Tíminn - 04.09.1993, Side 2
2Tíminn
Laugardagur 4. september 1993
Innkaupastofnun Reykjavfkurborgar, f.h. Byggingadeildar borg-
arverkfræðings, óskar eftir tilboðum I byggingu bllageymslu við
Aflagranda 40 I Reykjavlk.
Flatarmál bílageymslunnar er 1.170 m2 og bllastæði 43, en á
þaki bílastæði fyrir 34 bila.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3,
Reykjavik, frá og með þriöjudeginum 7. september 1993, gegn
15.000 króna skilatryggingu.
Ttlboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 5. október 1993
kl. 11.00.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800
TRYGGINGASTOFNUN
RÍKISINSQ7
©
Styrkir til
bifreiðakaupa
Tryggingastofnun ríkisins veitir viðtöku umsóknum
vegna styrkja sem veittir eru hreyfihömluðum
til bifreiðakaupa.
Nauðsyn bifreiðar vegna hreyfihömlunar skal vera
ótvíræð.
Umsóknareyðublöð vegna úthlutunar 1994 fást hjá af-
greiðsludeild og upplýsingadeild Tryggingastofnunar rík-
isins, Laugavegi 114, og hjá umboðsmönnum hennar
um allt land.
Umsóknarfrestur er til 1. október.
Tryggingastofnun ríkisins
Matvöru-
markaður
á Miðbakka
Flskmarkaöur:
Nýr fiskur, saltfiskur, reyktur fiskur, rækjur, skeldýr,
haröfiskur, hákarl, íslenskir matþörungar o.fl. o.fl.
Ávaxta- og grænmetistorg:
Á boöstólum allt fáanlegt grænmeti og ávextir.
Veitingabúð:
Léttar veitingar, kaffi og meö því.
Leiktæki fyrir börnin og krabbakerin vinsælu.
Stuttar sjóferöir frá Miöbakka.
GerlO góð kaup á markaöstorglnu og nJótlO veltlnga
í hellnæmu sjávarloftl.
OplO laugardag kl. 10-17.
REYKJAVÍKURHÖFN
HAFNARHÚSI TRYGGVAGÖTU 17
101 REYKJAVlK SlMI (91)28211
J
Ólafur Ragnar Grímsson nær öruggur um endurkjör sem formaður
Alþýðubandalagsíns:
Stetngrímur J, Sigfússon, vam-
formaður Aljjýðubandalagsins,
ætlar ekki að bjóða sig fram gegn
Ólaii Ragnari Grímssyni, for-
manni flokksins. Steingrímur
segist vitja forða Aljjýðubandalag-
Inu frá þeim átökum sem óhjá-
kvæmilega hefðu fylgt kosningu
milti hans og Ólafs Ragnars.
Hann segir að margir flokksmenn
hafi lýst yfir áhyggjum við sig af af-
leiðingum slíkra átaka fyrir flokk-
inn.
Steíngrímur sagði í samtali við
Tímann að hann heföi aivarlega
íhugað að bjóða sig fram til for-
mennsku í AJþýðubandalagÍnu.
Steingrfmur sagðist ekkí vilja
leggja á Alþýðubandalagið þau
átök sem flest bendir til að fýlgt
heföu kosningu um formannssæt-
ið milli sitjandi formanns og vara-
formanns flokksins. „Flokksfólk
var almennt mjög kvíðafullt yfir
því að til harðra átaka kæmi. Eg á
von á að það hefði getað orðið tví-
sýnt um úrsiitin. hau heföu getað
ráðist með litlum mun á annan
Stelngrimur J. Slgfússon.
hvom veginn. Það er iíka niður-
staða sem getur orðið dálítið erfið
fyrir menn að ná sér af. Ég held þvt
það sé allmikið á sig leggjandi til
að afstýra þvf,° sagði Steingrfmur.
Nú þegar þessi ákvörðun Stein-
grfms liggur fyrir bendir fiest til að
Olafur Ragnar verði endurkjörinn
formaður Alþýðubandalagsins.
Ekki er útilokað að Kristinn H.
Gunnarsson, alþingismaður af
Vestfjörðum, bjóði sig fram gegn
honum, en flestír eru sammála um
að Ólafúr Ragnar sé öruggur um
að sigra í kosningu milli þeirra
tveggja.
Lög Aiþýðubandalagsins gera það
að verkum að þetta verður síðasta
kjörtímabil Ólafs Ragnars í ft>r-
mannssæti flokksins. Sú spuming
vaknar því hvort Steingrímur J.
muni bjóða sig fram að tveimur ár-
um liðnum. Þessari spumingu
vildi Steingrímur ekki svara. Hann
minnti á að vika er langur tími í
pólitik, hvað þá tvö ár. „Það er ekk-
ert fararsnið á mér úr pólitfkinnj
og meðan ég er hér þá er ég í þessu
af fullri alvöru."
Steingnmur J. mun áfram bjóða
sig fram í embætti varaformanns.
Frestur til að skila framboðum
rennur út 7. september. Berist ein-
ungis eitt framboð framlengist
fresturinn um tvær vikur.
-EÓ
Sífellt fleiri árekstrar Hrafns Gunnlaugssonar við starfsmenn RÚV, yfirmenn og útvarpsráð:
Ókyrrðin innan Ríkis-
útvarpsins eykst stöðugt
Mikils óróa gætir innan Ríkisútvarpsins vegna ýmissa ákvarðana
Hrafns Gunnlaugssonar, framkvæmdastjóra Sjónvarpsins.
Óánægja er meðal starfsmanna, yfirmenn eru ósáttir við sumar yf-
irtýsingar Hrafns og ákvarðanir og heilu útvarpsráðsfundimir fara
í að ræða um störf hans.
Heimir Steinsson útvarpsstjóri
sagði þegar hann vék Hrafni Gunn-
laugssyni úr starfi dagskrárstjóra inn-
lendrar dagskrárdeildar fyrr á þessu
ári að ein meginástæðan fyrir ákvörð-
un sinni væri að hann teldi að ekki
myndi verða neinn friður um störf
Hrafns á Sjónvarpinu. Heimir var
spurður að því í gær hvort þessi spá-
dómur væri ekki að rætast. Heimir
vildi ekki svara þeirri spumingu beint
en sagði að hann hefði gert samkomu-
lag við Hrafn eftir að hann tók við
starfi framkvæmdastjóra Sjónvarps
um samskipti þetta eina ár sem Hrafn
kemur til með að sinna framkvæmda-
stjórastarfinu. Hann sagðist ætla að
standa við þetta samkomulag. Að öðru
leyti sagðist hann ekkert hafa um mál-
ið að segja.
Ekkert hefur verið gefið upp opinber-
lega um í hverju þetta samkomulag
Hrafns og Heimis felst. Hins vegar
vaknar sú spuming hvort Hrafn ætlar
að standa við samkomulagið af sömu
samviskusemi og Heimir virðist stað-
ráðinn í að gera.
Megn óánægja er meðal starfsmanna
Sjónvarpsins með ýmsar ákvarðanir
Hrafns. Dæmi um það em umræðu-
þættimir sem verið hafa á dagskrá á
þriðjudagskvöldum. Ekki hefur verið
leitað til fréttastofunnar varðandi gerð
þessara þátta og ekki heldur til inn-
Íendrar dagskrárdeildar. Þættimir
þykja viðvaningslega gerðir og hafa al-
mennt fengið mjög slæma dóma. í
gær skrifaði formaður útvarpsráðs
Hrafni bréf þar sem þættimir em
gagnrýndir.
Það eru þó kannski ekki síst almenn
samskipti við Hrafn sem starfsmenn
og sumir yfirmenn Ríkisútvarpsins
kvarta undan.
Á útvarpsráðsfundi í gær var m.a.
rætt um yfirlýsingar Hrafns um fiár-
mál innlendrar dagskrárdeildar. Asta
Ragnheiður Jóhannesdóttir lagði fram
bókun þar sem málsmeðferð varðandi
fyrirspum hennar á síðasta útvarps-
ráðsfundi er mótmælt. Ásta Ragnheið-
ur krafðist þess að útvarpsstjóri svar-
aði fyrirspum sinni á næsta útvarps-
ráðsfundi.
Halldóra Rafnar, formaður útvarps-
ráðs, lét bóka að hún teldi óhjákvæmi-
legt að fá álit frá utanaðkomandi aðila
á fjármálum innlendrar dagskrár-
deildar á þeim ámm sem um er deilt
Útvarpsstjóri lagði fram bókun að
þessu tilefni þar sem hann lýsti yfir
fyllsta trausti á hagdeild Ríkisútvarps-
ins.
Á fundinum í gær lögðu fulltrúar
Framsóknarflokks, Alþýðubandalags
og Kvennalista fram bókun þar sem
dregin vom fram ýmis gagnrýnisatriði
í skýrslu Ríkisendurskoðunar um
Hrafn Gunnlaugsson. Þremenning-
amir lýsa því yfir að þau áskilji sér rétt
til að halda uppi málefhalegri gagn-
rýni á störf Hrafns í útvarpsráði enda
sé það sá vettvangur sem eigendur
stofriunarinnar og starfsmenn eigi sér
að málsvara. -EÓ
Aðgerðir til nýsköpunar í atvinnumálum að
danskri fyrirmynd:
Opinberir starfs-
menn einkavæðast
Meðal þess sem nefnd um stuðnings-
aðgerðir til nýsköpunar í atvinnumál-
um leggur til er að opinberum starfs-
mönnum verði gert kleift að stofha
sín eigin fyrirtæki; t.d. með tíma-
bundnum launum í ákveðinn tíma
eftir starfslok hjá hinu opinbera.
Sigfus Jónsson, formaður nefndar-
innar, segir að þessi tillaga sé að
danskri fyrirmynd. Hann vildi hins-
vegar ekki kannast við að tillagan
væri sett fram með það fyrir augum
að skapa möguleika til niðurskurðar á
launakostnaði hins opinbera.
í tillögu nefndarinnar kemur m.a.
fram að á rannsókna- og tæknistofn-
unum hins opinbera, í háskólum,
sjóðum og ýmsum stofnunum eru
víða að finna einstaklinga sem búa yf-
ir þekkingu og hæfni til að stofna sín
eigin fyrirtæki.
Ögmundur Jónasson, formaður
BSRB, segir að það sé auðvitað sjálf-
sagt að skoða allar nýjar hugmyndir
sem gætu orðið til nýsköpunar og eflt
bæði hagvöxt og atvinnu. Hinsvegar
sýnist honum að tillagan beri vott um
vissa tegund kerfishyggju og ofurtrú á
ákveðnu rekstrarformi.
„En það er bara einn grundvallarmis-
skilningur f þessu hjá nefndinni og
hann er sá að aðgreina annarsvegar á
milli hins opinbera og hinsvegar at-
vinnulífsins. Opinberir starfsmenn
eru starfandi inná rannsóknarstofn-
unum, í Háskólanum og öðrum stofii-
unum sem eru auðvitað hluti af at-
vinnulífinu.“
Formaður BSRB segir að á sama
tíma og leitað sé allra leiða til niður-
skurðar hjá opinberum stofnunum,
þá virðist menn hafa trú á því að þeg-
ar hinir sömu einstaklingar séu
komnir til starfa f öðru rekstrarformi,
að fari þeir að gera allt aðra, nýja og
betri hluti.
„Hinsvegar er það auðvitað til um-
hugsunar að á sama tíma og menn
eru að festa pólitíska samherja sína í
kerfinu með fastráðningum út og
suður, þá liggja menn dag og nótt yfir
því hvemig hægt sé að einkavæða alla
hina,“ segir Ögmundur Jónasson, for-
maður BSRB. -grh