Tíminn - 11.09.1993, Qupperneq 2

Tíminn - 11.09.1993, Qupperneq 2
2 Tíminn Laugardagur 11. september 1993 Engar stéttir hækkað meira í launum 1991-92 en þær sem sækja mest í kassa Tryggingastofnunar: Lyfsalar náðu 20% launahækkun undir verndarvæng Sighvats (Ijósl þess að lyfsalar — og Sighvatur sjálfur — hafa mjög látið í veðri vaka hversu heilbrigöisráðherrann fyrrverandl þjarmaði að þeim i kjörum hlýtur þaö að vekja sérstaka athygli að apótekurum hefur tekist að auka tekjur meira en flestum öðrum milli áranna 1991 og 1992, þ.e. undir vemdarvæng Sighvats sem heilbrigöis- ráðherra. Á þessum tíma náðu lyfsalar að hækka mánaðarlaunin sín úr 847.000 kr. upp í 1.022.000 krónur, eða um nærri 21% að meðaltali. Árs- tekjur apótekaranna hafa þannig verið um 12,3 milljónir árið 1992. Aðeins ein stétt manna hækkaði tekjur sínar nokkuð í Iíkingu við þetta, og raunar miklu meira, milli þessara ára. Það voru tannlæknar sem fást við tannréttingar. Þeir sækja einmitt líka meginhluta tekna sinna í kassa TVyggingastofnunar, sem heyrir undir heilbrigðisráðu- neytið eins og allir vita. Meðaltekjur þessa hóps hækkuðu úr 805.000 kr. á mánuði upp í 1.055.000 kr. milli ára, þ.e. 31%, sem var margfalt met Árslaunin hafa þannig verið tæpar 12,7 milljónir 1992. Tánnréttaramir vom í 3. sæti á tekjulistanum árið 1991, en ári síðar höfðu þeir skotið öllum öðmm hópum bak við sig í tekjum. Mánaðarlaun þessara tveggja stétta árið 1992 vom þannig mjög ámóta og árstekjur helstu kvennastétta innan ASÍ, verkakvenna og af- greiðslukvenna, þetta sama ár, sam- kvæmt skýrslum Kjararannsóknar- nefndar. Þær, eins og meginhluti launþega, þurftu Ifka að sætta sig við aðeins 3-4% kauphækkanir milli umræddra ára. Framangreindar launatölur lyfsala og tannréttara koma fram í viðamikilli könnun sem Frjáls verslun hefur unnið upp úr skattskrám. í samanburðinum er miðað við sömu einstaklinga bæði árin. Könnunin nær til samtals 517 einstaklinga sem skipt er í 22 starfs- hópa. Könnunin byggist á álögðu útsvari einstaklinganna eins og þar var í skattskrám sem lágu frammi í ágúst, og er áréttað að um er að ræða skattskyldar tekjur manna á árinu. Tekjur lyfsala og tannrétta eru meðaltekjur þeirra einstaklinga í könnuninni sem tilheyra þessum hópum. Þannig voru tekjur þeirra 15 apótekara sem könnunin náði til allt firá 22,6 milljónum (Andrés Guð- mundsson í Reykjavík) og niður í 2,4 milljónir (Hanna María Siggeirs- dóttir í Stykkishólmi). Af þeim tíu tannréttum sem könnunin náði til trónaði Sæmundur Pálsson á toppn- um með 22,4 milljónir yfir árið, en lægstur var Ragnar M. TVaustason með tæpar 5,6 milljónir króna. Frjáls verslun fann aðeins einn hóp manna til viðbótar, sem hún nefnir „athafnamenn", sem náðu meira en milljón (1.037 þús.kr.) í meðaltekjur á mánuði árið 1992. Meðal tekju- hæstu manna á þeim Iista eru marg- ir sem einnig voru nefndir á „vin- sældalista" skattstjóranna í sumar. Hér má sjá meðaltekjur á mánuði 1992 í um tuttugu hópum sem sam- tals ná til um 330 einstaklinga. Fremsti dálkurinn sýnir fjölda ein- staklinga í hverjum hópi — sá aftasti mánaðartekjur 1992 að meðatlali: 10 Tánnréttar .......1.055.000 kr. 28 Athafnamenn.......1.037.000 kr. 15 Lyfsalar..............1.022.000 kr. 7 Stj.m.fyrirt...........795.000 kr. 37 Forstjórar..............710.000 kr. 28 Stj.peningastofn....605.000 kr. 9 Sýslumenn..............543.000 kr. 31 Lögfræðingar........532.000 kr. 14 Endurskoðendur......513.000 kr. 5 Aðstiorstj...........510.000 kr. 27 Læknar..................446.000 kr. 6 Stj.ríkisfyrirt..438.000 kr. 9 Sveitarstj.menn....422.000 kr. 7 Flugstjórar............412.000 kr. 18 Tcinnlæknar............396.000 kr. 12 Opinb.embættism. ...382.000 kr. 19 Verkfræðingar......328.000 kr. 16 Aðil. vinnumark.....318.000 kr. 14 Ráðh.þingmenn........01.000 kr. 10 Forsv.auglýs.st.....279.000 kr. 4Prestar ............218.000 kr. Við samanburð þessara hópa milli ára eru einungis valdir sömu ein- staklingar bæði árin. Sem sjá má er langt tekjubil á milli þriggja efstu hópanna og þeirra sem næstir koma. Úr 4. hópnum (stjómendur fyrir- tækja) voru aðeins tveir (Guðjón Ól- afsson SÍS, og Hörður Sigurgestsson Eimskip) með meira en milljón kr. mánaðartekjur. Kauphækkun lyfsala og tannrétta upp á 20—30% að með- altali milli ára hefúr algert eins- dæmi, miðað við samanburð Fijálsr- ar verslunar. Lögfræðingar komust þeim næstir, með um 9% meðal- hækkun. Hjá mörgum hópum var líka um beina kauplækkun að ræða. Þannig lækkuðu meðaltekjur níu sýslumanna um nærri fjórðung milli ára (úr 714.000 kr. niður í 543.000 kr.). Lækkun meðaltekna var líka talsverð hjá hópum; almennum tannlæknum, verkfræðingum, ráð- herrum/þingmönnum og forsvars- mönnum auglýsingastofa. - HEI Alvarlegustu áverkamir þegar ekið er á gangandi börn. Brynjólfur Mogensen yfirlæknir: Brýnt að breyta aksturs leiðum í íbúðarhverfum Alvarlegustu umferðaslys á böm- um verða þegar þau em á gangi og ekið er á þau. Þarf að leggja eitt af hveijum fímm inn á sjúkrahús vegna alvarlegra áverka. Ekið var á um 50 böra að meðaltali á ári í Reykjavík á áranum 1987 til 1991. Brynjólfur Mogensen yfirlæknir telur mjög brýnt að breyta aksturs- leiðum í íbúðarhverfum til að hindra umferð þeirra sem eru að stytta sér leið þar um en flest um- ferðaslys verða í nágrenni heimilis og skóla. „Við eigum að fara að velta því fyr- ir okkur miðað við hvað slys á böm- um eru alvarleg að loka íbúðar- hverfum meira fyrir umferð en nú er gert. Það á ekki að vera hægt að aka fram og aftur um þau heldur á að takmarka valið við eina eða tvær akstursleiðir og láta það duga,“ seg- ir Brynjólfur. Hann bendir á að þannig sé málum víða háttað erlendis og ökumenn eigi óhægt um vik með að stytta sér leið í annríki dagsins um íbúðar- hverfi þar sem böm em tíðast á ferð. Þá telur Brynjólfur að í nágrenni skóla eigi að hindra umferð annarra en þeirra sem þangað eiga erindi. Hann telur þetta skipta mjög miklu Bömln þurfa aö elga kost á öruggri lelð þegar þau fara f skólann. Tímamynd Áml Bjama NYR ÁSKRIFANDI Nafn áskrifanda: Póstnúmer: Sími: Heimilisfang: Greiðslufyrirkomulag Korf nr: | Gildir út Ég undirritaður/uð óska hér með eftir að gerast áskrifandi að Timanum Kennitala MILLIFÆRSLUBEIÐNI T Tíminn Lynghálsi 9.110 Reykjavík Póstfax 68769. Pósthólf 10240 máli og bendir á að óþarfa umferð um íbúðarhverfi sé allt of algeng. Nýlega kynntu þau Brynjólfur og Anna Stefánsdóttir, af slysa- og bæklunarlækningadeild Borgar- spítala, niðurstöður rannsóknar á slysum í umferðinni. Þar komast þau m.a. að þeirri niðurstöðu að slysum hafi fækkað undanfarin ár hjá yngstu börnunum þ.e. 0-9 ára en ekki meðal 10-14 ára. Þá segja þau umferðarslys algengari meðal 5-14 ára barna en 0- 4ra ára og segja skýringuna felast í því að eldri bömin séu meira á ferðinni. Þá er bent á að börn sem ekið er á verði fyrir alvarlegustu áverkunum og stór hluti barna sem slasast í bílum sé þar laus. Fram kemur að hátt í 1.000 böm hafa slasast á tímabilinu 1987 til 1991. Þar af vom 457 börn á reið- hjólum eða 47,2% af öllum slysun- um, 247 böm slösuðust sem farþeg- ar í bílum eða 25,5% og 210 böm eða 21,3% vom gangandi. Á þessu tímabili létust fjögur böm í um- ferðinni í Reykjavík og vom þrjú þeirra gangandi vegfarendur. Þegar horft er til Norðurlanda sést að tíðni umferðarslysa á börnum er samt svipuð því sem þar gerist Þessi slys em samt heldur algengari hér á landi sé miðað við Noreg og Svíþjóð en færri sé miðað við Dan- mörku og Finnland. Börnum virðist mest hætta búin sem gangandi vegfarendur en minni þegar þau eru hjólandi eða farþegar í bflum. í skýrslunni kem- ur fram að tæp 18% barna sem ekið var á þurfti að leggja inn á sjúkra- hús til frekari meðhöndlunar. Til samanburðar má benda á að ein- ungis 5,5% þeirra bama sem slös- uðust í umferðinni á reiðhjólum þurfti að leggja inn. Brynjólfúr bendir á að nú fari sá tími í hönd þegar börn streyma út í umferðina tugþúsundum saman og flest gangandi. Hann vekur athygli á að slys á gangandi börnum séu al- varlegustu umferðaslysin. „Það er býsna mikið þegar leggja þarf inn eitt af hverjum fimm bömum sem þannig slasast vegna alvarlegra áverka," segir Brynjólfur. Það em nokkur öryggisatriði sem Brynjólfur telur brýnt að hafa í huga til þess að sporna gegn slysum á börnum. Hann leggur áherslu á að ung börn séu fest í bamastól en þau eldri noti belti. Þá leggur hann áherslu á að börn á hjólum noti hjálma. -HÞ

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.