Tíminn - 27.03.1993, Síða 9
Laugardagur 27. mars 1993
Tíminn 9
en stjómleysi.
Þéttbýlisþróun af þessu tagi, sem á
sér stað víðast hvar í þriðja heimi, er
með mestum hraða í Rómönsku
Ameríku. Lýðfræðingar og fræði-
menn á næstu grösum við þá spá því
nú að um aldamótin — eftir sjö ár
— muni 80% íbúa Suður-Ameríku
verða samankomnir í stórborgum.
íbúum Sao Paulo fjölgar árlega um
250.000 og um aldamótin verða þeir
orðnir 22 til 23 milljónir.
Efnahagsundrið, sem hér um ræð-
ir, varð ekki til frambúðar. Hers-
höfðingjamir sem ríktu 1964-85
tóku óspart lán erlendis til að fjár-
magna iðnvæðingu og aðrar stór-
framkvæmdir. Þeim var vel tekið hjá
erlendum og alþjóðlegum lána-
stofnunum, þar eð margir höfðu trú
á efnahagsundri þeirra og ekki
þurfti að efa að þeir væru á móti
kommúnismanum; þá stóð kalda
stríðið enn yfir. Þegar þeir létu af
völdum, var Brasilía orðin skuldug-
ust allra þriðjaheimsríkja, í beinum
tölum talið. Skuldaði landið þá er-
lendis rúmlega 106 milljarða doll-
ara. Lýðræðisstjómir, sem tóku við
af hershöfðingjunum, hafa hækkað
það upp í rúmlega 116 milljarða.
Ólæsir kennarar
Sókn brasilfska stóriðnaðarins út á
heimsmarkaðinn mistókst, þar eð
vörur hans þóttu óvandaðri en vest-
rænar og japanskar. Spilling — sem
varð mest með því að stóratvinnu-
rekendur borguðu stjómmála- og
embættismönnum fyrir fyrir-
greiðslu og stjómmála- og embætt-
ismenn hygluðu stuðningsmönnum
sínum — tók á sig slíkar myndir að
helst minnir á sumt í frásögnum
rómverskra söguritara af hliðstæðu
athæfi í rómverska keisaradæminu.
Fylkisstjóri í Ceará, einu fátæktar-
fylkja norðausturlandsins, kvað td.
einhvemtíma á níunda áratugnum
hafa á tveimur sólarhringum ráðið
um 40.000 fylgismenn sína í opin-
ber störf, þ.á m. ólæsa menn og
óskrifandi sem kennara. Það fylgir
sögunni að flestir þessara starfs-
manna hafi aldrei látið sjá sig á
vinnustað, en allir fengið laun.
Til þess að tryggja sér „sinn“ skerf
af kökunni, komu stjómmála- og
embættismenn upp reglugerðakerfi
svo flóknu, að til varð sérstök starfs-
stétt kerfis- og spillingarfræðinga,
sem vom atvinnurekendum til ráð-
gjafar um að komast gegnum reglu-
gerðafmmskóginn. Til að forðast
gjaldþrot af völdum skuldabaggans
og til að eiga fyrir ríkisútgjöldum
létu stjómvöld prenta meira og
meira af peningum. Það hafði í för
með sér óðaverðbólgu, sem varð
1130% s.I. ár og er enn á uppleið.
Sæmilegur hádegisverður á veit-
ingahúsi í Rio kostar nú yfir milljón
í cmzeiros, gjaldmiðli landsins, að
sögn bresks fréttamanns.
Evrópskt verðlag,
afrísk laun
Vemlega fór að halla undan fæti í
efnahagsmálunum í byrjun níunda
áratugarins og örast hefur sigið á
ógæfuhliðina allrasíðustu árin.
Jafnframt hefur fátæktin, sem for-
sómað var að reyna að draga úr að
ráði meðan best gekk, aukist að
stómm mun. Lægstu laun vom í
ársbyrjun samsvarandi um 6500 ísl.
krónum á mánuði og verðbólgan
hefur þegar lækkað raungildi þeirra
um 40%. Og þriðjungur lands-
manna fær í hæsta Iagi fjórðunginn
af því á mánuði, hvað sem lögum og
kjarasamningum líður. ,J4eirihluti
Brasilíumanna býr við evrópskt
verðlag og afrísk laun,“ skrifar þýsk-
ur blaðamaður. Mikinn þátt í vand-
ræðunum á að landsmönnum hefur
fjölgað um 90 milljónir síðustu rúm
30 ár og em nú um 155 milljónir.
Þeim fjölgar áfram óðfluga og eink-
um snauðu fólki og lítt eða ekki
skóluðu.
Hershöfðingjamir stjómuðu með
ógnum og pyndingum, ef þeim þótti
þess við þurfa. Síðan lýðræðið kom
hafa stjómarhættir verið eitthvað
mannúðlegri, en spilling aldrei
meiri. Og mál manna í landinu er að
Irton Marx meó fána fyrirhugaðs rikis við dómkirkjuna I Santa Cruz
do Sul: mannlif og arkitektúr þar um slóðir þykja minna um margt á
Norður-Evrópu.
helstu ráðamenn þess síðustu ár
hafi naumast verið eða séu með öll-
um mjalla.
í fyrra setti Brasilíuþing af Fem-
ando Collor de Mello, forseta lands-
ins síðan 1990. Collor, sem nú er
rúmlega fertugur, auglýsti sig sem
ungan og frískan mann og einskon-
ar suðuramerískan Kennedy. í spill-
ingu mun hann ekki hafa gefið öðr-
um stjórnmálamönnum þarlendum
eftir, en þó er sumra fréttamanna
mál að hann hafí ekki verið sviptur
embætti út af því, heldur vegna þess
að hann gerði ráðstafanir til einka-
væðingar sem hefðu getað dregið úr
spillingargróða allmargra annarra
stjórnmála- og embættismanna.
Þeir hafí bmgðist við hart til vamar.
Þar að auki reyndist upplagt að
fóma Collor sem syndahafri vegna
spillingarinnar, því að þingmenn-
irnir sem steyptu honum fengu út á
það hrós fyrir einarðlega baráttu
gegn spillingu.
Dallaslegir bræður
Höggstað á forsetanum gaf þeim
raunar Pedro, yngri bróðir Collors.
Þeir bræður vom hatursmenn og
náði Pedro sér um síðir niðri á stóra
bróður með því að ljóstra upp slá-
andi dæmum um misferli hans.
Fyrrverandi talsmaður Collors lýsir
honum sem geðhvarfasjúkum
(höldnum oflæti og þunglyndi á
vúd) og bróður hans svo skapbráð-
um að hann hafi eitt sinn skotið af
skammbyssu á kæliskáp af því að
hann fann ekki ost í skápnum. Kona
Pedros var eitt sinn á forsíðu Play-
boy og hélt við eiginmann systur
sinnar, samkvæmt sömu heimild.
Móðir þeirra bræðra er í dauðadái
og á að hafa fallið í það sökum þess
hve nærri hún tók sér illdeilur sona
sinna. Dallaslegt, segir fréttamaður
einn vestrænn.
Itamar Franco, eftirmaður Collors
á forsetastóli, er rúmlega sextugur
og kallaður ríkiskapítalisti í anda
herforingjastjómanna. Hann er
heiðarlegri sagður en fyrirrennar-
inn, en um stefnu hans í efnahags-
málum segir fréttamaður breska
blaðsins Sunday Times í Rio að hún
sé engin. Hann fór nýlega með ráð-
herra sína í sirkus og tróð þá sjálfur
upp með trúðunum. Hversvegna
skiptir hann ekki um starf við þá?
segja sumir Brasilíumenn.
Brasilískur Marx
Eins og víðar þar sem illa horfir, ber
í Brasilíu í vaxandi mæli á „björgun-
arbátssiðferði" bæði hjá einstakling-
um og landshlutum. Brasilíumenn
með sæmilega menntun reyna allt
hvað þeir geta að fá landvist og störf
í Norður-Ameríku, Evrópu og Japan.
Og í syðstu fylkjum landsins þrem-
ur, Rio Grande do Sul, Santa Catar-
ina og Paraná, er í gangi hreyfing
sem beitir sér fyrir því að fylkin skilji
við Brasilíu og geri úr sér nýtt ríki.
íbúar fylkja þessara eru að miklu
leyti afkomendur þýskra og ítalskra
innflytjenda; leiðtogi sjálfstæðis-
hreyfingarinnar er þýskættaður
bókaútgefandi sem heitir Irton
Marx.
Þessi brasilíski Marx segir: „Við er-
um búnir að bíða þess nógu lengi að
aðrir landshlutar Brasilíu rífi sig
upp úr eymdinni." í framtíðarríki
hans, sem myndi hafa um 22 millj-
ónir íbúa, eiga þýska og ítalska að
vera opinber mál auk portúgölsku
og stjórnarskráin svipuð þeirri
þýsku.
Fylki þessi þrjú leggja fram, ásamt
með fylkjunum Sao Paulo og Rio de
Janeiro, rúmlega þrjá fjórðu vergrar
þjóðarframleiðslu Brasilíu. Þrír
fjórðu þróunarframlaga frá ríkinu
fara til norðausturlandsins og
Amazonsvæðisins, en aðeins 3% til
syðstu fylkjanna þriggja. Við vinn-
um fyrir norðurhlutanum án þess
að fá nokkuð í staðinn, segja sunn-
lendingar. Norðurfylkin hafá og
fleiri fulltrúa á þingi Brasilfu en sem
svarar fólksfjölda þeirra og þar með
nokkuð sterka stöðu þar.
V-
UTBOÐ
Austurlandsvegur, Fossgerði
Gautavík
Vegagerö rfkisins óskar eftir tilboöum f lagningu
10,4 km kafia á Austurlandsvegi frá Fossgeröi
aö Gautavfk.
Helstu magntölur: Fyllingar 72.000 m3, neöra
buröartag 54.000 m3, efra burðadag 8.000 m3 og
klæöing 46.000 m3.
Verki skal aö fullu lokiö 15. nóvember 1993.
Otboösgögn veröa afhent hjá Vegagerö rikisins
á Reyöarfiröi og I Borgartúni 5, Reykjavik (aöal-
gjaldkera), frá og meö 30. þ.m.
Skila skal tilboöum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00
þann 13. aprll 1993.
Vegamálastjóri
ÚTBOÐ
y
Jökulsá á Breiðamerkursandi
— rofvörn
Vegagerö rlkisins óskar eftir tilboöum I gerö rof-
vamar I farvegi Jökulsár á Breiöamerkursandi.
Magn 6.400 m3.
Verki skal lokiö 1. júnl 1993.
Útboösgögn veröa afhent hjá Vegagerö rlkisins
á Reyðarfiröi og I Borgartúni 5, Reykjavlk (aöal-
gjaldkera), frá og meö 29. þ.m.
Skila skal tilboöum á sömu stööum fyrir kl. 14:00
þann 13. aprll 1993.
Vegamálastjóri
y
VELKOMIN TIL U.S.A.
Sértilboð frá bandarísk-
um stjórnvöldum
Bandarísk stjómvöld gefa þér kost á að sækja um og öölast
varanlegt dvalar- og atvinnuleyfi samkvæmt áætlun AA-1.
Dregið verður úr umsóknum og þú getur þannig hreppt tæki-
færi til að setjast að I Bandarlkjunum og stunda þar vinnu.
(orðið handhafi „græna kortsins“). Umsóknarfrestur um dval-
arieyfi rennur út 31. mars nk. og þvl nauðsynlegt að bregð-
ast við strax, svo umsókn þín nái fram I tíma.
Allir þeir, sem eru fæddir á (slandi, Bretlandi eða Iriandi
og/eða eiga foreldri eða foreldra af sömu þjóðemum, hafa
rétt til að sækja um þetta leyfi.
Sendið 45 Bandarikjadala greiðslu fýrir hvem umsækjanda
til okkar ásamt nafni umsækjanda, fæðingardegi, fæðingar-
stað, nafni hugsanlegs maka og nöfnum og dvalarstað
ógiftra bama undir 21 árs aldri.
Heimilisfangið er: VISA USA, P.O. Box no. 822211 Dallas,
Texas, 75382, USA.
illllllli
^gfélin
Súðarvogi 18 Knarrarvogi 2
Sími 91-685128 Fax 91-685119
kimpFX VARAHLUTIR í FLESTAR
GERÐIR VÉLSLEÐA
YAMAHA VIÐGERÐARÞJÓNUSTA
Vélhjól, vélsleðar, utanborðsmótorar o.fl.
Stóru-Versalir
Öskað er eftir tilboðum I rekstur i Stóru-Versölum, Holta-
mannaafrétti, ffá áramótum 1993-94.
Áskilinn réttur til aö taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.
Tilboðum skilað til oddvita Ásahrepps, Jónasar Jónssonar,
Kálfholti, 851 Hellu.
Tilboðin verða opnuð þriðjudaginn 20. apríl 1993, á skrifetofu
Ásahrepps, Laugalandi, kl. 14.00.
F.h. hreppsnefnda Ása- og Djúpárhrepps,
Jónas Jónsson, Páll Guðbrandsson.