Tíminn - 11.09.1993, Blaðsíða 7
Laugardagur 11. september 1993
Tíminn 7
Frumvarpið var
smyglgóss
— Nú má búast við því að Halldór
Blöndal leggi afhir fram frumvarp
um breytingar á búvöruiögum í
hausL Egill Jónsson ætlar að flytja
frumvarpið sem þingmannamál að
öðrum kostL Styðji stjómarand-
staðan frumvarpið í haust líkt og í
vor ásamt nokkmm sjálfstæðis-
mönnum er þá ekki rfldssfjórnin
fallin?
„í fyrsta lagi verður það frumvarp
ekki flutt sem stjómarfmmvarp og
ráðherrar flytja ekki frumvörp sem
ekki hafa stuðning í ríkisstjórn
nema þá sem þingmannafrumvörp
og taka þá sjálfir afleiðingunum.
Þetta frumvarp var smyglgóss þ.e.
undir því yfirskini að nauðsynlegt
væri að breyta búvörulögum vegna
EES-samningsins. Þá hafði for-
maður landbúnaðarnefndar reynt
að færa til vald varðandi innflutn-
ing landbúnaðarvara frá viðskipta-
ráðuneytinu og forræði yfir jöfnun-
argjöldum frá íjármálaráðuneytinu
til landbúnaðarráðuneytisins.
Ég segi undir yfirskini því þetta
var að nauðsynjalausu og fmm-
varpið var þess vegna marklaust og
ekkert tilefni til endurflutnings."
Fráleitt að ætla við-
skiptaráðherra
annarlegar hvatir
— Davíð Oddsson forsætisráð-
herra sagði: „Það er fráleitt að
halda því fram að fyrrverandi við-
skiptaráðherra hafl farið fram með
fmmvarp sem gjörbreytti innflutn-
ingsmálum landbúnaðarins án
þess að segja frá því, hvorki í rflds-
stjóm né á þingi." Hvað viltu segja
um þessi ummæli?
„Það er fráleitt að ætla honum
annarlegar hvatir í því efni. Hann
vísaði til þess að það væm takmark-
anir í öðmm lögum þ.e. búvömlög-
um og lögum um dýrasjúkdóma.
Hann hefúr vafalaust gengið út frá
því að menn væm þá sammála um
að þær takmarkanir væm nógar.
Alla vega hlýtur að verða að spyrja
þá menn sem segjast hafa stutt
fmmvarpið um innflutning í ógáti
að því hvort þeir séu ekki læsir.
Fyrsta grein fmmvarpsins er um
það að innflutningur sé frjáls nema
önnur lög kveði á um annað.
Það þýðir að takmarkanimar
verða að vera í öðmm lögum en
ekki í einhverri reglugerð með út-
flutningslögunum því það er ekki
heimilt að setja neina reglugerð
með innflutningslögunum. Það
stendur skilmerkilega í íyrstu grein
að takmarkanir verði að vera í öðr-
um lögum.
Þá spyr maður sig, þetta em lög-
vísir menn sem þekktu sín búvöm-
lög og þar em takmarkanir. Séu
þeir þeirrar skoðunar að takmark-
anir hafi verið nægar em menn í
góðri trú. Ef menn em þeirrar
skoðunar að frjálsræðisreglan sé
réttmæt umfram þessar takmark-
anir em menn líka í góðri trú.
Það hlýtur að vera afar óvenjulegt
að heyra að það verði að grípa til
jafnvel ólöglegra ráðstafana af því
að Alþingi hafi verið svo vitlaust að
samþykkja einhver lög í ógáti.“
Þetta er bara bull
í Halldóri
— í nýlegu viðtali vitnar Halldór
Blöndal í framkvæmdastjóra Al-
þýðuflokksins og segir að undirrót
átakanna um landbúnaðarmál sé
að gera Sjálfstæðisflokkinn tor-
tryggilegan í fjölbýli og auka þann-
ig fylgi Alþýðuflokksins. Hvað
viltu segja um þetta?
„Höfum við þá verið að gera Sjálf-
stæðisflokkinn tortryggilegan í 30
ár? Þetta er bara bull. Það er ágrein-
ingur um stefnu í landbúnaðarmál-
um. Hann varð ekki til í gær og
beinist ekki að persónu Halldórs
Blöndal. Hann var vitað um þegar
þessi ríkisstjórn var mynduð. Hann
er ekki nýr og kemur ekki upp
óvart. Hann er fastur liður eins og
venjulega.
Það eina sem um það er að segja
núna og getur skipt sköpum er að
þetta steinaldarkerfi eða þetta for-
dæðu- og fortíðarkerfi er í fjörbrot-
um sínum. GATT mun að lokum
veita því náðarhöggið og nú em
sem betur fer betri horfur á því en
verið hafa um sinn að GATT verði
að vemleika og komi jafnvel til
framkvæmda innan árs. Þar með
yrðu dagar þessa kerfis sem betur
fer taldir fyrir bændur, neytendur
og íslensku þjóðina, nóg er nú
samt.
Fátækt fólk munar
um ódýra matvöru
— Halldór Blöndal segir einnig í
sama viðtali að Hagkaup og skink-
an skipti engu máli í sambandi við
innflutning á landbúnaðarvömm.
Þetta sé öðmm þræði auglýsing
fyrir þá og rekið þannig.
„Þetta er misskilningur og bendir
til þess að Halldór kaupi ekki mikið
inn fyrir sitt heimili vegna þess að
fátækt fólk munar mikið um það
hvort það geti fengið góða matvöm
á broti af því verði sem það er ella
neytt til að greiða. Sem samgöngu-
ráðherra og ráðherra ferðamála tal-
ar Halldór Blöndal mikið um þá af-
arkosti sem ferðamönnum em
gerðir við að búa við matvælaverðið
íslenska. Hann talar um nauðsyn
þess að lækka matvælaverðið til
þess að ferðamenn vilji heimsækja
landið. Hann talar lítið um þá sem
búa eiga á landinu við þessa afar-
kosti.
Frjálsræði í innflutningsmálum
skiptir máli, og það er reyndar
kjaminn í GATT, af tveimur ástæð-
um. í fyrsta lagi er það eina leiðin
til að lækka matvælaverð sem aftur
er eina leiðin til að bæta kjör fólks
eða öllu heldur að iina þá kjara-
skerðingu sem fólk verður að taka á
sig í þeirri kreppu sem við búum
við.
Hitt er að þegar til lengri tíma er
litið mun þessi samkeppni koma
innlendri framleiðslu til góða
vegna þess að samkeppni er alltaf
örvandi. Hún mun t.d. vera hvatn-
ing til vöruþróunar og ég er sann-
færður um að það sem er best í inn-
lendri matvælaframleiðslu mun
halda velli í þeirri samkeppni og þar
með verða forðað frá stöðnun."
Skýringar á fjarveru
minni
— Túlkar þú harða gagnrýni for-
sætisráðherra á stjómarandstöð-
una þegar hún hunsaði heimsókn
Peresar utanrfldsráðherra ísraels
sem óbeina gagnrýni á þig?
„Nei ég hef enga ástæðu til að vera
svo „paranoid" af þeirri einföldu
ástæðu að það vom skýringar á
minni fjarveru sem vom fyllilega
réttmætar og reyndar með
Sjálfstæðisflokkur á
atkvæðaveiðum með
Framsókn
Alþýðuflokkurinn hefur verið í
eldlínu niðurskurðarins og má vísa
til óvinsælla aðgerða í heilbrigðis-
málum. Hefur hinn stjómarflokk-
urinn ekki lagt sig nógu mikið fram
í niðurskurði?
„Það er rétt sem þú segir að út frá
mannlegu sjónarmiði og pólitísk-
um fómarkostnaði er niðurskurð-
urinn í heilbrigðismálum erfiðast-
ur. Það mæddi því áreiðanlega mest
á Sighvati Björgvinssyni sem
manni og á Alþýðuflokknum sem
flokki í spamaðaraðgerðum ríkis-
stjórnarinnar.
Sú skoðun er útbreidd í röðum
okkar jafnaðarmanna að það sé erf-
itt að verja pólitískt óumflýjanlega
lækkun útgjalda til heilbrigðis- og
félagsmála á sama tíma og þetta
þjóðfélag þykist enn hafa efni á að
bruðla með milljarða króna t.d. í
gæludýra- og möppudýrakerfi land-
búnaðarins.
Þetta er áreiðanlega rétt. Það væri
auðveldara að fá almenning í land-
inu til þess að sætta sig við hvort
heldur er spamað til opinberrar
þjónustu, þjónustugjöld og yfirleitt
að bera auknar byrðar af velferðar-
kerfinu ef unnt væri að sýna fram á
að á sama tíma væri hætt að verja
peningum í þarfleysu.
Hins vegar gerum við okkur ljóst
að þetta er eitthvað meira en lítið
erfitt í Sjálfstæðisflokknum vegna
atkvæðasamkeppni við Framsókn,
þ.e. að taka til í landbúnaðinum.
Nú skal ekki forsmá það að nokkur
árangur hefur náðst í landbúnaði
því að útgjaldalækkunin er all veru-
leg og nemur nokkmm milljörð-
um. Við megum heldur ekki
gleyma því að drjúgur hluti þess
sparnaðar er fyrrverandi ríkisstjóm
að þakka þ.e. það má rekja það til
þess að búvörusamningurinn, þótt
vondur væri, afnam útflutnings-
bæturnar og ríkisábyrgðina á of-
framleiðslunni.
Það skortir mikið á, enn sem kom-
ið er, að nægur skilningur sé á Al-
þingi og meðal þjóðarinnar á því að
við erum sem þjóð stödd á alvar-
legu hættusvæði. Þá á ég við að
skuldastaða þjóðarbúsins, erlend
skuldasöfnun sérstaklega, skulda-
staða höfuðsatvinnuvegar okkar
sjávarútvegsins og heimilanna er
komin að ystu hættumörkum.
Ég býð ekki í ástandið ef þessi rík-
isstjórn hefði tekið trúanlegan
áróður stjórnarandstöðunnar um
að hér væri allt í lagi í ríkisfjármál-
um.
Við höfum náð nokkmm árangri
en hann er ekki nægur. Við þurfum
að taka okkur á. Það sem vantar er
að skapa hinar pólitísku forsendur
og skapa skilning meðal þjóðarinn-
ar á því að undan því verður ekki
vikist ef við viljum forðast yfirvof-
andi stórslys.
Er ríkistjómin
vandanum vaxin?
— Nú virðist sem þið viljið að
harðar sé gengið í niðurskurði á
fjárlögum. Fjárlagahallinn stefnir í
15 til 16 miljjarða kr. á þessu ári
og talað er um ekki minni en 10
milljarða kr. halla á næsta ári.
Veldur þessi rfldsstjóm vandanum
og hvað framtíð á hún fyrir sér ?
„Spyrjir þú hvort þessi ríkisstjórn
valdi vandanum og hefur um það
efasemdir spyr ég á móti hvort sú
stjómarandstaða sem skírskotar til
þess að í skoðanakönnunum hefði
hún hugsanlegan þingmeirihluta
myndi valda vandanum miðað við
þá stefhu sem hún boðar.
Að hverju beinist gagnrýni hennar
á núverandi ríkisstjóm harðast?
Það er að niðurskurðinum, sparn-
aðaraðgerðunum. Þeir hafa sagt að
við værum að rústa velferðarkerfið
og sagt að við séum að skerða lífs-
kjörin. Þau hafa verið að skerðast.
Við höfum náð því að spara nokkra
milljarða með varanlegum hætti í
ríkisbúskapnum.
Stjómarandstaðan fer hamförum í
gagnrýni sinni á þessar spamaðar-
aðgerðir og segir að þessi spamað-
ur sé óþarfur.
Svar mitt við spumingu þinni er í
kjama málsins þetta: Annars vegar
áttum við Alþýðuflokksmenn val
eftir seinustu kosningar hvort við
vildum hugsanlega mynda svokall-
aða vinstristjóm, jafnvel undir okk-
ar forsæti, þar sem líf stjórnarinnar
hefði verið komið undir mönnum
eins og Páli Péturssyni, Hjörleifi
Guttormssyni og í sumum málum
Kvennalista.
Hins vegar áttum við val um að
mynda núverandi ríkisstjóm, jafn-
vel þótt hún væri ekki undir forystu
okkar. Við völdum þann kost af því
að við treystum því ekki að núver-
andi stjómarandstöðuflokkar væru
til stórræðanna í ríkisfjármálum.
Þetta var kjarni málsins.
Það þarf að lækka út-
gjöld um allt að sjö
milljarða kr.
— Hvaft um framtíðina, heldurftu
aft þaft náist aft eiga við þennan
halia?
„Ég er að gera mér vonir um það
að þjóðhollir menn á Alþingi ís-
lendinga taki sig til á þessu hausti,
jafnt í stjórn sem stjórnarandstöðu,
og geri skyldu sína við þessa þjóð.
Það felur í sér að hætta að ljúga að
sjálfum sér og öðmm um að allt sé
í lagi og hætta að ganga hagsmuna
sérhagsmuna í þeim mæli að vera
alltaf reiðubúin að slá erlend lán
fyrir neyslu okkar á kostnað bam-
anna okkar. Þeir þuría með öðmm
orðum að taka sig til og
lækka ríkisútgjöldin og laga þau að
raunvemlegum tekjum okkar. Til
þess þarf að lækka útgjöld fjárlaga
að lágmarki um sex til sjö milljarða
króna og það er vel hægt.
Ég vildi gjarnan reyna að skapa
þjóðarsátt um eitthvað annað en
rányrkju til lands og sjávar, erlenda
skuldasöfnun og skattsvik. Það er
kominn tími til að íslendingar sýni
eitthvað meiri þjóðhollustu en
þetta.
Helgi Þórhallson