Tíminn - 27.02.1993, Blaðsíða 18

Tíminn - 27.02.1993, Blaðsíða 18
18 Tíminn Laugardagur 27. febrúar 1993 Þótt jafnan hafí verið ástæða til að sýna hagsýni og gætni í fjármálum heimilisins, er þörfin ef til vill enn brýnni nú en ella þegar að kreppir í þjóðfélaginu og framboð á vinnu fer minnkandi. Það hefur sýnt sig að eitt besta ráðið tií að mæta vandanum er að fara vandlega ofan í heimilisreksturinn og Ieitast við að láta endana ná saman með því að minnka útgjöld- in. Það þarf sem sagt ekki að horfa bara til frekari tekju- öflunar. Þetta er satt að segja auðveldara og sárs- aukaminna en margan grun- ar og það hefur Sólrún Hall- dórsdóttir, hagfræðingur Neytendasamtakanna, ein- mitt verið að Ieiða fóíki fyrir sjónir á námskeiðum sem hún hefur annast um heim- ilisbókhald. Námskeiðin hófust í desember árið 1991 og aðsókn hefur verið mikil. Á síðasta ári stjórnaði Sól- rún 40 námskeiðum, bæði í höf- uðborginni og úti um land. Námskeiðin standa enn yfir og til þess að fræðast um þau ræddi blaðið við Sólrúnu í vikunni. Hún nam við Handelshöjskolen í Kaupmannahöfn, er 28 ára að aldri og hefur starfað hjá Neyt- endasamtökunum frá því í apríl 1991. „Þótt ástæðan til aðhalds í heimilisrekstri sé alltaf fyrir hendi, þá hefur fólk leitað meira eftir fræðslu að undanförnu en var,“ segir Sólrún. „Þegar að þrengir og fólk er kannske að missa vinnu eða óttast atvinnu- missi, styrkist vitundin um að horfa verði í hverja krónu. Nú þarf að læra að fara rétt með peningana og skipuleggja fram í tímann. Því höfum við skipulagt þessi námskeið. Þá höfum við boðið félagsmönnum Neytenda- samtakanna að koma í einstak- lingsráðgjöf og eftirpurn eftir henni hefur verið meiri en tekist hefur að anna. Margir eru á biðlista. Þá hefur fólki verið bent á ýmsa hagnýta þætti, sem varða heimilisrekstur, í Neytendablað- inu.“ Þörfin hefur greini- lega reynst mikil. „Umsóknir um þátttöku í nám- skeiðunum, en hvert þeirra tek- ur aðeins eitt kvöld og stendur þrjár klukkustundir, hafa verið margar. í Reykjavík hafa fimm- tán manns setið námskeiðin f senn, en allt að 30 manns úti á landi, þar sem ég get ekki haft nema takmarkaða viðdvöl á hverjum stað. Ég hef orðið vör við að fólk á al- mennt fremur erfitt með að skipuleggja fjármál sín. Það hef- ur alltaf horft á tekjuhliðina, en ég hef einbeitt mér að þessu — að sýna fram á hve miklu árang- ursríkara það sé að horfa á út- gjaldahliðina, þegar illa gengur að láta enda ná saman. Þá vill það koma í ljós — og það kemur fólki á óvart — að það, sem mest munar um, eru smáútgjöldin. Þetta eru hlutir sem okkur finnst ekki vera háar upphæðir, en reynist mjög mikið yfir árið þegar málið er skoðað." Hvað er það fleira, sem bent er á til úrbóta? „Á námskeiðinu bendi ég í fyrsta lagi á hve gagnlegt sé að færa heimilisbókhald og hvernig það sé gert, einnig hvernig fjöl- skyldan reiknar út greiðslugetu sína og enn greiðslubyrði af lán- um. Við förum í ýmis sparnaðar- ráð í heimilisrekstrinum, hvern- ig við gerum fjárhagsáætlun, NEYSLA NEYSLA NEYSLA NEYSLA NEYSLA N Sólrún Halldórsdóttir: „Fyrst þegar fariö er að færa heimilisbókhaldiö, sést hvar stóru sparnaöarmöguleikarnir liggja. “ VmamyndÁrni Bjama „Til aö komast úr MÍNUS U skyldi skoða út- gialdahliðina“ bendum á sparnaðarleiðir og markmið sem hægt er að setja sér fram í tímann. Um tekjustig þátttakenda er það að segja að það er frá lægstu tekjum og upp í mjög háar tekj- ur. Þetta er allur launaskalinn. Þegar um einkaráðgjöf er að ræða, er gert yfirlit yfir alla skulda- og eignastöðuna, útgjöld og tekjur. Svo er gerð fjárhags- áætlun fyrir næstu 12 mánuði. Þar er reynt að finna út hvaða leiðir skuli farnar í því skyni að koma fólki út úr ógöngum. í sumum tilfellum er þó ekki um fjárhagsörðugleika að ræða, heldur er viðkomandi að velta fyrir sér fjárfestingum. Þá er að- ferðin mjög lík og sem áður gerð áætlun ár fram í tímann." Þið hafíð gefíð út bók til heim- ilisbókhalds? „Neytendasamtökin hafa gefið út sérstakt hefti ætlað heimilis- bókhaldi og er að finna í því notkunarleiðbeiningar, sem mjög auðvelt er að tileinka sér. Bókin hefur reynst vinsæl og í fyrra var hún gefin út að nýju í endurbættu formi. Ritstjóri Neytendablaðsins og ég sáum um útgáfuna. Hana má nálgast á skrifstofunni hér hjá okkur og enn í bókaverslunum í Reykjavík og í stórmörkuðum. Úti á landi hafa neytendafélögin dreifingu með höndum. Það er því yfirleitt fyrirhafnarlítið fyrir þá sem vilja að eignast hana, en frá okkur kostar hún 225 krónur og 290 krónur í verslunum. Það er ekki mikið fé, miðað við þann ávinn- ing sem er af færslu slíks bók- halds. Þess má svo geta í þessu sambandi að við höfum tekið 1000 krónur af félögum Neyt- endasamtakanna fyrir hvert námskeið, en utanfélagsfólk borgar 2000 krónur. Úti á landi kemur fyrir að félög eða klúbbar hafa greitt þetta gjald niður fyrir félaga sfna.“ Hvað um leiðbeinlngar við inn- kaup? „Við reynum að gefa fólki leið- beiningar um þau einnig. Farið er í innkaupin þegar rætt er um sparnaðarráðin. I fyrsta lagi er að gera sér grein fyrir hvað það er sem heimilið nauðsynlega þarf og hvað eru gerviþarfir. Fólk þarf líka að kanna hvar verð er hagstæðast. Ég tek dæmi af heimili þar sem segja má að neyslan hafi verið með mjög dæmigerðum hætti og hvað það er sem þessi fjöl- skylda getur verið án, án þess að það komi niður á heilsu eða vel- líðan. Þar reynist undantekning- arlaust um stórar upphæðir að ræða. Þegar um sparnaðarráð í inn- kaupum er að ræða, þá ráðlegg ég fólki að gera t.d. matseðil, en matarútgjöld eru vitaskuld mjög stór liður hjá flestum fjölskyld- um. í samræmi við þennan seðil skal svo haga innkaupunum þeg- ar skoðað hefur verið hvað til er og hvað ekki. Þarna er um veru- lega hjálp að ræða við að stand- ast freistingar, því með okkur búa af einhverjum ástæðum mjög sterkar innkaupavenjur. Til dæmis má spara með því að sleppa kókinu, kaupa undan- rennu í staðinn fyrir léttmjólk og svo framvegis. Einnig getur borgað sig fyrir stórar fjölskyld- ur að baka brauð sitt sjálfar eða þá að kaupa brauð frá gærdegin- um eða þá bara eftir klukkan fimm — en þá eru þau ódýrari. Sá sem kaupir eitt brauð á dag

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.