Tíminn - 12.06.1993, Síða 3
Laugardagur 12. júnf 1993
Tíminn 3
Verður Nýs vettvangs minnst sem gamals vettvangs eftir næstu
kosningar?
Kristín og Olína finna
sér nýjan vettvang
Kristm Á. Ólafsdóttir, »nn»r borg-
ufuDtrúi Ný* vettvangs, hefúr til-
kynnt að hún muni haetta að loknu
þessu kjörtínuhiii. Áður hefur hinn
borgarfulltrúinn, Ólína Þorvarðar-
dóttir, lýst því sama yfir.
Þetta kemur fram í nýlegu viðtali
Kristínar við tfmaritið Mannlíf. Þar
segir hún að talsvert sé síðan hún
tók þessa ákvörðun.
Það er helst að skilja sem Kristín sé
orðin þreytt á stjómmálum, því hún
segist vera leið á því neikvæða hlut-
verki sem fylgi því að vera í minni-
hluta í borgarstjóm.
Ekki er mikið hægt að ráða um
framtíð Nýs vettvangs af orðum
Kristínar, en hún segist binda vonir
við nýtt fólk.
lisiahátíöin
Blues-kvöld
Blues-veisla verður í Faxaskálanum
I kvöld þar sem Vinir Dóra, Deitra
Farr, Chicago Beau og Jökulsveitin
koma fram.
Jafnframt halda skáld og tónlistar-
fólk áfram að troða upp á kaffihús-
um miðbæjarins, rétt eins og þau
gerðu á fimmtudagskvöldið var. Þau
fengu góðar undirtektir hjá við-
stöddum, enda kærkomin tiibreyt-
ing f kaffihúsamenninguna. Lista-
fólkið verður á ferðinni á laugar-
dags- og sunnudagskvöld undir
heitinu „Eirðarleysi“.
Kl. 16:00 á sunnudaginn verður
leikþátturinn „Líf úr kviði" fluttur á
Veitingastaðnum 22 af leikhópnum
Brennidepli.
Þeir, sem vilja hlusta á rokk um
kvöldið, geta stormað í Faxaskálann.
Þar verða meðal annars hljómsveit-
imar örkumla, Ný Dönsk og Lipst-
ick lovers.
Knattspyrna
um helgina
Laugardagwr
2. deíld karia
Þróttur R.-Þróttur N. kl. 14
Grindavík-BÍ kl. 14
KA-Tlndastóll kl. 14
Leiftur-ÍR kl. 14
2. defld kvenna
Fram-Fjölnir kl.ll
Austri/Valur-Sindri kl. 16
3. deild karia
Víðir-Dalvík kl. 14
4. deild karia
Hamar-Árvakur kl. 14
Snæfell-HB kl. 14
Fjölnir-Víkingur Ól. kl. 14
Emir-Leiknir R. kl. 14
Hvatberar-Ægir kl. 14
Þrymur-HSÞ.B kl. 14
Dagsbrún-Hvöt kl. 14
Valur R.-Sindri kl. 14
Mánudagur
Bikarkeppni kvenna
Reynir S.-Stjarnan kl. 20
Þróttur N.-UBK kl. 20
KR-Valur kl. 20
Haukar-ÍA kl. 20
Til minn-
ingar um
Heiði
Minningarkortin, sem gefin hafa
verið út til minningar um Heiði
Baldursdóttur sérkennara og rithöf-
und, fást á skrifstofum Kennarahá-
skóla íslands sími 688700, Kennara-
sambands íslands sími 679390,
Landssamtakanna Þroskahjálpar
sími 624080 og á Fræðsluskrifstofu
Reykjavíkur sími 621550.
-GKG.
En þeim, sem vilja hlusta á gítar-
tónleika, er hins vegar bent á tón-
leika í Tjamarsal Ráðhússins. Þar
leika Amgeir Heiðar Hauksson, Jón
Guðmundsson, Kolbeinn Einarsson,
Hannes Guðrúnarson, Lárus Sig-
urðsson og Guðmundur Pétursson.
Á mánudagskvöldið verða uppá-
komur í Faxaskálanum. Þar koma
fram meðal annarra Ama Kristín
Einarsdóttir flautuleikari og Ásdís
Amardóttir sellóleikari, skáldin Vig-
dís Grimsdóttir, Berta ósk, Hösk-
uldur Schram, Brynja, Bragi Hall-
dórsson, Ágústa HÍín, Valgarður
Bragason og Kristín Ómarsdóttir
lesa úr verkum sínum og svo flytja
Vilhjálmur Hjálmarsson og Jóhanna
Jónas leikþátt -GKG.
Það virðist sem samtökin hafi ekki
átt sér viðreisnar von eftir að Al-
þýðuflokkurinn gekk til stjómar-
samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn.
„Það gekk auðvitað þvert á þá þróun
sem Nýr vettvangur var hluti af, að
þjappa saman demókratísku félags-
hyggjufólki," segir Kristín.
Samstarf borgarfulltrúa Nýs vett-
vangs virðist hafa verið misjafnt
„Við Ólína emm misvarkárar. Hún
er stundum fljótfær, að mínu mati,
og henni finnst ég að sama skapi of
hægfara og lin,“ er haft eftir Krist-
ínu.
Þá segist Kristín hafa verið ósátt
við ákvörðun Ólínu um að ganga f
Alþýðuflokkinn örfáum mánuðum
eftir kosningar. Hún segir að
ákvörðunin hafi virkað sem skilaboð
um að Alþýðuflokkurinn væri búinn
að gleypa Nýjan vettvang og reitt
marga stuðningsmenn samtakanna
til reiði.
Vertu með
- draumurinn gæti orðið að veruleika !
GRAFÍSK HÖNNUN: MERKISMENN HF