Tíminn - 12.06.1993, Qupperneq 22

Tíminn - 12.06.1993, Qupperneq 22
22 Tíminn Laugardagur 12. júní 1993 Axel Thorarensen Fæddur 24. október 1906 Dálnn 14. maí 1993 Jiínir vinir fara fjöld, feigðin þessa heimtar köld. Ég kem eftir, kannske í kvöld, með klofínn hjálm og rofínn skjöld, brynju slitna, sundrað sverð og syndagjöld.“ Svo kvað Bólu-Hjálmar við fráfall látins samferðamanns og vinar, á gamals aldri. Þessi tilvitnuðu kveðju- og saknað- arorð skáldsins í Bólu komu mér í hug þegar ég heyrði sagt lát Axels á Gjögri snemma dags þann 14. maí s.l. á sjálfan vinnuhjúaskildagann. Hann hafði tekið daginn snemma til vistaskiptanna. — Axel á Gjögri, þessi þjóðkunni maður, sem alið hafði allan sinn aldur á sama heim- ilinu í einni af útkjálkasveitum þessa lands, var allur. Og margan setti hljóðan, nær og fjær. Við þessi þáttaskil langar mig að minnast þessa sveitunga míns og vinar með nokkrum orðum. Finn þó að „mér er orðið stirt um stef', svo ég vitni aftur til sama höfundar, og því óvíst hvernig til tekst. Axel var orðinn háaldraður og lík- amsþrek hans farið að dvína. Eink- um átti hann orðið erfitt um gang. Fæturnir voru bilaðir. Samt var hann hress og hélt vel sínum mann- dómseinkennum. Málhress og jafn- an til viðtals um menn og málefni hversdagsins og þá ekki síður um liðna tíð og tíma, sem hann mátti muna tvenna í orðsins fyllstu merk- ingu. Skyndilegt lát hans kom á óvart og manni hnykkti við. Daginn áður hafði hann verið á sjó með Jak- ob syni sínum að huga að hrogn- kelsanetum þeirra feðga, og allt í lagi með hann. — Hann var á sínum stað eins og brimsorfinn klettur sem stendur af sér skvettur brim- óðrar tilverunnar og haggaðist ekki hverju sem fram fór, sáttur við Guð og menn. Margir urðu til að tala við hann bæði fjær og nær, ræða við hann um daginn og veginn sér og honum til dægrastyttingar í einveru hans. Hann var ræðinn og hafði frá mörgu að segja með þeirri frásagn- argleði, sem honum var gefin, með gamansömu ívafi. En alltaf var þó eitthvað ósagt í lokin, sem gat þá orðið umtalsefni síðar. — En skyndilega og óvænt var nú höggvið á lífsþráð hans. Og menn setti hljóða. — Brestur var kominn í samfélagskeðjuna, sem ekki yrði endurbættur. Margt hafði breyst við andlát gamals og lífsþreytts manns. Minningarnar voru margar sem ósjálfrátt rifjuðust upp meðal sveit- unga hans, barna hans og barna- barna, ættingja og vina vítt um land, sem kynnst höfðu þessu nátt- úrubami persónulega og af afspurn þó ekki hefði hann gert víðreist um dagana. Á morgni vinnuhjúaskildagans hafði Axel vaknað og búist til að klæða sig og mæta nýjum degi eins og venjulega. En áður en hann hafði klæðst til hálfs var kallað á hann til nýrrar vistar af herra lífs og dauða. Undan því kalli varð ekki vikist. Stundin var komin. Langri og far- sælli ferð hans meðal okkar lokið. Hann var ekki lengur meðal okkar. Vinir og sveitungar áttu ekki lengur sama aðgang að honum til skrafs og ráðagerða. — Það var æði stór brestur í okkar litla samfélagi. Eflaust hefur Axel verið farinn að hugsa til þessara vistaskipta, sem allir verða að gangast undir, fyrr eða síðar, og þau honum að vissu leyti kærkomin. En hann hafði engin orð um það. Honum hafði lærst sú list og átt þá hugró, „að láta hverjum degi nægja sína þjáning" eins og segir í helgri bók, það er að taka hverjum degi og aðsteðjandi at- burðum með ró og jafnaðargeði og án æðru með þeirri vissu, að allt sé í Gjögri herrans hendi. Og mig grunar að honum hafí fundist lífsförunautur- inn horfni vera farin að kalla meira á hann en hann lét uppi. Það tók hann ekki langan tíma að láta niður í „ferðakoffortið" sitt — svo ég haldi mig enn við samlíkinguna um vista- skipti fyrri tíma. — Svo skyndilegt andlát gamals og slitins manns er útaf fyrir sig þakkar- og fagnaðar- efni. Að vera kallaður áður en lík- amlegir og andlegir kraftar eru þrotnir og armóður ellinnar í sínum mörgu myndum hefur gert jarðvist- ina lítt bærilega er vissulega þakk- arefni öllum sem þar standa að. Það er gott að vera kallaður á guðs síns fund áður en þeir fjötrar leggjast að líkama og sál. Axel var fæddur á Gjögri í Árnes- hreppi á Ströndum þann 24. októ- ber 1906. Foreldrar hans voru Jakob Jens Thorarensen bóndi á Gjögri og kona hans, Jóhanna Sigrún Guð- mundsdóttir, Pálssonar í Kjós í Ár- neshreppi, sem hin fjölmenna Pál- sætt er kennd við. — Jakob á Gjögri, faðir Axels, var sonur Jakobs kaup- manns Thorarensen á Reykjarfirði (Kúvíkum) og konu hans, Guðrúnar Óladóttur Víborg, hins ríka í Ófeigs- firði. Jakob Thorarensen á Kúvíkum var landskunnur athafnamaður á sinni tíð. Rak umfangsmikla verslun, út- gerð og landbúskap á Kúvfkum og stóð veldi hans með blóma langa hríð, en á síðustu árum ævi hans gengu efni hans til þurrðar. Hann var máttarstólpi og atkvæðamaður um stjórn sveitarmála um sína daga, allt fram á síðustu ár ævi sinn- ar. Stórbrotinn maður, stór til orðs og æðis, en drenglundaður. Hann var stórættaður. Stefán Þórarins- son, amtmaður á Möðruvöllum, og kona hans, Ragnheiður Vigfúsdóttir frá Hlíðarenda, systir Bjarna Thor- arensen skálds og amtmanns, voru föðurforeldrar Jakobs á Kúvíkum, og Katrín Hafstein, móðir Jakobs á Kúvíkum, var föðursystir Hannesar Hafstein, ráðherra. Allt var þetta fólk mikilsháttar og kjarnyrt. Er það kynfylgja þessarar ættar samfara skáldgáfu, sem komið hefur fram í þeim ættum, en verður ekki rakið hér frekar. Jakob á Gjögri, faðir Axels, hafði lært úrsmíði á ungdómsárum sín- um. Stundaði hann þá iðn í tóm- stundum ásamt búskap og sjósókn á Gjögri, eftir að hann settist þar að árið 1905. — Áður en Jakob á Gjögri gekk að eiga Jóhönnu frá Kjós hafði hann átt tvö börn með Vilhelmínu Gísladóttur frá Stóra-Fjarðarhorni. Þau voru Jakob Thorarensen skáld og Jakobína kaupkona á Hólmavík. Þau Jakob á Gjögri og Jóhanna kona hans eignuðust sjö börn, þrjá syni og fjórar dætur. Öll eru þau nú dáin nema Karl, sem býr nú á Sel- fossi, en bjó nokkur ár á Gjögri ásamt bræðrum sínum, Valdimar og Axel. Var Axel þriðji í aldursröð þeirra systkina. Jörðin Gjögur er ekki stór land- jörð. Þar heima við eru litlir mögu- leikar til ræktunar og ströndin mest blásnir melar og hraunhólar. Heimatúnið mest hólar og dældir sem illt var að umbæta. Engjar jarð- arinnar voru blautir flóar uppi á hálsinum milli Gjögurs og Reykja- ness, austan Gjögurvatns. Með nýrri tækni og tækjum voru á síðari árum ræktaðir upp melar, sem liggja út undir flugvellinum. Landbúnaður var því smár í sniðum á Gjögri. — En hún var öllum jörðum f sveit- inni, og þó víðar væri leitað, betur sett og fallin til sjósóknar, þó hafn- laus væri. Á því byggðust gæði hennar og gerðu hana að stórri verstöð fyrr á öldum og allt fram á miðja þessa öld. Þar var margt manna, 60-80 manns búsett þar, og hafði lífsframfæri sitt af sjósókn, og bátar komu þangað að til útræðis frá öðrum stöðum um lengri eða skemmri tíma, að ógleymdri há- karlaútgerðinni fyrrum, sem gerði Gjögur að land- og sögufrægri verstöð. Það var því mannmargt á Gjögri allt fram á fjórða og fimmta áratuginn er fólkið fór að flytjast þaðan til annarra staða á landinu þar sem lífsskilyrði og þægindi voru þá orðin betri. Gjögur má muna fífil sinn fegri. Nú eru þar aðeins þrír einhleypir menn eftir á Gjögri. Það er sorglegt til þess að hugsa hvernig komið er. — Slík er saga íslenskrar byggðar vítt um land. Þar hjálpast margt að: Fláráður tíðarandi og því fláráðari aðgerðir stjórnvalda í mörgum myndum. íslenskri byggð er að blæða út. Múgmennskan er sett í öndvegi þar sem hver snýst um annan þveran í iðandi kös. — Af því var Axel ekki hrifinn í það eina skipti sem honum gafst tækifæri til að sjá dýrðina. í þessu umhverfi ólst Axel upp með foreldrum sínum og systkinum til fullorðins ára er hann stofnaði sitt eigin heimili. Og þar átti hann heima alla sfna ævidaga og gerði ekki víðreist. Hann fór t.d. aldrei í vinnu á Djúpuvík þegar mest var þar um að vera og nær ailir nágrannar hans á Gjögri sóttu þangað vinnu sér til framfæris, að mestu leyti. Að- eins eina langa ferð fór hann að heiman og þá til Reykjavíkur. Kom það þó ekki til af góðu. Hann varð fyrir því óhappi að fótbrotna heima hjá sér er hann var að fara út að lesa af mælum Veðurathugana, sem hann annaðist um fjölda ára. Þetta var um hávetur og svelluð jörð. Vonskuveður var í aðsigi og mátti engu muna að flugvél, sem kölluð var til að koma honum í læknis- hendur, tækist að lenda. — Flug- völlur var þá löngu kominn á Gjög- ur. Var sú fluglending okkur enn ein sönnun þess hvert lán var yfir okkur þegar slik bráðatilfelli báru að höndum, svo að helst mátti líkja við kraftaverk. — En það er önnur saga. — f Reykjavík var gert að slysi hans. Þegar hann komst á ról urðu góðir menn og konur til að sýna honum dýrð borgarinnar. Hann virti það allt fyrir sér með undrun, en Iét ekki mikið yfir dýrðinni. Þegar hann var leiddur að turni Hallgrímskirkju og athygli hans vakin á hæð hans, varð honum að orði: „Hvað? Gjögur- svitinn er miklu hærri." Upp í hann hafði Axel oft farið til eftirlits og ekki alltaf í blíðu veðri. Minntist Axel oft þeirrar ferðar sinnar og þess hlýhugs, sem honum mætti þar, með ánægju og þökk. — Á sjúkrahúsinu bast hann þeim kunningjaböndum við stofufélaga sína, að þeir, sumir, héldu uppi sam- bandi við hann, upp frá því. Og einn þeirra hefur komið norður á Gjögur nær árlega til að endurnýja og hressa upp á kunningsskapinn. Hann var þeirrar gerðar að hann gleymdist ekki þeim sem einhver kynni höfðu af honum. Aðrar ferðir út úr sveit sinni held ég hann hafi ekki farið, nema einusinni til Drangsness að hitta þar vini og kunningja. — Heima á Gjögri var best. Þar átti hann heima og undi sér best. Frá blautu barnsbeini tengdist líf hans og störf sjónum. Þeir voru ekki orðnir háir í loftinu drengirnir á Gjögri þegar þeir fóru að fara á sjó með feðrum sfnum til að draga björg í bú þeirra, og svo var um Ax- eí. Þannig vöndust þeir sjó og sjó- sókn og urðu eftirsóttir í skiprúm í öðrum verstöðvum, þegar þeir höfðu þroska til að fara að heiman. En í það lagði Axel aldrei, þó hann væri engu síður en aðrir vel fær um það. Hann kaus að vera heima og vinna fyrir sér og sinni fjölskyldu á heimaslóð. Frá Gjögri er mjög hægt til sjó- sóknar. Stutt á góð fiskimið, bæði á fjörðinn þar sem fiskur gekk árlega inn og eins var skammt á góð fiski- mið úti í flóanum, meðan fiskigöng- ur voru með eðlilegum hætti. En það þurfti þrek og þolgæði til að stunda róðra á smáum árabátum áð- ur en trillur komu til sögunnar. í þeirri viðureign hertist margur við árina og varð slyngur að aka seglum eftir vindi. Allt þetta Iærði Axel vel. En mörg áratogin var hann búinn að taka þegar hann fékk vél í bátinn sinn, þá komið fram á sjötta áratug- inn. Lófar hans voru þá orðnir sigg- grónir af að handleika árar og færi. Það sigg fór ekki úr höndum hans þó árunum væri sleppt. Allt líf Axels tengdist sjónum og sjósókn frá blautu barnsbeini til síð- asta dags í Iffi hans. Þar kunni hann við sig og sat ekki af sér ef á sjó gaf og nokkur von var um fisk. Hirti hann lítt um hvort var rúmhelgur eða helgur dagur ef veður gaf á sjó. Sjálfur sagði hann, ef í tal barst um helgarsjóferðir hans, í gamni eða al- vöru, að aldrei gæfist sér betur afli úr sjó en þá daga er aðrir voru að fara í kirkju. Og sér blessaðist ekki síður sá afli en annar. Axel fór ungur að handleika byssu og skjóta bæði fugl og sel. Aflaði hann drjúga björg í bú sitt með þeim hætti. Fékk hann snemma orð á sig að vera afburða skytta. Þeirri hæfni hélt hann með undraverðum hætti allt fram á síðustu ár er sjón- in fór að daprast. Aldrei varð matar- skortur í búi Axels. Veiðimannseðli hans og heppni sá um það. Axel festi ungur ráð sitt og setti saman eigið heimili. Kona hans var Agnes Gísladóttir á Gjögri. Voru þau systkinabörn. Voru Gísli, faðir Ag- nesar, og Jóhanna, móðir Axels, börn Guðmundar Pálssonar og Guð- ríðar í Kjós. Sambúð þeirra Axels og Agnesar var farsæl. Hún bjó yfir ríkri fórnar- lund og jafnaðargeði og fórnaði sér af umhyggjusemi fyrir bónda sinn og börn sín. Agnes lést fyrir ári síðan. Hafði hún þá verið þrotin að heiisu og kröftum síðustu æviár sín. Hún var heima til dánardægurs og naut umönnunar sona sinna jafn- framt því sem Axel gerði sitt til að vera hjá henni og annast hana. Þau Axel og Agnes eignuðust 9 börn. Fyrsta barn þeirra andaðist fárra vikna gamalt. Hin komust öll til fullorðinsára og eru á lífi nema elsti sonurinn, Ölver, sem lést úr krabbameini 1982, þá 47 ára að aldri. Þau, sem til aidurs komust, voru: Jóhanna Sigrún, f. 1932. Gift Bene- dikt Bent, dönskum manni. Búa í Rvík. Ölver, f. 1935. Dáinn. Ólafur Gísli, f. 1938. Heima á Gjögri. Sjómaður. Ógiftur. Steinunn, f. 1940. Gift Ólafi Grét- ari Óskarssyni. Búa í Reykjavík. Kamilla, f. 1943. Gift Rósmundi Skarphéðinssyni. Búa á ísafirði. Olga Soffía, f. 1945. Gift Sveinbirni Benediktssyni. Búa á Krossi í Land- eyjum. Jakob Jens, f. 1949. Ógiftur, heima á Gjögri. Elva, f. 1955. Ógift. Býr á ísafirði. Bræðurnir Jakob og Ólafur hafa verið heima og haldið heimili með foreldrum sínum. Þeir hafa sýnt for- eldrum sínum umhyggju og forsjá og gert þeim kleift að vera heima eftir að heilsa þeirra og líkamsþrek fór þverrandi. Fyrst móður sinni síðustu æviár hennar og síðan föður sínum þar til hann var kallaður. Hafa þeir í því sýnt mikla ræktar- semi og veitt þeim alla þá aðhlynn- ingu, sem þeir gátu, af fórnfúsri umhyggju og með því áunnið sér þakkir frá ættingjum sínum og sveitungum. Heima vildu þau vera þar til yfir Iyki. Þá ósk fengu þau uppfyllta með þeirra hjálp og fórn- fúsri umönnun þeirra. Kom það meira í hlut Jakobs, enda hann meira heimavið. í því, sem ég hefi hér að framan sagt um Axel á Gjögri, hefi ég getið um ætt hans og uppruna, f stórum dráttum, og brottför hans af þessum heimi og fjölskyldu hans. Úr því hef- ur tognað nokkuð. Þó er ótal margt ósagt um hann, sem eftir situr í minningunni við þau leiðarlok, sem orðin eru, sem vert er að minnast, þegar hann er kvaddur hinstu kveðju sveitunga hans, sem var honum nær jafnaldra, aðeins einu og hálfu ári eldri, og hafði haft meiri og minni kynni af honum frá unglingsárum okkar til hans hinsta dags, þó leiðir okkar lægju ekki dag- lega saman. Það var svo margt í fari hans sérstætt og eftirtektarvert, sem kemur fram í hugann og vert er að minnast að leiðarlokum. Það voru ótrúlega margir, vítt um land, sem höfðu veruleg kynni af Axel, þó hann væri lítt á faraldsfæti utan síns heimaranns. Hann var orðinn hálfgerð þjóðsagnapersóna, ekki síst hin síðustu árin. Hann gleymdist engum sem sá hann og heyrði. Axel var meðalmaður á hæð, þrek- inn, breiður um herðar og þykkur undir hönd, handleggir gildir, hend- urnar þykkar, enda þjálfast við róð- ur og vos. Andlitið snemma rúnum rist af sædrifi og að rýna í vind og báru. Yfir því hvíldi að jafnaði mild- ur svipur og glettni í brosi og aug- um. Þó engar aflraunasögur hafi farið af honum, þá er ég viss um að hann hafi verið rammur að afli og átaksgóður þegar þess þurfti við. — Hann var dagfarsprúður og óáreit- inn við aðra, hressilegur og hispurs- laus í framkomu og viðræðuglaður og gerði engan mun á því við hvern hann talaði. Hann hafði sínar ákveðnu skoðanir á málefnum og mönnum og lét þær hispurslaust í ljósi við hvern sem hann talaði þeg- ar svo bar undir. Hann hafði sterka réttlætiskennd og fylgdi þeim að málum, sem beittu sér fyrir bættum hag alþýðuflokks. Var lengi fram- sóknarmaður, en mun hafa hallast að alþýðubandalagsmönnum hin síðari árin. Hann hafði óbeit á prjáli og sýndarmennsku. Honum var í blóð borið kjarnyrt málfar Thorar- ensen-ættarinnar, sem kom glöggt fram ef honum hitnaði í hamsi. Þar inn í blandaðist kliðmýkt og kímni í frásagnarhætti móðurfrænda hans í Kjósarætt. Það var því mörgum eft- irsóknarvert að eiga tal við hann, heyra hann lýsa skoðunum og hugs- unum sínum á sinn sérstæða hátt. Ef honum mislíkaði við einhvern eða þætti sér misboðið gat hann orðið þykkjuþungur í orðum og skóf þá stundum ekki utanaf orðum sín- um. En það risti ekki djúpt, það reyndi ég sjálfur og aðrir, ef svo bar undir. Eftir að hafa sagt manni tæpitungulaust til syndanna gat hann kvatt viðmælanda sinn þykkjulaust. Og hann heilsaði manni eins og besta vini við næstu samfundi. — Slík var skaphöfn hans. Hann var bindindismaður. Vín kom aldrei innfyrir hans varir. Þegar slíkt barst í tal við hann sagðist hann halda að menn væru nógu vit- lausir fyrir þó þeir gerðu sig ekki vitlausari með víndrykkju. Hann tók drjúgum í nefið. Vandist á það strákur. Gárungar hentu því á milli sín að hann mundi vera mesti nef- tóbaksmaður landsins. Því tók hann vel sem hverju öðru gamni, en hélt það kynni að vera ofsagt. Hélt sig hafa fundið annan sér meiri í því. Þó hann léti drjúgan hrauk á handar- bakið var ekki þar með sagt að það rataði allt á réttan stað. Hann las mikið þegar honum gafst tóm til, allt fram á síðustu ár er sjónin tók að bila. Hann hlustaði

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.