Tíminn - 27.03.1993, Síða 15
Laugardagur 27. mars 1993
Tíminn 15
náttúru og friðsæls mannlífs, eða
kaupa ódýra skartgripi eða hand-
unnar vörur, er þetta upplagður
staður til slíks.
Einfaldasta og besta leiðin til þess
að skoða sig um á eynni er að leigja
bíl. Nýlegur Suzuki blæjujeppi
kostaði um 6000 krónur íslenskar í
þrjá daga. Full trygging var innifal-
in, enda jafn gott fyrir okkur sem
vön erum hægri umferð, en á Norð-
ur-Kýpur er vinstri umferð, — ein
af leifum breskra yfirráða fyrr á öld-
inni. Og það er vissara að aka gæti-
lega því bæði eru vegir þröngir í
fjalllendi eyjarinnar og eins eru
íbúarnir hálfgerðir klaufar að
keyra, flestir. Þeir eru hins vegar að
sama skapi vinalegir og gestrisnir
og ef maður veifar einhverjum,
veifar sá hinn sami nánast undan-
tekningarlaust á móti og brosir.
Góð kaup í gulli
og leðri
Þeir sem til þekkja segja að það sé
tvennt sem borgar sig að kaupa
innan landamæra Tyrklands; leður
og gull. Unnir skartgripir úr gulli
eru seldir eftir vigt á Norður-Kýpur
og kostar grammið 11 mörk þýsk,
eða um 440 krónur íslenskar. Hvort
það er eitthvað sérstaklega hag-
stætt skal ósagt látið, en rétt er að
benda á að sjálf gullsmíðin er ódýr
og vanti mann einhvern sérstakan
skartgrip úr gulli er minnsta málið
að láta smíða hann fyrir Htið verð.
Tyrkir eru einnig þekktir sem
snillingar í því að smíða eftirlíking-
ar og það skyldu menn hafa í huga
þegar þeir rekast á ódýr Rolex-úr
eða Ray-Ban sólgleraugu á hag-
stæðu verði í búðarglugga. Hvað
leðrið varðar eru flestallar leður-
vörur fluttar inn til eyjarinnar frá
Tyrklandi. Úrvalið af handtöskum
og öðru reyndist þokkalegt og á
góðu verði, en leðurjakkar og ann-
ar fatnaður úr ieðri fremur dýr og
lítið spennandi útlitslega séð. Fyrir
íslendinga er líklega skynsamlegast
að taka með sér annað hvort banda-
ríkjadali eða þýsk mörk sem gjald-
eyri og skipta yfir í tyrkneskar lírur
þegar á staðinn er komið. Eitt mark
jafngilti 5.600 lírum, en jafnvægið
þar á milli breytist í hverjum mán-
uði, lírunni í óhag. Þá er einnig
vandalaust að greiða allar vörur og
þjónustu í þýskum gjaldeyri,
bandarískum eða enskum. Rétt er
að benda ferðamönnum á að láta
ekki blekkjast af útsöluauglýsing-
um í búðagluggum, þar sem boð-
inn er yfirleitt 10% afsláttur og þar
yfir. Þessar útsölur eru aðeins að
nafninu til og standa yfir allt árið
um kring.
Landamærin kljúfa
höfuðborgina
Vegna legu eyjarinnar í Miðjarðar-
hafinu, fyrrum nafla alls heimsins,
er saga Kýpur samofin sögu fall-
andi og rísandi heimsvelda undan-
farin árþúsund. Þannig lutu eyjar-
skeggjar egypskum yfirráðum frá
því á þriðju öld fyrir Krists burð þar
til seint á fjórðu öld eftir Krist, er
Rómverjar tóku þar völd.
Á sjöundu öld náðu Arabar yfirráð-
um á Kýpur og svo mætti lengi
áfram telja. Frá 1878 var Kýpur síð-
an bresk nýlenda þar til Bretar gáfu
eyjuna frá sér eftir langar og harð-
vítugar deilur við grísksinnaða
Kýpurbúa sem vildu sameinast
Grikklandi. Eyjan varð sjálfstæð
undir stjórn Makaríosar erkibisk-
ups og með samþykki Breta,
Grikkja og Tyrkja. Kýpur-Grikkir
og -TVrkir gátu hins vegar aldrei
Hluti af rústum kastala sem byggður var á tímum yfirráöa Rómverja
á Kýpur.
sætt sig hvorir við aðra eftir að
Tyrkir höföu sent her sinn til eyjar-
innar til að rétta hlut sinna manna.
Árið 1974 var Kýpur síðan skipt
upp milli Kýpur-Grikkja og -Tyrkja
undir eftirliti Sameinuðu þjóð-
ar geta ferðamenn gengið um nánast
jafn fáklæddir og þeim sýnist og ekkert
er sagt við því þó að konur liggi í sól-
baði „topplausar". í kirkjum á suður-
hluta eyjarinnar og moskum á norður-
hluta hennar er hins vegar öll nekt
Tyrkneskir hermenn á götum höfuðborgarinnar Nikósiu. Þrátt fyrir
að daglegt líf sé í alla staði friðsælt eru um 30 þúsund tyrkneskir
dátar staðsettir á Norður-Kýpur auk nokkurra hundruða friðar-
gæsluliða. Þetta er svo vegna ótta við grísku nábúana á Suöur-Kýp-
ur.
anna. Eins og í Berlín forðum,
liggja landamærin á milli fjandvin-
anna tveggja í gegn um höfuðborg-
ina Nikósíu. Hins vegar verður að
telja litlar líkur á því að Kýpurbúar
sameinist í eina þjóð. Til þess er
fjandskapurinn of mikill og menn-
ing of mismunandi. Leigubflstjóri
einn orðaði það svo að kristnir
menn og múslimar gætu einfald-
lega aldrei búið saman í friði.
Leyfíð kaffibollanum
að kólna
Norður-Kýpurbúar eru ekki trúarof-
stækismenn þótt þeir játi íslamska trú.
Á ströndinni og við hótelsundlaugam-
bönnuð að undanteknu því að sjást má
í fetur, hendur og andliL Þá eru konur
engir aufúsugestir í moskunum.
Eins og að framan greinir eru eyjar-
skeggjar upp til hópa gestrisið fólk og
gott Þess vegna er mikilvægt að ferða-
menn sýni kurteisi á móti. Að gefa
þjórfé er ekkert skilyrði, en ef um góða
þjónustu er að ræða skal það þó gert
Mikilvægt er einnig að hafa í huga að
stress og æðibunugangur er ekki talið
til mannkosta. Þeim sem ti að mynda
er boðinn bolli af heitu kaffi er bent á
að þeir mega ekki undir nokkrum
kringumstæðum yfirgefe gestgjafenn
fyrr en bollinn er orðinn kaldur.
*
Með sínu nefi
í þættinum í dag verða gefnir hljómar við nokkur vinsæl sönglög,
sem flokkast gætu sem „rútubílalög“. Lagavalið minnir dálítið á að
vorið er framundan, e.t.v. öllu lengra í burtu en menn vildu, en það
sakar ekki að láta sig hlakka til. Fyrsta lagið er hið sívinsæla „Kötu-
kvæði“ eftir Sigurð Ágústsson við lag Will Grosz. Síðan koma tvo lög
við ljóð TVyggva Þorsteinssonar, það fyrra er „Þýtur í laufi“ við lag Ald-
ísar Ragnarsdóttur og það seinna er „Vertu til“ sem er rússneskt þjóð-
lag.
Rétt er að taka fram að í síðasta þætti var gripið „B“ (Aís) sýnt á skýr-
ingarmynd á rangan hátt. Tvenns konar rithættir eru fyrir hendi á
hljómum og er í öðrum ritað „B“, þegar sami hljómur er ritaður „H“
samkvæmt hinum rithættinum. Vegna mistaka við gerð skýringar-
myndar var „B“-hljómurinn tekinn úr öðrum rithætti en notaður hef-
ur verið í þættinum. Rétt B-hljóms (Aís) skýringarmynd er hins veg-
ar sýnd hér til hliðar.
KÖTUKVÆÐI
D
Það var um kvöld eitt að Kötu ég mætti.
A7
Hún var að koma af engjunum heim.
Það var í ágúst að áliðnum slætti
D A7 D
og nærri aldimmt á kvöldunum þeim.
G D
Hlýtt ég tók í hönd á Kötu,
A7 D D7
horfði í augun djúp og blá.
G D
Gengum síðan burt af götu,
E7 A7
geymdi okkur náttmyrkrið þá.
2.
Viðlag:
G
D
X 0 O 1 3 2
A7
4 ) ( ) < >
O
X 0 1 1 13
D7
2 10 0 0 3
X O O 2 1 3
Hún var svo ung eins og angandi rósir.
Ég hafði aldrei séð hana fyrr.
Um vanga dönsuðu lokkarnir ljósir
og augun leiftruðu þögul og kyrr.
3.
En þegar eldaði aftur og birti
í hjarta ákafan kenndi ég sting.
Og fyrir augum af angist mig syrti.
Hún var með einfaldan giftingarhring.
E7
( >
> <
» >
0 2 3 14 0
ÞÝTUR f LAUFI
Am F
Þýtur í laufi, bálið brennur.
C E7
Blærinn hvíslar: „Sofðu rótt“.
Am F
Hljóður í hafið röðull rennur,
Am E7 Am
roðnar og býður góða nótt.
G C
Vaka þó ennþá vinir saman
G C E7
varðeldi hjá í fögrum dal.
Am F
Lífið er söngur, glaumur, gaman.
Am E7 Am
Gleðin, hún býr í fjallasal.
Am p
B(Aís) Dm
VERTU TIL ER VORIÐ KALLAR
Am E
Vertu til, er vorið kallar á þig, c
E7 Am B C
vertu til að leggja hönd á plóg.
C Dm Am
Komdu út, því að sólskinið vill sjá þig
Dm Am E7 Am
sveifla haka, rækta nýjan skóg.
KAFFIBRENNSLA
AKUREYRAR HF