Tíminn - 27.02.1993, Side 23

Tíminn - 27.02.1993, Side 23
Laugardagur 27. febrúar 1993 Tíminn 23 Kraminn Klukkan var langt gengin í 5 aðfaranótt sunnudagsins 3. desember 1988. Næturvakt lögreglunnar í Milwaukee, Wisconsin, hafði verið með rólegasta móti og menn gerðu sér vonir um að vaktinni iyki án teljandi vandræða. En nótt skal að morgni lofa. Símhringing til lög- reglunnar beindi sjónum hennar að iðnaðarhverfi í austurhluta borgarinnar. Bfil var sendur á vettvang með tveimur mönnum. Þeg- ar þeir mættu á staðinn norpuðu tveir öryggisverðir yfir líkama manns sem lá ofan í blóðpolli. Lögreglumennimir athuguðu púlsinn og staðfestu að maðurinn væri látinn. Auðgunarglæpur? Skömmu seinna voru fulltrúar morðdeildar mættir til leiks. Við fyrstu athugun kom í ljós að maður- inn hafði verið skotinn með skamm- byssu og oftar en einu sinni. Tcilið var að hann væri um þrítugt. Hann var vel klæddur, en föt hans voru velkt og skítug eins og hann hefði verið dreginn eftir rykugum strætum borgarinnar. Leitað var í vösum hans, en þar fannst ekkert veski. Engin skilríki fundust á hon- um. Auðgunarglæpur var talin líkleg- asta skýringin á dauða mannsins. Samt komu aðrar ástæður til greina, ekki síst með tilliti til að mörg skotsár, og rifin og tætt klæði hans, gáfu tilefni til vangaveltna um kvalafullan dauðdaga, sem e.Lv ætti sér dýpri skýringar. Öryggisverðimir vom kallaðir til yfirheyrslu. Þeir höfðu verið á vana- bundnu eftirliti, þegar þeir tóku eft- ir bifreið sem ók mjög hægt. Á þess- um tíma næturinnar var öll umferð yfirleitt gengin niður í þessum hluta borgarinnar og þess vegna vakti þessi bíll sérstaka athygli þeirra. Þeir fylgdust með honum aka hlið- argötu eina á enda, snúa síðan við og aka sömu leið til baka. Öryggis- vörðunum sýndist sem ökumaður væri villtur. Enn sáu þeir hann snúa og keyra sömu götuna á enda. Þeir vom inni í anddyri vömhúss og veittu bílnum athygli þaðan. BíIIinn beygði loks inn á bílastæði og stöðvaði. Aðgangur að bílastæðinu var mönnum óheimill á nætumar. Eitt af hlutverkum varðanna var að halda fólki í fjarlægð og gera því þetta Ijóst. Þeir héldu því í humátt til bifreiðarinnar, sem hélt kyrru fyrir á bflastæðinu. Um það bil 100 metrum frá bflnum komu þeir fyrst auga á líkið á gangstéttinni. Án þess að þeir sæju ökumanninn greini- lega, varð hann þeirra var, gaf sam- stundis í botn og hvarf af vettvangi. Öryggisverðirnir tóku þó eftir að tegundin var Sedan, grár að lit, og aukinheldur náðu þeir skráningar- númerinu. Hjálparhella og hugljúfi Athugun leiddi í ljós að bfll með umræddu skráningamúmeri var í eigu Dennis nokkurs Owens. Reynt var að hringja heim til hans, en eng- inn svaraði. Samkvæmt skýrslum var hann 31 árs þeldökkur maður. Lýsingin passaði við fórnarlambið. Rannsóknarlögreglumenn keyrðu heim til hans, eftir að hafa fengið heimild til húsleitar. Allt var á rúi og stúi í íbúðinni og ljóst var að ein- hver hafði verið þarna á undan þeim. Þrátt fyrir að ekki stæði steinn yfir steini í innbúi Owens, var ekki sjáanlegt að brotist hefði verið inn. Svo virtist einnig sem húseig- andi hefði sýnt hinum óboðna gesti mótþróa, en það er mjög sjaldgæft að venjulegir innbrotsþjófar eigi í átökum við eigendur. Yfirleitt leggja þeir á flótta er þeir verða þess varir að einhver er heima þar sem þeir brjótast inn. Grannar höfðu ekki tekið eftir neinu óvenjulegu. Þeir bám Owens allir góða söguna. „Hann er séntilmaður, sannur sén- tilmaður," sagði eldri kona, leigusali Owens sem bjó í sama húsi. „Hjálp- arhella í eðli sínu og hvers manns hugljúfi." Hún sagði að hann hefði leigt hjá sér í sjö ár og hefði alltaf búið einsamall. í ljós kom að einhverju hafði verið stolið úr íbúð hans, þar á meðal myndbandstæki og örbylgjuofni. Að öðm leyti kom ekkert í ljós sem gagnaðist rannsókninni að neinu marki. Ljóst var að skotárásin hafði átt sér stað utan íbúðarinnar, þar sem engin ummerki um blóð fund- ust innan dyra. Staðfest var af ná- granna að Owens hefði yfirgefið íbúð sína seint á laugardagskvöldið. Owens starfaði hjá vinsælustu sjónvarpsstöð borgarinnar, WITI-TV. Hann hafði byrjað á botninum þar fyrir 10 ámm, en unnið sig upp í stöðu framkvæmdastjóra auglýs- ingadeildar. Samstarfsmenn hans urðu harmi slegnir þegar þeim vom færð tíðindin. Þeim bar saman um að hann hefði verið hvers manns hugljúfi og síðustu daga hefði hann verið upptekinn af leikfangasöfnun fyrir fátæk böm í borginni. „Hann er ólíklegasti maðurinn, sem ég þekki, til að lenda í vandræð- um,“ kvað einn nánasti vinnufélagi hans upp úr. „Hann á enga óvini,“ bætti hann við. 20 brotin bein Lögreglan lagði ofurkapp á að frnna bfl fórnarlambsins. Það vom ekki einungis líkur á að ef til vill sæti morðinginn enn undir stýri, heldur þótti einnig líklegt að bfllinn hefði verið notaður til að keyra á Dennis Owens, annað hvort fyrir skotárás- ina eða eftir. Líkskoðun staðfesti þetta, þar sem gúmmíslitrur fundust í líkama hans, líklega úr hjólbörðum. Þá fundust fimm skotsár eftir 22ja kal- íbera skammbyssu. Að minnsta kosti 20 bein vom mölbrotin í lík- ama hans. Eftir að útvarpsstöðvar fjölluðu um morðið hafði kona samband við lög- regluna og sagðist hafa heyrt 4 skot- hvelli skammt frá vömhúsinu rétt upp úr 3 aðfaranótt sunnudagsins. Hún hafði litið út um gluggann, séð mann hlaupa í átt að bfl sínum og keyra á brott Hún sagði að sá sem skaut, hefði verið mjög ungur, sennilega um tvítugt og hún myndi treysta sér til að þekkja hann aftur. Þetta vom góð tíðindi fyrir lögregl- una, þar sem nú virtist sem komið væri vitni í málinu. Gefin var viðvömn til allra verslun- ar- og þjónustueigenda í nágrenn- inu um að vera kynni að morðingi Owens reyndi að nota greiðslukort hans. Innan klukkustundar hafði gullsmiður samband og sagðist hafa afgreitt mann að nafni Dennis Ow- ens. Hann hafði komið með ungri stúlku og hróðugur keypt handa henni rándýra gullfesti og kvittað undir sem Dennis Owens. Hann virtist ánægður með sjálfen sig og heiminn og engin teikn á lofti um að hann væri ekki í góðu jafnvægi, sagði gullsmiðurinn. Ef maðurinn væri ágjam og haldinn eyðsluþörf, væri líklegt að morðið á Owens hefði einungis verið framið í gróða- skyni. Þá var líklegast að fómar- lambið hefði verið valið af tilviljun. Þetta olli starfsmönnum lögregl- unnar áhyggjum þar sem erfiðast er að upplýsa þau morð þegar ókunn- ugur drepur ókunnugan. til dauða Línur skýrast Fimmta desember byrjuðu hlutim- ir að gerast. Eftir ábendingu frá vin- konu heimsótti lögreglan konu að nafni Doris. Vinkona hennar hafði hringt og sagt lögreglunni að Doris hefði tjáð sér að hún hefði áhyggjur af einum ættingja sinna, þar sem hún vissi að hann hefði stolin greiðslukort undir höndum. Hún hafði lagt saman tvo og tvo og fund- ið út að mögulega tengdist þetta morðinu á Dennis Owens. Doris var mjög treg til að veita lög- reglunni upplýsingar í fyrstu. Hún svaraði spurningum einungis með já og nei, en fór þó að gefa eftir þeg- ar lögreglumennirnir beittu hana þrýstingi. Dirk Harris, 20 ára frændi hennar, hafði heimsótt hana og hún hafði séð hann með stolin greiðslu- kort. Hún hvatti hann til að losa sig við þau og hún hafði séð hann henda þeim í ruslatunnu skammt frá. Svo heppilega vildi til að tunnan hafði ekki verið tæmd og lögreglan fann kortin. Lögreglan fékk upplýsingar um skráð aðsetur hans, en hann var ekki þar. Doris hafði gefið þeim upplýs- ingar um heimilisfang kærustu Har- ris og þótt þeir fyndu hann ekki hjá henni, var hún heima og gaf þeim endanlega upplýsingar sem stað- festu nánast að morðinginn væri kunnur. Hún hafði reyndar aðeins þekkt hann í nokkrar vikur. Síðustu tveir dagar höfðu liðið líkt og í draumi. Harris hafði gefið henni dýrar gjafir, farið með henni á veitingahús og þau lifað sem blómi í eggi. Þessu til staðfestingar sýndi hún þeim 18 karata hálsfesti sem Harris hafði gefið hanni daginn eftir morðið. Hann hafði verið á bfl síðustu daga, sem hann sagðist hafa fengið að láni hjá vini. Lýsingin á bflnum passaði við Sedaninn sem Owens hafði átt. Hún tjáði lögreglunni jafnframt að kvöldið áður hefðu þau verið að horfa á fréttir í sjónvarpinu, þegar frétt birtist um morðið á Owens. Harris hafði skyndilega orðið mjög órólegur og sagt henni að ef hann myndi ekki ná í hana í skólann dag- inn eftir, væri líklegt að hann yrði fluttur úr bænum. Hann hafði sagt henni að hann væri í vandræðum og best yrði e.t.v. að hann léti sig hverfa um tíma. Það stóð heima að daginn eftir hafði enginn beðið hennar á gráum Sedan þegar skóla lauk. Hún gaf þeim nafn og heimilisfang besta vinar Harris, sem hún vissi til að hafði verið að drekka með honum laugardagskvöldið á undan. Engin tilviljun Vinur hans, Clay, hafði eftirfarandi sögu að segja: Eftir nokkra bjóra, umrætt laugardagskvöld, hafði Har- ris skyndilega orðið mjög æstur. Hann tautaði að sig vantaði pening og ætlaði sér að ræna einhvern, helst homma, vegna þess „að þeir væru ólíklegastir til að veita við- nám“. Hann hafði skammbyssu í vasanum og gerði Clay mjög tauga- óstyrkan. Þeir höfðu ekið um göt- umar á bifreið Clays og þegar þeir Dirk Harris var kominn til Texas þegar hann náðist. Dennis Owens var sagður ólíklegastur manna til að lenda í vandræðum. loks lögðu bflnum, hafði Harris stig- ið út og sagt félaga sínum að bíða. Clay hafði sofnað og það næsta sem hann mundi var að Harris kom með ókunnugum manni og sagði honum að hann ætlaði að fá far í bfl ókunn- uga mannsins. Clay fór heim að sofa, en seinna um nóttina kom Harris og vakti hann. Hann hafði hlegið og hrósað sér af því að hafa drepið mann og rænt hann. Hann hvatti Clay til að koma með sér og skjóta nokkrum kúlum í líkið, en Clay stirðnaði upp og af- þakkaði. Þá hafði mnnið æði á Har- ris og hann hafði hótað Clay því að ef hann segði einhverjum frá þessu myndi hann drepa hann síðar. Sú var skýringin á að hann hafði ekki haft samband við lögregluna. Clay sagði að ef Harris hefði orðið valdur að morðinu, þá hefði það ekki verið nein tilviljun. Hann hafði ekkert frétt frá Harris eftir þetta. Grípinn í Texas Ljóst var að Harris var að sleppa úr greipum lögreglunnar og flótti hans úr borginni var hafinn. Allt var sett á fullt til að hefta för morðingjans. Viðvömn var gefin til allra lög- gæslumanna í nálægustu íylkjum Bandaríkjanna og árangurinn varð betri og skjótari en bjartsýnustu menn þorðu að vona. Tveir athugul- ir lögreglumenn í Amarillo í Texas sáu ungan hrokkinhærðan mann stíga út úr rútu á þriðjudagssíðdegi, þremur dögum eftir morðið. Þeir handtóku hinn unga flóttamann og Hann hafði hlegið og hrósað sér af því að hafa drepið mann og rænt hann. Hann hvatti Clay til að koma með sér og skjóta nokkr- um kúlum í líkið... færðu hann til fangageymslu þar sem honum gafst kostur á að hvíla sín ferðalúnu bein áður en Raymond Suick, lögregluforingi í Milwaukee, kom með flugi til að yfirheyra hann. Strax í upphafi yfirheyrslunnar var Harris gert ljóst að örbylgjuofninn og myndbandstækið, sem Owens hafði átt, hefðu fundist heima hjá honum. Einnig var honum sagt frá þeim vitnum sem skýrt höfðu frá at- hæfi hans. Harris var því ljóst að ekkert þýddi að sverja af sér aðild að málinu, en útgáfa hans af atburðun- um var allfrábrugðin því sem lög- reglunni þótti líklegast. Að hans sögn höfðu þeir félagar verið við drykkju laugardagskvöldið afdrifaríka. Þeir héldu á bar sem var í nágrenninu, en Harris hafði orðið viðskila við Clay og snúið aftur til bflsins. Sakir ölvunar hafði hann átt í vandræðum með að finna bflinn aftur og þá hafði ókunnugur öku- maður stöðvað bfl sinn og boðið honum að sitja í. Eftir skamma keyrslu hafði ökumaðurinn lagt bflnum og farið á fjörumar við Har- ris. Hann leitaði á hann og Harris hafði orðið felmtri sleginn og í hreinu óðagoti dregið upp skamm- byssuna og skotið hann einu skoti, en því miður til dauða. Því næst hafði hann kastað líkinu út úr bfln- um, en ekki áttað sig á að líkið dróst með bflnum drykklanga stund áður en hann stansaði og henti því aftur upp í bflinn. Að því búnu hafði hann keyrt að iðnaðarhverfmu og hent líkinu út úr bflnum. Til að vera viss um að maðurinn væri dauður, skaut hann fjórum skotum til viðbótar í líkama mannsins. Hann tók veski hans með greiðslukortunum og 50 dollurum í reiðufé, auk húslykl- anna, og stakk þeim á sig. Eftir það hafði hann ráðvilltur keyrt um göt- urnar um stund, en síðan ákveðið að snúa aftur og fúllvissa sig um að maðurinn væri ekki með lífsmarki. Þá höfðu öryggisverðirnir komið auga á hann og í framhaldi af því flúði hann af vettvangi. Hann sagð- ist strax hafa gert sér ljóst að erfitt yrði að útskýra þetta „slys“ fyrir lög- reglunni og því hefði hann ákveðið að gefa sig ekki fram. Hann fór rak- leiðis heim til Owens og snéri þar öllu við til að reyna að villa um fyrir lögreglunni. Að því loknu hafði hann stolið myndbandstækinu og örbylgjuofninum. Hann sagðist hafa verið svo hrifinn af kærustunni að hann hefði fundið hjá sér hvöt til að gleðja hana með dýrum gjöfum. Það hefði einungis verið hennar vegna sem hann notaði stolnu greiðslukortin og stal úr íbúð Ow- ens. Engin samúð Harris var fluttur aftur til Milwa- ukee. Eftir að búið var að fangelsa hann þar, kom í ljós við áframhald- andi yfirheyrslur að hann sagði aldr- ei sömu söguna tvisvar um hvernig atburðir hefðu átt sér stað. Eftir geðrannsókn þótti sannað að Harris væri heill á geði. Mál hans velktist um í kerfinu í tvö og hálft ár. En þegar upp var staðið þótti kviðdómendum ljóst að Harris ætti enga samúð skilda og færi vís- vitandi rangt með staðreyndir. Sækjandi hélt því fram að Harris hefði vísvitandi kramið líkama Ow- ens til dauða með því að keyra yfir líkið og draga það eftir götunni, auk þess sem hann skaut 5 skotum. Það hefði leitt til verulegrar mild- unar dómsins, ef verjandi hefði get- að sýnt fram á kynvillu hjá Owens og stutt þannig frásögn Harris um að glæpurinn hefði verið framinn f óðagoti og hræðslukasti. En engin fordæmi fundust fyrir því og eftir að hafa hlustað á þá, sem þekktu Ow- ens, lýsa því að hann hefði alltaf ver- ið boðinn og búinn til að hjálpa öll- um, þótti sannað að hann hefði vor- kennt Harris, ráfandi ölvuðum um strætin, og því af góðmennsku einni saman boðist til að skutla honum til síns heima. Harris mun að lágmarki sitja inni til ársins 2055, ef honum endist ald- ur til. Glæpur hans þykir með þeim hrottalegri sem lögreglan í Wiscons- in hefur fengist við.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.