Tíminn - 03.04.1993, Blaðsíða 4
4 Tíminn
Laugardagur 3. apríl 1993
Tíminn
MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVIHHU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Tlminn hf.
Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson
Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm.
Aöstoðarritstjóri: Oddur Ólafeson
Fréttastjórar Birgir Guömundsson
Stefán Ásgrlmsson
Auglýsingastjóri: Steingrimur Glslason
Skrifetofur Lynghálsi 9, 110 Reykjavlk Slmi: 686300.
Auglýsingasfmi: 680001. Kvöldsímar Áskríft og dreifing 686300,
ritstjóm, fréttastjórar 686306, iþróttir 686332, tæknideild 686387.
Setnlng og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi hf.
Mánaöaráskrift kr. 1200,- , verö I lausasölu kr. 110,-
Grunnvérö auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri
Póstfax: 68-76-91
Órói og verðfall
á mörkuðum
A meðan deilt er um þróunarsjóð sjávarútvegsins og
hvort slá eigi kvótakerfið af eða gjörbreyta því berjast sjó-
menn á fiskmörkuðum í löndum Evrópubandalagsins og
heimta innflutningsbann á fiski eða miklar takmarkanir
á löndunum erlendra skipa, bæði á ferskum fiski og unn-
um.
Mikil verðlækkun á fiski í helstu viðskiptalöndum ís-
lendinga er mikið áhyggjuefni og ekki síður þau viðbrögð
sem sem sjómenn sýna þegar þeir þeir fara að verja
markaði sína og hagsmuni með ofbeldi.
Sjómenn loka höfnum og vinna skemmdarverk á inn-
fluttum fiski í Frakklandi og Bretlandi. Og í Danmörku
beita samtök fiskimanna sér fyrir að þar verði ekki flutt-
ur á land fiskur sem veiddur er utan lögsögu EB-ríkja.
Ódýr fiskur úr Barentshafi flæðir yfir markaðina. Rúss-
neskir togarar landa í höfnum EB-landa og eins selja þeir
bæði Norðmönnum og íslendingum fisk sem síðan er
endurseldur inn á fjölþjóðamarkaði. Norðmenn hafa ver-
ið ásakaðir fyrir að endurselja rússneskan fisk sem
norska vöru og íslenskir útflytjendur verða fyrir kárínum
vegna gruns um sömu sakir.
Hátt markaðsverð á fiski og fiskafurðum í Evrópu varð
til þess að það borgaði sig að flytja þangað fisk frá fjar-
lægum heimsálfum og varð þetta allt til þess að markað-
ir yfirfylltust og verðið hrundi.
í Bandarfkjunum hefur áþekkt ástand komið upp í
markaðsmálum þótt ekki hafi komið til lokunar hafna
eða hryðjuverka á fiskmörkuðum. Mikið framboð lækkar
verðið og birgðir hlaðast upp.
Vandamál íslensks sjávarútvegs eru ærin þótt órói á
helstu mörkuðum og verðfall á fiskafurðum bætist ekki
við. Lágt verðlag er nú orðið eitt höfuðvandamálið svo að
allt hangir þetta hvað í öðru. Skuldsettur floti og verk-
efnalitlar fiskvinnslustöðvar að viðbættum síminnkandi
sjávarafla er sá vandi sem öll þjóðin stendur frammi fyrir
og verður að leysa úr með einum hætti eða öðrum.
Osamkomulag í tvíhöfðanefrid, þvermóðska stjómvalda
og ráðleysi kemur í veg fyrir að tekið sé á málum með af-
gerandi hætti og alls kyns hagsmunapotarar heimta ým-
ist mikla gengisfellingu, afnám kvótakerfisins eða að
fiskimiðin verði seld útlendingum með einum hætti eða
öðrum eða hver önnur þau bjargráð sem skammsýnin
blæs þeim í brjóst.
Einfaldar lausnir em ekki í augsýn en ljóst er að taka
verður á málum af raunsæi. Verð á mörkuðum mun ekki
hækka því þá vex famboðið og trúa verður fiskifræðing-
um að ekki sé útlit fyrir miklar og óvæntar göngur á ís-
lenska fiskislóð, eins og þeir sem stjórnast af óskhyggju
bíða eftir.
Kostnaðarlækkun við veiðar og vinnslu er eini kostur-
inn sem völ er á og það verða ekki sársaukalausar aðgerð-
ir. Launalækkun toppanna í útvegsfyrirtækjunum í Vest-
mannaeyjum er aðeins hálfkák miðað við það sem gera
þarf ef sjávarútvegurinn á að standast þær sviftingar sem
yfir ganga. Einar Oddur á Flateyri spáir hiklaust 40 millj-
arða gjaldþroti sjávarútvegs innan skamms ef fram held-
ur sem horfir og er hann þekktur fyrir að vera fremur
maður athafna og björgunaraðgerða en bölmóðs.
Sjálfgefið er að kostnaðarlækkun og aukin hagsýni hlýt-
ur að ná til annarra þátta atvinnulífsins ekki síður en
sjávarútvegs og kannski kemur að því að neyðin kenni
mönnum að sníða sér stakk eftir vexti.
Atli Magnússon:
Fundinn
þáttur úr
„Efstaleitis-
kröniku“
Sem kunnugt er gerðist það ný-
lega að þýskur doktor og prófess-
or í teólógíu rakst á biblíu á
hebresku á háalofti Hóladóm-
kirkju sem komin er úr fórum
Guðbrands biskups. Varð hinum
erlenda lærdómsmanni strax
ljóst að hér var fáséður gripur á
ferð og segir Morgunblaðið á
fimmtudag náið af fundi þessum.
Um hitt hefur verið þagað að
milli spjalda í hinni fomu biblíu
var fólginn þáttur úr svonefndri
„Efstaleitis-kröniku." Var ekki
fýrr vitað til að neitt af henni
hefði varðveist, svo fróðlegt mun
þykja að birta hér það brot sem
nú er hefur fundist:
„Það er upphaf sögu að Ólafur
jarl hinn G(æfi) Einarsson bauð
landseta sínum Heimi presti í
Þjóðgarði að taka við staðarfor-
ráðum í Rígsfylki, þar sem heitir
að Efstaleiti. Þar hafði Ólafur
mikla búsumsýslan og fjöld hjúa.
Tók Heimir við staðnum og þótti
stjórn hans röggsamlig, þótt
meir hefði hann áður ástundað
boðan óbjagaðrar guðs kristni en
búskaparhnauk.
Meðal hjúa í Efstaleiti var margt
skemmtinna manna er þuldu
fræði forn og ný að nóttu sem
degi og þókti að gaman og fróð-
leikur. Þar var og óspart kveðið
og voru göngumenn er fóm með
hljóðfæraslátt aufúsugestir.
Sungu þeir á saltara, tmmbur og
pípur og fór þar margur einn
„slægur gaurr með gígju."
Ólafur sendir Heimi
presti Kol ráðsmann
Ólafur átti fjós mikið eigi all
fjarri húsum í Efstaleiti og vom í
fjósinu hundrað yxn á fóðmm,
líkt og hjá Snorra að Svigna-
skarði. Var fjósið mjög raf-tau-
greft og á því skjár mikill. Var
skjárinn þeirrar náttúm að hver
sem út um hann leit varð óðara
nafntogaður maður og gat búist
¥>
ýr
M
'ýy
við frama í listum eða pólitík.
Sóktu píparar og gígjugaurar
sem og uppar úr flokkum meiri
sem minni höfðingja mjög að
skjánum og komust færri að en
vildu. Gætti Heimir af trú-
mennsku fjóss og skjáar.
Þá Heimir sat hinn annan vetur
í Efstaleiti sendi Ólafur til hans
ráðsmann þann er Kolur hét.
Hafði hann meðferðis jarteikn og
orðsending frá Ólafi þess efnis að
hann hefði fyrr á dögum haft
umsjá með uppeldi þeirra kosta-
mestu af yxnum. Nú hafði hann
um hríð verið í fömm með Norð-
mönnum á súð þeirri er var
lengst skipa á Norðurlöndum og
„Hvíti vfkingur" hét. Var það tví-
tugsessa. En er súðina bar upp á
boða hélt Kolur á fund Ólafs og
falaðist eftir fyrri starfa. Var það
auðsótt, því Ölafur treysti Koli
vel.
Lítinn þokka lagði Heimir
prestur á komumann og trúði
honum lítt. Þó tók hann við hon-
um, vegna kærleika húsbónda
síns við hann. Þá hafði Kolur á
yngri árum verið í víkingu með
Bubba konungi, en hann hafði í
þennan tíma lagt undir sig allt
ísland.
Kolur var reifur og glaður um
veturinn. Hafði hann fyrmm
kappkostað að fjölga spikuðum
bolakálfum hrafnsvörtum þarna í
fjósinu, en í fjarveru hans höfðu
þeir ekki unað atlætinu og rásað
á grösugri slóðir. Hafði skjöldótt
af óvissu kyni komið í þeirra stað
og tímgast hratt. Hafði ráðsmað-
ur tíðum við orð að margt þætti
sér kríkabert og söðulbekt meðal
þess sköldótta.
Hamhleypa lagðist á
íjósskjá Heimis
Þeir atburðir urðu skömmu eft-
ir komu Kols að ókyrrð kom á
yxnin. Var hér margt um rætt og
fór lágt í fyrstu. En er sumt af því
skjöldótta tók að týna tölunni
gerðist af kurr all mikill. Heimi
barst kurrinn til eyrna og grun-
aði hann að Kolur mundi valdur
að. Þó lét hann kyrrt liggja, því
hann vildi forðast að gjöra Ólafi
húsbónda sínum í móti.
Morgun einn að áliðnum vetri
fregnaði Heimir prestur að
ókyrrð peningsins í fjósinu
keyrði úr hófi. Fnæstu graðung-
ar mjög og flenntu granir en
sumt lá gliðsa eða afvelta. Fylgdi
sú frétt að hamhleypa nokkur
hefði lagst á fjósskjáinn kvöldinu
áður og í stað þess að horfa út
um hann tekið að horfa inn um
hann reiðugliga á hin skjöldóttu
yxnin.
Prestur tók tíðindum stillilega,
greip Grallara þann er hann átti
og hafði sungið á í Þjóðgarði
forðum og skundaði til fjóss.
Nautin voru esp mjög en klerkur
náði að tjóðra hvert og eitt á
skammri stundu annarri hendi
og án þess að sleppa Grallaran-
um. Gekk hann að því búnu út og
til skjáarins og sá þegar hvar
hamhleypan lá. Slæmdi hann til
hennar með bókinni og flaug
hún upp á samri stundu svo fuku
af henni fjaðrirnar í allar áttir,
því hún var í hrafnslíki. Kenndi
Heimir prestur hér þegar ráðs-
mann sinn Kol. Skildi hann nú
að ætlan hans hafði verið að æra
hin skjöldóttu yxnin svo þau
gæfu upp öndina og raða eintóm-
um svörtum bolakálfum á garð-
ann í þeirra stað. Bað Heimir vá-
beiðu þessa aldrei þrífast og ekki
koma meir fyrir sín augu.
Hlaut Heimir prestur lof mikið
og rjómatertu af hjúum sínum
fyrir framgönguna enda gerðist
nú allt spakt og stillt í fjósi.
Ólafur spyr tíöindi
Ólafur G(æfi) spurði hvað til
hefði borið og líkaði stórilla. Ótt-
aðist hann að Bubbi konungur
mundi gerast þungbrýnn er
hann frétti af meðferð þeirri er
fóstbróðir hans úr víkingu hefði
sætt, sendi á fund prests og bað
hann að skoða hug sinn. En
prestur gerði þess engan kost,
kvað Ólaf hafa selt sér yfirráð yfir
staðnum í hendur og þar með
fjósi og yxnum.
Þeir Bubbi konungur og Friðrik
Gullskór voru um þessar mundir
norður á Finnmörk að heimta
finngjöld. Skriðfinnar treguðust
við að gjalda skattinn og hafði
konungur í mörgu að mæðast er
Kolur fóstbróðir hans kom norð-
ur þangað á fund hans og sagði
sínar farir eigi sléttar..."
Hér þrýtur kapítulann úr Efsta-
leitis-kröniku og er ekki vitað
um lyktir mála þessara.