Tíminn - 12.06.1993, Qupperneq 19

Tíminn - 12.06.1993, Qupperneq 19
Laugardagur 12. júní 1993 Tíminn 19 Póstkortið reið bagga muninn Fyrir u.þ.b. ári barst lögreglunni í Big Spring, Texas tilkynning um að konu væri saknað, eða miðvikudagskvöldið 18. júní 1992. Maðurinn sem hringdi hét Don Walkden og bjó í úthverfi sem kallaðist Sand Springs. Don virtist spenntur og áhyggjufullur er hann tjáði Steve Flickenstein, vaktmanni lögreglunnar, að hann hefði ekki séð konuna sína í rúma tvo sólarhringa. TGet ÍJtg ín Thi$ Part of Counvyl JD !& crri' > Qjbrr-^ íAxrrJ^ . \ 159Í ^ • fyjJL- OSÍJL. | •tcrna- y*3t*3Cra!u | Jr*- JJy'Xýt-'' ‘ 2 f>£. jj éjLrrt^ -Jtcrtnp f ULoJXJ %X. 'rrx. I Cj J&c— -o. - « 29^ A POSÍ CARD Addresi 7ZX.-3 BoxZC! 0ig i: r x /? s 7173.0 Ljósrit af póstkortinu örlagarfka sem ætlaö var aö villa um fyrir lögreglunni. „Ég sé enga ástæðu fyrir því að hún myndi fara frá mér án þess að ræða það við mig fyrst," sagði Don. „Ég sá hana síðast kl. 06.00 á mánudags- morguninn þegar ég var á leið til vinnu og enginn sem ég hef talað við hefur séð hana síðan þá.“ Fleckenstein grunaði strax að ein- ungis væri um að kenna enn einu misheppnuðu hjónabandinu, en að- spurður sagði Don að samband þeirra hefði verið gott og þau væru búin að vera gift í 17 ár. Don sagði að það eina sem hefði skyggt á samband þeirra að undanfömu, væri langvarandi at- vinnuleysi konu hans, Betty Ann, sem ætti erfitt með að fá vinnu sakir 30% líkamlegrar fötlunar sinnar. Hann var búinn að hafa samband við ættingja hennar og vini en ekkert hafði til hennar spursL Þá hafði Don haft sam- band við gistihús og veitingastaði en þar var sama sagan. Hann sagði Fleckenstein að tvær ferðatöskur vantaði úr húsinu og eitt- hvað af fötum hennar auk 400 dollara sem hjónin höfðu geymt heima í reiðufé. Því var ekki hægt að útiloka að hún væri að yfirgefa manninn sinn sjálfviljug en einnig gat það verið sviðsetning einhvers annars. Eddie Howell lögreglufulltrúa var falin rannsókn málsins. Eftir að hafa gert mannshvarfið opinbert, hafði hann símasamband við Don daginn eftir en ekkert nýtt hafði gerst. 8. júní ákvað Howell að hitta Don að máli. Hann keyrði að vinnustað hans og spurði hvort þeir gætu rætt sam- an. Howell, sem var sjálfstæður at- vinnurekandi, vann við að urða rasl og annan borgarúrgang og þrátt fyrir að hann væri önnum kafinn tók hann því strax vel að þeir ræddu málin. Howell tók strax eftir því að þegar Don endurtók sögu sína virtist hann mjög taugaveiklaður og hendur hans skulfu. Hann skýrði Don frá því að ef konan hans fyndist ekki á næstu dög- um væri það hluti af rannsókn máls- ins að biðja nánasta aðstandenda hins saknaða að fara í lygamælispróf. Ho- well útskýrði að þetta væri aðeins formsatriði til að útiloka að makar eða fjölskyldumeðlimir væra sjálfir með óhreint mjöl í pokahominu. Don var fljótur til svars og sagðist ekkert hafa að fela og hann vildi gjaman taka þetta próf þar sem hann hefði ekkert að óttast Nærfatarök Hinn 33 ára gamli fulltrúi lögregl- unnar, Howell, er tímanna tákn um breyttar áherslur í ráðningum yfir- manna innan lögreglunnar í Banda- ríkjunum. f stað þess sem áður var að Iítt menntaðir lögreglumenn með langan starfsaldur færðust í þessar stöður - reynslan var talin höfuðatriði - er nú æ algengara að háskólaprófs sé krafist og Howell átti langa og glæsta skólagöngu að baki. Eftir herskyldu tók hann mastersgráðu í afbrotasál- fræði og hóf sfðan störf hjá lögregl- unni auk þess sem hann flutti fyrir- lestra um lagaleg málefni. Hann var á skömmum tíma búinn að geta sér góðan orðstír og hafði reynst glæpa- mönnum erfiður viðureignar þar sem aðferðir hans vora óhefðbundnar og hnitmiðaðar. Um kvöldið ræddi hann við yfirmann sinn, lögreglustjórann sjálfan, og sagði honum frá hugboði sínu þess efnis að hann teldi að Don hefði sjálf- ur myrt konuna sína. Lögreglustjór- anum þótti sem fátt benti til þess á þessu stigi málsins en þar sem „hug- boð“ Howells höfðu ávallt verið á rök- um reist, samþykkti hann að gengið yrði af fullum krafti í rannsókn máls- ins með auknum mannafla. Howell hugðist heimsækja Don og á meðal þess sem hann sagði við yfirmann sinn var: „Ef við finnum undirfötin hennar ennþá í fataskápunum þá styrkist granur minn um að Don eigi sök að máli, þar sem alkunna er að kona yfirgefur ekki heimili sitt án þess að taka með sér nærfötin." Lög- reglustjórinn horfði skrýtnum aug- um á Howell en kinkaði síðan kolli og hugsaði með sér að þetta hljómaði rökrétt. Áður en Howell tók hús á Don hringdi hann í foreldra hennar í E1 Paso og þá kom það upp úr kafinu að þeir höfðu alltaf haft illan bifur á Don og viðurkenndu m.a.s að þau óttuðust hann. Móðir hennar staðhæfði að dóttir hennar hefði sagt sér frá áhuga Dons á djöfladýrkun og sadískum kenningum og vissi til þess að hann hefði safnað að sér munum sem tengdust slíku. „Ef dóttir okkar hefði yfirgefið manninn sinn af fúsum og frjálsum vilja, hefðum við verið fyrst til að vita af því,“ sagði móðirin. Hún sagði einnig að hún hefði staðið Don að ósannindum þegar Don hefði látið þau vita af því að Betty Ann væri sakn- að. Þá hefði hann logið að hann væri búinn að hafa samband við vini þeirra til að kanna hvort hún væri þar. Móð- irin hafði sjálf hringt nokkur símtöl eftir það og upp úr kafinu kom að Don hafði alls ekki grennslast fyrir um konuna sína hjá þeim. Enn fremur sagði móðirin það rangt að samband þeirra hefði verið gott Þau höfðu tví- vegis skilið á sambúðartímanum en aldrei þó nema að borði og sæng. Kunningjar, nágrannar og vinnufé- lagar Dons bára honum hins vegar vel söguna. Við eftirgrennslan kom í ljós að hann var álitinn duglegur, hljóð- látur og samviskusamur og grannar hjónanna sögðust aldrei hafa orðið varir við neina erfiðleika hjá þeim. Don var talinn traustur maður sem hægt væri að reiða sig á. Að sögn ná- grannanna var nánast útilokað að Don myndi leggja hendur á konu sína hvað þá myrða hana en þeir höfðu eft- ir sem áður ekki orðið varir við nein- ar mannaferðir, leigubíla eða önnur farartæki sem rennt gætu stoðum undir að Betty Ann hefði sjálfviljug farið að heiman. Minnismiöinn Um kvöldið heimsótti Howell Don. Gransemdir han styrktust með hverri mínútunni sem hann dvaldi á heimili Dons. Til að mynda virtust öll undir- föt vera á sínum stað. Don sagði að ferðatöskumar hefðu verið geymdar í skáp sem síðar kom í ljós að reyndist illmögulegt að opna vegna bilaðrar læsingar og auk þess var aðeins einn koddi og ein sæng í hjónarúminu. Þegar Howell spurði um ástæður þess, svaraði Don að hún hlyti af hafa tekið sængina með sér en það fannst Howell ekki líklegt Að auki fannst minnismiði við símaborðið þar sem á stóð: „Fór klukkan sex í vinnuna 16. júní. Betty var hér. Kom heim um kvöldið, Betty var farin. Ók út að brautarstöð til að leita hennar en fann ekki. Hringdi á lögregluna kl. 20.30.“ Don sagði að hann hefði viljað skrifa allt niður til að gleyma ekki atriðum sem reynst gætu þýðingarmikil fyrir rannsókn málsins en Howell granaði strax að þetta væri „tossalistinn" hans Don svo hann gæti haldið sig við sömu atriðin án þess að verða tvísaga. Eins og algengt er í Texas átti Don byssuskáp hverjum ívora hvorki fleiri né færri en 5 skotvopn. Þegar Howell bað hann að opna þær, hlaða og sýna hvemig þær virkuðu, tók hann eftir því að Don varð mjög taugaóstyrkur þegar hann handlék 22 calíbera riffil sem var í safni hans. Samt var ekkert sem benti til að nýlega hefði verið hleypt af honum. Howell lauk heimsókninni með þeim orðum að Don yrði boðaður í lyga- mælispróf á næstunni. Afdrifarík mistök 1. júlí hringdi Don í Howell og bað hann að koma strax. Hann sagðist hafa fengið póstkort í hendur frá kon- unni sinni sem sannaði að hún væri á lífi. Howell brást skjótt við og var mætt- ur hálftíma síðar. Póstkortið var dag- sett daginn áður, 30. júní, og póstlagt í Hobbs, New Mexico, í níutíu mflna fjarlægð. Þar stóð: „Mér þykir það leitt en ég er komin mánuð á leið eftir vin minn. Við ætlum til Idaho. Þegar þú færð þetta kort mun ég verða löngu farin." Og eftirskrift: „Segðu pabba og mömmu að mér þyki fyrir þessu en Iíf mitt verður betra við þetta." Orðin Idaho, mamma og fara vora vitlaust stafsett. Þá var skriftin bama- leg og ómótuð. Myndin framan á póstkortinu var af veiðimönnum í Texas með feng sinn. Undir myndinni var texti: „Veiðimenn með drápsfeng". Howell velti því strax fyrir sér hvort orðið „drápsfengur" hefði höfðað til kaupandans (sem hann taldi vera Don sjálfan) og þess vegna hefði hann val- ið þetta kort en ekki eitthvert annað. Framkoma Dons bar hins vegar eng- an keim af því að hann væri sekur. Hann féll í grát og sagði að honum hefði aldrei dottið í hug að konan væri sér ótrú og þetta virtist allt fá mikið á hann. Howell sneri aftur til skrifstofu sinn- ar og bar skriftina saman við undirrit- aða yfirlýsingu Dons um mannshvarf- ið. Hið ótrúlega hafði gerst. Don hafði sýnt þá ótrúlegu heimsku að skrifa sjálfur á kortið því skriftinni bar ná- kvæmlega saman við yfirlýsinguna, án þess að kalla þyrfti rithandarsér- fræðing til. Auk þess var Betty Ann með háskólapróf sem merkti að nánst óhugsandi væri að hún stafsetti hin einföldustu orð vitlaust. Því var það á þessum tímapunkti sem póstkortið, sem ætlað var að létta graninum af Don, undirstrikaði sekt hans og sner- ust vopnin gjörsamlega í höndunum á honum. Samt var málið enn á brauðfótum. Engin vitni höfðu gefið sig fram, ekk- ert lík var til staðar, morðvopnið ókunnugt, ef um morð væri að ræða, og þar fram eftir götunum. Eina von Howells til sakfellingar og lausnar málsins, var að Don einfaldlega játaði á sig glæpinn og segði hvar líkið væri að finna. Howell hafði um hríð gran- að að Don hefði grafið líkið í jörðu með hjálp stórvirkra vinnuvéla sinna en enginn gat sagt um hvar nema hann sjálfur. Markinu náö Þegar Howell skýrði út fyrir Don að póstkortið falsaða, undirstrikaði sekt hans og best væri fyrir hann að játa á sig verknaðinn, brást Don þannig við að hann sagði að hann hefði skrifað það sjálfur, einungis til að losna við þann þrýsting sem Howell hefði sett á sig. Hann hélt enn áfram sakleysi sínu en Howell hamraði jámið og sagði að lygamælisprófið myndi sanna að hann vissi hvar líkið væri að finna. Howell staðhæfði, án þess að nokkur fótur væri fyrir, að menn hans hefðu fylgst með Don við vinnu sína og þear vissu svo að segja hvar hann hefði Aö sögn nágranna haföi samband Walkdenhjónanna veriö gott en Don greip til dramatfskra aögeröa þegar skórinn kreppti í peningamálunum. grafið eiginkonuna. Þetta var nóg fyrir Don. Hann féll saman en spurði í forandran hevmig þeir hefðu getað séð það og viður- kenndi þar með að hann vissi hvar lík- ið væri að finna. Enn brá Howell á leik og spurði hvort það hefði ekki verið þannig að einhver annar hefði myrt Betty Ann en Don einungis séð um að urða líkið. Don greip þetta strax á lofti og sagði svo vera, hann hefði komið að kon- unni sinni látinni og „til að vekja ekki uppistand, auk þess sem þetta var leið út úr fjármálaógöngunum," hafði hann ákveðið að fara þressa leið. Enn höfðaði Howell til siðferðis- kenndar hins granaða og spurði hvort honum fyndist ekki rétt að ástkær kona hans til margra ára hlyti sóma- samlega útför og hvort hann vildi ekki sýna lögreglunni nákvæmlega hvar líkið væri að finna. Hann sagðist vera fús til að sýna Don og liðnmönnum hans hvar líkið væri grafið en hélt enn fram sakleysi sínu. Nú breytti Howell skyndilega um taktík og skipaði Don að hætta látalát- unum, honum myndi líða miklu bet- ur ef hann viðurkenndi að hafa myrt konuna sína sjálfur, játning mundi leiða til minni refsingar og andleg vel- líðan hans aukast til muna. Þar með var markinu náð. Don sem var orðinn gjörsamlega ringlaður og úttaugaður, sá þann kostinn vænstan að játa og viðurkenndi að hafa banað konu sinni. Hann sagði orsökina hafa verið peningalegs eðlis, Betty Ann hefði aldrei getað skilið að komið var í óefni, og eftir því sem atvinnuleysi hennar varði lengur, þeim mun meiri útrás hafði hún fengið í eyðslu. Loks var svo komið að Don taldi sig verða að velja á milli gjaldþrots eða losa sig við konuna. Hún var líftryggð fyrir nokkuð háa upphæð og því taldi hann þessa leið leysa öll vandamál. Eftir að hafa undirritað yfirlýsingu, fór Don á fund dómara sem úrskurð- aði sakbominginn í gæsluvarðhald. Líkiö finnst Síðar um kvöldið fóra Howell og Don til vinnusvæðisins ásamt Ijölda leitarmanna til að hafa upp á líkinu. Á leiðinni sagði Don að hann hefði myrt eiginkonuna í svefni. Hún hafði legið sofandi í rúmu sínu er hann kom heim úr vinnunni og hann hafði hlað- ið 22 calíbera riffilinn sinn og hleypt af. Hún dó samstundis og hann hafði vafið henni inn í ábreiður og grafið hana strax um kvöldið. Hann benti leitarmönnum á staðinn sem líkið væri grafið og eftir tvær klukkustund- ir fannst Betty Ann ásamt blóðugum ábreiðum. Líkið var nokkuð illa farið en það vakti athygli lögreglumanna að Don virtist ekki verða fyrir neinni geðshræringu er hann virti það fyrir sér. Hann virtist loks kominn í jafn- vægi. Krufning staðfesti að líkið væri sannarlega af Betty Ann og hún hafði verið skotin af 10-15 cm færi. Búið er að taka mál Dons fyrir hér- aðsdómi og hlaut hann 70 ára fang- elsi. Hróður Howells jókst enn við lausn málsins og er vafamál hvort málið væri upplýst ef hans hefði ekki notið við.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.