Tíminn - 03.04.1993, Blaðsíða 2
2 Tíminn
' Ihqb .ö
Laugardagur 3. apríl 1993
Loksins bólar á langtímastefnu ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegs-
málum:
Samkomulag um
þróunarsjóðinn?
Ríkisstjómin hefur náð samkomulagi um frumvarp um þróunarsjóð
sjávarútvegsins. Sjávarútvegsráðherra og utanríkisráðherra túlka sam-
komulagið ekki með sama hætti. í tengslum við frumvarpið hefur tví-
höfðanefndin lagt fram drög að skýrslu um mótun sjávarútvegsstefnu.
Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, sagði á Alþingi í
gær að hann gæti fallist á að tekið yrði gjald af sjávarútveginum og það
notað til að hagræða og úrelda innan greinarinnar.
Menn eru búnir að bíða lengi eftir
að ríkisstjómin næði samkomulagi
um endurskoðun laga um stjóm
fiskveiða. Upphaflega var talað um
að tvíhöfðanefndin skilaði áliti síð-
astliðið haust og lagabreytingin yrði
afgreidd fyrir áramót. Nú er taiið
óvíst að Alþingi nái að endurskoða
lögin á þessu vorþingi.
Málefni sjávarútvegs voru rædd á
Alþingi í gær að frumkvæði Fram-
sóknarflokksins. í umræðunni lagði
Halldór Ásgrímsson áherslu á að
stjómvöld brygðust við hallarekstri
sjávarútvegsins en hallinn er talinn
vera um 8,3% nú. Halldór sagði að
orsök vandans væri margþætt,
minnkandi afli, lækkandi verð og
miklar skuldir. Erfitt væri að fmna
leiðir út úr vandanum. Hann sagði
að ýmislegt væri þó hægt að gera til
að létta undir með greininni og
nefndi í því sambandi vaxtalækkun
og lengingu lána.
Halldór sagði að ýmislegt væri já-
kvætt í frumvarpi um þróunarsjóð-
inn en efni þess væri um margt
óljóst. Hann sagðist geta fallist á að
gjald yrði tekið af sjávarútveginum
og það notað til að úrelda fiskiskip
og fiskvinnsluhús og hagræða innan
greinarinnar. Hann sagðist ekki líta
á slíka gjaldtöku sem auðlindaskatt
Það væri hins vegar auðlindaskattur
ef hluti hans ætti að renna f ríkis-
sjóð. Hann sagðist vona að það væri
hægt að treysta því að frumvarpið
feldi það ekki í sér.
Engar nýjar tillögur komu frá ríkis-
stjóminni í umræðunni. Sjávarút-
vegsráðherra svaraði einn fyrir hönd
hennar. Athygli vakti að enginn
þingmaður eða ráðherra Alþýðu-
flokksins tók þátt í umræðunum.
Aflagjaldi aðeins
breytt á Alþingi
Fmmvarp um þróunarsjóðinn gerir
ráð fyrir að hagræðingarsjóðurinn
verði lagður niður og aflaheimildum
hans verði úthlutað til sjávarútvegs-
ins án endurgjalds. í staðinn er Iagt
á sérstakt þróunargjald sem er sam-
sett úr þremur þáttum. í fyrsta lagi
núverandi gjaldi sem lagt hefur ver-
ið á rúmlestatölu fiskiskipa í nokkur
ár og skilað hefúr um 80 milljónum
króna. í öðru lagi sambærilegu
gjaldi á fasteignamat fiskvinnslufyr-
irtækja sem á að skila 80 milljónum
króna. Og í þriðja lagi er gert ráð fyr-
ir að gjald verði lagt á aflaheimildir
sem verði „a.m.k. 1.000 krónur fyrir
hverja þorskígildislest". Gjaldið
kemur f stað sölu aflaheimilda hag-
ræðingarsjóðs og á að skila svipaðri
upphæð eða um 500 milljónum á
ári. Gjaldið verður fyrst lagt á á fisk-
veiðiári sem hefst 1. september
1996. Sjávarútvegurinn mun þannig
losna við þessa gjaldtöku í þrjú ár.
Þetta gjald á úthlutaðar aflaheim-
ildir hefur valdið hvað mestum deil-
um milli Þorsteins Pálssonar og Jóns
Baldvins Hannibalssonar. Þorsteinn
var beðinn að skýra hvemig þessi
gjaldtaka yrði framkvæmd, hvort
gjaldið yrði hækkað og þá hvemig að
því yrði staðið. Þorsteinn svaraði og
sagði: „Það má segja að hér sé bæði
um hámark og lágmark að ræða.
Gjaldið er 1.000 krónur á hverja
þorskígildislest, ein króna á hvert
kíló. Þetta er reiknað í þorskígildum
þannig að á karfa koma 40 aurar og á
loðnu 5 aurar.
í frumvarpsdrögunum er svo gert
ráð fýrir því að þróunargjaldið, þrí-
samsett, standi undir öllum skuld-
bindingum sjóðsins. Ríkisendur-
skoðun á að fýlgjast með því og ef
hún kemst að þeirri niðurstöðu að
gjaldið standi ekki undir skuldbind-
ingum sjóðsins þá ber sjávarútvegs-
ráðherra að leggja fýrir Alþingi til-
lögur um breytingar á gjaldinu.
Gjaldinu verður því ekki breytt nema
með lögum. Það er 1.000 krónur
nema því verði breytt á annan hátt
með lögum,“ sagði Þorsteinn.
Þróunarsjóðurinn tekur við öllum
eignum og skuldbindingum hag-
ræðingarsjóðs, atvinnutryggingar-
deildar Byggðastofnunar og hluta-
fjárdeildar Byggðastofnunar. Yfirtak-
an miðast við stöðu eigna og skulda
um síðustu áramót að frádregnum
950 milljóna endurlánum atvinnu-
tryggingardeildar sem ríkissjóður
Risa bókamarkaðurinn:
Titlar aldrei
verið fleiri
„Þetta er sá glæsilegsti bókamark-
aður sem við höfum haldið,“ sagði
Jóhann Páll Valdimarsson, formað-
ur Félags íslenskra bókaútgefenda,
þegar hann kynnti bókamarkað fé-
lagsins sem hófst í Faxafeni 10 í
gær. Alls eru um 8.000 titlar á
markaðnum og hafa þeir aldrei ver-
ið fleiri.
Bókamarkaðurinn er til húsa í
Framtíðarhúsinu að Faxafeni 10.
Opið verður alla daga fram til 18.
aprfl. Félag íslenskra bókaútgefanda
stendur að þessu sinni sjálft fyrir
markaðnum en undanfarin ár hafa
aðrir aðilar annast hann í umboði
félagsins. Allir bókaútgefendur
landsins taka þátt í markaðnum að
þessu sinni auk fjölmargra annarra.
SBS, Selfossi.
greiðir af. Ríkissjóður mun lána þró-
unarsjóðnum fjóra milljarða sem
koma til útborgunar 1993-1995.
Sjóðurinn endurgreiðir lánið með
jöfnum greiðslum til ársins 2005.
Kvótakerfíð fest í sessi
Tvíhöfðanefndin leggur til í skýrslu
sinni að aflamarkskerfið (kvótakerf-
ið) verði fest í sessi og að aflamark
verði sett á keilu, löngu, lúðu, stein-
bít og blálöngu, en þessar fiskteg-
undir hafa fram að þessu verið utan
kvóta. Lagt er til að heimilt verði að
framselja aflahlutdeild báts yfir á
vinnslustöð enda hafi vinnslustöðin
gilt útflutningsleyfi. Nefndin gerir
hins vegar ráð fyrir að framsal skipa
og veiðiheimilda milli byggðarlaga
verði óbreytt.
Meirihluti nefndarinnar leggur til
að smábátar verði teknir inn í afla-
markskerfið 1. september 1993.
Krókabátum verði úthlutað 8.600
tonna kvóta á grundvelli aflareynslu
áranna 1991 og 1992 og jafnvel
fyrstu átta mánaða 1993. Þá er gert
ráð fyrir sérstakri viðbótarúthlutun
þannig að heildaraflamarkið nái
samtals 13.275 tonnum (þorskígildi
slægt). Einn nefndarmanna, Arni
Vilhjálmsson, styður ekki þessa til-
lögu.
Nefndin leggur til að línutvöföldun
mánuðina nóvember til febrúar
verði aflögð. Einnig leggur hún til að
leyft verði að tvö eða fleiri skip fái
veiðileyfi í staðinn fyrir eitt stórt
skip sem hverfur úr rekstri ef sam-
anlögð rúmtala eykst ekki.
Þá leggur nefndin til að rýmkaðar
verði heimildir erlendra aðila til fjár-
festinga í íslenskum sjávarútvegi,
einkum varðandi óbeina eignaraðild.
Jafnframt að rannsóknir á lífríkinu í
hafinu umhverfis landið verði efldar.
-EÓ
fslenskar sjávarafurðir hf. náðu að styrkja
markaðshlutdeild sína víð erfiðar aðstæður.
Afkoma félagsins varð viðunandí:
Heildarútflutnlngur íslenskra
sjávarafurða hf. nam alls rúm-
lega 12,6 milljörðum króna á
síðasta ári og dróst saman um
tæp 3% frá árinu 1991. f
magni nam útflutningurinn
52.920 tonnum sem er tæp-
lega 1% aukning miðað við ár-
Íð á undan. Rekstur félagsins
skilaði 38,3 milljóna hagnaði í
fyrra. Árið áður var hagnaður-
inn 51,7 mllljón.
Árið 1992 var íslenskum
sjávarútvegi erfitt. Tfmabiii
verðhækkana á erlendum
mörkuðum lauk á árinu og
framhald varð á samdrætti í
botnfiskveiðum. f Ijósi þessara
staðreynda teiur Hermann
Hansson, stjómarformaður
fslenskra sjávarafurða hf., að
afkoma félagsins á síðasta árí
hafi verið viðunandi. Hann
bendir á að þrátt fyrir 11%
samdrátt í botnfiskafla hafi
samdráttur í framleiðsiu fs-
lenskra sjávarafurða hf ein-
ungis verið 3,6%. Samdráttur-
inn f verðmætí útfiutnings
hafi einungis orðlð 3% og
aukning í magni hafi orðið um
1%. Fyrirtækið hafi því aukið
markaðshlutdeild súia á liðnu
ári.
f árslok 1992 voru bókfærðar
eignir íslenskra sjávarafurða
hf. 2.537,2 milfjónir. Skuldir
námu alls 1.868,3 milljónum
og er eigið fé félagsins því
668,9 milijónir á móti 656,5
milljónum f árslok 1991. Eig-
infjárhlutfall var um síðustu
áramót 26,4% en var 24,1%
árið á undan. Arðsemi eigin
fjár var 13,3% á mótí 9,4% ár-
Íð á undan.
Starfsmenn fslenskra sjávar-
afurða hf. voru að jafhaði 350
á síðasta ári en um 400 árið á
undan.
Á sfðasta ári tók Landsbank-
inn yfir stærstan hlut Sam-
bandsins í íslenskum sjávaraf-
urðum hf. og seldi hann sfðan.
Allmargir Muthafar neyttu for-
kaupsréttar síns en einnig
komu inn nýir hluthafar. Eign-
araðild breyttist því á árinu og
er nú dreifðari en áður.
Stærstu Muthafar nú eru
Kirkjusandur hf með 21%
Mutafiár, Samvinnulffeyris-
sjóðurinn með 9,3% og KASK
með 6,3%. Hluthafar eru nú
39 taisins.
Á aðalfundi félagsins voru
samþykktar lagabreytingar
sem miða að því að meðferð
Mutafjár verði frjáls og ébund-
in. Þess er að vænta að bréfin
verði markaðsvara á almenn-
um Mutabréfamarkaði. ís-
lenskar sjávarafurðir eru fyrst
stóru sölusamtakanna til að
hagnýta sér kosti hlutabréfa-
formsins.
urða hf. í fyrra varð rúmar 24
milljónir. Hagnaður Iceland
Seafood Corporation var tæpar
47 miUjðnir. Tap Iceland Se-
afood Limited varð rúmar 2,6
milljónir og tap Útvegsfélags
samvinnumanna varð rúmar
23 milljónir. Heildamiður-
staðan varð því hagnaður upp á
38,2 milljónir króna.
Bókaútgefendur kynntu bókamarkað slnn fyrir blaðamönnum.
Timamynd Aml Bjama.
ViöKomutiatnir/Víkudagar
Esbjerg.......laugard.
Þórshöln.......mánud.
Bergen........ þriöjud.
Þórshöln......miövikud.
Seyöisljöröur.. fimmtud.
Þórshöln......töstud.
Esbjerg.....
14
- 22:00 29.05 05.06 12.06 19.06 26.06 03.07 10.07 17.07 24.07 31.07 07.08 14.08 21.08 28.08
10:00 14:00 31.05 07.06 14.06 21.06 28.06 05.07 12.07 19.07 26.07 02.08 09.08 16.08 23.08 30.08
12:00 15:00 01.06 08.06 15.06 22.06 29.06 06.07 13.07 20.07 27.07 03.08 10.08 17.08 24.08 31.08
11:00 15:00 02.06 09.06 16.06 23.06 30.06 07.07 14.07 21.07 28.07 04.08 11.08 18.08 25.08 01.09
07:00 11:00 03.06 10.06 17.06 24.06 01.07 08.07 15.07 22.07 29.07 05.08 12.08 19.00 26.08 02.09
05:00 00:30 04.06 11.06 18.06 25.06 02.07 09.07 16.07 23.07 30.07 06.08 13.08 20.08 27.08 03.09
19:00 - 05.06 12.06 19.06 26.06 03.07 10.07 17.07 24.07 31.07 07.08 14.08 21.08 28.08 04.09
Þrjár fyrstu ferðir ó
SEYÐISFIRÐI - <© 21111 - FAX 21105
Norræna
ferðaskrifstofan hf.
sími 91-626362, fax 29450 Laugavegi 3, Reykjavík