Tíminn - 27.03.1993, Qupperneq 12

Tíminn - 27.03.1993, Qupperneq 12
12 Tíminn Laugardagur 27. mars 1993 GústafM. Blanco frá Argentínu. sem áreiðanlega á eftir að spjara sig vel í lífinu! Það hið sama óskum við líka að þau öll hin í hópnum geri, og til þess að svo megi verða mun áreið- anlega ekki muna minnst um að þau festi sér þau meginatriði í minni sem þeim hafa verið innraett við fermingarundirbúninginn. Séra Pálma Matthíassyni og þess- um myndarlega hópi fermingar- barna hans þökkum við svo fyrir að hafa fengið að líta til þeirra og kveðjum. Tímamyndir Árni Bjarnason ‘°l \y mvefur Idýfu og fegurð Helstu sölustdSir Foldutcppa eru: Alafossbúðin, Islenskur heimilisiSnaöur, Ramtruigerdiii, UlUtrhúsiS og kaupfélögin víSa um hmd. ^222! P.O. Box 100 • 602 Akureyri • 96-21900 ^íðastliðinn fímmtu- dagsmoröun litum við ljosmyndari og blaðamað- ur Tímans inn í Bústaða- kirkju til þess að fylgjast með hópi barna úr Rett- arholtsskóla, sem ferm- ______uassym. _________ . síðasti undirbúningstím- inn og presturinn var að leggja þeim lífsreglurnar um nvernig þau ættu að koma fram og bera sig að upni við aitarið. Unga folkið var mætt tíu min- útur fyrir níu og á undan hafði séra Pálmi verið með annan hóp. því mörg börn eru ferma er líður að páskum í stærri sókn- um höfuðborgarinnar. Þegar tímanum var lokið, tafst okkur færi á að itta fáein af bömunum og rabba við þau um eitt og annað sem þeim bvr í brjósti þegar ninn stóri dagur nalgast. Ungur maður frá Argentínu Fyrst hittum við svarthærðan pilt með dökk gleraugu og hæglætis- legt yfirbragð. Hann heitir Gústaf M. Blanco og er fæddur suður í Argentínul Við spyrjum hvaðan úr þessu langa og mjóa landi S-Amer- íku hann sé, en þá vefst honum tunga um tönn: „Ég næ aldrei að bera fram nafnið á staðnum," segir hann og það er skiljanlegt, því hann var aðeins á öðru ári þegar hann fluttist norður til íslands. „Ég held að krakkar þarna suður frá fermist á svipaðan hátt og hérna, en þó veit ég ekki nema að það sé munur, því Argentína er kaþólskt land,“ segir hann. Hann álítur líka að fermingin muni hafa sama gildi fyrir börnin í gamla ætt- landinu hans og hérna. „Jú, sjálf- sagt vilja þau fá fermingargjafir, eins og flestir krakkar." En hvað um hann sjálfan? „Gjafir eru ekki neitt aðalatriði hjá mér. Mér væri þess vegna sama þótt ég fengi ekki neitt." Við höfðum heyrt séra Pálma segja að honum þætti krakkarnir nú hugsa minna um fermingar- gjafir en áður. Gústaf staðfestir lfka að ekki sé mikið rætt um gjafir í hópnum — og þó. „Svona stund- um þegar séra Pálmi heyrir ekki til!“ segir hann. Séra Pálmi hafði sagt okkur að svör hópsins á spurningablöðun- um við spurningunni um gildi fermingarinnar hefðu mörg verið hreint frábær. Nú spyrjum við Gústaf þess sama. „Fermingin er staðfesting á skírnarsáttmálan- um,“ segir hann. „En ég býst við að fólki muni ganga misjafnlega að lifa eftir fermingarheitinu sínu, þegar út í lífið kemur.“ Það munu því miður vera orð að sönnu hjá Gústaf, en ræðst sjálf- sagt af því hvernig fólki gengur að finna réttu „takmörkin", eins og danski presturinn Kaj Munk bend- ir á í gamalli en sígildri predikun sem lesa má á öðrum stað hér í blaðinu í dag. „Það getur vel verið að ég gerist blaðamaður," segir Ólafur Bjarki. „Nei, nei. Mér líst ekkert illa á starfsgreinina." Um fermingarundirbúninginn segir hann að þetta hafi verið skemmtilegur tími. „Við byrjuðum að sækja tímana um leið og skól- inn byrjaði í haust. Við höfum sótt einn tíma í viku og hann hefur staðið í fjörutíu mínútur." Eins og fyrri viðmælendur hér í kirkjunni spyrjum við hann um hvað hann vonist til að fá í ferm- ingargjöf. Og Ólafur Bjarki er viss í sinni sök: „Helst peninga. Ég mundi láta þá í banka og byrja að safna mér fyrir bfl!“ Við heyrum að þarna er fyrirhyggjumaður á ferð, Gekk til spurninga bæði í Landakoti Litið inn í síð- asta undirbún- ingstímanum hjá hópi fermingar- barna, sem séra Pálmi Matthías- son fermir á morgun og Bústaðakirkju Fermingarandirbún- ingurinn skemmti- legur Hópurinn, en í honum eru 21 fermingarbam, ásamt presti sinum, séra Pálma Matthiassyni. Gengur til spuminga í tveimur söfnuðum Hún heitir Þóra Kristín Þórhalls- dóttir og hana tökum við næst tali. Þóra Kristín hefur óvenjulega sér- stöðu í hópi barnanna. Hún er kaþ- ólsk og mun því fermast í Landa- koti, en ekki í Bústaðakirkju. Þannig hefur hún gengið til spurn- inga í tveimur söfnuðum í vetur og það verður að teljast vel af sér vik- ið. Hún viðurkennir líka að þetta hafi verið nokkuð erfitt. Það liggur beint við að spyrja hana hver sé munurinn á fermingarundirbún- ingnum meðal kaþólskra og þess sem gerist í Bústaðasókn. „Þetta er mjög Iíkt,“ segir Þóra Kristín, „en hópurinn er minni. í Landakoti. Þar eru börnin líka víða að úr bænum, en ekki aðeins úr einni sókn. Jú, það er meira skraut í Landakoti, reykelsi, kórdrengir og Maríumyndir. En annars er þetta svipað." Annars kveður hún skýringuna á því að hún sækir spurningatímana í Bústaðakirkju einkum þá að hún vill fylgja félögum sínum úr hverf- inu, en hún á heima á Sogavegin- um. Þetta finnst okkur góð skýring og vottur um góðan félagsanda. Femir tvíburar Meðal barnanna, sem séra Pálmi mun ferma að þessu sinni, eru fernir tvíburar. Þeir eru að vísu ekki allir í hópnum, sem við hitt- um hér á sl. fimmtudagsmorgni — en þó eru hér tvíburar. Við fáum þá til þess að sitja fyrir og lofa Árna Ijósmyndara að smella af sér mynd. Þeir heita Magnús Friðrik og Kjart- an Friðrik, eru Ólafssynir og segj- ast lengi hafa búið úti í Svíþjóð meðan faðir þeirra var þar við læknisnám. Við verðum þess líka vísari að Friðriks-nafnið er komið frá langa- langafa þeirra og að þeir eru frændur prestsins sem fermir þá. Séra Pálmi kveðst reyndar hafa vitað af þeim frá því er þeir voru í móðurkviði, en þá var hann prest- ur á Hvammstanga og foreldrar þeirra búsettir þar. „Nei, við hugsum ekkert mikið um fermingargjafir," segja þeir. En blaðamanninum finnst að þeir hljóti samt að eiga sér einhverjar óskir þar að lútandi í leynum hjart- ans. Um síðir viðurkennir Magnús að hann hefði ekki á móti því að eignast geislaspilara og á daginn kemur að bróðir hans er sama sinnis. Og hver veit nema þessi von eigi eftir að rætast! En þeir álíta að sum fermingar- börn fái allt of miklar gjafir. Þeir segja að inntak fermingarinnar telji þeir að staðfesta trúna á Guð fremur en að fá gjafir. Þeir trúa vissulega á Guð og lærðu bænir af foreldrum sínum, þegar þeir voru litlir, og pabbi og mamma báðu með þeim áður en þeir fara að sofa. Já, þeir fara stundum með bænirn- ar sínar enn. Síðasti viðmælandi okkar er son- ur kollega í blaðamennskunni, Ág- ústs Inga Jónssonar fréttastjóra á Morgunblaðinu. Ólafur Bjarki heit- ir hann. Þetta er meira að segja ekki í fyrsta skipti sem mynd kem- ur af honum í Tímanum: Fyrir nokkrum árum var hann þar stadd- ur sem verið var að selja húsein- ingar og var þá myndaður ásamt fleira góðu fólki. . Óiafur Bjarki: „Mundi láta pen- ingana i banka og byrja að safna mér fyrir bíl.“ Þóra Kristin Þórhallsdóttir. Hún mun fermast í Landakotskirkju. Tviburabræðumir Magnús Friðrik og Kjartan Friðrik. c

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.