Tíminn - 03.04.1993, Blaðsíða 12
12 Tíminn
Laugardagur 3. apríl 1993
ÞAU FRAMLEIÐA ÍSLENSKT . . . ÞAU FRAMLEIÐA ÍSLENSKT . . .
„Þessl málning er að verða tilbúin," sagði Sverrir Guðmundsson,
starfsmaður Málningar, þegar hann hrærðl í fagurrauðrí málning-
unnl, sem veríð að var að hræra upp í. Ágúst Helgi Þórðarsson
Lv. fylgist áhugasamur með.
Málning hf:
að eru merk tímamót f sögu
Málningar hf. því fyrirtækið held-
ur í ár upp á 40 ára afmæli. Máln-
ing hf. hefur lagt metnað sinn í að
framleiða allt það sem þarf til
málningar.
Amar Bjarnason framleiðslu-
stjóri sagði í samtali við Tímann
að undanfarið hefði Málning lagt
áherslu á það í markaðssókn sinni
að um íslenskar og visthæfar vör
ur væri að ræða frá fyrirtækinu og
við því væru góðar viðtökur. Þeir
fyndu fyrir breyttu almennings-
áliti gagnvart þessu tvennu og það
væri að skila sér.
Eins og áður sagði framleiðir
Málning hf. allt til málningar, gólf-
lökk, inni- og útimálningu svo
eitthvað sé nefnt, en um 45 fast-
ráðnir starfsmenn starfa hjá fyrir-
tækinu.
BÆNDUR!
Leysið mykjuvandamálin í eitt skipti fyrir öll
með mykjutækjum frá Vélboða h.f.
Nánarí upplýsingar hjá sölumönnum okkar í síma 91-651800.
VÉLBOÐI hf
Hvaleyrarbraut 2
220 Hafnarfjöröur
Sími 91-651800
Það var nóg að gera hjá starfsmönnum Atson-Leðuríðjunnar hf.
þegar Tíminn heimsótti fyrírtækið. Hér eru þær Edda Hrönn Atla-
dóttir, Þóra Sverrísdóttir og Klara Steinsdóttir við seðlaveskja-
framleiðsiu.
Atson-Leðuriðjan hf.
Seðlaveski og
Dagskinna
A annarri hæð við Hverfisgötu
52 starfa 13 manns hjá fram-
leiðslufyrirtækinu Leðuriðjunni
hf. Auk þess hefur Leðuriðjan ný-
lega breytt og bætt verslun sína á
jarðhæð. Leðuriðjan hf. er gamal-
gróið fyrirtæki, stofnað 1936, og
hefur staðið af sér með prýði þá
miklu samkeppni sem það starfar
í. Aðaláherslan er lögð á hönnun
og framleiöslu á Atson seðlaveskj-
um og dagbókarkerfmu Dag-
skinnu
Berglind ÓWsdóttir, markaðs-
stjóri Leðunðjunnar hf., sagði í
samtali við Tímann að það hefði
verið mikil uppsveifla á síðustu
tveimur árum, í fyrra hefði verið
65% söluaukning og árið þar áður
35%. Það þekkja flestir ATSON
seðlaveskin en á seinni ánim hefur
einnig verið lögð áhersla á að
framleiða dagbókarkerfið Dag-
skinnu. Það er að öllu leyti íslensk
hönnun. Þá sagði Berglind að Leð-
uriðjan hf. hannaði og framleiddi
ýmsar aðrar leðurvörur svosem
fundarmöppu, nafnspjaldamöppu,
sérhannaðar matseðlamöppur fyr-
ir veitingastaði og fleira.