Tíminn - 03.04.1993, Side 28

Tíminn - 03.04.1993, Side 28
AUGLYSINGASÍMAR: 680001 & 686300 L#TT# NYTTOG FERSKT DAGLEGA aUtaf á íniðvikudögum eiðholtsbakarí VÖLVUFELLI13-SÍMI73655 ;i LAUGARDAGUR 3. APRÍL 1993 Búið að heilaþvo ungar konur um ágæti pappírsbleia segir Hulda Jensdóttir: AFTURHVARF TIL TAUBLEIA „Út í hött að frá hveiju baml koml hálft annað til tvö tonn af sorpl á sama tíma og flestir eru meö fínustu þvottatæki, jafnvel inni á baði hjá sór,“ segir Hulda Jensdóttir I versluninni Þuma- línu. Tfmamynd Aml Bjama. „Mér virðist notkun í fjölnota bleium vera aftur tölvert að auk- ast Bæði eru einnota bleiur dýr- ari og líka fleiri og fleiri farair að hugsa um náttúruna. Það er enda atveg út í hött að frá hveiju barni komi hálft annað til tvö tonn af sorpi á sama tíma og flestir eru með fínustu þvottatæki, jafnvel inni í baðherbergi hjá sér og eru alltaf að þvo hvort sem er,“ sagði Hulda Jensdóttir í versluninni Þumalínu. Tíminn heyrði nýlega frá verð- andi móður sem ætlaði að kaupa gasbleiur f stórverslun. Hún hafi gripið í tómt Var henni sagt að eftir grein og verðsamanburð á bleium í Neytendablaðinu hefðu allar gasbleiur selst upp á skömm- um tíma en von væri á nýrri send- ingu. Tíminn spurðist því fyrir um það í Þumalínu og fleiri bamafata- verslunum hvort vart hefði orðið við umtalsvert aukna sölu á „gömlu góðu“ gasbleiunum eða öðrum margnota bleium. „Það er ekki nýtt fyrir okkur að selja gasbleiur. Þessi verslun hefur verið með gasbleiur í 25 ár og þær hafa alltaf selst nokkuð vel. Það virðist þó talsvert meira hafa verið spurt eftir þeim að undanfömu. Núna fást líka orðið afskaplega skemmtilegar bleiubuxur til að nota utan yfir gasbleiumar. Það er líka orðið mikið framboð á öðmm tegundum af fjölnota bleium úr bómull sem hannaðar em á sama hátt og pappírsbleiur og handtök- in þau sömu. Þessar bleiur em einnig mjög vinsælar. Það er alveg Ijóst að áhuginn fyrir margnota bleium er aftur að aukast töluvert þótt misjafnt sé hvaða tegund þeirra verður fyrir valinu“. Hulda segir það rétt vera að notk- un á bréfbleium hafi orðið yfir- gnæfandi á undanfömum árum. „Það var nefnilega búið að heila- þvo ungar konur með því að það væri svo óskaplega þægilegt og gott fyrir bamið að nota pappírs- bleiur. Og það er ekki að spyrja að því, að þegar einhver alda fer svona um, þá hefur hún áhrif. En þama sýnist mér nú aftur vera að verða breyting á“. í smábamadeild Hagkaups var sagt að sala á gasbleium hefði auk- ist vemlega eftir að hafa verið mjög lítil á undanfömum ámm. Sérstaklega hefði grein Neytenda- blaðsins aukið eftirspumina, í bili a.m.k., hvort sem það stæði til frambúðar eða ekki. Það sama ætti við um bleiubuxur, bleiuplast og aðrar margnota vömr. Mjög mikið væri líka spurt eftir öðmm teg- undum af margnota bleium, t.d. eftir Dalvíkurbleium. En þannig bleiur væm hins vegar ekki seldar í Hagkaupi. Kaupkona í bamafataversluninni Sporinu í Grímsbæ sagðist ekki hafa baft taubleiur til sölu undan- farin ár. En nú í allan vetur hefðu hins vegar stöðugt fleiri og fleiri verið að spyrja um gasbleiur, þannig að hún hefði nú alveg ný- lega tekið þær til sölu í verslun- inni. Aðrar tegundir af margnota bleium em ekki seldar í Sporinu. í bamafataversluninni Rut í Glæsibæ hafði ekki orðið vart við aukna sölu á gasbleium að undan- fömu. ,Mér finnst hún allt of lítil, bara ein og ein kona sem kaupir þetta, og þá oftar en ekki til ann- arra nota, til að setja undir höfuð eða annað slíkt en ekki beinlínis sem bleiur", sagði afgreiðslukona íRut. -HEI Evrópsk verkalýðshreyfing stendur sameinuð í baráttunni fyrir aukinni atvinnu og félagsleg- um umbótum. ASÍ og BSRB: Er þjóðin að skiptast í ríka og fátæka? Ragnhildur Guðmundsdóttir varaformaður BSRB segir að með stefnu sinni í atvinnu- og velferðarmálum sé ríkisstjóm- in langt komin með að skipta þjóðinni upp í rika og fátæka. „Ef marka má ummæli ráðuneyt- isstjóra forsætisráðuneytisins þá snýst þetta ekki um peninga held- ur um stefnu," sagði Ragnhildur á blaðamannafundi í gær þegar kynnt vom sameiginleg baráttu- mál evrópskrar verkalýðshreyfing- ar fyrir aukinni atvinnu og félags- legum umbótum. Að mati ASÍ og BSRB verður verkalýðshreyfingin að knýja á um að markvisst verði dregið úr at- vinnuleysinu, ekki verði hreyft við gmndvallaratriðum velferðarkerf- isins og þær skerðingar sem fram- kvæmdar hafa verið verði dregnar til baka. Til marks um það hver þróunin hefur verið og hvað atvinnuleysið virðist vera að festast í sessi þá vom, samkvæmt upplýsingum fé- lagsmálaráðuneytisins, 1.962 manns atvinnulausir í 13-25 vikur í febrúar síðastliðnum en vom 624 á sama tíma 1991. í febrúar 1991 hafði 241 einstaklingur verið at- vinnulaus í 52 vikur eða fleiri en í febrúar í ár höfðu hvorki fleiri né færri en 460 manns verið án at- vinnu f 52 vikur eða fleiri. Þá em þeir ótaldir sem ekki em á opin- bemm skýrslum yfir atvinnulausa. Ingibjörg Guðmundsdóttir, fyrsti varaforseti ASÍ, segir að verkalýðs- hreyfingin geti ekki sætt sig við núverandi ástand í atvinnu- og vel- ferðarmálum. Hún segir að ef slitnar uppúr þrí- hliða viðræðum aðila vinnumark- aðarins og ríkisvalds verði verka- lýðshreyfingin að endurmeta stöð- una alveg uppá nýtt og taka ákvörðun um framhaldið á þeim gmndvelli. ( Á sameinuðum baráttudegi evr- ópskrar verkalýðshreyfingar, sem var í gær 2. apríl, lögðu samtök launafólks víðs vegar í Evrópu firam sameiginlegar kröfúr um úr- bætur f atvinnumálum og félags- legar umbætur. í ár em um 16 milljónir manna atvinnulausar í ríkjum EB og því er spáð að fjöldi atvinnulausra verði 18 milljónir í byrjun næsta árs. Hérlendis virðast atvinnurekend- ur notfæra sér atvinnuleysið með því að knýja fram kerfisbundnar breytingar á vinnumarkaðnum með því t.d. að ráða fólk ekki á hefðbundnum kjömm og gera að- stæður þeirra sem fyrir em verri en þær vom áður. í ávarpi framkvæmdanefndar Evrópusambands verkalýðsfélaga á sameiginlegum aðgerðadegi evr- ópsks verkalýðs sem helgaður var i baráttunni fyrir aukinni atvinnu og félagslegum úrbótum er m.a. lögð áhersla á framkvæmdir í sam- göngum, umhverfisvemd, opin- berri þjónustu, lækkun vaxta. Starfsfræðsla og starfsmenntun verði aukin, vinnutími verði styttri og sveiganlegri, félagsleg gmnd- vallarréttindi verði tryggð, staðið vörð um velferðarkerfið og gegn hvers konar misrétti og mismun- un sem og félagslegri útskúfun, kynþáttafordómum og umburðar- leysi. ( Stuðningur verði aukinn við pól- itíska, efnahagslega, félagslega og lýðræðislega þróun í Austur- Evr- ópu og þeim löndum öðmm þar sem fátækt er landlæg. -grh Ka BP” fra ^a.720 kr.* 2 nætur á Hitsl 71 Nyhavi. frá 14*11.4 ahöfn A / Flug og gísting. Flug og gisting. Möguleiki á lengri dvöl um páskana. Flug og gisting. Möguleiki á lengri dvöl um páskana. Páska ter Wa rdam frá 32.380 kr 4 næfar á Hfflíel Pufitzer. rs 9.4-13.4 m wSSuf Flugog gisting. Möguleiki á lengri dvöl um páskana. Hafðu samband við söluskrifstofur okkar, umboðsmenn um allt land, ferðaskrifstofurnar eða í síma 690300 (svarað alla 7 daga vikunnar frá kl. 8 -18.) * Verð á manninn m.v. 2 fullorðna í herbergi. Flugvallarskattar á íslandi og i því landi sem flogið er til eru innifaldir í verðinu. Forfallagjald 1200 kr per mann ekki innifalið. FLUGLEIDIR Traustur íslenskurferðafélagi

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.