Tíminn - 03.04.1993, Qupperneq 19

Tíminn - 03.04.1993, Qupperneq 19
Laugardagur 3. apríl 1993 Tíminn 19 Makleg mála- gjöld? Um klukkan 10 að morgni þriðjudagsins 29. ágúst 1977 var hringt í neyðarsíma lögreglunnar í Long Beach í Kalifomíu. Auðsýnt þótti strax að um verkefni morð- deildar yrði að ræða. Konan sem hringdi sagði að hún hefði rétt í því fundið 81 árs frænku sína, Vernitu Curtis, liggj- andi nakta í blóði sínu á stofugólf- inu í íbúð sinni. Konan sem hringdi hefði farið að kanna ástand frænku sinnar vegna þess að hún hafði ekki svarað sím- hringingum hennar. Þar sem hin fullorðna ekkja hafði átt við van- heilsu að stríða og bjó einsömul hafði hún áhyggjur og ákvað að kanna málið. Henni brá svo við að- komuna að hún hafði ekki athug- að hvort konan væri á lífi heldur hraðaði sér úr íbúðinni og hringdi strax í lögregluna. Tíu mínutum seinna var lögregl- an mætt á vettvang ásamt kon- unni sem hafði hringt. Ljóst var að gamla konan hafði verið myrt. Rannsókn hófst þegar á gaum- gæfilegri skoðun vettvangsins auk þess sem nágrannar og ættingjar voru yfirheyrðir. Konan hafði verið kyrkt til dauða auk þess sem kynferðislegir áverk- ar voru á líkinu. Allur mannafli morðdeildarinnar einbeitti sér að lausn málsins en fáar vísbendingar fundust og bjartsýni yfirvalda þvarr með hverjum deginum. Sagan endurtekur sig Aðeins viku seinna barst tilkynn- ing til lögreglunnar um að annað morð hefði verið framið. Það var ekki einungis í sömu blokk og fyrra morðið, heldur í sama stiga- gangi, beint á móti íbúðinni sem Vemita Curtis hafði verið myrt í. í þetta skiptið hafði 90 ára gömul kona orðið fómarlamb morðingja og morðið virtist hafa verið framið með svipuðum hætti og hið fyrra. Nú voru það fyrstu viðbrögð lög- reglunnar að athuga hvort ná- grannar í blokkinni hefðu séð til ferða ókunnugra í grennd við bygginguna. Á meðan þau mál voru könnuð var íbúðin fínkembd í leit að sönnunargögnum. Þar fundust m.a. fingraför sem gætu varpað ljósi á málið síðar. Rúmföt- in voru tekin og grandskoðuð af vísindamönnum lögreglunnar til að kanna hvort einhver merki fyndust um sæði, líkamshár eða aðrar líkamlegar menjar hugsan- legs morðingja. Allstór blóðblettur var á veggnum í svefnherberginu sem rúm konunnar stóð við. Líkt og í fyrra tilfellinu voru eng- in merki um að brotist hefði verið inn í íbúðina. Hins vegar benti allt til þess að um kynferðisglæp og ránsmorð væri að ræða. Útidyrnar voru ólæstar en gardínurnar í svefnherberginu lágu f einum kuðli á gólfinu sem gat vísað til að Gladys hefði reynt að komast að opnum glugganum til að kalla á hjálp. För á hálsi fómarlambsins sögðu sína sögu. Stórt mar var á barkanum, sennilega eftir þumal- fingur morðingjans, og þrír litlir marblettir til hliðar. Þá voru skrámur á hálsi og höku sem bentu til að fómarlambið hefði reynt að verja sig gegn árásinni. Læknir staðfesti það síðar: „Hún hefur vissulega barist um á hæl og hnakka og gert sitt besta til að verja sig þrátt fyrir háan aldur og veiít hjarta.“ „Gömlu sekkimir tveir“ Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir lög- reglunnar til að finna eitthvað sem gæti varpað ljósi á hver morðing- inn væri kom ekkert bitastætt í ljós. Dagar liðu og vonleysi yfir- valda var algert þegar ábending kom frá manni sem vildi gefa lög- reglunni upplýsingar um kunn- ingja sinn. Að hans sögn hafði fé- lagi hans verið að gorta sig af hvemig hann hefði notað vín- flösku í kynferðisárás á fullorðna konu. Hann hafði líka sagt honum frá annarri nauðgun og klikkt út í lokin með: „Þessir tveir gömlu sekkir voru plága og þær fengu það sem þær áttu skilið." Þetta var nokkmm vikum eftir morðin tvö og lögreglan hugðist heimsækja þann gmnaða og taka hann til yfirheyrslu. Hann hét Earl Loyd Jackson, aðeins 19 ára gam- all blökkumaður. Hann var kom- inn með alllanga sakaskrá, m.a. fyrir ofbeldisglæpi. Lögreglan komst að því að hann hafði flúið aðsetur sitt. Hún lét lýsa eftir hon- um og hafði samband við vini hans og ættingja sem reyndust sam- vinnuþýðir en gátu engar upplýs- ingar gefið um hvar Jackson væri að finna. íverustaður hins grunaða kom á óvart Jackson var svo kunnugur lög- reglunni að hann vissi upp á hár hvað bæri að varast. Hann vissi að brautarstöðvar, flugvellir og aðrar samgönguleiðir væm undir smá- sjá og ásetningur hans var að láta sem minnst fara fyrir sér þangað til tímans tönn hefði lægt öldum- ar. Yfirvöld ákváðu að birta myndir af hinum gmnaða og hvöttu al- menning til að láta í sér heyra ef til hans sæist. Tveimur dögum eftir myndbirt- inguna var hringt til lögreglunnar og kona sem óskaði nafnleyndar Earí Jackson verður fyrstl fanglnn sem teklnn verðurafllfi I Kalifom- lu slðan 1967. gaf upplýsingar um íverustað Jacksons, stað sem lögreglunni þótti vægast sagt einkennilegur. Hann var talinn halda til í íbúð í blokkinni þar sem morðin höfðu verið framin en einni hæð neðar. Lögreglan aflaði sér heimildar og réðst til inngöngu og þar sat Earl Jackson í makindum sínum og horfði á sjónvarpið. Hann var handtekinn og settur í varðhald. Sekt Jacksons sönnuð Það var flest sem benti til sektar Jacksons. Sáðsýni og líkamshár sönnuðu að hann hafði verið á vettvangi auk þess sem fingraförin pössuðu. Hins vegar vom engin vitni að árásinni og þótt sannað Samkvæmt nýjum lögum I Kaliforn- íu hafa dauðadæmdir fangar rétt tll að velja á mllll gasklefans og „dauðasprautunnar". væri að Jackson hefði verið rekkjunautur seinna fórnarlambs- ins vom ekki beinar sannanir fyrir því að henn hefði einnig myrt kon- urnar. Lífshlaup Jacksons var heldur raunalegt. Hann hafði alist upp við glæpi í einu alræmdasta hverfi borgarinnar. Foreldrar hans vom ókunnir og 11 ára hætti hann í skóla og enginn vissi nákvæmlega hvernig hann hefði séð sér far- borða síðan. Það kom ættingjum hans á óvart að hann væri ásakaður um morð. Þeir sögðu hann hafa átt við áfeng- isvandamál að stríða en þótti afar ólíklegt að hann hefði framið svo skelfilega glæpi. Nokkur vitni staðfestu að hann hefði sést á tali við fórnarlömbin tvö, skömmu íyrir dauða þeirra, en það sannaði ekkert því hann hafði nýlega tekið íbúðina á leigu og var því nágranni þeirra. Jackson sjálfur hélt alltaf fram sakleysi sínu. Hann viðurkenndi að hafa sofið hjá konunum tveim- ur gegn þóknun en það hefði verið allt og sumt. Að mati sálfræðinga virtist sem Jackson hefði afbrigði- lega kynhneigð en ekkert benti til að hann væri ósakhæfur þar sem geðheilsu hans var að öðru leyti ekki ábótavant þrátt fyrir hinn svf- virðilega glæp. Dauðadómur Árið 1979 var réttað í máli hans. Nokkur vitni vom kynnt til sög- Jackson sjálfur hélt alltaf fram sak- leysi sínu. Hann viðurkenndi að hafa sofið hjá konunum tveimur gegn þóknun en það hefði verið allt og sumt. Að mati sálfræðinga virtist sem Jackson hefði afbrigðilega kyn- hneigð en ekkert benti til að hann væri ósakhæfur þar sem geðheilsu hans var að öðru leyti ekki ábóta- vant, þrátt fyrir hinn svívirðilega glæp. unnar og þ.á.m. vinur hans sem sagði aftur hvað Jackson hefði sagt sér um „gömlu sekkina tvo“. Hins vegar kom það á óvart þegar tveir samfangar hans lýstu yfir að hann hefði viðurkennt það fýrir þeim að hann hefði myrt konumar. Á sama hátt og áður hafði hann í leiðinni farið niðrandi orðum um þær báð- ar og sagt að þær hefðu fengið makleg málagjöld. Föngunum hafði ekki verið heitið neinum fríðindum fyrir að vitna í málinu og ásamt fjölda sönnunargagna sem rannsóknin hafði leitt í ljós þótti framburður þeirra vega þungt. í septembermánuði 1980 var Jackson fundinn sekur um öll ákæruatriði og dæmdur til dauða. Nokkrar áfrýjanir fylgdu í kjölfar- ið en á síðasta dómsstigi var það endanlega staðfest að Kaliforníu- fylki myndi beita dauðarefsing- unni í fyrsta skipti frá 1967. Dagsetning var ákveðin 25. ágúst 1981 og nálgaðist óðfluga. Verj- endur Jacksons vildu ekki gefast upp og héldu áfram baráttunni. Helstu röksemdir þeirra voru að Jackson héldi stöðugt fram sak- leysi sínu, hann hefði sagt sálfræð- ingnum að hann hefði ekki framið morðin og vegna þess að það væri engin fjölskylda til að styðja hann hefði hans málstaður orðið undir og réttur hans verið látinn víkja fyrir kerfinu. Þá fóru þrýstihópar blökkumanna af stað með mót- mæli. Þeirra röksemdir voru að margur hvítur morðinginn hefði losnað undan dauðarefsingunni á síðustu árum en nú væri talið rétt að beita henni vegna þess að blökkumaður ætti í hlut. Talsmað- ur þeirra sagði meðal annars að ef fórnarlömbin hefðu verið negrar einnig hefði mál Jacksons verið tekið fyrir með öðrum hætti. Bjargað fyrir horn Barátta lögmannanna og þeirra sem studdu Jackson bar loks ár- angur. Aðeins fimm dögum fyrir aftökuna var undirrituð beiðni um að henni yrði frestað um óakveð- inn tíma. í meira en áratug þvældist mál Jacksons í kerfinu og meðferð þess kostaði ríkið hátt í 800 milljónir íslenskra króna. 15 ára baráttu lýkur f september 1992 þegar aftöku Jacksons hafði fimm sinnum verið frestað, úrskurðaði endanlegur dómstóll að máli Jacksons væri lokið og hann dæmdur til dauða. M.a. sagði í dómnum: „Það hefur verið reynt að sýna fram á ýmislegt sem bent gæti til þess að dauða- refsing væri of harður dómur. Við- brögð Jacksons og verjenda hans hafa verið með þeim hætti að það hefur lengt málið og dómsvaldið hefur talið rétt að athuga það til hlítar á þessum langa tíma. Hins vegar hefur að mjög gaumgæfi- legri athugun lokinni ekkert kom- ið í ljós sem breytir afstöðu dóms- valdsins. Eðli g'.æpsins er slíkt og ekkert bendir til þess að Jackson iðrist nokkurs eins og vitni hafa bent á eftir glæpinn. Það var ekki fyrr en að loknum fyrstu réttar- höldum að Jackson reyndi að flækja málið en gleymum ekki niðrandi tali hans um „gömlu sekkina tvo.“ Verjandi Jacksons, David Pitt, var mjög óánægður með niðurstöð- una og fór ekki dult með það að hann teldi að kynþáttafordómar væru enn að trufla dómgreind am- eríska réttarkerfisins. Baráttunni er því lokið og kostir Jacksons eru tveir og báðir vondir; dauðagas eða „dauðasprauta." Bú- ist er við að dómnum verði full- nægt á miðju þessu ári og mun þar með ljúka lengstu málsmeðferð í sögu sakamála í Kaliforníu.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.