Tíminn - 08.05.1993, Qupperneq 24

Tíminn - 08.05.1993, Qupperneq 24
K G L#TT# • • alltaf á miðvikudögum NYTT OG FERSKT DAGLEGA íei HÖGG- DEYFAR Verslið hjá fagmönnum reiðholtsbakarí VÖLVUFELLI 13-SlMI 73655 GJvarahlutir Hamarshöfða 1 TVOFALDUR1. vinningur X Iíniinn LAUGARDAGUR 8. MAÍ1993 Einungis Ríkisútvarpið greiðir lögbundið framlag í Menningarsjóð útvarpsstöðva: Stöð tvö skuldar 52 milljónir í sjóðinn Elnungis Ríkisútvarpið hefur greitt lögbundið framlag i Menning- arsjóð útvarpsstöðva. Aðrir sjónvarps- og útvarpsmiðlar hafa ekki greitt í sjóðinn. Sjóðurinn hefur höfðaö dómsmál til aö innheimta þessar skuldir og eru þau nú til meðferöar hjá Héraösdómi Reykja- víkur. Islenska útvarpsfélagið skuldar núna í sjóðinn um 52 millj- ónir en heildarskuldir allra útvarpsstöðvanna i landinu við sjóðinn eru um 60 milljónir. fslenska útvarpsfélagið, sem rekur Stöð tvö og Bylgjuna, hefur á þessu og síðasta ári fengið 19 milljónir í styrki úr sjóðnum. Þessir styrkir hafa jjó ekki verið greiddir úr sjóðn- um þar sem félagið skuldar sjóðnum tugi milljóna króna. Styrkimir hafa einungis verið dregnir frá skuldinni. Sama hefur verið upp á teningnum varðandi Aðalstöðina. Styrkir sem Aðalstöðin hefur fengið til dagskrár- gerðar hafa ekki verið greiddir held- ur einungis dregnir frá skuld hennar við sjóðinn. Aðrar útvarpsstöðvar hafa ekki sótt um styrk úr sjóðnum. Það hefur verið yfirlýst stefna ís- lenska útvarpsfélagsins að greiða ekki í Menningarsjóðinn. Ástæðan er sú að félagið hefur talið að reglu- gerð sem gildir um sjóðinn brjóti í bága við útvarpslög. Félagið leitaði til umboðsmanns Alþingis vegna þessa máls og gaf hann nýlega það álit að reglugerðin bryti ekki í bága við útvarpslög. f framhaldi af þessari niðurstöðu hafa forráðamenn ís- lenska útvarpsfélagsins óskað eftir viðræðum við sjóðsstjómina um greiðslu skuldarinnar. íslenska útvarpsfélagið hefur auk þess gert athugasemdir við setu Hrafns Gunnlaugssonar í sjóðs- stjóminni en Hrafn hefur verið og er starfsmaður Sjónvarpsins, helsta keppinautar Stöðvar tvö. Hrafn hef- ur nú tilkynnt að hann hyggist segja sig úr stjóminni. Frá því hefur hins vegar ekki verið gengið formlega. Miklar deilur hafa verið um Menn- ingarsjóð útvarpsstöðva og vilja margir breyta honum eða hreinlega leggja hann niður. Engin ákvörðun hefur verið tekin um það en framtíð hans er til umræðu í nefnd sem vinnur að því að endurskoða út- varpsslögin. -EÓ Eldur varð laus í ísskáp í anddyri Landspítalans, svonefndrí Krínglu, síðdegis í gær og þurfti að reykræsta svæðið. Það var um kl. 17.30 í gær að eldboð kom inn í stjórnstöð slökkviliðsins. Eldur var þá laus í goskæliskáp í sölusjoppu í Kringlu Landspítalans. Er slökkviliðið kom á staðinn höfðu starfsmenn náð að slökkva eld- inn. Talsverðan reyk sem stafaði af plastdóti lagði um Kringluna og næsta nágrenni og þurfti því að reykræsta og hafði einhver reykur borist inn í sjálfan spítal- ann. Fámennt var í Kringlunni þeg- ar þetta var og sakaði engan vegna þessa. Tálið er að kviknað hafi í útfrá flúrljósi í skápnum. ...ERLENDAR FRETTIR... DENNI DÆMALAUSI SARAJEVO Bosníu-Serbar einir á báti Bandamenn Bosnlu-Serba I Serblu hafa afneítað hermönnum Bosnlu- Serba sem I gær voru sagðir ráðast á Zepa- hérað múslima I austurhluta Bo- snlu, þrátt fyrir hótun Vesturianda um hemaðariega ihlutun. BRUSSEL — Aöildarrlki NATO ræddu hugsanlegar hemaðaraðgerðir gegn Bosnlu-Serbum ef yfirvöld I Belgrad efridu ekki snartega heit sitt um að loka fyrir mikilvæga birgðafiutninga til upp- reisnarmannanna. LONDON — Alþjóðlegi sáttasemjarinn Owen lávarður skoraöi á Bandarlkja- menn aö sýna að þeim væri alvara f aö binda enda á strföiö f Bosnlu með þvl að senda landher til að taka þátt I mannúðarstarfi S.þ. þar. TÚNIS PLO hafnar samnings- drögum PLO hafnaði I gær uppkasti Israels- manna aö samkomulagi um sjálfstjóm Palestinumanna og sagði friðarviöræð- umar um Austurlönd nær stefna I sjálf- heldu. MOSKVA Lögreglumanni sýnd hinsta virðing Mörg þúsund Moskvubúa sýndu I gær hinstu virðingu lögreglumanni sem lét llfið I átökum 1. mal og einn yfirmanna hans hét þvl að senda haröllnumótmæl- - endur ,á flótta alla leið til Beriinar* ef þeir sýndu öryggissveitum mótþróa framar. MOSKVA — Leiötogar rússneska þingsins hófust handa viö aö ná aftur undir sitt vald vinnu aö nýrri stjómarskrá frá Bóris Jeltsln forseta með þvl aö lefta eftir stuðningi héraðsleiðtoga við eigin stjómarskrárdrög. CÓLOMBÓ Nýr forseti býður friðar Dingiri Banda Wijetunga forsætisráð- herra hlaut kosningu án mótframboös til að taka við af myrtum forseta, Ranas- inghe Premadasa, I gær. Hann sagði fyrsta verk sitt veröa aö sameina Sri Lanka og bauð foringja uppreisnar- manna til friðarviöraeðna. PHUMTHMIE, Kambódlu Rauðir kmerar búast til stórárásar Skæruliöar Rauðra kmera em I við- bragðsstööu til aö hefja stórárás á bæi undir stjóm rfkisstjómarinnar I norðvest- urhluta Kambódíu, aö sögn háttsetts skæruliðaforingja f gær. LONDON íhaldsmenn fá slæma útreið Breskir kjósendur gáfu rfkisstjóm fhaldsmanna á baukinn I aukakosning- um og juku þannig þrýsting á John Maj- or forsætisráðherra að skipta út sumum ráðhermm og hleypa nýju lifi I klofinn flokk sinn. RÓM Traustsyfirlýsing viö nýja stjórn Forsætisráöherra ftaliu, Cario Azeglio Ciampi, stefndi I gær til sigurs f mikil- vægri atkvæðagreiöslu þingsins um traustsyfiriýsingu eftir að hafa lagt lln- umar um umbætur á kosningalöggjöf- inni. LONDON Bretar auka þrýsing á framsal Nadirs Breska rikisstjómin jók þrýsting eflir diplómatískum leiðum á að strokna at- hafnamanninum Azil Nadir yrði aftur skilaö. Tyrkneska sendiherranum var faliö að fara þess á leit viö rlkisstjóm slna að hún beitti áhrifum sinum. PRAG Engar sannanir um sam- særi gegn Havel Lögreglan og embættismenn innanrikis- ráðuneytisins andmæltu Jan Ruml inn- anrikisráöherra og sögðust ekki hafa fundiö nein sönnunargögn um samsæri útlendinga um aö ráöa Vadav Havel, Tékklandsforseta, af dögum. „Wilson er orðinn eitthvað skrýtinn. Hann veit að ég hef séð dymar hjá þeim þúsund sinnum, en hann er alltaf að segja konunni sinni að vísa mér á þær. “

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.