Tíminn - 04.09.1993, Qupperneq 10

Tíminn - 04.09.1993, Qupperneq 10
lOTíminn Laugardagur 4. september 1993 HEILSDAGSSKÓLI . . . HEILSDAGSSKÓLI . . . HEILSDAGSSKÓLI . Unnur Halldórsdóttir, formaður samtakanna Heimili og skóli, um heilsdagsskóla: Eykur öryggi barnanna „Við teljum þetta vera jákvætt framtak," segir Unnur Halldórsdóttir, for- maður samtakanna Heimilis og skóla, um heilsdagsskóla. Unnur lítur helst til þess að þarna gefíst kostur á að ijúfa einangrun sem mðrg bðrn Unnur Halldórsdótti.r hafa búið við. Unnur segir að mörg grunnskóla- böm haíi verið ein heima lengstan hluta dags þar sem foreldrar eigi ekki annars úrkosta. ,JÞað hefur slæmar afleiðingar í för með sér fyrir böm- in,“ segir Unnur og vísar til talna um tiltölulega háa slysatíðni bama sem og kannana sem sýna fram á vanlíð- an þessara bama. Þá telur hún annan ávinning felast í því að foreldrar þurfi ekki að hendast frá einum stað til annars með böm sín í alls konar aukatíma eins og tón- listarskóla o.fl. og vísar til samstarfs gmnnskólanna við sérskólana. Unnur óttast ekki að með þessu sé verið að seinka þróun í átt að ein- setnum skólum og samfelldum lengdum skóladegi. Hún telur þvert á móti að hér sé stigið ákveðið skref sem miðar í áttina. Þá óttast Unnur ekki að greiðslufyr- irkomulag hindri efnaminni foreldra í að leita þessarar lausnar. Hún segir að tekið verði á slíkum tilvikum sem upp koma en bætir við: „Þetta er oft spuming um forgangsröð hjá fólki. Það þykir oft ekki mikið að greiða nokkur hundmð krónur fyrir eitt myndband en þegar sama upphæð á að renna til starfsemi í skóla þá þykir fólki það stundum ofrausn," segir Unnur og telur einnig að þama sé um mun lægra gjald að ræða en fylg- ir því t.d. að vista böm hjá dagmæðr- um. Þá bendir hún einnig á að oft átti fólk sig ekki á þeim kostnaði sem fylgir því að aka bömum á milli staða og það oft í vinnutíma þess. Heilsdagsskóli var tilraunaverkefni í nokkmm skólum í fyrra. Unnur hefur eftir nokkmm forráðamönn- um þessara skóla að foreldrar hafi verið mjög ánægðir með þessa til- högun. Það er samt greinilegt að krafan um lengri skóladag eða viðvem hefur víða hljómgmnn og má t.d. vísa til Garðabæjar. Þar ákváðu bæjaryfir- völd að greiða fyrir eina auka kennslustund fyrir yngri nemendur Flataskóla, m.a. til að koma til móts við þarfir foreldra sem áður áttu erf- itt með að vinna hálfan daginn. „Það er meira réttlæti í því en gall- inn er sá að það dregur úr ábyrgð ráðamanna þjóðarinnar," segir Unn- ur og á við að það ýti undir að ráða- menn láti sveitafélögum eftir að standa straum af kostnaði við skóla- starf. „Þegar farið er að tala um að flytja skólana yfir til sveitarfélaga er eins og ríkið kippi að sér hendinni," segir Unnur og vísar m.a. til niðskurðar til skólamála. „Ég hef ekki trú á að sveitarstjómarmenn muni sætta sig við að taka við gmnnskólanum upp á einhverja fimm miljarða eins og hann kostar núna. Þeir vilja sjálfsagt að viðurkennt sé í raun að almenni- legur gmnnskóli kosti miklu meira og ríkið gangist við þeirri ábyrgð," segir Unnur. -HÞ Árni Sigfússon, formaður skólamálaráðs um heilsdagsskólann: Leið til að fækka slysum á börnum Slys á börnum eru tíðari hér á landi en í nágrannalöndum sem m.a. má rekja til þess að hér eru börn meira ein heima en þar tíðkast. Þetta, ásamt ótta við uppeldisleg slys, segir Árni Sigfússon, formaður skóla- málaráðs borgarinnar, hafa kveikt hugmyndina um heilsdagsskóla. Hann býst við að allt að 1.500 börn á aldrinum sex til tíu ára muni nýta sér þjónustuna í 26 skólum borgarinnar í vetur. „Það má rekja tíð slys á börnum til þeirrar staðreyndar að þau eru meira ein heima en í nágrannalönd- um okkar. Oft verða slysin þegar fullorðnir eru ekki nærri til þess að leiðbeina eða aðstoða," segir Árni og bætir við að ekki sé síður ástæða til að óttast það sem hann kallar upp- eldisleg slys. Hann segir að borgaryfirvöld hafi viljað draga úr þessum slysum og leitað leiða til að byggja upp mennt- un sem allir geti verið stoltir af. „Þar með er lagt af stað með hugtakið heilsdagsskóla sem á að bjóða ör- ugga þjónustu við börn upp að níu ára aldri þ.e. heimanám og tóm- stundir í skólanum frá kl. 7.45 til kl 17.15,“ segirÁrni. Hann segir að jafnhliða sé börnum boðið upp á margs konar fræðslu sem ekki sé í boði í ríkisskólunum. Árni Sigfússon. „Einnig tökum við inn tómstunda- starf, íþróttir o.fl.,“ segir Árni. Hann segir að foreldrum sé gert að greiða að hámarki 6.500 kr. fyrir þessa þjónustu. „Allt þar fyrir neðan er einnig til eftir því hvernig þjónustan er nýtt,“ segir Árni. Þá bendir hann á að ætlunin sé einnig að auka fjölbreytni í hverfun- um með það að marki að þar nýtist þjónusta ýmissa einkaskóla og ann- arra samtaka. Árni nefnir tónlistar- skóla, málaskóla o.fl. sem dæmi um þetta. „Við gefum þeim tækifæri til að koma inn í skólana með sína þjónustu að því tilskildu að þeir lækki verð þar sem við sjáum þeim m.a. fyrir húsnæði," segir Árni og telur að þessir skólar og samtök hafi þegar lækkað verð. Á Árna er að heyra að misjafnlega gangi að fullnægja þörfinni fyrir húsnæði sem þessari starfsemi fylg- ir. „Það þarf að stækka húsnæðið og á mörgum stöðum þarf að athuga hvernig við förum að því að bjóða alla þessa þjónustu. Þetta kallar Bridge UMSJÓN: BJÖRN ÞORLÁKSSON '+tMim^ Þraut 32 Vestur gefur; allir Vestur Norður Austur Suður IV dobl 2 V 34 3 V pass pass 3Á pass 4Á pass pass pass Útspil: hjartakóngur Þetta spil kom fyrir í tvímenn- ingi í sumarbridge og þeir voru margir sem fóru niður á samn- ingnum. Ef við einblínum ekki á hugsanlega yfirslagi heldur segj- um að spilið komi upp í sveita- keppni, hvemig er þá best að spila? Sagnhafi drepur útspilið með ás og síðan er náttúrlega meiningin að gera tígulinn góðan. í Sigtún- inu freistuðust „gráðugir" menn til að kasta hjarta í laufásinn en það skilaði svipuðum arði og loð- dýraeldi á Norðurlandi eystra. Svona var allt spilið: NORÐUR ♦ Á8652 *Á5 ♦ D9 *Á832 :STUR AUSTUR A G74 T82 y G943 4 K4 974 * DT65 SUÐUR 4 KDT3 V 76 ♦ GT87532 Sjáum hvað gerist. Suður drepur með ás í fyrsta slag, tekur laufás (kastar hjarta) tromp á spaða- kóng og spilar tígli á drottning- una. Vestur drepur á kóng og spilar hjarta sem sagnhafi neyðist til að trompa með þristinum. Þá annar tígull, vestur drepur og spilar laufi. Sagnhafi trompar með tíu og nú er tígullinn orðinn góður, en það er ekki nóg. Eina tromp suðurs í stöðunni er spaðadrottning en austur er enn með G7. Hið sama gerist hvort sem sagnhafi tekur öll trompin áður en hann fer í tígulinn eða sleppir því alveg. Málið er einfald- lega að sagnhafi á ekki nógu mörg tromp heima til að stinga tvisvar og taka þrisvar tromp. Hér er það nægjusemin sem gildir. Laufásinn má ekki hreyfa. Strax í öðrum slag verður sagn- hafi að spila tígli. Þegar austur drepur og tekur hjartaslag f kjöl- farið, verst hann best með því að spila laufi. Þá drepur sagnhafi með ás og spilar aftur tígli. Vöm- in fær þrjá slagi en sagnhafi er með vald á spilinu, tígulliturinn góður og afraksturinn staðið spil. Líkumar á að spaðinn botni 3-1 eru heldur nmeiri en 2-2 legan sem er undirstaða þess að sagn- hafi fái 11 slagi með því að kasta hjarta í laufásinn. Og lærdómur- inn: Betri er einn fugl í hendi en tveir í skógi. Sumarbrídge 1993 Þá fer að síga á seinni hlutann í sumarbridge 1993 enda fer hin hefðbundna starfsemi bridgefé- laganna að heíjast. Staða efstu manna var eftirfarandi 31. ágúst: 1. Guðlaugur Sveinsson_______817 2. Lárus Hermannsson ........755 3. Jón Viðar Jónmundsson..... 624 4. Erlendur Jónsson..........553 5. Eggert Bergsson...........519 6. Sveinn R. Þorvaldsson....... 468 7. Páll Þór Bergsson.........467 8. Björn Theódórsson.........406 9. Þórður Björnsson..........402 10. Sveinn Sigurgeirsson ....394 11. Sigfús Þórðarson..........362 12. Hjálmar S. Pálsson........360 13. Jón Stefánsson............345 14. Óskar Karlsson............328 15. Gylfi Baldursson..........322 16. Þórir Leifsson ...................312 17. Guðjón Bragason...........286 18. -19. Árnína Guðlaugsdóttir .253 18.-19. Bragi Erlendsson........ 253 20. Þórður Sigfússon.............. 241 Eins og áður hefur komið fram standa nú yfir einmennings- keppnir á laugardögum í Sigtúni 9. Spilamennska hefst kl. 14.00 og allir em velkomnir. Um síð- ustu helgi reyndu 36 spilarar með sér og varð staða efstu manna eftirfarandi: 1. Þórir Leifsson ..........1930 2. Jón Viðar Jónmundsson ..1739 3. Halidór Þorvaldsson ........1719 4. Steingrímur Jónasson..... 1666 5. Anna ívarsdóttir ..............1657 6. Brynjar Jónsson ..............1649 7. Karl Brynjarsson .............1640 8. María Haraldsdóttir .........1638 9. Viðar Jónsson ..................1629 10. Kristinn Þórisson ............1623 Sagnvenjur: Kröfu-stayman Það er varla til það keppnispar sem ekki notar stayman í ein- hverri útgáfu. Algengast er að 2 lauf yfir einu grandi biðji um 4-lit í hálit og ef ekkert 4-4 fitt kemur í Ijós enda sagnir oft í 2 hjört- um/2spöðum. M.ö.o. sá sem opn- ar á grandi má passa aðra sögn svarhandar. Dæmi: 1 grand/2 lauf/2 hjörtu/2 spaðar/pass. Kröfu-stayman meinar hins veg- ar opnara að passa fyrr en tveggja granda þrepinu er náð og þá ein- ungis með algjört lágmark. Dæmi: 1 grand/2 lauf/2 hjörtu/ 2paðar/??? Hér era 2 spaðar krafa og ef opn- ari á 3- eða 4-lit í spaða verður hann að hækka en segir annars 2 grönd. Kosturinn við krst. er sá um- fram hinn venjulega að geim- og slemmuþreifingar verða auðveld- ari. Hins vegar eftir að yfirfærslur raddu sér til rúms er hinn hefðbundni stayman e.t.v. líklegri til að skila árangri. Fróðleiks- fúsum má benda á margar og góðar útfærslur á stayman í bók Amalya Kearse "Bidding Conventions Complete". HM-molar Nú er heimsmeistaramótið í Sant- iagó í Chile nýlega hafið. Þar bítast í tveimur flokkum 16 lönd um Ber- múdaskálina góðu sem íslending- ar verða nú að láta af hendi eftir tveggja ára alheimstign í íþrótt- inni. Löndin eru: Opinn flotícun Pólland, Dan- mörk, Noregur, Holland, Banda- ríkin I, Bandaríkin II, Mexíkó, Brasilía, Chile (gestgjafar), Suður- Afiríka, Indland, Venezuela, Gua- deloupe, Kína, Indónesía ogÁstral- Konun Svfþjóð, Frakkland, Ítalía, Þýskaland, Bandaríkin I, Bandarík- in II, Kanada, Argentína, Chile (gestgjafer), Suður-Afríka, Indland, Venezuela, Kólumbía, Taipei, Kína og Ástralfa. *** Pólverjar hafa farið vel af stað þrátt fyrir að þeim væri meinað að af mótshöidurum að nota passkerf- ið fræga í 6 fyrstu umferðum móts- ins. Ástæðan: Kerfiskortið barst mótshöldurum of seint! *** Hið sterka lið Brasilfumanna hefur orðið fyríráfalli þar sem einn albesti spilari heimsins f dag, Branco, mætti ekki til veislunnar. Hvort um er að ræða einhverja „ForresterfýIu“ vita menn ekki en Ijóst er að þetta kemur til með að veikja sveit Brasilíumanna. *** Danir töpuðu nokkuð óvænt fyrir Indverjum, 6-24, en Dönum hefur verið spáð mjög góðu gengi í keppninni og jafnvel verðlauna- sætl *** Eins og staðan var þegar þetta er skrifað leiða Pólland og Kína opna flokkinn en Svíar kvenna- flokkinn..

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.