10.2 millj. fokhelt Ýmis skipti koma til greina, td. leiga á veiðiá, jarðarpartur, litil fasteign, bill o.fl. Frábær staðsetning og mjög gott utsýni. Upplýsingar í síma 91-641771 og 985- 37007. Tvær ómissandi bækur til ab vibhalda beilsu og fegurb. TOPPFORM! ANDLITS-PUNKTANUDD! UMSAGNIR FÓLKS: Gubrún Bergmann frkvstj. Betra Lífs: „Fró órinu 1985 hef ég prófaö mig ófram meb ýmsar samsetningar í mataræbi til ab baeta heilsu mína og auka þrek, en engin abferb hefur reynst eins vel, ó jafn skömmiun tíma og sú sem kynnt er í Toppformi." Hollgrímur Þ. Magnússon laeknir: „Punktanudd í andliti hefur ekki abeins gób úhrif á vöbvana og húbina í andlitinu, heldur d allan líkamann." Kona sem ekki vill gefa upp nafn: „Vib erum tíu eldri konur saman í leikfimihópi. Vib ljúkum nú hverjum tíma meb punktanuddi eftir nýju bókinni. Arangur lætur ekki d sér standa, okkur líbur betur. Ábur höfbum vib ekki hugmynd um þýbingu andlitsvöbvanna." FÁIÐ ÞÆR í PÓSTSENDINGU. KLIPPIÐ ÚT OG SENDIÐ. ■ BHi ■■■■■ BHI MBl ■■iHHI Ml ■■■■■■ ■■■■■ Mi ■ TIL FJÖLVA, NJÖRVASUND 15 A, 104 REYKJAVÍK Eg óska ab fá senda í póstkröfu, en kostnabarlaust: KROSSIÐ VIÐ: I TOPPFORMI heildarverb kostnabarlaust kr. 1.280 PUNKTANUDD heildarverö kostnabarlaust kr. 1.980 Nafn... Heimili. Póstnr. FÉLAG JÁRNIÐNAÐARMANNA Aðalfundur verður haldinn laugardaginn 27. febrúar 1993 kl. 13:30 að Suðurlandsbraut 30, 4. hæð. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Ath. Reikningar félagsins liggja frammi á skrifstofunni milli kl. 15:00 og 18:00, miðvikudaginn 24. febr. og fimmtudag- inn 25. febr. n.k. *** Það verður eitthvað gott með kaffinu Mætið stundvislega. Stjórnin. ---------------------------------^ Útboð Austurlandsvegur, Kvíá- Hnappavellir Vegagerð rlkisins óskar eftir tilboöum I lagningu 7,5 km kafia á Austurlandsvegi milli Kvíár og Hnappavalla. Helstu magntölur: Fyllingar 12.000 m3, neðra burðarlag 20.000 m3, efra burðarlag 8.000 m3, klæðingar 45.000 m3. Verki skal að fullu lokiö 15. júlí 1993. Útboösgögn veröa afhent hjá Vegagerð rikisins á Reyðarfirði og I Borgartúni 5, Reykjavik (aðal- gjaldkera), frá og með 23. febrúar n.k. Skila skal tilboöum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 þann 8. mars 1993. Vegamálastjóri

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.