Tíminn - 12.06.1993, Page 28
Áskriftarsími
Tímans er
686300
NYTTOG
FERSKT
DAGLEGA
m
reiðholtsbakarí
VÖLVUFELL113-SlMI 73655
ief
r HÖGG-
DEYFAR
Verslið hjá fagmönnum
GJvarahlutir
Hamarshöfða 1
Trírilnn
LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ1993
Umferðarþungi er mikill á Bústaðavegi en samt er
Fallið frá breikkun Bústaðavegar
Meirihluti skipulagsnefndar borgarínnar hefur fallið frá breikkun
Bústaðavegar frá Háaleitisbraut til austurs að Sogavegi. Guðrún
Jónsdóttir, fulltrúi minnihlutans í skipulagsnefnd, segir að sam-
kvæmt aðalskipulagi hafi alitaf veríð gert ráð fyrír að Bústaðaveg-
ur værí gata með fjórar akreinar.
Eftir því sem Guðrún best veit er
breikkun Bústaðavegar á þessu
svæði á aðalskipulagi borgarinnar
og því finnst henni í meira lagi
skrýtið að skipulagsnefnd skuli gera
að tillögu sinni að fallið verði frá að-
alskipulagi.
Guðrún segir að íbúar í nágrenni
við Bústaðaveg hafi tíðum lagst
gegn breikkun götunnar. Hún segist
hins vegar ekki skilja hvers vegna
allt í einu sé hægt að falla frá breikk-
un Bústaðavegar án þess að það sé
rökstutt á nokkum hátL „Eg hef
ekki heyrt að það séu neinar nýjar
umferðaspár sem ættu að hagga
þörfinni fyrir Bústaðaveg," segir
Guðrún.
Skemmst er að minnast deilna um
fyrirhugaða Fossvogsbraut eftir
samnefndum dal sem sfðan var fallið
frá. í þeim umræðum var bent á að
brýna þörf bæri til að gera umferð
greiðfærari frá austurborginni. Ætla
má að þessi umferð fari að einhverju
leiti um Bústaðaveg. Guðrún álítur
að af þessum sökum sé einnig ein-
kennilegt að falla frá breikkun göt-
unnar. ,J*lér finnst skrýtið að skipu-
lagsnefnd skuli þá ekki gera grein
fyrir því hvað eigi að koma í stað-
inn,“ segir Guðrún.
Þess má einnig geta að við Bústaða-
veg er verslunarmiðstöðin Gríms-
bær sem deilt var um á sínum tíma
þar sem tilvist hennar þótti hindra
að hægt væri að breikka Bústaðaveg
í framtíðinni. í tillögu meirihluta
FiÁKL 14» W
• Komið og reynsluakið
• Gamli bíllinn metinn á staðnum
ÍSAFJÖRÐUR
BÍLALEIGAN ERNIR
Sýnum:
NISSAN PATROL
NISSAN PRIMERA
NISSAN SUNNY
NISSAN SUNNY VAN
NISSAN MICRA
SUBARU IMPREZA
SUBARULEGACY
„ARCTIC EDITION“
PATREKSFJORÐUR
Bifreiðaþjónusta Péturs
Sýnum:
NISSAN PATROL
NISSAN PRIMERA
NISSAN SUNNY
NISSAN MICRA
SUBARULEGACY
„ARCTIC EDITION“
_.=pyL Ingvar
Helgason hf.
^—=.-S=? Sævarhöfði 2, 112 Reykjavík
skipulagsnefndar er borgarskipulagi miðstöðvarinnar á núverandi bíla-
og skrifstofustjóra borgarskipulags stæðum. Það virðist því sem að ekki
falið að gera tillögu þar sem tekið er eigi að breikka Bústaðaveg í nán-
tillit til framtíðaraftiota verslunar- ustu framtíð. -HÞ
STRÆTISVAG N ABÍ LST JÓRAR héldu fund (gærtil að ftalla
um hugmyndir meirihluta borgarstjómar um að breyta SVR f hlutafélag. Á
fundinum undirrituðu starfsmenn SVR ályktun þar sem varað er við hug-
myndum um breytingar á rekstrarfyrirkomulagi fyrlrtækisins og hvatt til
þess að farið veröl hægt f aliar breytingar. Ferðlr strætfsvagnanna lágu
niðri f klukkutfma meðan á fundinum stóð. Timamynd Ami Bjami
Flugleiðir leigja út einn Fokker 50 af fjórum:
Áætlanirnar stóðust ekki
Flugleiðir hafa undirritað samning
um leigu á einni af fjórum Fokker 50
vélum sínum til Austrian Airiines og
þykir það mikill fengur fyrir fyrirtæk-
ið þar sem erfitt er að leigja vélar út
um þessar mundir.
Samningurinn er fyrst um sinn til
fjögurra mánaða en ætlast er til að
vélin verði leigð áfram í lok þess tíma-
bils.
Margrét Hauksdóttir, deildarstjóri
upplýsingasviðs, segir vélinni hafa
verið ætlað að fara í leiguverkefni þeg-
ar hún var keypt árið 1990 en nú hef-
ur efnahagsástandið versnað. Að auki
sé verið að tala um að auka álögur á
innanlandsflug.
„Einnig var reiknað með auknu flugi
í gegnum Færeyjar en landsmenn þar
keppast nú ekki við að fara í utan-
landsferðir eins og atvinnuástandið
er,“ segir MargréL
Heildarafkoma Flugleiða fyrstu þrjá
mánuði þessa árs var um 278 milljón-
um króna lakari en í fyrra. Þó er velt-
an á þessu tímabili svipuð og fyrir ári.
Flugleiðir skulda nú 19,7 milljarða en
eignir félagsins nema um 23 milljörð-
um.
-GKG.
DENNI DÆMALAUSI
■vn
„Ég sagði Wilson að ég hefði engan tíma til að
skreppa yfir til hans í dag. Hann tók því með mestu
stillingu. “