Tíminn - 22.05.1993, Síða 15

Tíminn - 22.05.1993, Síða 15
Laugardagur 22. maí 1993 Tíminn 15 gjöra svo vel að haga sér samkvæmt reglunum. Þetta er hugmynd um lögin sem er mjög algeng og ekki stalínísk í sjálfu sér. En hún kemur mjög vel heim og saman við einræði eins og það sem kennt var við Sta- línismann í Austantjaldslöndunum. Það er sterk tilhneiging til að líta á þessi mál með sama hætti hér heima og Stalínistar gerðu, Ég er ekki að segja að þetta sé röng skoðun; þetta er umdeilt. En menn gefa sér þetta án þess að hugsa út í það hvort það sé rétt að lögin séu stjórntæki af þessu tagi. Það þarf ekki að vera. Það má líka gefa sér að lögin séu einskonar samkomulag innan samfélagsins til að mynda skynsamlegan ramma utanum það. Það getur ekki verið lýðræði að fólk kjósi á nokkurra ára fresti alþingis- menn og þeir geri síðan bara það sem þeim sýnist. Setji lög sem þeir vilja og séu óháðir siðgæðisreglum eða mælikvörðum af öðru tagi. Hugmyndir náttúruréttarmanna um lögin eru auk þess allt aðrar. Þær hafa notið fylgis frá dögum Ar- istótelesar en hafa aldrei átt upp á pallborðið hér. Þær passa líka illa við Stalínisma, einræði og algjöra miðstýringu vegna þess að sam- kvæmt þeim hefur löggjafinn sið- ferðislegar skyldur sem slíkur. Og lögin hafa siðferðilegt inntak sem eru ekki mannasetningar í venju- legum skilningi. Löggjafinn má ekki breyta þeim að vild. Skvampað í yfirborðinu —Hvernig flnnst þér umræðan á íslandi um grundvallaratriði af þessu tagi? Hún er einfaldlega mjög yfir- borðsleg. Þeir sem koma hingað á þingið eru lögfræðingar, heim- spekingar, félagsfræðingar, stjórn- málafræðingar, mannfræðingar og alls kyns fólk sem hugsar um lög og rétt frá ýmsum sjónarhornum. Þeir eru ekki beinlínis með neinar nýjar hugmyndir. Þú heyrir senni- lega ekkert sem hefur ekki komið fram áður á öðrum vettvangi og gestirnir eru ekki með neinar „pat- entlausnir"; þetta eru ekki svona fimmaura kenningar um það hvernig lögin ættu að vera heldur er þetta svona til að dýpka umræð- una og til að skilja betur. Við höf- um öll skoðanir um þessi fyrir- bæri, um ríkið, um lög og þjóðerni og allt þvíumlíkt. Við höfum skoð- anir en skoðun er bara skoðun. Spurningin er: Á ég að vera á þeirri skoðun sem ég er á eða á hvaða for- sendum er ég að mynda skoðanir? Menn halda oft að frelsi sé að mynda sér skoðun að vild um allt það sem þeim dettur í hug en það er ekki réttnefnt frelsi. Frelsi er að vera sjálfstæður hugsuður, að geta myndað skoðanir sem vit er í á skynsamlegum eigin forsendum. Það er mikilvægt að skilja að þótt tveir menn séu jafn skynsamir og jafn djúphugsandi hafa þeir ekki alltaf sömu skoðun; þeir eru ekki alltaf sammála. Það sem er sameig- inlegt með þeim og ekki öðrum sem mynda skoðanir út í bláinn eða ekki á djúpstæðum forsendum er að þeirra skoðanir eru vel grundaðar og skoðanir sem vit er í og skynsamlegar skoðanir. En skoðanir hinna eru bara yfirborðs- legar. —Áttu von á að umræðurnar á heimsþinginu skili sér út í um- ræðuna hér á íslandi? Nei, reyndar ekki. Ekki strax og ekki á áberandi hátt. Þetta er stórt þing og erfitt að fylgjast með því öllu. Það sem skiptir samt mestu máli er að það er engin hefð enn sem komið er fyrir því að ræða af alvöru um þessa hluti sem verða á dagskrá þingsins. Við hugsum af alvöru um íslenskar bókmenntir en lítið um fyrirbæri eins og lög og rétt. Þess vegna eru umræður hér um þessi mál mjög yfirborðslegar. Ég er ekki að segja að það sé allt bull og vitleysa. Það eru margir sem tala af viti en oftast eru þetta bara skoðanaskipti sem eru byggð á sandi. Ekki reist á neinum skyn- samlegum forsendum. Lífið fleira en saltfiskur —Telur þú að umræða um rétt, réttindi, þjóðerni, lýðræði og ríkið skipti tilverugrundvöll íslendinga máii? Mér finnst það. Tökum lýðræði sem dæmi. Menn taka sem gefið að úr því að við höfum kosningar þar sem meirhlutareglan gildir, ekki bara í stjórnmálum heldur líka í Há- skólanum og mörgum fyrirtækjum, þá búum við við lýðræði. En þetta er ekki lýðræði nema í mjög takmörk- uðum skilningi. Sigurður Líndal prófessor hefur skrifað mikið um germanskar þjóðir og reglan hjá þeim í gamla daga var ekki meirihlutareglan heldur sam- hljóðareglan. Sem sagt; allir þurftu að samþykkja breytingar, nýmæli eða ný lög til að vera bundnir af þeim. Þeir sem samþykktu voru bundnir af samþykktinni en hinir voru ekki bundnir íyrr en þeir sam- þykktu. Sigurður hefur líka bent á að framkvæmdin hafi verið flókin. Menn voru að sjálfsögðu píndir til að samþykkja með einhverjum hætti. En meirihlutareglan er nýj- ung hvað sem öðru líður. Lýðræði er eins og orðið segir fólgið í því að lýðurinn ræður. Mér fmnst það ekki tilfellið hér á íslandi. Okkar lýðræði er spillt. Ekki af því að einstaklingar séu spilltir. Þeir eru ekki spilltari hér en annarsstað- ar. Og þeir eru jafn spilltir hér og annarsstaðar. Það sem skiptir máli er að við hugsum sem svo að við kjósum bara okkar fulltrúa, alþing- ismenn aðallega og okkur finnst þetta vera lýðræði. Svo stjórna þeir og okkur finnst að við höfum tjáð okkur um allt sem skipti máli. Það kom upp dæmi nýlega um EES- samninginn. Það mátti alls ekki vera þjóðaratkvæðagreiðsla um hann. Það væri lýðræði af öðru tagi en hér tíðkast. Stjórnmálafræðingar mættu í sjónvarpið og töluðu eins og þjóðin væri fimm ára barn. Þeir lögðu mikið á sig til að útskýra að við værum með fulltrúalýðræði og beint lýðræði væri allt annað. Ef það væri Ióðið væru alþingismenn ein- hverskonar sérfræðingar sem grúskuðu í samningnum og fyndu út úr þessu á meðan þjóðin héldi sínu striki. Við erum að byggja, kaupa bfla og ala upp börn. Það eru okkar mál. Þeirra mál er þá að grúska í lagatextum og þvíumlíku. En aðild íslands að EES er grund- vallarbreyting; þetta er ekki hvers- dagslegur rekstur ríkisins. Afsal á forræði? Þetta er grundvallarbreyting því að með EES afsalar íslenska ríkið sér ýmsu því sem það hefur hingað til séð um. Ef við göngum í Evrópu- bandalagið þýðir það enn meira af- sal. Það er ekki gert ráð fyrir breyt- ingum af þessu tagi þegar við kjós- um alþingismenn. Ef við breytum stjórnarskránni er það ekki bara mál þingmanna heldur allra þeirra sem hafa kosningarétt. Það er um- deilt hvort EES-samningurinn felur í sér stjórnarskrárbrot. En bara það að lögfróðir menn skuli vera ósam- mála um hvort samningurinn sé í samræmi við stjórnarskrána er ástæða til að fá þjóðina til að tjá sig um málið. Annað sem ég vil benda á í þessu sambandi er að það er bara ímyndun að alþingismenn séu vel upplýstir um þetta mál. Hér í Há- skólanum erum við með stöðuveit- ingar og í heimspekideild, þar sem ég sit á deildarfundum, eru teknar ákvarðanir um stöðuveitingar, um það hverjir séu hæfir og hverjir séu hæfastir. Það er alltaf dómnefnd sem semur álitsgerð eða skýrslu um umsækjendur og gerir tillögur um hver skuli fá stöðuna. Síðan fer fram atkvæðagreiðsla. Það er meiningin að allir hafi lesið skýrsluna vel og skilji hana vel. Reyndin er að þetta kemur með tveggja daga fyrirvara ef maður er heppinn, því hafa fæstir Iesið þetta og þannig eru atkvæðin greidd á ýmsum forsendum, forsendum sem ekkert vit er í eins og: Þetta er mað- ur sem ég þekki; hann hlýtur að vera góður. Þetta er flokksbróðir minn; hann hlýtur að vera góður. Þetta er maðurinn sem dómnefndin mælir með; hann hlýtur að vera góður þótt ég hafi ekki lesið dóm- nefndarálitið. Það fer ekkert á milli mála að með sama hætti greiddu margir alþingis- menn atkvæði um EES-samninginn án þess að botna í honum. Og við gerum þingmenn að sérfræðingum í málinu en fæstir þeirra skilja það; annað er tálsýn. Hvað þýðir þetta? Það þýðir að einhver smáhópur eins og ríkisstjórn, sem ekki er kosinn í embætti sem slík, ræður öllu. Hún er búin að ákveða að ísland verði að- ili að EES og hefur fengið Alþingi til að stimpla það. Á sama tíma ákveður stjórnin að þjóðin fái ekki að kjósa um málið. I Danmörku, frlandi og Frakklandi fór fram þjóðaratkvæða- greiðsla um Maastrichtsamkomu- lagið, mál sem var líklega flóknara en EES. Margir voru pirraðir yfir tímanum sem fór í það. En það þótti samt al- veg sjálfsagt. Þetta er bara lýðræðis- legt og krafan um þjóðaratkvæða- greiðslu er lýðræðisleg. Leiðin ligg- ur í átt að beinu lýðræði þegar breyta á grundvallaratriðum. í hversdagslegri málum er ekkert að því að notast við fulltrúalýðræði rétt eins og gengur og gerist á Vest- urlöndum. Réttur til að tjá sig —Réttindaákvæði í stjórnarskrám eru ofarlega á blaði þegar réttar- heimspeki er til umræðu. Fyrír skemmstu var dagskrárstjóra Sjón- varps sagt upp störfum og þeir sem voru óánægðir með brottvikning- una kvörtuðu yflr því að málfrelsis- ákvæði hefðu veríð brotin á við- komandi. Hefði ekki veríð eðlilegt að fá sérfræðing til að skilgreina málfrelsi tii að auðveida fóiki að skilja hvað gerst hafði? Það hefði verið eðlilegt. Það hefði líka verið eðlilegt að fjalla um þetta á öðrum vettvangi en gert var. Þeir stjórnmálamenn sem tóku þátt í umræðunni um málið eru ekki sér- fróðir um málfrelsi þó að þeir séu lögfræðimenntaðir. Lagakrókar? Þeir eru ekki mjög vel að sér á þessu sviði. Þeir eru ekki til í að koma og halda klukkutíma ræðu um málfrelsi okkar tíma ef við hringjum í þá. Málfrelsið er bara slagorð. Svo ég taki aftur dæmi sem ég þekki mjög vel, deildar- fundi í heimspekideild. Allar skoð- anir sem þar koma fram í hitamál- um eru dregnar af frumreglum eft- ir því sem þeir segja sem hafa skoð- anirnar. Þær stangast síðan allar á. Þessar tilvísanir í frumreglur eru ekki annað en retorik eða mælsku- list. Sama er þegar menn ta!a um lýðræði, frelsi og grunnreglur. Þeir skálda bara upp einhverjar grunn- reglur, frelsishugmynd eða lýðræð- ishugmynd sem hentar í það og það skiptið. Eftir viku tala þeir á allt annan hátt um sömu fyrirbæri þannig að þetta er bara hentistefna en ekki skynsamlegar umræður. Og eins og ég sagði áðan er lítil hefð fyrir svona umræðum. Páll Skúlason, samkennari minn, hefur reynt að koma á hefð í skynsamleg- um samræðum — þó að einn mað- ur geti að sjálfsögðu ekki komið á hefð upp á eigin spýtur. En hann hefur reynt aðtala á þann hátt um þessi mál að það hafi verið hvatn- ing fyrir aðra til að taka þátt í al- vöru samræðum og umræðum. Og hvað eru alvöru umræður? Það eru umræður þar sem menn leita sameiginlega að skilningi. Þeir eru þó ekki endilega sammála í lok samræðunnar en þeir skilja betur um hvað málið snýst. íslend- ingar rugla oftast saman rökræð- um og kappræðum. Kappræður eru tilraun til að hafa betur með upphaflegar skoðanir og sigra þannig. En rökræður eru ekki þannig; í þeim geta allir sigrað með því að skilja betur málið sem um er að ræða. Þetta er mikilvæg- ur munur. Fjárfestingar í ferðaþjónustu á íslandi Ráðstefna á vegum samgönguráðuneytisins í samvinnu við Byggðastofnun 24. maí 1993 kl. 09-17 á Hótel KEA, Akureyrí. Ráðstefnustjóri verður Birgir Þorgilsson ferða- málastjóri. Kl. 09.00 09.09 09.15 09.40 10.05 10.20 11.35 11.50 12.05 12.20 12.35 14.00 15.30 15.50 17.00 Dagskrá: Birgir Þorgilsson setur ráöstefríuna Ávarp samgönguráöherra, Halldórs Blöndals. Eríndi: Sigurborg Kr. Hannesdóttir, feröamálafræöingur á Byggöastofríun. Fjárfestingar í feröaþjónustu á Islandi, afkoma greinar- innar, mismunur á stööu feröaþjónustunnar milli lands- byggðar og höfuðborgarsvæðs. Gunnar Karisson, hótelstjóri Hótels KEA: Fjárfestingar í hótelrekstri, samspil framboös og eftir- spumar, verðlags og afkomu. Paul Richardson, framkvæmdastjóri Feröaþjónustu bænda: Er markaður fyrir FB? Á að vera heilsárs- eða sumar- þjónusta? Hvert er stefrit? Hve mikið hefur verið fjárfest í FB? Hvemig var fjármagnað? Er þessi fjárfesting arð- bær? Er þörf fyrir nýja fjárfestingu? Amgrimur Hermannsson, framkvæmdastjóri ADDÍS: Dreifing fjárfestingar, hagnýting fjárfestingar sem fyrir er. Markaðssetnig: „Varan“ sýnd á eriendum markaði; mat á árangri. Magnús Oddsson, markaðsstj. Ferðamálaráös íslands: Vöruþróun íslenskrar ferðaþjónustu; hvað er átt við þeg- ar talaö er um að fjárfesta I afþreyingu? Er markaös- setning hluti fjárfestingar? Pétur J. Eiríksson, framkvæmdastjóri markaössviðs Flugleiða hf.: Hvar er þörf nýsköpunar og nýrra fjárfestinga í fslenskri ferðaþjónustu? Kjartan Lárusson, framkvæmdasQóri Feröaskrifstofú íslands hf.: Skipt nýting flárfestingar, sumamot/vetramot i Ijósi reynslu. Er æskilegt að leiða saman tvo eða fleirí sem starfa á ólíkum sviðum til sameiginlegrar flárfestingar og skipta nýtingu eftir til dæmis árstíðum? Þórhallur Jósepsson, aðstoöarm. samgönguráöhenra: Staða Islands í samanburði við önnur lönd, nauðsyn ný- sköpunar í íslenskri ferðaþjónustu, undirbúningur ákvarðana um fjárfestingar. Hádegisveröur. Pallborösumræöur og fyrirspumir. Þátttakendur, auk frummælenda, Guömundur Malm- quist, fors^óri Byggðastofnunar, og Jóhannes Torfason, sQómarforrnaöur Framleiðnisjóös: Fjallað verður meöal annars um bætta nýtingu fjárfest- ingar, mat á forsendum i lánsumsóknum, áætlanagerð og ákvarðanatöku um fjárfestingar, markaðssetningu og hlut hennar i stofnkostnaði, leiðirtil fjármögnunar, hlut- verk ferðaþjónustu í byggðaþróun, framtiðarhorfur og nauösynlegar breytingar á áherslum í uppbyggingu ís- lenskrar ferðaþjónustu. Kaffihlé. Pallborösumræðum framhaldið Ráöstefríuslit Ráðstefnugjald er 2.000 krónur og inn'rfelur hádegisverö, kaffi og meðlæti, auk ráðstefnugagna. Þáttaka óskast tilkynnt í samgönguráðuneytinu eöa á Hótel KEA. •Q efitir bolta Lamut Irctn I IUMFERÐAR RÁÐ

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.