Tíminn - 04.09.1993, Qupperneq 19

Tíminn - 04.09.1993, Qupperneq 19
Laugardagur 4. september 1993 Tíminn 19 iðadóttur fer fram í Undirfellskirkju f Vatnsdal föstudaginn 3. september, en hún verður jarðsett laugardaginn næstan eftir að Búrfelli í Grímsnesi. Þar, á æskustöðvum bónda hennar, höfðu þau hjónin ákveðið að líkams- leifar þeirra hyrfu til móður jarðar, en ævistarfið er fyrir norðan. Grímur Gíslason Mig langar í örfáum orðum að minnast elskulegrar móðursystur minnar, Þuríðar, sem varð bráð- kvödd á heimili sínu 25. ágúst s.l. Þuríður, eða Gógó eins og hún var ævinlega kölluð, fæddist á Blöndu- ósi. Foreldrar hennar voru Indriði Guðmundsson á Gilá f Vatnsdal og kona hans, Kristfn Gísladóttir frá Blönduósi. Gógó ólst upp á Gilá ásamt systkin- um sfnum Kristjönu f. 1927 og Böðvari f. 1929, d. 1982. Móðir þeirra dó í mars 1933, en þá var Þur- íður á áttunda ári. Skömmu sfðar kom á heimilið Jakobfna Björns- dóttir, frænka Kristínar, og tók við móðurhlutverkinu. Hún reyndist börnunum sem besta móðir. Saman eignuðust Indriði og Jakobína eina dóttur, Kristínu f. 1947. Þuríður giftist eftirlifandi manni sfnum, Marteini Ágúst Sigurðssyni, f desember 1954. Þau byggðu sér hús í Kópavogi, en fluttu að Gilá og hófu búskap þar 1957 þegar Jakob- ína lést langt um aldur fram. Samheldni og samvinna þeirra hjóna Gógóar og Matta var einstök. Saman gengu þau til allra verka, hvort sem var inni eða úti og skipti ekki máli hvort um hefðbundin kvenna- eða karlastörf var að ræða. Þau tvö unnu saman sem eitt. Saman byggðu þau upp allan húsa- kost á jörðinni og komu sér upp góðu heimili fyrir sig og bömin. Sex börn áttu þau saman, en fyrir átti Gógó einn son. Mörg sumur tóku þau böm úr Reykjavík í sveit. Sömu bömin komu ár eftir ár til þeirra og sýnir það best hve gott atlæti þeim var bú- ið á Gilá. Ég var í þeim hópi og dvaldi hjá þeim Gógó og Matta í sjö sumur. Oft var þá glatt á hjalla og margt brall- að. í svo stómm hópi barna varð ekki hjá því komist að ærslin og læt- in keyrðu stundum úr hófi fram. Mér er minnisstætt þegar við eitt sinn komum hundblaut og skömm- ustuleg heim eftir heldur fjörugan leik við bæjarlækinn. Við bjuggumst við skömmum, en móttökumar hjá Gógó sýndu best hve góður uppal- andi hún var. Hún skipti ekki skapi, heldur sagði okkur að finna okkur þurr föt og setja þau blautu í þvotta- húsið. Ekki var verið að fárast yfir orðnum hlut. Með blíðu sinni og hæglæti sýndi hún okkur eldri bömunum fram á hve hættulegur bæjarlækurinn gæti reynst yngri bömunum og hvemig við með framkomu okkar og athöfhum vær- um fyrirmynd yngri barnanna. Það þurfti aldrei að ræða oftar. Þegar börnin uxu úr grasi hófu Gó- gó og Matti störf á Húnavöllum. Matti sem smíðakennari, en Gógó sem matráðskona. Þau störfuðu þar um margra ára skeið og var Gógó rómuð fyrir góða matargerð. Ég veit að þau vom vel liðin þar sem ann- arsstaðar. Þegar Gógó og Matti hættu búskap á Gilá og dóttir þeirra tók við búinu, byggðu þau sér lítið og notalegt hús í túnjaðrinum. Þar höfðu þau komið sér vel fyrir. Ófáar vom ferðimar norður og alltaf var mér og fjölskyldu minni tekið opnum örmum. Um leið og ég votta Matta, bömum, tengdabömum og bamabörnum samúð mfna vil ég þakka ánægjuleg- ar samverustundir liðinna ára. Blessuð sé minning elskulegrar frænku minnar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér mí fylgi. Hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Kristín Sveinsdóttir Hún amma okkar á Gilá er dáin. Við viljum þakka ömmu fyrir allt það sem hún gerði fyrir okkur. Margar voru ferðirnar okkar upp í hús til hennar og afa. Hún hafði alltaf tíma fyrir okkur og fræddi okkur um allt það sem okkur langaði að vita. Amma vissi allt, hún hlustaði svo mikið á útvarpið, las mikið og horfði mikið á sjónvarpið. Við viljum þakka ömmu allar þær stundir sem hún passaði okkur og var með okkur. Hún amma var svo góð. Farþú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Blessuð sé minning þín, elsku amma. Þuríður og Indriði Höskuldur Ottó Guðmundsson Fæddur 9. október 1910 Dáinn 23. igúst 1993 23. ágúst s.l. andaðist á Landakots- spítala, eftir langvarandi veikindi, Höskuldur Ottó Guðmundsson. Hann var fæddur 9. október 1910 á Streiti í Breiðdal. Foreldrar hans voru Sigríð- ur Jónsdóttir frá Þverhamri og Guð- mundur Bjamason frá Krosshjáleigu. Höskuldur Ottó var frá 8 ára aldri til 17 ára aldurs hjá hjónunum Sigríði Stefánsdóttur og Sigurði Stefánssyni, sem bjuggu í Gautavík og síðan á Krossi á Berufjarðarströnd, og reynd- ust þau honum vel. Eftir það fór hann f vinnumennsku og vann við sveita- störf á bæjum í sveitinni. Síðan lá leiðin til Reykjavíkur. Þar kynntist hann fyrri konu sinni, Guðbjörgu Jónsdóttur frá Hlíðartúni f Dalasýslu, mikilli myndar- og gæðakonu. Þau giftu sig 1940 og byrjuðu búskap í Breiðdal, 2 ár á Randversstöðum og 1 ár f Heydölum. Sfðan fluttu þau til Reykjavfkur og bjuggu lengst af í Skeijafirðinum. Þau eignuðust 4 böm: Guðmund, bifreiðasmið í Kópa- vogi, fæddan að Heydölum 26.9.1943; Sigríði Hem, húsmóður f Garðabæ, f. 1.1.1945; Ólafíu Guðrúnu, húsmóður í Reykjavík, f. 13.8.1952; og Berglindi Jónu, húsmóður á Sauðárkróki, f. 5.12.1959. Þau Guðbjörg slitu samvistum eftir 30 ára sambúð, þegar bömin vom að mestu uppkomin. Eftir það kynntist hann seinni konu sinni, Ingibjörgu Valdimarsdóttur, og bjuggu þau lengst af á Bjargarstíg 17 í Reykjavík. Ingibjörg annaðist hann með miklum sóma í hans erfiðu veikindum og hún á miklar þakkir skilið. í Reykjavík vann hann alls konar verkamannavinnu sem til féll og vann samfellt í 40 ár hjá Reykjavíkurborg. Gmnur minn er nú sá að Höskuldi Ottó hafi aldrei fallið vel verkamanna- vinna, þó að brauðstritið og skyldu- ræknin hafi verið þar í fyrirrúmi. Ég hygg að hann hafi þráð að ganga menntaveginn, enda bókhneigður og las mikið þegar tími var til, en það var ekki auðvelt fyrir fátækan sveitapilt að feta sig upp menntabrautina á fyrstu áratugum þessarar aldar. Þess mætti nútíma skólaæska minnast En Hösk- uldur Ottó fékk dýrmæta vöggugjöf, hann var hagmæltur vel. Þó stundim- ar væm fáar til fhugunar og skrifta, þá hljómaði þessi undrastrengur í dags- ins önn. 1982 kom út ljóðabók eftir hann, Stefjaþankar. Höskuldi Ottó hefur þótt vænt um æskustöðvamar, eins og svo mörgu landsbyggðarfólki. Um það vitna þess- ar vísur hans: Heimþrá. íhöfuðborg mfns Ijúfa lands ég loksins komirrn er, en ekki get ég lifað í iðjuleysi hér. Ég skal syngja og hrópa hátt, svo heyrist víða um geim. Bráðum fer ég borghmi úr og beina leið heim. Oft mér verður hugsað heim, huggun þar ég fínn. Þrái ég alltafAusturland og æskudalirm mirm. Ég skal syngja og hrópa hátt, svo heyrist víða um geim. Bráðum fer ég borgirmi úr og beina leið heim. Höskuldur Ottó þráði að hvíla f Hey- dalakirkjugarði, þar sem móðir hans hvflir. Hún hafði dvalið síðustu árin á heimili hans og Guðbjargar í Reykja- vík, þar sem Guðbjörg annaðist hana með miklum sóma. Með þeim vom miklir kærleikar. Höskuldi Ottó þótti mjög vænt um móður sína, um það vitnar kvæði hans, Minning: Égséí anda löngu liðna tíð og leita þess er best mér féll að geði. Elsku mamma hvað bros þfn voru blíð, bjart og hlýlegt yfírþinni gleði. Ég man þegar ég ungur fór þér frá, þá farmst mérstundum köldu um mig næða. En öðru hvoru lék þó bros um brá, hún brást mér aldrei mildin þín gæða. Með hljóðum trega þú hlýtt mér straukst um kirm og hlúðir vel að þínum imga syni. Og ævilangt því geymir muni mirm, mirmingþína, f draumabjarma skini. Við kveðjum þennan heiðursmann, sem ekki átti þess kost að ganga menntaveginn. Vonandi verður skóla- löggjöfinni okkar ekki komið í þá nið- urlægingu að menntunin verði for- réttindi þeirra ríku. Höskuldur Ottó verður jarðsettur f Heydalakirkjugarði 4. september. Blessuð sé minning hans. Hinsta kveðja frá mér, Sigríði Hem, Bergdísi Lilju og Höllu Kristínu. Ástvaldur Hólm Arason Faðir minn, Höskuldur Ottó Guð- mundsson, sem lést þann 23. ágúst s.l. á öldmnardeild Landakotsspítala, verður jarðsunginn f dag, 4. sept. 1993, að Heydölum, Breiðdalsvík. Hann var fæddur 9.10.1910 á Streiti í Breiðdalshreppi. Ég man fyrst eftir föður mínum þeg- ar ég var 3ja ára gömul, því oft lék hann við mig einn af uppáhaldsleikj- unum, þegar hann steig stokkinn við mig. Þá stóð ég á fótum hans og hann söng: Stígur hún við stokkirm, stuttan á hún sokkirm, Ijósan ber hún lokkirm, litli telpuhnokkirm. Alltaf kallaði hann mig gælunafni, Dósla mín, sem eflaust átti að þýða dóttir mín. Þetta er mér efst í huga þegar ég hugsa til litlu íbúðarinnar á Þvervegi 40 í Skerjafirði, þar sem for- eldrar mínir bjuggu um 20 ára skeið af sfnum búskap. En tímamir breytast og mennimir með. Foreldrar mínir slitu samvistum eftir 30 ára búskap. Þá fór allt að snúast á annan veg. Ég missti þessi nánu tengsl við föður minn. Hann gifti sig aftur um svipað leyti og ég. Allt var gott á milli okkar fjölskyldna fyrstu árin, en allt í einu var dregið ský fyrir sólu og vinskapur minn brást í garð konu hans. Ég get sjálfri mér um kennt Ég reyndi að leita fyrirgefningar, en fékk ekki. Þá slitnaði þetta trausta og góða sam- band milli föður og dóttur. Ég get ekki fyrirgefið í dag, eins og ég gat sem bam og unglingur. Nú er orðið of seint að iðrast. En í hjarta mfnu geymi ég allar góðar minningar um föður minn. Ég veit að hann hætti aldrei að elska mig og ég ekki hann heldur. Ég fór 16 ára til Bandaríkjanna, sem bamfóstra fyrir bróður minn og mág- konu, því þau eiga fatlaða dóttur sem ég var að passa úti. Á meðan ég var eitt ár erlendis, langt frá mínu fólki, þá lærði ég heilmikið á þessari dvöl minni í Bandaríkjunum. Ég fékk alltaf reglulega bréf frá mömmu minni og pabba. Hann bað mömmu alltaf að segja mér að fara varlega, því hann vildi að ég kæmi heil heim. Ég gæti endalaust skrifað um okkur pabba. Hann var mikill dansmaður og hjá honum lærði ég að dansa. Ekki má gleyma dýrmætri vöggugjöf sem hann fékk, sem var hagmælska. Ég veit að hann hefði viljað að við bömin hans værum meira fyrir kveðskap en við er- um. En allir geta ekki fengið sömu náðargjöfina. Ég minnist hans með djúpum sökn- uði. Megi faðir minn hvfla í friði. Guð blessi hann og hans fólk. Ólafía Guðrún Ottósdóttir Horfírm ertu af sjónarsviði, sannur maður ætið varstu. Hvílir nú í helgum friði, hreint og falslaust viðmót barstu. Ég byrja þessi fátæklegu kveðjuorð mfn um vin minn og fjölskyldu minn- ar með erindi eftir hann sjálfan, úr erfiljóðum sem hann orti um fóstra sinn látinn. Mér finnst að mannlýs- ingin eigi svo vel við hann sjálfan, þennan hugljúfa, prúða, mæta mann sem átti svo mikið sólskin f sálinni, að böm, þótt ókunnug væm, löðuðust að honum eins og segull að stáli. Þau fundu ylinn og vildu gjaman oma sér þar og hann brosti við þeim á sinn hógláta hátt og spjallaði við þau, hann skildi þau svo vel. Ég kynntist Höskuldi þegar hann giftist frændkonu minni, Ingibjörgu Valdimarsdóttur. Þau bjuggu sér og yngstu bömum hennar indælt heimili á Bjargarstíg 17 f Reykjavík og Jóni bróður hennar, sem hefur dvalist þar með þeim. Þangað komu eldri bömin hennar, sem vom búin að stofna eigin heimili, f heimsókn með sín böm og einnig komu hans böm frá fyrra hjónabandi í heimsókn, því þetta var seinna hjónaband beggja. Þama bjó samhent fjölskylda, þama heyrðist aldrei óánægjuorð, en rfkti friður og gleði. Það var gott að koma á Bjargar- stfginn og vera gestur Höskuldar og Ingibjargar. Þar leið tíminn fljótt við glaðvært spjall hjónanna og ekki minnkaði ánægja gesta ef húsbóndinn las frumsamin Ijóð og lausavísur eða greip harmonikkuna og lék gömul danslög, hann var góður spilari. Þess- ar góðu minningar geymast en gleym- ast ekki. Höskuldur Ottó Guðmundsson var Austfirðingur að ætt og uppruna, fæddur á Streiti f Breiðdalshrepp í Suður-Múlasýslu. Foreldrar hans vom Sigríður Jónsdóttir frá Þver- hamri í Breiðda! og Guðmundur Bjamason frá Krosshjáleigu á Bem- fjarðarströnd. Hann ólst upp að mestu leyti eða til sautján ára aldurs hjá hjónunum Sigríði Stefánsdóttur og Sigurði Stefánssyni á Krossi á Bem- fjarðarströnd. Höskuldur bar mikinn hlýhug tl fósturforeldra sinna, eins og finna má í ljóðlínunum úr erfiljóði sem hann orti eftir fóstra sinn. Einnig unni hann móður sinni mjög heitt; má sjá það á Ijóðunum sem hann yrk- ir til hennar. Ég tek síðustu ljóðlínur úr einu kvæða hans: Elsku góða mamma mín, þú mátt nú eiga þetta Ijóð. Yfír mér vakir ástin þín, svo yndislega blíð og góð. Og nú verður hann jarðsunginn frá Heydalakirkju í dag, 4. september, og lagður til hinstu hvfldar nálægt leiði sinnar kæm móður. Ingibjörg, kær- leiksríka konan hans, sem hefur vakað yfir honum nótt og dag og annast hann öll árin f hans miklu veikindum til hinstu stundar, bömin hennar og fjölskyldur, uppfylla nú síðustu óskina hans, að fá að hvfla í austfirskri mold. Um leið og ég þakka góð kynni Hösk- uldi vini mínum, í samlylgdinni hér, bið ég konu hans, stjúpbömum hans og fjölskyldum þeirra og bömum hans og fjölskyldum þeirra, blessunar og handleiðslu Guðs og ég vil kveðja hann með hans eigin vísu úr ljóðinu um fóstra hans: Vinir líta á leið til baka, leiftra geislar minning yfír. Endurfunda vonir vaka, veitist fró, því sálin lifír. Sigurunn Konráðsdóttir Mig langar með örfáum orðum að minnast afa míns, Höskuldar Ottós Guðmundssonar, sem lést mánudag- inn 23. ágúst á öldrunardeild Landa- kotsspítala, 82 ára að aldri. Afi var fæddur á Streiti í Breiðdalshreppi. Hann var þar til eins árs aldurs, en síðan var hann til átta ára aldurs á Randversstöðum f Breiðdal. Frá átta ára aldri til sextán ára ólst afi upp hjá sæmdarhjónunum Sigríði Stefáns- dóttur og Sigurði Stefánssyni, sem þá bjuggu að Gautavík á Beruljarðar- strönd. Sigríður var frænka afa, en þau hjón tóku afa að sér vegna veik- inda móður afa, en móðir afa þurfti að vera um tíma til lækninga í Reykjavík og var það víst enginn hægðarleikur á þessum ámm, þar sem samgöngur vom strjálar og mikil fátækt. Afi var mjög góður við allt og alla og vildi allt fyrir alla gera. Afi var fróður um margt og gaman að hlusta á hann rifja margt upp frá bemsku sinni. Það var alltaf gaman að koma til afa og ömmu á Bjarkarstíginn, þvf þar var alltaf svo mikið líf og fjör. Það gat maður einmitt heyrt á þvf þegar afi var að þenja út nikkuna sína. Mestu ánægjustundir afa vom við að semja ljóð og spila á nikkuna sína, sem var hans líf og yndi á meðan heilsan leyfði. Margar góðar minningar á ég um hann afa minn og minnist ég einna þegar ég var í pössun einsog oft áður að ég vildi ekki borða það sem á borð- um var og sagði afi þá: „Við skulum kaupa samloku handa stelpunni" og var svo rokinn út f búð. Afi var ákveðinn og vildi hafa reglu á hlutunum. Afi var samviskusamur og gerði alla þá hluti vel sem hann tók sér fyrir hendur. Heilsu afa byrjaði að hraka fyrir fjór- um ámm og fór versnandi með ári hverju allt fram á sfðustu stund. Ingi- björg amma annaðist afa mjög vel og var hans stoð og stytta f veikindum hans. Þar naut Ingibjörg amma einn- ig mikillar aðstoðar Ólínu dóttur sinnar og Þóreyjar sonardóttur sinn- ar, sem vom afa afar yndislegar. Erfitt er fyrir okkur, sem eftir stöndum, að sætta okkur við að afi skuli vera dá- inn. Við megum þó þakka fyrir, þar sem hann var orðinn svo illa farinn að hann er hvfldinni fegnastur. Blessuð sé minning um elskulegan afa. Elsku Ingibjörg amma, böm, tengda- böm, bamaböm, bamabarnabam og aðrir ættingjar og vinir, ég votta ykk- ur mínar dýpstu samúðarkveðjur og megi algóður guð styrkja ykkur í hinni miklu sorg. VUhelmína Guðmundsdóttir

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.