Tíminn - 27.02.1993, Page 6

Tíminn - 27.02.1993, Page 6
6 Tíminn Laugardagur 27. febrúar 1993 r\ðalfundur hestamannafé- lagsins Fáks var haldinn í Fé- lagsheimilinu að Víðivöllum í fyrrakvöld. Fjölmenni var á fundinum og greinilegur áhugi á málefnum félagsins. í máli formanns, Viðars Hall- dórssonar, kom fram að á síð- asta ári hefði verið óvenju annasamt hjá félaginu vegna 70 ára afmælisins og tveggja stórmóta sem félagið beitti sér fyrir af því tilefni. Þá var gert stórátak á félagssvæðinu, Hvammsvöllurinn var bygður upp, girðingar málaðar og lag- færðar, byggt var við dómpall, gerðir reiðstígar og opin svæði voru snyrt. Einnig beitti félag- ið sér fyrir mikilli gróðursetn- ingu og stór svæði voru tyrfð. Viðar sagðist, þrátt íyrir góðan árangur, hiklaust myndu halda áfram baráttunni fyrir uppbygg- ingu reiðleiða á Stór-Reykjavíkur- svæðinu með göngum og vega- gerð og að áningarstaðir yrðu snyrtir. I reikningum félagsins sem frá- farandi gjaldkeri, Geir Þorsteins- son, las kom fram að nokkur eignasala hefði átt sér stað á ár- inu. Þannig var jörð félagsins í Ár- nessýslu, Ragnheiðarstaðir, seld og einnig keypti Reykjavíkurborg nokkur hesthús á neðra svæði fé- lagsins, Neðri-Fák. Lagfærði þessi sala mikið skuldastöðu félagsins sem var nokkur eftir miklar fjár- festingar við fjórðungsmót, stór- mót og fleira. í skýrslu kvennadeildarinnar kom það fram að tilhlýðilegt hefði þótt á 70 ára afmælinu að knýja dyra hjá sjálfum þjóðhöfðingjan- um að Bessastöðum. Riðu tíu val- inkunnar Fáksmeyjar heim í hlað á Bessastöðum og var þeim vel tekið. Færðu þær forseta íslands, Vigdísi Finnbogadóttur, áletraðan skjöld að gjöf frá hestamannafé- laginu Fáki, auk þess að bjóða for- seta á afmæliskappreiðarnar um hvítasunnuna. Var síðan boðið í kaffi að þjóðlegum sið og var þessi stund öll hin eftirminnilegasta. í stjórnarkjöri urðu nokkur átök, en hinn ráðagóði gjaldkeri félags- ins, Geir Þorsteinsson, gaf ekki lengur kost á sér eftir sjö ára bar- áttu við greiðsluhallann. Kosið var milli Valgerðar Gísladóttur og Guðbjargar Egilsdóttur um hnossið og sigraði Valgerður með þremur atkvæðum. Varð það til þess að Kristján Auðunsson stud.jur. gaf ekki kost á sér til frekari stjórnarsetu, en hann hef- ur þótt sérstaklega liðtækur við samningagerð fyrir hönd félags- ins, einkum þegar við innviði Fjölmenni var á fundinum. —* Nýkjörin stjórn Fáks ásamt framkvæmdastjóra. Fremri röð frá vinstri: Guöbrandur Kjartansson, Viðar Halldórsson formaður og Valgerður Gísiadóttir. Aftari röð: Jóhanna Arngrímsdóttir, Sveinn Fjeidsteð, Hjörtur Bergstað og framkvæmdastjórinn Haraidur Haraldsson. Á myndina vantar Braga Ásgeirsson. Aðalfundur Fáks: Húsin full, heyin góð en — tap á rekstrinum í fyrra stjórnsýslu Reykjavíkurborgar hefur verið við að etja. Færðist mikið fjör í fundinn við kosning- arnar og var stungið uppá mörg- um mönnum í trúnaðarstöður sem kom á daginn að höfðu mis- mikinn tíma til starfa þrátt fyrir það að hafa eggjað félaga sína lög- eggjan fyrr á fundinum að duga vel fyrir félagið. Á miðnætti var svo fundarstörf- um lokið og sleit formaður Viðar Halldórsson fundi. Hafði hann þá skipað tvo einvalda yfir skemmti- nefnd og herrakvöldsnefnd, við al- menna ánægju. ■<— Frá fundinum. Jón Albert Sig- urbjörnsson og Hákon Bjarnason stinga saman nefjum meðan Halldór Eiríksson og Hjalti Pálsson horfast I augu. Yst til vinstri er svo Hafliöi Halldórsson en fremst Valdimar K. Jónsson og Auður Pedersen. IESTAR Ihm I cftlt Umsjón: Guðlaugur Tryggvi Karlsson

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.