Tíminn - 03.04.1993, Blaðsíða 16

Tíminn - 03.04.1993, Blaðsíða 16
16 Tíminn Laugardagur 3. apríl 1993 HEKLA HF. kynnti í fyrri viku endurhannaðan og nýjan Mitsubishi Gal- ant. Tíminn fékk þijár gerðir hins nýja bfls til reynsluaksturs í vikunni en þær eru allar fernra dyra stallbakar (sedan) en hins vegar nokkuð mismikið í þá borið. Þessar gerðir hins nýja Galants voru 2000 GLSi 16v, 137 hö. sjálfskiptur, 2000 V6 24v 150 hö. sjálfskiptur og loks 2000 GLSi 16v, 137 hö. 4x4 handskiptur. Skemmst er frá því að segja að allir þessir vagnar hafa til síns ágætis nokkuð (mikið). Sameiginlegt með þeim öllum er yfirdrifið vélarafl, fyr- irtaks aksturseiginleikar og þægindi og sárafátt sem ástæða er til að reka hnýflanaí. Sameiginlegir kostir og gallar Galant er virðulegur og smekklegur vagn. Þessi er af gerðinni 2000 GLSi 16v, 137 hö. og sjálfskiptur. Fjölliða- fjöðrun í bak og fyrir gefur gott veggríp. Tlmamynd Áml Bjama hemlum ágætum og 15 tommu felg- um með lágköntuðum hjólbörðum. Það má ef til vill heimfæra það sem Kínverjar segja gjarnan um öfluga menn sem ekki eru að flíka mætti sínum að óþörfu um bflinn 2000 V6: Hann talar mjúkri röddu en ber þunga kylfu. Verð hans er sam- kvæmt verðskrá Heklu 2.362.000 kr. Þar við bætist ryðvörn og skráning, u.þ.b. 30.000 kr. Galant 2000 GLSi 16v 137 hö. Þessi bfll er heldur enginn vesal- ingur þótt vélin í honum sé minni og snerpan einnig, heldur en í V6 Að aftan er líka fjölliðafjöðrun og hér er hún sýnd. Hér er allt þar sem það á að vera. Sjómtæki á réttum stað og þægileg í notkun. og útispeglar en í þeim eru jafn- framt hitöld sem taka af þeim móðu og hrím. Miðstöðin er góð og hljóð- lát og auðvelt að stilla hana og öll stjómtæki mjög þægileg og innan seilingar (ergónómísk) með þeirri einu undantekningu að undirritað- ur var að venju sinni í sólabreiðum skóm og fyrir þá var bilið milli bens- íngjafar og hemlafetils heldur stutt þannig að fyrir kom að sólinn studdi á báða í einu. Galant 2000 V6 24v 150 hö. sjálfskiptur Þessi vagn er að mati Tímamanns flaggskip Galantfjölskyldunnar. Hann hefur sex strokka vél, slag- stutta og hraðgenga og eldsnarpa. Gangur vélarinnar er lungamjúkur og titringur nánast ófinnanlegur. Slagrýmið er ótrúlega lítið af sex strokka vél, eða aðeins tveir. lítrar og aflið því fengið að hluta með snún- ingshraðanum. Vélin er ekkert að kvarta undan 5.500 til 6 þúsund snúningum og svolítið vottar fyrir „tvígengisbrag" að því leyti að það er eins og fullt afl skili sér svona upp úr 4 þúsund snúningum og bfllinn er þar eins og raketta. Vélin var afskaplega skemmtileg í akstri og gefur bflnum með henni sérstakan „karakter" lífleika og snerpu án þess að vera þó neitt að gefa kraftana til kynna að tilefnis- lausu. Þá er hann búinn læsivörðum Nýr gæðabíll í þremur útgáfum: MITSUBISHI GAU\NT Þegar sest er undir stýri í sérhverj- um þessara þriggja bfla er tilfinn- ingin sú sama: Sætin eru fyrirtaks- góð og auðvelt að stilla þau við hæfi ökumanns á alla enda og kanta. Áklæði er úr gerviefnablandaðri ull að því er sýnist, sterklegt og fallegt og sjálfsagt auðvelt í þrifum og um- gengni. Stýrishjólið er stórt, stærra en hef- ur tíðkast um sinn nema þá í þýsk- um og sænskum gæðabflum. Það er stillanlegt á hæðina og fer vel í höndum í akstri. Stýringin er afar nákvæm, kannski í léttara lagi en á hinn bóginn dregur úr krafti aflstýr- isins eftir því sem hraðar er ekið og kemur þannig til móts við þörf öku- manns á að hafa því beinni snert- ingu við veginn, þeim mun hraðar sem hann ekur. Fjöðrunin í Galant bflunum er af- bragðsgóð. Hún er sjálfstæð fjölliða- fjöðrun á hverju hjóli og vagnamir liggja eins og klessur hvort sem veg- ir eru góðir eða vondir eða eitthvað þar í milli. öllum mælum og stjómtækjum er fyrirkomið á nánast sama máta og eru eins í öllum gerðunum að því undanteknu að talan 240 er hæsta talan á hraðamælinum í sex strokka 150 hestafla bflnum og hæsta talan á snúningshraðamælinum í honum er 9 þúsund. Á hinum eru þessar töl- ur 220 og 8 þúsund. Sjálfskiptingarnar em sams konar í báðum sjálfskiptu gerðunum. Þær em þriggja hraða með yfirgír sem sett er í og tekið úr með litlum hnappi á skiptistönginni og svo er takki sem flýtir niðurskiptingum vemlega þegar þörf gerist á að aka rykkjótt og stressað með því að gefa í, hemla, gefa í aftur. Takkinn sér til þess að vélin snýst því sem næst á því stigi sem togafl hennar er best. í bflunum er síðan sjálfvirkur hraðastillir - skriðstillir, eða hvað menn vilja kalla fyrirbærið sem heitir á ensku Cruise Control. Kveikt er á kerfinu með veltirofa hægra megin við stýrisásinn og öku- hraðinn síðan stilltur inn með takka sem er hægra megin á stýr- ishjólinu (þegar það er í beinni áframstöðu, að sjálfsögðu). Mjög auðvelt er að stilla þennan búnað og nota hann og hann kemur áreiðan- lega í góðar þarfir á langkeyrslu á hraðbrautum þótt maður telji nota- gildi hans takmarkað við flestar ís- lenskar aðstæður. öryggisbúnaður og þægindaatriði ýmis em öll af nýjasta og besta tagi í þessum vönduðu bflum. Öryggis- belti em stillanleg eftir hæð öku- manns og farþega í framsæti og með sjálfvirkum strekkibúnaði sem virk- ar við árekstur eða högg af því tagi. Hliðarárekstravarnir em í hurðum vagninum. Sprengirými fjögurra strokka vélarinnar er nánast það sama en það finnst að hér em strokkamir tveimur færri m.a. á því að gangurinn er grófari. Engu að síður er vinnsla og viðbragð með ágætúm og vagninn er ailur hljóð- látur og virðulegur í akstri þótt að meira heyrist í vélinni en þeirri stóm. Aksturseiginleikar aðrir, em hinir sömu og í V6 og allur innri búnaður. Hið ytra em bflarnir nán- ast eins einnig að því undanskildu að ljót vindskeið á skottlokinu á V6 flaggskipinu er ekki á þessum bfl og er hann því fríðari á baksvipinn. Bfllinn kostar 1.949.000 kr. að við- bættum kostnaði við ryðvöm og skráningu, u.þ.b. 30.000 kr. Galant 2000 GLSi 16v 4x4 Fjórhjóladrifsgalantinn sker sig nokkuð úr í akstri frá hinum tveim- ur sem hér hefur verið fjallað um. Hann virðist vera stinnari á fjöðrun- um í akstri en auk þess örlar á öðm hljóði í honum, sem er sjálfsagt frá aldrifinu enda er sá búnaður og aft- urhjólastellið annars konar og sterkara en í hinum tveimur sem ekki hafa drif á afturhjólum. Sítengt aldrifið gefur honum aðra aksturs- eiginleika sem einkum finnast við erfiðari aðstæður. Vagninn fer mjög vel á lausamöl og á krapa- og snjó- lögðum vegum. Hann fæst aðeins handskiptur með fimm gíra kassa. Skiptingin er ná- kvæm og auðveld og að mati undir- ritaðs hæfir hún bflnum miklu bet- ur en sjálfskipting gæti yfirleitt gert fjórhjóladrifnum bfl. Bfll af þessu tagi er að sjálfsögðu ekki neinn jeppi eða torfæmbfll en hann er eðli málsins samkvæmt miklu duglegri í erfiðri færð en venjulegur eindrifinn fólksbfll og því eftirsóknarverður fyrir þá sem þurfa að komast leiðar sinnar við slíkar aðstæður og þeir eru vel akandi í þessum bfl. Bfllinn kostar 2.075.000 kr. að við- bættum kostnaði við skráningu og ryðvöm, u.þ.b. 30.000 kr. Sex strokka orkuver með aðeins tveggja lítra sprengirými. Eln skemmtilegasta vél ársins ‘93... og auðvitað högggleypar f fram- og afturendum bflsins. Þá er loftpúði eða -belgur í stýrishjólinu sem springur út við árekstur og'ver öku- mann. (Þetta fyrirbæri hefur S.H.H bflablaðamaður DV lagt til að kallað verði líknarbelgur enda á það að líkna ökumanni og verja hann meiðslum). Rúðuupphalarar em rafknúnir, svo

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.