Tíminn - 03.04.1993, Blaðsíða 20
20 Tíminn
Laugardagur 3. apríl 1993
Með sínu nefi
í þættinum í dag verður orðið við óskum, sem borist hafa um að gefa
hljóma við lög sem sungin eru fyrir krakka, enda er slíkt í samræmi við
einn aðaltilgang þáttarins, að stuðla að söng á íslenskum heimilum.
FVrra lagið er við Aravísur Stefáns Jónssonar, en lagið er eftir Ingibjörgu
Þorbergs, sem jafnframt hefur sungið það á hljómplötu eins og flestir
þekkja. Seinna lagið er lag sem sérstaklega var beðið um í tilefni þess að
vorið virðist á næstu grösum auk þess sem flest böm læra að syngja það
strax í leikskóla. Þetta er lagið „Vorvindar glaðir", en þetta er sænskt
þjóðlag sem Helgi Valtýsson þýddi.
ARAVÍSUR
C G
Hann Ari er lítill,
Am C
hann er átta ára trítill
G C
með augu mjög falleg og skær.
C G
Hann er bara sætur,
Am C
jafnvel eins, er hann grætur,
G G7
og hugljúfur, þegar hann hlær.
< > 4>
4 >
4 > < >
X 3 4 2 1 1
G
2 1 0 0 0 3
c
En spumingum Ara
G
er ei auðvelt að svara:
D7 G7
Mamma, af hverju er himinninn blár?
F C
Sendir guð okkur jólin?
F C
Hve gömul er sólin?
G7 C
Pabbi, því hafa hundarnir hár?
***
Bæði pabba og mömmu
og afa og ömmu
þreytir endalaust spumingasuð:
Hvar er sólin um nætur?
Því er sykurinn sætur?
Afi, gegndu, hver skapaði guð?
Hvar er heimsendir, mamma?
Hvar er eilífðin, amma?
Pabbi, af hverju vex á þér skegg?
Því er afi svo feitur?
Því er eldurinn heitur?
Þvf eiga ekki hanamir egg?
***
Það þykknar í Ara,
ef þau vilja ei svara
og þá verður hann ekki rór,
svo heldur en þegja,
þau svara og segja:
Þú veist það er verðurðu stór.
G7
H'
X 2 1 3 0 4
X 3 2 0 1 0
D
Fyrst hik er á svari,
þá hugsar hann Ari
og hallar þá kannski undir flatt
og litla stund þegir,
að lokum hann segir:
Þið eigið að segja mér satt.
X 0 0 1 3 2
VORVINDAR GLAÐIR
Em
Vorvindar glaðir, glettnir og hraðir,
H7 Em H7
geysast um löndin létt eins og börn.
Em
Lækirnir skoppa, hjala og hoppa,
H7 Em
hvfld er þeim nóg í sæ eða tjöm.
G D
Hjartað mitt litla hlustaðu á,
Em H7
hóar nú smalinn brúninni frá.
Em C
Fossbúinn kveður, kætir og gleður,
H7 Em
frjálst er í fjalladal.
D
X 0 0 2 1 3
Em
4 » 4 >
0 2 3 0 0 0
19. júní á
útmánuðum?
VILTUGERAST
ÁSKRIFANDI?
: . < ■y.J’, •> •* '<7:
í vikunni kom út 1. tbl. 43. ár-
?angs tímarits Kvenréttindafélags
slands, 19. júní. Útgáfutíðni þessa
gamla tímarits hefur nú veríð
breytt og mun það koma út þrisvar
til fjórum sinnum á ári. Kvenrétt-
indafélagið og Jafnréttisráð hafa
tekið saman höndum um útgáfuna
og hefur hið síðamefnda síður í
hveiju tölublaði er nefnast „Vog
skrifstofu jafnréttismála".
Ritstjóri 19. júní er Ellen Ingva-
dóttir og sagði hún í viðtali við Tím-
ann að ákvörðunin um aukna útgáfu
ritsins hafi verið tekin á síðasta
landsfundi KRFÍ. „Eins og flest blöð
og tímarit er 19. júní í sífelldri end-
urskoðun og það var mat landsfund-
ar að tímabært væri að auka útgáf-
una. Meginástæðan er sú að hvetja
konur um land allt til aukinnar vit-
undar um getu sína, sérstaklega
núna á tímum atvinnuleysis sem
bitnar ekki síst á konurn." Að sögn
Ellenar er sérstaða 19. júní sú að rit-
ið er þverpólitískt og ætti þar af leið-
andi að höfða til ailra kvenna og
karla sem láta sig jafnrétti kynjanna
varða.
Aðspurð um samstarf KRFÍ og
Jafnréttisráðs í útgáfumálum sagði
hún að til þess hafi nýlega verið
stofnað. „Þetta samstarf kom til um-
ræðu rétt fyrir áramótin og
skemmst er frá því að segja að sam-
komulag var síðan undirritað fyrir
nokkrum vikum. Ætlunin er að þrjú
blöð komi út á þessu ári og jafnvel
fjögur á næsta ári. Blaðinu er dreift í
áskrift og lausasölu."
ilHEILSUNNAR VEGNA
— Hvers vegna heitir blaðið 19.
júní, fyrst það kemur út oftar en
þann dag, eins og verið hefur frá
upphafi?
„Því er fljótsvarað. 19. júní á sér
sérstakan sess í sögu íslenskra
kvenna, því þann dag, árið 1915,
fengu konur kosningarétt og kjör-
gengi til Alþingis. Ritið hefur borið
þetta ágæta nafn á fimmta áratug og
engin ástæða til að breyta því, þótt
við séum nú að auka útgáfutíðnina,“
sagði Ellen að lokum.
Kristín Leifsdóttir
Englasetrið
Anglagáiden ***1/2
Framleiðandi: Lais Jönsson.
Handrit og leiksQóm: Colln Nutley.
Aðalhlutveric Helena Bergström, Rikard
Wolff, Sven Wollter, Emst Gunther, Relne
Brynolfeon, Viveka Seldahl og Per Oscars-
son.
Regnboginn.
Öilum leyfð.
Það er breski Ieikstjórinn Colin
Nutley sem á heiðurinn af þessari
mynd, sem er sænsk að öllu öðru
leyti. Englasetrið var sýnd á Nor-
rænu kvikmyndahátíðinni, en
Regnboginn hefur nú tekið hana til
almennra sýninga. Þetta er
skemmtileg og vel heppnuð mynd
hjá Bretanum, en hann samdi einn-
ig handritið að henni. Leikararnir
fara með afbrigðum vel með hlut-
verkin sín, enda persónusköpun
Nutleys það besta við myndina.
Sagan gerist í litlu þorpi þar sem
allir þekkja alla og ómögulegt er að
halda nokkru leyndu. Þegar aldinn
sérvitringur deyr í bflslysi, kemur í
Ijós að hann hefur arfleitt dóttur-
dóttur sína að húsi sínu, Englasetr-
inu, en enginn vissi að hann ætti
þennan erfingja. Stórbóndinn Axel
hafði hugsað sér að fá húsið og aðal-
lega skóginn sem fylgir eigninni.
Erfmginn, ung og falleg stúlka,
Fanny að nafni, kemur á staðinn og
hefur fljótlega sett allt á annan end-
ann í þessu friðsæla samfélagi. Hún
starfaði sem dansmær og kemur
ásamt vélhjólakappanum Zak í bæ-
inn og léttklæddir vinir þeirra gista
hjá þeim á Englasetrinu. Hleypi-
dómarnir og kjaftasögurnar fara
hratt um bæinn og Fanny er for-
dæmd af mörgum bæjarbúum, sem
eru hræsnin uppmáluð. Fanny
ákveður því að gefa fólkinu eitthvað
almennilegt til að smjatta á.
Það er ekki óalgengt að dregin sé
upp sú mynd af fólki í smábæjum að
það sé frekar illa upplýst og í fjaður-
vigt á vitsmunavoginni. Nutley fer
blessunarlega framhjá þessari klisju
að mestu leyti og kýs frekar að vísa í
skapgerðarbresti einstakra bæjar-
búa. Myndin sýnir tvískinnungshátt
fólksins í bænum, þegar það kjaftar
um Fanny og fylgdarlið hennar og
æsir hvert annað upp. Presturinn í
bænum verður einhvers konar
millivegur, en hann er frekar jarð-
bundinn maður sem í blunda samt
skemmtilegir frjálslyndistaktar.
Persónurnar í myndinni eru
skemmtilegar og áhugaverðar, en
fyrst og fremst mannlegar, og leikar-
arnir koma því vel til skila. Helena
Bergström leikur friðarspillinn
Fanny mjög vel en senuþjófurinn er
Reine Brynolfson (í skugga hrafns-
ins) sem leikur prestinn. Hann gríp-
ur athygli áhorfandans um leið og
hann birtist í mynd, en að vísu er
persóna hans að mestu leyti skrifuð
með áherslu á gamanið.
Englasetrið er skemmtileg og vel
sögð saga, sem skilur margt eftir sig,
þótt einföld sé. Myndatakan er góð,
en klippingin var stundum fremur
grófgerð, sér í lagi í byrjun myndar-
innar. Leikaramir koma allir
skemmtilegum persónum sínum vel
til skila og gera myndina eftirminni-
lega.
Öm Markússon
Ný söngkona
Á háskólatónleikum 24. mars kom
fram ný söngkona, Sigrún Þor-
geirsdóttir sópran, og flutti ljóða-
söngva eftir Mozart, Fauré og Pou-
lenc, vift undirleik Vilhelmínu Ól-
afsdóttur píanóleikara. Sigrún hef-
ur lært söng bæði hér heima og í
Bandaríkjunum, og er ennþá í
námi.
Framkoma hennar og flutningur
bar þó lítil merki þess að þar færi
ekki þroskaður listamaður á sviði
ljóðasöngs, og suma söngvana flutti
hún afar vel, ekki síst Le chemin de
I’amour eftir Poulenc, og sömuleið-
Æ ■ *
s rONLISl B
is aukalagið um Litlu Gunnu og litla
Jón eftir Pál ísólfsson og Davíð Stef-
ánsson — og raunar Mozart líka.
Textaframburður virtist okkur, sem
að vísu erum ekki sterkir í frönsk-
unni en kunnum þó hrafl í því máli
og þýsku, mjög góður, sem miklu
máli er talið skipta í ljóðasöng.
Söngrödd Sigrúnar er falleg en
ekki mikil, og virðist henta ljóða-
söng sérlega vel. Einstaka sinnum
virtist hún „hanga ögn neðan í tón-
inum“, sem vonandi þjálfast af,
nema sviðsskrekkur hafi valdið, þótt
ekki sæi þess önnur einkenni, og
sömuleiðis hlekktist henni á einu
sinni eða tvisvar. Aðal hins sjóaða
listamanns er hins vegar að láta sér
hvergi bregða og halda áfram eins
og ekkert hafi í skorist, sem hún
gerði. Vilhelmína Ólafsdóttir spilaði
vel, enda var flutningurinn í heild
mjög góður og tónleikarnir hinir
ánægjulegustu.
-------------------------------------------------\
ÚTBOÐ
Undirgöng við Hvaleyrarholt
Vegagerð rlkisins óskar eftir tilboðum I gerð 15
m langra undirganga undir Reykjanesbraut við
Hvaleyrarholt.
Helstu magntölur: Gröftur og fylling 5.000 m3 og
malbik 1.300 m2.
Verki skal lokið 15. júnl 1993.
Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð rikisins,
Borgartúni 5, Reykjavlk (aöalgjaldkera), frá og
með 6. þ.m.
Skila skal tilboöum á sama stað fyrir kl. 14:00
þann 19. aprll 1903.
Vegamálastjóri
_________________________________________________J
Sig. SL