Tíminn - 22.05.1993, Blaðsíða 7
Laugardagur 22. maí 1993
Tíminn 7
sinni til, heldur skrá þar sem öll-
um hundum sé lýst. „Það þarf að
mæla, mynda og skrá hvern ein-
asta hund sem núna er til og reyna
að afla upplýsinga um alla hina
sem eru dauðir. Þá þarf að gefa
ættbókina út með öllum dýrum
sem vitað er um, öllum dómum og
upplýsingum sem til eru,“ segir
Jóhanna.
„Hingað til hefur verið bannað að
sýna dóma hundanna. Það er fá-
ránlegt og það skilur enginn
hvaða ástæður þar liggja að baki,“
segir Jóhanna.
Hún telur að eigi að vera vit í
ræktun þurfi dómar að vera opin-
ber gögn og bendir á hrossarækt
til samanburðar. „Þar er hver lík-
amshluti dæmdur fyrir sig þannig
að fólk getur séð hvað er gott og
hvað slæmt," bætir hún við.
Þetta segir hún nauðsynlegt til
að koma í veg fyrir að verið sé að
para t.d. saman tvo hunda sem eru
með sömu gallana aftur í ættir.
„í svona litlum stofni vega erfða-
gallar þungt. Það er hægt að festa
erfðagalla með einföldum mistök-
um. Ræktun miðast einfaldlega
við að eyða göllum en festa kost-
ina,“ segir Jóhanna.
Heldur að hann
sé maður
Hvers vegna á að vera rækta ís-
lenska hundinn og hvað er svona
merkilegt við hann?
Jóhanna telur að það sé skylda ís-
lensku þjóðarinnar að halda ís-
Ienska fjárhundinum í rækt.
„Hann kom hingað með land-
námsmönnunum og er tengdur
þessu landi órjúfanlegum böndum
alveg eins og íslenski hesturinn.
Hann hélt lífi í þessari þjóð ásamt
hestinum og nú er komið að
skuldadögunum," segir Jóhanna.
Það eru samt ekki eingöngu
sögulegar ástæður sem Jóhanna
telur að eigi að ráða. „íslenski
hundurinn er yndislegur og per-
sónutöfrar hans eru einstakir og
það er viðurkennt um allan heim,“
segir Jóhanna.
Hún segir að það sé því auðvelt
að hrósa þessum hundi. „Hann er
mjög greindur, húsbóndahollur
og ljúfur í lund," segir Jóhanna og
bætir við að einnig sé hann talinn
barngóður, mannelskur og góður
félagi.
Jóhanna hefur kennt mörgum
hundategundum og segir að ís-
lenski hundurinn þurfi ekki að
skammast sín miðað við þann
samanburð nema síður sé. „ís-
lenskir hundar eru mjög fljótir að
læra og eru mjög sjálfstæðir. Þá
nýta þeir þekkingu sína vel. Þeir
virðast hafa einhvers konar hugs-
un. Ég segi alltaf að íslenski fjár-
hundurinn haldi að hann sé mað-
ur,“ segir Jóhanna og hlær við.
Björgunaraðgerðir
standa enn yfír
Að sögn Jóhönnu eru ekki nema
nokkrir áratugir síðan byrjað var
að rækta íslenska hundinn eða í
kringum 1960. Hingað til lands
kom þá skoskur maður, Watson að
nafni, og sýndi mönnum fram á að
íslenski hundurinn væri í útrým-
ingarhættu að sögn Jóhönnu en
þá var stofninn orðinn mjög
blandaður.
Fljótlega upp úr því hófu nokkrir
menn að rækta íslenska hundinn
var þar fremst í flokki Sigríður
Pétursdóttir á Ólafsvöllum á
Skeiðum í Árnessýslu.
Jóhanna telur að þá hafi íslenska
hundinum í rauninni verið bjarg-
að. „Þessari björgun er samt ekki
lokið. Samkvæmt alþjóðlegri skil-
greiningu eru stofnar taldir í
hættu séu einungis til innan við
3.000 dýr. Hér á landi eru til innan
við 350 hundar en þeir eru einnig
til í Danmörku, Svíþjóð, Þýska-
landi og víðar," segir Jóhanna og
bendir á að enn sé langt í land við
björgun íslenska hundsins.
Hundar þessara brautryðjenda
eru nú dreifðir um allt land og
hafa hækkað í verði með tíman-
um. Til marks um það segir Jó-
hanna að fyrir góðan íslenskan
hund séu greiddar um 50.000 kr.
„Þetta er eins og hver önnur fjár-
festing," bætir hún við og bendir á
að enginn færi að biðja t.d. um
ókeypis hest.
Hættulaus
varðhundur
Eins og áður hefur komið fram
var það Skoti sem leiddi landanum
það fyrir sjónir að það þvrfti að
rækta íslenska hundinn. I kjölfar
þessa fóru útlendingar að sýna ís-
lenska hundinum vaxandi áhuga.
„Útlendingar sýna íslenska fjár-
hundinum áhuga og þeir sjá hvað
það er mikið varið í þennan hund
þó að við sjáum það ekki," segir
Jóhanna. Hún bendir á að það séu
fleiri íslenskir hundar til í Svíþjóð
og Danmörku en hér á landi.
„Það kunna margir að meta það
að hundurinn hafi persónuleika
og íslenski hundurinn er mjög
vinsæll vegna þess,“ bætir Jó-
hanna við.
Sem dæmi um þessar vinsældir
segir Jóhanna sögu frá Þýskalandi
þar sem íslenski hundurinn er
vinsæll varðhundur." Hjá mér var
gestur um daginn, mikill hesta-
maður og hundaræktandi, í þeim
erindagjörðum að kaupa íslenska
tík en hann á íslenskan hund fyrir.
Hann býr á stórum búgarði og
segir að íslenski hundurinn sé
besti varðhundurinn sem hann
hafi nokkurn tíma átt,“ segir Jó-
hanna.
Hún hefur eftir Þjóðverjanum að
hann hafi kennt hundinum sínum
að gelta að ókunnugum. „Þeir fæl-
ast við þetta og telja að um veru-
lega hættulegan hund sé að ræða.
Þar sem íslenski hundurinn er
meinleysis skepna þurfa eigendur
þeirra aldrei að greiða nokkrum
manni skaðabætur eða sekt vegna
þess að hundurinn hafi ráðist á
mann eða skemmt föt o.s. frv.
Þetta er bara hundur sem lætur
vita og getur vakið ótta í brjósti
ókunnugra en hann gerir engum
mein. Hann er kannski eins og
margir íslendingar þ.e. meiri í
kjaftinum," segir Jóhanna og hlær
við.
-HÞ
Suðurland:
Átak til að eyða úrgangsplasti
Nú er að fara af stað á Suðurlandi
söfnunarátak. Ekki á þó að saftia
peningum í þetta sinn heldur úr-
gangsplasti í landbúnaðinum sem
einkum er rúllubaggaplast og pokar
utan af áburði. Ætlunin er að farga
síðan plastinu í nýju sorporkustöð-
inni í Vestmannaeyjum. Það eru
umhverfisráðuneytið, Stéttarsam-
band bænda, Samband ísl. sveitarfé-
laga og Samtök sunnlenskra sveitar-
félaga sem standa að þessu átaki.
Það er hugsað sem tilraun til að
koma á framtíðarskipulagi á lands-
vísu í söfnun umbúðaplasts í land-
búnaði.
í frétt frá heilbrigðiseftirliti Suður-
lands segir að árlega falli til um 900
tonn af landbúnaðarplasti hér á
landi, þar af um 250 tonn á Suður-
landi. í þessu átaki verður komið á
fót söfnunarstöðum í hverju sveitar-
félagi og verður plastið síðan flutt
frá þeim til Þorlákshafnar og þaðan
út í Eyjar með ms. Herjólfi. Þar
verður það brennt í nýju sorpeyð-
ingarstöðinni og hitanum veitt inn á
fjarvarmaveituna þar. Einnig er í at-
hugun að nýta hluta plastsins hjá
Brennu-Flosa, nýstofnuðu sorp-
brennslufyrirtæki að Svínafelli í Ör-
æfum sem nýtir hitann frá brennsl-
unni til að hita upp nýja sundlaug
þar á staðnum.
Jafhframt átaki þessu hvetur heil-
brigðiseftirlit Suðurlands fólk til að
vinna að hreinsun landsins al-
mennt. í frétt frá því segir að nauð-
synlegt sé að safna saman og farga
hættulegu sorpi svo sem rafgeym-
um og úrgangsolíu. Slíkt sorp geti
verið hættulegt heilsu manna
og valdið umhverfisspjöllum sé því
ekki eytt á viðeigandi máta.
—SBS, Selfossi
//
'//
/*/•////*////*
Njóttu lífsins!
Borðaðu
Kotasœlu
og Léttost
í sumar!
OSTA OG
SMIÖRSALAN SE
Safnaö í afmælisgjöf
handa Markúsi Erni
Markús Öm Antonsson, borgar-
stjóri í Reykjavík, verður fimm-
tugur næstkomandi þriðjudag.
Samstarfsmenn Markúsar í Ráð-
húsinu vildu vera sérstaklega
rausnarlegir og ákváðu að beita
sér fyrir því að allir starfsmenn
Reykjavíkurborgar gæfu Markúsi
sameiginlega veglega afmælis-
gjöf. Ivikunni voru þau tilmæli
látin ganga á allar borgarstofnan-
ir að hver og einn starfsmaður
borgarinnar gæfi 500 krónur í af-
mælisgjöf handa Markúsi. Tekið
var fram að nöfh gefenda yrðu
skráð á skjal sem fylgdi gjöfinni.
Einhverja bakþanka virðast hin-
ir örlátu samstarfsmenn Markús-
ar hafa fengið því að nú hafa
starfsmenn fengið þau boð frá
Ráðhúsinu að ekki yrði safnað í
afmælisgjöf meðal þeirra handa
Markúsi vegna þess að forstöðu-
menn borgarstofnana myndu fyr-
ir hönd starfsmanna borgarinnar
gefa borgarstjóra afmælisgjöf.
Töluvert miklar símhringingar
urðu frá Ráðhúsinu vegna þessa
vandræðalega máls.
drÉpar
Dropateljara Tímans er ókunn-
ugt um hver afmælisgjöf Markús-
ar átti að vera, en hún hlýtur að
hafa átt að vera aldeilis vegleg því
að starfsmenn borgarinnar eru
samkvæmt upplýsingabæklingi
borgarinnar yfir 7.000. Ef allir
starfsmenn hennar hefðu greitt í
afmælissjóð Markúsar hefði verði
hægt að kaupa afmælisgjöf fyrir
yfir 3,5 milljónir króna.
Gunnar Smári
búinn að fá
nýtt starf
Gunnar Smári Egilsson, nýrekinn
ritstjóri Pressunnar, hefur verið
að kanna möguleika á því að
stofna nýtt blað sem kæmi út
tvisvar í viku, en frá þessu var
greint í frétt í Tímanum í vikunni.
Dropateljara finnst ólíklegt að af
þessum fýrirætlunum verði þar
sem Gunnar Smári hefur fengið
nýtt starf. Hann verður senn að-
stoðarritstjóri tímaritsins Heims-
myndar. Ætli Pressumenn andi
ekki léttar?
VERZLUNARSKOLI
ÍSLANDS
OPIÐ HÚS
laugardaginn 22. maí 1993 kl. 14-1 7
Nýútskrifuðum grunnskólanemum
og aóstandendum þeirra
er sérstaklega boðið að koma
og kynna sér skólann, námsefni
og félagslíf.
VERZLUNARSKÓLI ÍSLANDS
TJALDALEIGA
KOLAPORTSINS
RISATJÖLD fyrir hverskonar útisamkomur. Frá 200-800 m2.
Vanir starfsmenn aöstoða viö uppsetningu hvar á landi sem er.
^ Upplýsingar og pantanir í síma 625030. y