Tíminn - 12.06.1993, Qupperneq 21
Laugardagur 12. júní 1993
Tíminn 21
Heiðursborgari Hafnar í Homafirði,
Óskar Helgason, verður jarðsunginn
frá Hafnarkirkju í dag, laugardaginn
12. júní. Óskar lést á sjúkrahúsi 2.
júní síðastliðinn, eftir erfið veikindi
og heilsuleysi síðustu misseri.
Óskar fæddist 14. september árið
1917 á Háreksstöðum í Norðurárdal.
Foreldrar hans vom Helgi Þórðarson
bóndi og smiður þar og Ingibjörg
Skarphéðinsdóttir. Hann ólst upp hjá
foreldrum sínum við leiki og sveita-
störfþesstíma.
Óskar stundaði nám í Héraðsskólan-
um Reykjum árin 1934-36 og lauk
kennaraprófi frá Kennaraskóla ís-
lands 1941.
Eftir kennaraprófið kynnti hann sér
síma- og radíótækni hjá Landssíma
íslands og tók við starfi stöðvarstjóra
landssímastöðvarinnar á Höfn árið
1945. Því starfi gegndi hann þar til
hann lét af störfum fyrir aldurssakir.
Jafnframt starfi stöðivarstjóra sinnti
hann um tíma flugradíóinu fyrir
Fiugráð og endurvarpsstöð Ríkisút-
varpsins á Höfn. Sömuleiðis stundaði
hann kennslu um skeið og var próf-
dómari í samræmdum prófum
grunnskólans.
Á Höfn kynnist Óskar eftirlifandi
konu sinni Guðbjörgu Gísladóttur frá
Breiðdalsvík. Hún er dóttir Ingibjarg-
ar Guðmundsdóttur og Gísla Guðna-
sonar póst- og símstjóra þar. Þau
giftu sig á tvítugsafmæli Guðbjargar
14. janúar 1947. Óskar og Guðbjörg
eignuðust fimm böm og eru fjögur á
lffi. Elst er Ingibjörg, gift Auðuni Kl.
Sveinbjömssyni lækni. Þau búa á
Álftanesi og eiga þrjár dætur. Helgi
Óskar framkvæmdastjóri, giftur
Krístínu Þorkelsdóttur. Heimili
þeirra er í Kópavogi og eiga þau þrjár
dætur. Þröstur skrífstofumaður á ísa-
firði, kona hans er Guðrún Karlsdótt-
ir. Yngst er Svala, í sambúð með
Bjama Sævarí Geirssyni húsasmíða-
meistara og verktaka á Höfn og eiga
þau eina dóttur. Næst elstur var Gísli,
sem lést aðeins 10 ára gamall úr
krabbameini árið 1960. Gísli var
hraustur og efnilegur drengur þar til
hinn illvígi sjúkdómur lagði hann að
velli. Þau læknavísindi, sem þá vom
þekkt bæði innanlands og utan,
megnuðu ekki að bjarga honum. Það
var þungbært fyrir foreldra, systkini,
aðstandendur og vini að sjá á eftir
þessum bjarta og fallega dreng. Það
var og er þeim Óskari og Guðbjörgu
huggun harmi gegn að eiga bamaláni
að fagna. Öll böm þeirra hjóna bera
þess vitni að hafa fengið hollt vega-
nesti í uppeldinu.
Ég var svo lánsamur að eiga meira
og minna samleið með Óskari allt frá
því ég man fyrst eftir mér og fram á
síðustu ár. Símstöðin og heimili hans
stóðu gegnt æskuheimili mínu. Á
þeim tíma var heil kynslóð fólks á
aldur við Óskar og Guðbjörgu nýbúin
að stofna heimili í Nátthaganum sem
við kölluðum alltaf Höfðann. Þama
var bamafjöldi á nánast hverju heim-
ili og samgangur milli fjölskyldna
mikill. Helsti leikvöllur okkar fyrir
utan fjörumar var Póstlóðin. Eins og
með aðra túnbletti fengu fjáreigend-
ur að nýta Póstlóðina til beitar í sauð-
burðinum og sláttar að sumri. Það
leyndi sér ekki að Óskari fannst erfitt
og var jafnan tregur að stöðva leiki
okkar og víkja okkur af túninu. Þessi
viðbrögð Óskars komu ekki á óvart,
því uppeldismál og aðstæður bama
og unglinga vom honum sérstaklega
hugleikin. Hann var gæslumaður
bamastúkunnar Rósarinnar til
margra ára. Starfsemi stúkunnar var
um tíma nánast eina tómstunda- og
félagsstarfið fyrir böm og unglinga á
Höfn. Ég á góðar minningar frá þátt-
töku minni í stúkunni og minnist
fjölmargra fræðslu- og skemmti-
funda og ekki síður tjald- og útilegu-
ferða upp í Lón og inn að Þveit. Þá
voru þau hjón bæði með í för og fyrir
okkur krakkana voru það ævintýra-
ferðir og kærkomin tilbreyting. í
mínum huga sneri þetta starf Óskars
ekki eingöngu að bindindisfræðslu,
heldur einnig að almennu uppeldis-
starfi og sýndu þau hjón í verki áhuga
og umhyggju fyrir æskufólkinu. Eg
hef alla tíð borið mikla virðingu fyrir
þessum störfum Óskars. Þetta vom
ekki einu afskipti Óskars af rnálefh-
um æskunnar. Hann tók virkan þátt í
starfi Ungmennafélagsins Sindra og
Ungmennasambandsins Úlfljóts og
gegndi formennsku í þeim um tíma.
Óskar var mikill reglumaður og
samviskusamur. Þessir mannkostir
hans urðu til þess að til hans var leit-
að með liðveislu og forystu á mörg-
um sviðum. Hann var þannig gerður
að vilja Ieggja öllum góðum málum
lið. Þrátt fyrir að vera þátttakandi í
fjölmörgum tímafrekum og erfiðum
verkefrium, leysti hann þau ávallt vel
af hendi og af þeirri trúmennsku sem
var áberandi í fari hans.
Ómögulegt er að gera tæmandi skil
öllum þeim málum sem Óskar kom
að, en hér verður getið þeirra helstu.
í stjóm Kaupfélags Austur-Skaftfell-
inga var Óskar kosinn 1949 og átti
þar sæti í 30 ár. Fyrst sem varafor-
maður stjómar og síðar sem stjóm-
arformaður. Hann var fulltrúi kaupfé-
lagsins í ýmsum nefndum, stofnun-
um og fyrirtækjum, m.a. sat hann í
stjóm SlS.
Formaður Framsóknarfélags Aust-
ur-Skaftfellinga var Óskar um árabil
og skipaði efsta sæti á lista þeirra í
femum hreppsnefndarkosningum á
Höfn. Hann var oddviti í öll þessi ár
eða frá 1966-82. Jafnframt setu í
hreppsnefnd valdist Óskar í ýmsar
nefndir og ráð fyrir sveitarfélagið, svo
og í stjómir fjölmargra stofnana og
fyrirtækja, m.a. í stjóm Sambands
sveitarfélaga í Austurlandskjördæmi
og byggingamefndir Heilsugæslu-
stöðvarinnar og Heppuskóla. Það var
lærdómsríkt fyrir mig, hálfgerðan
ungling, að setjast í hreppsnefnd
undir stjóm Óskars og með öðrum
góðum mönnum'sem þar sátu. Það
var dýrmætur félagsmálaskóli sem ég
minnist alltaf með þakklæti.
í ágreiningsmálum reyndi Óskar
ávallt að finna samningaleiðir. Ég
held að honum hafi liðið illa ef ekki
náðist samkomulag og niðurstaða,
sem allir gátu unað við. Samt gat
hann verið fastur fyrir þegar honum
þótti það viðeigandi, en fór afskaplega
vel með það að ná fram sínum vilja.
Hann var vel máli farinn, rökfastur
og skipulagður í umræðum og góður
ræðumaður.
f eðli sínu var Óskar mikill jafriaðar-
maður og sannur samvinnumaður.
Hann hafði ríka samúð með þeim
sem minna máttu sín og voru undir í
lífsbaráttunni og vildi rétta hlut
þeirra eftir mætti.
Skömmu eftir að Höfn varð sveitar-
félag var stofnaður sérstakur söfnuð-
ur þar. Á fyrsta fundi safnaðarins var
Óskar kjörinn safnaðarfulltrúi og
gegndi því starfi til síðasta dags eða í
40 ár. Jafnframt sat hann í sóknar-
nefnd um tíma. Nýr söfnuður þurfti
kirkju og aðstöðu fyrir safnaðarstarf-
ið og hafði Óskar forystu í þeim mál-
um. Hann var formaður byggingar-
nefndar Hafnarkirkju, sem vígð var
1966. Ég er sannfærður um að í þess-
um störfum leið Óskari vel, því hann
sótti styrk í trúna og boðskapur
meistarans átti sterk ítök í hugarþeli
hans eins og finna mátti í samskipt-
um og umgengni hans við náungann.
Óskar var áhugamaður um norræna
samvinnu og var konsúll Dana hér
um nokkurt skeið. Fyrir þau störf var
hann sæmdur riddarakrossi Danne-
brogsorðunnar.
Áhugamaður um fþróttir og útivist
var Óskar alla tíð og á seinni árum
hafði hann mikla ánægju af að spila
golf. í Golfklúbbnum eins og annars
staðar var hann kallaður til starfa og
var þar meðal annars formaður í tvö
ár.
Ótalin er þátttaka hans í Lionshreyf-
ingunni um langt árabil. Á þeim vett-
vangi starfaði hann dyggilega og
gegndi þar helstu trúnaðarstörfum í
hreyfingunni.
Með víðtækri þátttöku sinni í félags-
málum héraðsins hefur Óskar haft
ómæld áhrif á þróun og framtíð þess.
Á þessum tíma hefur Höfn vaxið úr
þorpi í myndarlegan bæ. Hann hafði
mikinn metnað gagnvart uppgangi
og framtíð byggðarlagsins og ég veit
að honum leið vel að sjá og finna að
fólk vildi setjast hér að. Það var stað-
festing þess að ekki hafði verið til
einskis unnið.
í pólitík og félagsmálum fer ekki hjá
því að fólk sé gagnrýnt og fundið að
ákvörðunum þess og störfum. Það er
með ólíkindum að maður með af-
skipti af öllum þeim málum sem Ósk-
ar hafði, skuli ekki hafa verið um-
deildari en raun ber vitni. Ég hygg að
þar vegi þyngst að allir treystu heið-
arleika hans og trúmennsku og að öll
störf sín, smá og stór, vann hann af
einstakri prúðmennsku og tillitssemi
við samferðafólkið. Sömuleiðis var
hann afskaplega hlý manneskja og
mér fannst alltaf bjart yfir honum.
Það á vel við að segja um Óskar að
hann var drengur góður. í mínum
huga var hann sannur heimsborgari.
Allt frá því að ég man fyrst eftir Ósk-
ari fannst mér hann lítið eldasL Hann
bar aldurinn einstaklega vel. Það var
aðeins nú á allra síðustu árum að
maður sá honum brugðið vegna sjúk-
leika.
Alla tíð naut Óskar mikils stuðnings
frá Guðbjörgu og fjölskyldunni. Það
fór ekki framhjá okkur samferðafólki
þeirra að þau voru samrýnd og sam-
taka í öllu sem þau tóku sér fyrir
hendur og nutu þess að vera samvist-
um við öll tækifæri.
Á sjötugsaftnæli Óskars 14. septem-
ber 1987 var hann sæmdur nafnbót-
inni heiðursborgari Hafnar. Á þann
hátt var honum sýnd viðeigandi virð-
ing og þakklæti fyrir mikil og heilla-
drjúg störf í þágu byggðarlagsins.
Á kveðjustund stöndum við Hafnar-
búar og Austur-Skaftfellingar allir í
þakkarskuld við Óskar Helgason. Um
Ieið og honum eru þökkuð mikil og
fómfús störf sendum við Guðbjörgu,
bömum, fjölskyldum þeirra og öðr-
um aðstandendum innilegar samúð-
arkveðjur á sorgarstundu.
Guð blessi minningu Óskars Helga-
sonar. Albert Eymundsson,
forseti bæjarstjómar Hafnar
Heiður Baldursdóttir
Fædd 31. maí 1958
Dáin 28. maí 1993
Hugsjónakonan Heiður Baldursdótt-
ir, sérkennari og rithöfundur, er horf-
in sjónum okkar, en mynd hinnar að-
sópsmiklu og hrífandi stúlku mun lifa
með okkur alla tíð.
Hún barðist hetjulega til hinstu
stundar, en 28. maí sl. lét hún undan
hinum illvíga sjúkdómi sem fyrst varð
vart 1992 og hún virtist hafa sigrast á.
En eftir sl. áramót kom hún skyndi-
Iega fárveik frá Bandaríkjunum, þar
sem hún var við meistaranám í sér-
kennslufræðum.
Þótt mér væri ljóst að Heiður væri
mikið veik, setur mann hljóðan við
slíka harmafregn. Aðeins 20 dögum
áður, laugardaginn 8. maí, hafði ég
hitt Heiði ásamt manni hennar
Ómari, á skólasýningu í Réttarholts-
skóla. Þannig var hún með hugann
við skólamálin til sfðustu stundar. Ég
frétti einnig af henni 19. apríl þar sem
hún var að lesa upp úr handriti nýrrar
bókar sinnar fyrir böm í Melaskóla.
Þannig vann hún að ýmsum hugðar-
efnum á meðan nokkrir kraftar leyfðu.
Foreldrar Heiðar, Þórey Kolbeins og
Baldur Ragnarsson, voru bæði bekkj-
arsystkini mfn úr Menntaskólanum á
Akureyri og góðir vinir. Ég hafði dval-
ið nokkur ár erlendis og sá því ekki
Heiði fyrr en hún var nokkurra ára
hnáta og ég minnist þess sérstaklega
hvað mér fannst hún skýrt og gerðar-
legt bam með þessi pírðu, glettnis-
legu augu og glaðlegt fas. Heiður var
alla tíð afburða námskona, hljóp yfir
bekk til að ljúka Iandsprófi og lauk svo
stúdentsprófi á tveimur og hálfu ári
frá Menntaskólanum í Hamrahlíð.
Á þessum ámm tók Heiður mikinn
þátt f félagsmálum og félagsstarfi og
kom þá í ljós að hún var kröftugur
málsvari lítilmagnans og vildi meiri
jöfnuð í þjóðfélaginu, eins og raunar
alla tíð og ljóslega kemur fram í bók-
um hennar.
Heiður hélt síðan til náms í KHÍ og
lagði stund á kennslu um nokkurt
skeið, m.a. í Safamýrarskóla. En hún
lét ekki staðar numið, heldur fór
áfram í framhaldsnám í sérkennslu-
fræðum og lauk BA-prófi vorið 1990.
Fór mikið orð af góðri ffammistöðu
hennar og forgöngu á þessum vett-
vangi. Heiður hélt síðan ásamt manni
sínum, Ómari Harðarsyni stjómmála-
fræðingi, og tveimur dætrum til
Bandaríkjanna til frekara framhalds-
náms í New Jersey.
Það kvað mikið að Heiði hvar sem
hún fór og hún vildi byggja skoðanir
sínar á rökum. Því var hún sífellt leit-
andi, vildi umræður um málefni eins
og skólamál, varpaði fram athyglis-
verðum spumingum og vildi rann-
sóknir til að fó óyggjandi svör. Það var
gefandi þegar hún hringdi til að ræða
skólamál sem henni lágu á hjarta.
Hún þoldi ekki misrétti og ef maður
hitti hana á fundum, hafði hún alltaf
eitthvað nýtt ffarn að færa.
Það má með sanni segja að Heiður
bjó yfir mikilli hugmyndaauðgi og var
gædd sérstökum frásagnarhæfileikum
og ritfæmi. Það hefur hún ekki langt
að sækja, því báðir foreldrar hennar
em auðugir af þeim hæfileikum. Sam-
hliða námi og heimilisstörfum afrek-
aði Heiður að skrífa margar bækur á
stuttum tíma, en segja má að opinber-
lega uppgötvuðust fyrst rithöfundar-
hæfileikar hennar þegar hún fékk
bamabókaverðlaun fyrir fyrstu bókina
sína ,ÁIagadalurinn“, 1989 frá Vöku-
Helgaífelli. Síðan hafa þegar komið út
þrjár bækur og sú fimmta er nú tilbú-
in f handriti og væntanleg er útkoma
hennar með haustinu. Auk þess var
gefin út eftir hana hjá Námsgagna-
stofnun bókin ,Að lesa umhverfið",
myndskreytt eftir Halldór bróður
hennar.
Það er mikill missir fyrir alla að slfk
mannkostastúlka falli frá á besta aldri.
Kennarar hafa misst baráttukonu, en
vilja nú minnast hennar með þátttöku
f stofnun minningarsjóðs sem vinna
mun að rannsóknum í anda hennar.
Bömin, sem hefðu notið frásagnar
hennar í kennslu og með lestri á fleiri
góðum bókum hennar, fara mikils á
mis. Sárastur er þó söknuður eigin-
mannsins, Ómars, og ungu dætranna
tveggja, þeirra Brynhildar og Þóreyjar
Mjallhvítar.
Elsku Þórey, Baldur og fjölskyldan
öll, megi góður guð gefa ykkur styrk í
þessum sára söknuði.
í minningu Heiðar koma þessar ljóð-
línur Tómasar Guðmundssonar í hug-
ann:
En meðan árin þreyta hjörtu hirma
sem horfðu efíirþér í sárum trega,
þá blómgast enn og blómgast ævinlega,
þitt bjarta vor i hugum vina þirma.
Áslaug Brynjólfsdóttir
Hallgrímur Sigurvaldason
Látinn er Hallgrímur Sigurvaldason
bóndi á Eiðsstöðum í Blöndudal. Hall-
grímur var fæddur í Gafli í Svínadal 6.
apríl 1917, sonur hjónanna Guðlaug-
ar Hallgrímsdóttur og Sigurvalda Jós-
efssonar. Hallgrímur var þriðji í ald-
ursröð 10 systkina. Foreldrar hans
vom bláfátæk og bjuggu á snjóþungu
fjallakoti. Bæði vom þau hjón úrvals-
manneskjur, Guðlaug skynsöm kona
og hafði notið menntunar umfram
það sem þá gerðist Hafði hún verið f
þremur skólum. Sigurvaldi var glæsi-
menni og afrendur að afli. Lífsbarátta
þeirra var harðari en nútímafólk
þekkir. Systkinin vöndust mikilli
vinnu strax á bamsaldri. Fjölskyldan
fluttist að Eldjámsstöðum í Blöndu-
dal og þar ólst Hallgrímur upp að
mestu. Éldjámsstaðir vom erfið jörð
til búskapar og lá undir miklum
ágangi afréttarpenings. Örðugt var
um heyskap og aðdrættir allir tíma-
frekir og um torleiði að fara.
Með þrotlausri vinnu og samheldni
tókst fjölskyldunni að komast til
bjargálna. Jarðnæði var þröngt á Eld-
jámsstöðum og tveir elstu bræðumir,
Jósef og Hallgrímur, keyptu næstu
jörð, Eiðsstaði, og haífa búið þar tveir
einir langa hríð. Samheldni þeirra
bræðra var einstök og aldrei varð þess
vart að þeim yrði sundurorða. Þeir
bræður vom þó ólíkir að skaphöfn, en
ágætir báðir.
Hallgrímur var afrendur að afli og
einstakur maður að dugnaði og
vinnuþreki. Hann var mikill skap-
maður og tilfinninganæmur, en glað-
sinna, orðheppinn og hnyttinn í til-
svömm. Gestrisni þeirra Eiðsstaða-
bræðra var viðbmgðið og hafði maður
það á tilfinningunni að þeim væri
gerður stórgreiði ef mann bar þar að
garði. Það sem þó einkenndi Hallgrím
öðm fremur var mjög sterkt trygg-
lyndi. Hallgrímur var ekki allra vinur,
en þeir sem eignuðust vináttu hans
áttu hana heila. Hjálpfysi og greiða-
semi vom sjálfsagðir hlutir og nutum
við nágrannar hans þess alla tíð.
Ég hef átt Hallgrím að nágranna og
vini allt mitt líf. Ég minnist þess frá
bamæsku þegar hann kom heim til
mfn aufúsugestur, síðan höfum við
unnið saman margan daginn og
glaðst saman iðulega. Það var gaman
að vera f verki með Hallgrími. Hann
var óvílinn og ákaflega kappsamur.
Mér þótti mikill sigur þá sjaldan mér
tókst að halda til jafhs við hann í
verki. í hugann koma glaðir og góðir
dagar fullir með sólskin og hlýju.
Snjallyrði Hallgríms hafði maður
heim með sér að kveldi og það nesti
entist marga daga.
Hallgrímur var bóndi allan sinn ald-
ur. Honum var það kappsmál að gera
vel við skepnur sínar. Hann vildi ffern-
ur eiga skepnur vel fóðraðar í sæld en
að hafa uppúr þeim. Hallgrímur bjó
sér til skemmtunar fremur en að
hann hygðist efnast á búskapnum.
Nú er Hallgrímur allur. Ég sakna
vinar í stað. Ég þakka margra áratuga
vináttu og gott nágrenni. Þakka greið-
vikni, ærlegheit og trygglyndi. Ég
færi Jósef á Eiðsstöðum og aðstand-
endum Hallgríms öðrum innilegar
samúðarkveðjur. í hugum okkar lifir
minningin um góðan dreng og traust-
an vin.
Páll Pétursson