Tíminn - 03.04.1993, Blaðsíða 10
10 Tíminn
Laugardagur 3. apríl 1993
Almenningur verið jákvæðari fyrir innlendum iðnaði en fyrirtæki og hið opinbera segir Þórleif-
ur Jónsson, framkvæmdastjóri Landsambands iðnaðarmanna:
Forsenda uppbygging-
ar öflugs atvinnu-
lífs er þjóðleg hugsun
Af hveiju að velja íslenskt?
Það er áætlað að árlega séu flutt-
ar inn vörur og þjónusta fyrir
u.þ.b. 20 milljarða króna sem
hægt væri með sæmilega góðu
móti að framleiða hér á landi. Það
hefur sjaldan verið mikilvægara
en einmitt í slíku árferði sem ríkir
hér nú að ná sem stærstum hluta
af þessari framleiðslu inn f landið.
Við þurfum annars vegar að skapa
þær aðstæður sem gera okkur
samkeppnishæfari eins og ég
minntist á hér áðan. Hins vegar
verðum við að ala á því með þjóð-
inni að forsendan fyrir því að tak-
ast megi að byggja upp öflugt at-
vinnulíf sé sú að við séum þjóðleg
í hugsun.
Við verðum a.m.k. að gefa íslensk-
um iðnaði það lágmarkstækifæri
að bera okkar vörur og þjónustu
saman við það sem fjarlægðin og
frægðin hafa gert aðlaðandi í aug-
um okkar. Þetta á ekki síður við
um innkaup fyrirtækja og hins
opinbera en almennings — sem
raunar hefur verið jákvæðari fyrir
innlendum iðnaði en hinir fýrr-
nefndu.
íslenskur iðnaöur þarf að keppa
við innfluttar iðnaðarvörur, bæði
hvað varðar verð og gæði. Er ís-
lenskur iðnaður samkeppnisfær
og hvað mætti gera til að bæta
samkeppnisstöðuna?
Það er engum vafa undirorpið að
íslenskur iðnaður er að jafnaði
fyllilega samkeppnisfær við er-
lenda iðnaðarframleiðslu í gæð-
um. Vera má að verðið sé í sumum
tilvikum hátt en þá eru neytand-
anum jafnframt tryggð mikil
gæði.
Annars gleymist oft hve fjöl-
breytilegur íslenskur iðnaður er
og því erfitt að tala um hann sem
einn pakka. Það er t.d. töluverður
munur á handverksmanni sem
vinnur við minjagripagerð og
starfsemi stórrar stálsmiðju. Þess
vegna er erfitt að svara því hvort
íslenskur iðnaður í heild sé sam-
keppnisfær við erlenda iðnaðar-
framleiðslu.
Við getum tekið dæmi um ís-
Ienskan iðnað sem á erfitt um
þessar mundir — íslenskan skipa-
smíðaiðnað.
Enginn efast um gæði fram-
leiðslunnar. Hér hefur íslensk
verkþekking fengið að þróast og
þroskast um áratugaskeið og
stendur erlendri framleiðslu síst
að baki. Rótina að vanda íslensks
skipasmíðaiðnaðar má rekja til
stórkostlegra pólitískra umskipta
sem hafa verið að eiga sér stað í
allri austanverðri Evrópu með
ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyr-
ir þungaiðnað á Vesturlöndum.
Öldurnar frá þessum hræringum
skekja síðan undirstöður íslensks
iðnaðar, ekki sfst skipaiðnaðar.
Til þess að bæta samkeppnis-
stöðu íslensks iðnaðar þarf að
bregðast við með margvíslegum
Kristinn Einarsson hjá iðnnemasambandi fsiands:
Lækkun fjármagns
kostnaðar eykur
„Ef athugaðir eru ársreíkningar
fyrirtækja kemur í Ijós að launa-
kostnaðurinn er þar ekki stærsti
útgjaldaliðurinn heUur fjár-
magnskostnaðurinn. Þannig að
ef menn ætla að efla samkeppnis-
hæfnl ísknsks iðnaðar verður að
lækka flármagnskostnað fyrir-
tækjanna; það er hann sem er alit
að drepa en ekki iaunakostnaður-
inn. En síðast en eJdd síst þurf-
um við að skipta um ríkisstjóm,'*
segir Kristinn Einarsson hjá Iðn-
nemasambandi íslands.
lönnemasambandið hefur eins
og margir aðrir hvatt til þess að
íslenskir neytendur kaupi inn-
lendar iðnaðarvörur fremur en
eriendar.
JHeð því að kaupa íslenskt
stuðlum við að aukinni atvinnu.
En íslenskar iðnaðarvörur verða
einnig að standast samkeppni í
verði og í gæðum. Það er til lítils
að hvetja fólk til að velja íslenskt
öðruvísi en að menn séu sam-
keppnisfærin annars er verið að
gera mönnum bjamargreiða. Að
hinu leytinu veltur samkeppnis-
staða okkar einnig á þvf hversu
miklar niðurgreiðslur liggja að
baká verðlagi á innfluttum vör-
Krtstinn Einarsson
um.“ Eins og gefur að skilja eru
starfs- og menntunarmál ofariega
i baugi hjá Iðnnemasambandi ís-
lands og að þess matí ein af for-
sendum þess tii að hægt sé að
efla samkeppnishæfni iðnaðar-
ins.
Að hinu leytinu hafa iðnaðar-
menn eidd farið varhluta af at-
vinnuleysinu og eins hcfur fjöldi
iðnnema flosnað frá námi vegna
stefmi Lánasjóðs íslenskra náms-
manna. Einnig hefur það verið
lenska héiiendis að hvetja fólk til
að fara í bóklegt nám fremur en
verklegt.
„Við búum tiltölulega vei bvað
varðar starfsfólk ahnennt. ís-
Jenskir iðnaðarmenn eru álitnir
góðir, fjölhæfir og eru óhræddir
við að takast á við ný verkefnL
Það er líka ein af skýringunum
fyrir því hversvegna þeir hafa oft
verið eftirsó ttn- tíí vinnu eriendis,
elns og t.d. á Norðuriöndunum.
Aítur á mótí, ef Íitíð er tíi annarra
iðnaðarstarfa en hinna löggiitu
iðnaðargreina, þá er þar engin
starfsmenntun. í Danmörku eða
Þýskalandí lærfr fólk að afgreiða í
verslun en svo er ekki hérlendis.
Héma lærir fólk td. ekkert í okk-
ar mikilvægasta iðnaði sem er
matvælaiönaðurinn.“
Kristínn segir að ísiendingar
eigi hvað mest að vinna á mat-
vælasviðinu og þar verði að koma
einhverju lagi á menntamálin og
leggja áherslu á þau.
„Við erum fyrst og fremst mat-
vælaútflytjendur og verðum að
komast af því stigi að vera hráefn-
isútflytjendur."
-grh
hætti. Ég vil nefna tvennt.
í fyrra lagi þurfa stjórnvöld að
létta byrðum af innlendri iðnaðar-
framleiðslu sem erlend fram-
leiðsla er stundum undanþegin.
Það þarf að skapa íslenskum iðn-
aði lífvænlegar aðstæður til lengri
tíma litið, t.d. með rétt skráðu
gengi krónunnar; íslenskur iðn-
aður þarf að búa við sambærileg
starfsskilyrði og iðnaður fram-
leiðsluþjóðanna.
í þessu sambandi verða menn að
gera sér grein fyrir því að móta
þarf innlend starfsskilyrði út frá
fleiri forsendum en eingöngu
sjávarútvegi. Með þessu er ég á
engan hátt að gera lítið úr sjávar-
útveginum, öðru nær. Hann er og
verður ein styrkasta stoð okkar ef
rétt er á málum haldið. Hins veg-
ar verða menn að horfast í augu
við það að sjávarútveginum eru
takmörk sett. Það verður að fínna
leið til þess að annað fslenskt at-
vinnulíf geti þróast á eigin for-
sendum við hlið sjávarútvegsins.
Iðnaðurinn þarf að geta vaxið,
hratt eða hægt eftir aðstæðum, en
vaxa samt.
Seinna skilyrðið snertir sjálf iðn-
fyrirtækin. Þau þurfa að vera
meira vakandi fyrir umbreyting-
um, bæði hér á landi og í um-
heiminum. íslenskur iðnaður þarf
að vera fær um að laga sig að sí-
breytilegum aðstæðum. Til þess
að svo megi vera þurfa stjórnend-
ur að fylgjast vel með og leggja
meira uppúr alhliða þróunar-
starfi.
Þórteifur Jónsson
Samtök iönaðarins stefna að
sameiningu ásamt fleiri aðilum í
einum samtökum. Hverju mun
það breyta fyrir greinina í heild?
Tilgangurinn með því að sam-
eina Landsamband iðnaðar-
manna, Félag íslenskra iðnrek-
enda, Félag íslenska prentiðnað-
arins og Verktakasamband íslands
er fyrst og fremst sá að styrkja ís-
lenskan iðnað innan frá svo að
hann verði sterkari útávið. Rödd
iðnaðarins verður styrkari þegar
hann talar einum rómi; með því
verður tekið meira tillit til þarfa
hans innanlands og eins verður
markaðssetning á íslenskum iðn-
aði mun markvissari.
Sú hagræðing verður ekki ein-
göngu fjárhagsleg heldur felst
hún einnig í því að menn sem nú
eru að vinna meira eða minna
hliðstæð störf geta einbeitt sér að
öðru sem þýðir miklu markvissara
starf. Hér mun einnig aukast svig-
rúm til að auka þjónustu samtak-
anna og vinna fyrir fyrirtækin sjálf
og iðngreinarnar.
Ætla má að með sameiningunni
verði síður gengið framhjá óskum
iðnaðarins í sambandi við vinnu-
markaðsmál. Ef samtök iðnaðar-
ins ganga í VSÍ munu þau vega
þar um 40% af heildinni. Ýmis
önnur mál verður auðveldara að
vinna eftir sameininguna en fyrir.
T.d. er fyrirséð að iðn- og starfs-
menntamál á íslandi þarfnast
heildarendurskoðunar. Ætla má
að.með sameiningunni verði auð-
veldara en áður að stilia saman
strengi atvinnulífsins að þessu
leyti og meira tillit verði hér tekið
til óska iðnaðarins.
Guðmundur Þ. Jónsson, formaður Landsam-
bands iðnverkafólks:
Innfluttar iðn-
aðarvörur
ígildi 5-6 þús-
und starfa
„Innflutningur á tilbúnni erlendri iðnaðarvöru samsvarar störfum allt að 5-
6 þúsund manns. Með því að velja íslenskar iðnaðarvörur sem eru sambæri-
legar að gæðum við erlendar vörur treystum við atvinnu í landinu þótt inn-
lenda varan kunni að vera eitthvað dýrari en sú innflutta," segir Guðmund-
ur Þ. Jónsson, formaður Landsambands iðnverkafólks og Iðju, félags verk-
smiðjufólks í Reykjavík.
Eftir helgi hefur verið boðað til
félagsfundar hjá Iðju, félagi verk-
smiðjufólks í Reykjavík, þar sem
m.a. verður borin upp tillaga um
að veita stjórn og trúnaðarmanna-
ráði heimild til verkfallsboðunar.
Þá hefur samdrátturinn í efna-
hagslífi landsmanna bitnað á iðn-