Tíminn - 04.09.1993, Side 3

Tíminn - 04.09.1993, Side 3
Laugardagur 4. september 1993 Tíminn 3 „Póstur og sími eyðilagði græna númerið." Forstöðumaður Rauða- krosshússins: Samskiptaöröugleikar við stjúpfeður stórt vandamál „Þetta er mjög mikilvæg þjónusta fyrir krakkana, af því að þetta er þeirra þjónusta fyrst og fremst. Ég hugsa t.d. að hátt í helmingur allra stelpna í aldurshópnum 13, 14 og 15 ára hafi hringt hingað inn. Þessi mikla fjölgun hringinga síðustu árin byggist fyrst og fremst á því að þessi þjónusta Rauðakrosshússins hefur hefur ver- ið mikið kynnt og þörfin hafi verið augljós. Krökkunum þykir greinilega gott að geta hringt inn nafnlaust og talað við fullorðið fólk um ýmis vandamál sem þau eiga við að glíma og ýmsar spum- ingar sem eru að vefjast fyrir þeim,“ sagði Ólöf Helga Þór. for- stöðumaður Rauðakrosshússins. Tíminn spurði hvort hún kynni skýr- ingar á gífurlegri fjölgun hringinga á undanfömum árum. Þær voru t.d. innan við 1.000 árið 1988 en komnar í um 10.000 á síðasta ári. Hvort líkur séu á að sama þróun geti haldið lengi áfram og hvað liggi unglingunum mest á hjarta. Ástamálin áberandi... Ólöf Helga segir spumingamar mjög mikið vera varðandi tilfinningamál og ástamál. Unglingum þyki frábært að geta hringt nafnlaust, spurt beint úr og fengið greið svör, í stað þess að þurfa að spá í loðin svör foreldra eða annarra nákominna. „Oft hringja þau líka í byrjun út af einhverju fáránlegu efni til að prófa okkur. Næst er svo kannski hringt þegar eitthvað kemur upp á. Stelpa hefur Ld. farið að sofa hjá strák og heldur að hún sé kannski ófrísk". Póstur og súni eyðilagði græna númerið... Varðandi stöðugt fleiri hringingar (Ld. nærri 70% fleiri á síðasta ári) seg- ir Ólöf Helga raunar um töluverða fækkun að ræða á þessu ári. En það stafi af því að „Póstur og sími er búinn að eyðileggja fyrir okkur græna núm- erið“. Gallinn sé sá, að Póstur og sími noti 99-númer, bæði fyrir þjónustu- símana (Ld. kynlífssíma, rómantísku línuna og annað þessháttar), þar sem fólk þarf að borga allt upp í 60-70 kr. fyrir hverja mínútu, og síðan einnig fýrir græn númer, þar sem viðtakand- inn borgar kostnaðinn, hvaðan af landinu sem hringt er. Þannig borgi Ld. Akureyringur sem hringi í grænt númer Rauðakrosshússins aðeins fyr- ir það eins og innanbæjarsímtal. Þora ekki að hringja í 99 númer... En þetta viti krakkamir hins vegar ekki, margir hverjir. Þau heyri sífellt klifað á því hvað það sé hræðilega dýrt að hringja í þessi 99-númer og þori því ekki orðið að hringja. Þetta er orð- ið heilmikið stress; „ekki tala lengi“ og „hvað kostar þetta“ heyrist oftar og oftar. „Við emm því að fara af stað aftur með auglýsingaherferð, hreinlega til að útskýra fyrir fólki hvað grænt núm- er þýðir," segir Ólöf Helga. Án þessar- ar uppákomu telur hún efalítið að hringingum hefði enn haldið áfram að fjölga á svipaðan hátt og undanfarin ár. „Við dreifðum t.d. litlu upplýsinga- spjaldi í alla gmnnskóla í Reykjavík í fyrra. f næsta mánuði á eftir komu 1.200 hringingar." Langsamlega flestir hafa samband við Rauðakrosshúsið símleiðis. En ein megináherslan er samt á rekstur neyðarathvarfs fyrir unglinga í erfið- leikum og sömuleiðis ráðgjöf. 16 ára aldurinn erfiður... Alls 67 einstaklingar komu 100 sinn- um sem gestir í neyðarathvarf Rauða- krosshússins í fyrra og gistu þar rúm- lega 800 nætur samtals. Af þessum 67 einstaklingum gistu 49 í athvarfinu í fyrsta skipti. Rúmlega 2/3 gestanna búa á höfuðborgarsvæðinu. Fimmt- ungur (20%) kom oftar en einu sinni og tilheyra þau flest hópi sem er í mik- illi vímuefnaneyslu. Öfugt við síma- þjónustuna (þar sem stelpur em í vemlegum meirihluta) þá vom strák- ar um 60% þeirra sem leituðu í at- hvarfið. Sérstaka athygli vekur, að um helm- ingur allra gestanna var 16 ára gamlir, tæplega fimmti hver var 15 ára en þriðjungurinn dreifðist síðan á aðra sex aldursárganga milli 13 og 20 ára. Aðeins 15% eiga kynforeldra í sambúð Það vekur líka sérstaka athygli, að að- eins 15% gestanna áttu kynforeldra í sambúð. Tölur benda líka til þess, að samskiptaörðugleikar við fósturföður eða stjúpföður séu meðal allra algeng- ustu orsaka fyrir því að ungmenni leitar í athvarfið. Já og það em fyrst og fremst þessir samskiptaörðugleikar við foreldrana sem hafa ennþá aukist á þessu ári. Þetta er stórt vandamál," segir Ólöf Helga. Aðspurð um hugsanlega ástæðu segir hún: „Ég held að hún sé fyrst og fremst sú, að við ætlum stjúp- feðmnum allt of stórt hlutverk. Við gemm ekki ráð fyrir því hvað blóð- böndin skipta miklu máli. Móðirin á kannski enn óuppgerðan skilnað og þráir mest af öllu að gleyma fortíðinni og að nýi eiginmaðurinn taki við föð- urhlutverkinu. Þar með koma upp ákveðnir árekstrar. Það er alveg með ólíkindum hvað böm og unglingar eiga oft erfitt með að lúta húsaga sem fósturfaðir eða stjúpfaðir krefsL Það endar oft með uppreisn. Þetta hefur eitthvað með kynhlutverk og „hver er ég" spuminguna að gera og það að spegla sig í foreldmm sínum." Blóðböndin skipta meira máli en... Ólöf Helga segir þetta jafnt eiga við um stráka og stelpur. Hún telur þetta mjög áhugavert rannsóknarefni. „Og þetta er með slíkum ólíkindum að bömin em kannski búin að alast upp hjá þessum mönnum allt frá 2ja ára aldri. Það er oft allt í lagi enda er þetta oft yndislegt fólk. En síðan kemur þetta allt í einu upp þegar krakkamir em um 14, 15 ára aldurinn. Það er kannski hvað merkilegast við þetta. Allra mest getur spennan orðið í þeim tilvikum þegar krakkamir þekkja kyn- föður sinn ekki neitt. Síðan jafnar þetta sig svo oft aftur þegar ungmenn- in eldast. Blóðböndin virðast skipta miklu miklu meira máli en við höfum viljað kannast við. Að mínu mati þurfum við að beita okkur í fyrirbyggjandi starfi því þessar blönduðu fjölskyldur em að verða svo margar, og kostimir við þetta fjölskylduform em svo miklir, ef fólk varar sig á að gera ekki svona miklar kröfur. Bæði gera mæðumar miklar kröfur og eins gera karlamir oft geysilegar kröfur til sjálfra sín. „Þú ert ekki pabbi minn...“ En krakkamir sætta sig ekki við fyr- irkomulagið. „Þú ert ekki pabbi minn — þér kemur þetta ekki við.“ Þetta em hin dæmigerðu viðbrögð ungling- anna. Og þannig verða í raun allir að- ilar slíkrar fjölskyldu í mjög erfiðri stöðu, þegar að þessu kemur,“ segir Ólöf Helga. í skýrslu síðasta árs er Ld. áberandi, hve margir gestir sem koma frá móð- ur og stjúpa snúa ekki heim aftur, heldur leita ásjár ættingja eða vina. Og vandinn virðist enn að vaxa en ekki minnka, því að sögn Ólafar Helgu em gestakomur orðnar eins margar núna á fyrstu níu mánuðum þessa árs eins og allt árið í fyrra. Og þar em það fyrst og fremst þessir samskiptaörðugleikar sem hafa aukist. UTBOÐ V//V/A X Ólafsvíkurvegur, Reiðhamar — Staðará Vegagerð rlkisins óskar eftir tilboðum I lagningu 8,4 km kafla á Ólafsvlkurvegi frá Reiðhamri að Staðará. Helstu magntölur: Fyllingar og buröar- lög 90.000 m3, skeringar 8.000 m3 og klæöning 51.000 m2. Verki skal lokið 20. september 1994. Útboðsgögn veröa afhent hjá Vegagerö rfkisins I Borgamesi og Borgartúni 5, Reykjavfk (aöal- gjaldkera) frá og með 8. september. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 27. september 1993. Vegamálastjóri. Ólöf Helga Þór. Engin vandamál á Vestfjörðum og Austurlandi...? Ólöf Helga er að lokum spurð skýr- inga á þeim athyglisverðu niðurstöð- um skýrslunnar, að ungmenni þriggja landshluta, Vestfjarða, Austfjarða og Suðumesja nýta sér þjónustu Rauða- krosshússins ekki neitt, eða nær ekk- ert. Frá þessum landshlutum er nær ekkert hringt, þaðan em fáar heim- sóknir. „Eg kann enga skýringu á þessu. Varðandi Vestfirði og Austfirði gæti þetta að hluta til stafað af því að við náðum aldrei að koma mikilli kynningu þangað. En með Suðumes- in kann ég enga skýringu," sagði Ólöf Helga Þór. - HEI BRÉFASKÓLINN er góður kostur Sparaðu tíma og ferðakostnað. Við notum kennslubréf, síma, símbréf og námsráðgjöf til að aðstoða þig við námið. Þú ræður námshraðanum sjálf(ur). ♦ Erlend tungumál ♦ Nám á framhaldsskólastigi ♦ Tölvubókhald ♦ Vélavarðanám ♦ Markaðssetning ♦ Bókfærsla ♦ (slensk stafsetning ♦ Teikning ♦ Sálarfræði og margt fleira Hlemmur 5, 2. hæð, sími 91-629750 ORÐABÆKURNAR íslensk ensk ordabók £NSK lr= DÖI\JS K íslensk íslensk dönsk orðabók Frönsk íslensk íslensk frönsk ordabók ItelandU'lnglisk Þýsk íslensk íslensk þýsk orðöbók : sg«s ítölsk faffidí !*'e"*k | iSensk islensk klptfA * spænsk— l 1 BERUTZ »* /f t ofðtrbók Sam Suöui- orðabók Ódýrar og góðar orðabækur fyrir skólann, ó skrifstofuna og í ferðalagið ORÐABÓKAÚTGÁFAN

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.