Tíminn - 12.06.1993, Blaðsíða 11

Tíminn - 12.06.1993, Blaðsíða 11
Laugardagur 12. júní 1993 Tíminn 11 Arngrímur Pálmason, sölumaður landbúnaðarvéla: Traktorarnir verða sífellt mikilúðlegri Arngrímur Pálmason. „Þetta hefur gengift mun betur en búist var við. Bændur virðast mjög jákvæðir gagnvart breytingunum og viðskiptaáhuginn virðist mikill. Það er svipaður gangur í þessu og var á sama tíma fyrir ári á meðan Jötunn var enn í fullum rekstri. Við höfum verið að sejja vel af þeim tækjum sem við erum með, okkur hefur gengið vel í vorvinnutækjunum, við höfum selt ágætlega af dráttarvél- um og mildð af rúllubindivélum. Þetta er óneitaniega mjög góð staða, miðað við að véladeild Jötuns hafði ekki verið í rekstri frá áramót- um.“ Markaðsstaða og þjónusta — En hvernig eru framtíðarhorf- umar? Ja, menn búast við að það verði samdráttur á þessu ári, það reikna allir með þvf sem nálægt landbúnaði koma. Astæðan er einfaldlega sú að bændum er að fækka og samdráttur er ríkjandi á öllum sviðum þjóðlífs- ins. En markaðsstaða okkar virðist aftur á móti vera í lagi. Ég sé enga ástæðu til að ætla að við getum ekki staðið við þær söluáætlanir sem við höfum gert“ — En hvernig ætlið þið að þjón- usta viðskiptavini ykkar? J’að er steftit að því að byggja þjón- ustunetið upp með svipuðum hætti og var hjá Jötni og það verða sömu mennimir sem koma til með að sinna þeim málum og voru þjálfaðir upp hjá Jötni. Það eiga því ekki að vera nein göt í því.“ Stærrí tæki — Nú hafa dráttarvélar stækkað mikið frá því sem var. Er þetta heppileg þróun? Já, þetta er í samræmi við tækin sem tengjast dráttarvélunum; þau eru alltaf að stækka og þurfa meira afl. Vinsælustu stærðir dráttarvéla í dag eru 70 til 90 hestöfl. Þetta er enginn flottræfilsháttur. Það er nauðsynlegt að auka afkastagetuna til að auka hagkvæmni í rekstri bú- anna. Eftir nokkur ár má búast við því að vélamar fari yfir hundrað hestöfl. Hestaflaþörfin hefur verið stígandi frá því að fyrstu dráttarvél- amar komu. Aukningin hefur verið svona 1-2 hestöfl á ári.“ — Er nægileg breidd í því sem þið hafið upp á að bjóða? Já, tvfmælalausL Bændur geta komið til okkar og fengið þau tæki sem þeir þurfa. Ef svo ósennilega vill til að við höfum ekki það, sem við- skiptavininn vanhagar um, þá get- um við pantað það með stuttum fyr- irvara." — Telur þú að það hafi skipt máli hvar véladeild Jötuns lenti? „Það er engin spuming. Ingvar Helgason hefúr þjónað landsmönn- um með miklum ágætum undanfar- in ár og áratugi. Fólk kæmi ekki aft- ur og aftur til að kaupa hér bíla nema af því að fyrirtækið hefúr reynst því vel. Þetta er traust og vel rekið fyrirtæki. Ég sé þessa deild vel staðsetta héma hjá þessu fyrirtæki." FLUGFÉLAGID ERNIR V ÍSAFIRDI Sími 94-4200 DAGLEGT ÁÆTLUNAR- FLUG UM VESTFIRÐI Leiguflug innanlands og utan, fimm til nítjan farþega vélar. Sjúkra og neyðarflugsvakt allan sólarhringinn Opið sunnudaga til fimmtudaga 10-21. Föstudaga og laugar- daga 11 -23.30. L73ciT'br' o Cóð gistiaðstaða. Hlýleg herbergi. Öl og léttir réttir. 12” PIZZA + 2 L ÍS COLA KR. 950,- 16” PIZZA + 2 L ÍS COLA KR. 1.250,- ★ Tvö lög af osti á öllum pizzum! ★ Þitt val: Þykkar eða þunnar! 4 HAMBORGARAR MEÐ OSTI, FRÖNSKUM OG SÓSU + 2 L IS COLA KR. 1.900,- Hjá okkur fá allir i fjölskyldunni eitthvað við sitt hæfi - bæði í mat og drykk! ÓKEYPIS HEIM- SENDINGAR! S7)CZT~b VEITINGAR & GISTING Kirkjubraut 11 ♦ Akranesi S 1 42 40 ^luaT^I VELKOMIN! Trimmarar! Lrtið inn til okkar eftirAkranes hlaupið! REYKJAVi > SNÆFELLSNES Sérleyfis- og hópferðir Helga Péturssonar hf Smiðjuvegi 40 • 200 Kópavogur Sími: 91-72700 - 22300 618oo3 FERÐAMENN Vöruhúsið Hólmkjör Stykkishólmi, sími: 93-8304/8305. Við bjóðum öll helstu matvæli og mjólkurvörur, hreinlætis- vörur, gos, sælgæti og drykkjarföng. Kaffiveitingar — skyndibiti. Allt fyrir bílinn — góð þvottaaðstaða. Sumaropnun: 09.00-22.00 alla daga nema sunnudaga 10.00-22.00 Míðsvæðis við hringveginn í Borgarfirði. OPIÐ ALLT ÁRIÐ. SlMI 93-51440. Símsvari Reykjavík — sími 91-16420 Afgreiðslan Reykjavík — sími 91 -16050 Afgreiðslan Akranesi — sími 93-12275 Skrifstofa Akranesi — sími 93-11095 ÁÆTLUN AKRABORGAR Frá Akranesi Frá Reykjavík Kl. 8,oo* Kl. 9,30* — 11,00 — 12,30 — 14,oo — 15,30 — 17,oo — 18,30 Kvöldferðir 20,oo 21,30 Á sunnudögum í apríl, maí og september. Á föstudögum og sunnudögum í júní, júlí og ágúst. * Þessar ferðir falla niður á sunnudögum mánuðina október, nóvember, desember, janúar, febrúar og mars.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.