Tíminn - 11.09.1993, Side 10
lOTÍminn
Laugardagur 11. september 1993
Leonardo
Vesturheims
Fyrir alllöngu var ég að leysa krossgátu í Tímanum þar sem
komu fyrir í skýringarlykli nokkur morstákn. Sakir takmarkaðr-
ar þekldngar á því sviði fletti ég upp í Britannicu. Þar fékk ég
eUd aðeins lausn á vandamálum krossgátunnar en rakst líka á
einkarfróðlega grein um höfund morskerfísins sem varð kveikj-
an að þessu greinarkomi. Mér datt í hug að fleiri Iesendur Tím-
ans en ég kynnu að hafa áhuga á að kynnast ævi þessa manns,
sem var í senn listamaður og hugvitsmaður. Bandarískur höf-
undur ævisögu Morses valdi verid sínu titilinn The American Le-
onardo, sem ég hef tekið að láni.
Samuel Morse, hluti sjálfsmyndar, olíumálverk frá þvt um 1814.
leið. Hinn 24. maí 1844 sendi hann
fyrsta skeytið um nýja símann:
Charlestown í Massachusettsríki
í Bandaríkjunum stendur á nesi á
milli ósa tveggja fljóta, Charles og
Mystic. Hinn 17. júní 1775 hófst
þar orusta milli Breta og heima-
manna í frelsisstríðinu. Nýlendu-
búar urðu að lokum að hopa en þá
var borgin nær öll í rústum.
Bandaríski sjóherinn hefur allt frá
árinu 1800 haft mikilvæga flota-
stöð í Charlestown, sem síðan
1874 er hluti af stórborginni Bost-
on.
Seint á átjándu öld og á fyrsta
fjórðungi þeirrar nítjándu var Jed-
idiah Morse prestur við Safnaðar-
kirkjuna í Charlestown. Hann fékk
ungur brennandi áhuga á landa-
fræði Bandaríkjanna, enda var, svo
vitnað sé í orð hans, „svo ófúll-
komið allt það sem til þessa hefur
verið skráð um Bandaríkin... að
næsta litla þekkingu er þar að fá
um þetta land.“
Síra Morse réðst brátt í að bæta
úr þessu. Kennslubók hans, Geo-
graphy made Easy, Það er leikur
að læra landafræði, varð metsölu-
bók og kom út í 25 útgáfum með-
an höfundurinn lifði. Hann skráði
síðar fleiri merk rit um sama efni.
Hinn 27. apríl 1791 fæddist elsti
sonur Morsehjónanna og hlaut
nafnið Samuel Finlay Breese.
Hann gekk menntaveginn og þótti
brokkgengur og sérlundaður í
menntaskóla. Þaðan fór hann í há-
skólann í Yale og hreifst af fyrir-
lestrum um rafmagn, sem var þá
lítt kannað. Hann fékkst þá einnig
við að mála mannamyndir, foreldr-
unum til takmarkaðrar gleði.
Að loknu háskólaprófi 1810 hóf
Samuel Morse störf hjá bókafor-
lagi í Boston. Málaralistin átti
samt hug hans allan og 1811 létu
foreldrarnir undan og styrktu
hann til námsdvalar við Iistaskóla
á Englandi.
Á árunum 1799 til 1815 geisuðu í
Evrópu stríð sem kennd hafa verið
við Napóleon. Bandaríkjamenn
stóðu utan við þessi átök en högn-
uðust á verslun við stríðsþjóðir.
Evrópumenn, einkum Bretar,
brugðust við þessu með hafnbanni
og upptöku á bandarískum skip-
um. Þar kom að Bandaríkjamönn-
um var nóg boðið og árið 1812
sögðu þeir Bretum stríð á hendur
til að tryggja frjálsar siglingar um
úthöfin. Þrátt fýrir yfirburði Breta
bæði á landi og sjó sáu þeir brátt
ffarn á langvarandi og árangurs-
litlar skærur á óskipulegum víð-
áttum landnemanna í vestri. Að-
fangadag jóla 1814 var friður sam-
inn í Belgíu þar sem aðilar sættust
á „óbreytt fyrirstríðsástand" (stat-
us quo ante bellum).
Stríðið magnaði óvild og fyrirlitn-
ingu Breta á Bandaríkjamönnum.
Morse, sem var við listnám á Eng-
landi í stríðinu, brást við þessu
með ástríðufullu þjóðemisstolti.
Hann virti samt listasmekk Breta
og hreifst einkum af „sögulegum"
stíl í málaralist, stómm, róman-
tískum málverkum af stórviðburð-
um sögunnar með söguhetjur í lit-
klæðum og virðulegum stelling-
um í forgrunni.
En þegar Morse sneri til síns
heima 1815 hrifust landar hans lítt
af sögumálverkum hans svo hann
neyddist til að snúa sér að manna-
myndum til að vinna fyrir sér.
Hann flakkaði fyrst um Austurrík-
in en settist árið 1825 að í New
York. Sumar andlitsmyndimar
sem hann málaði þar em með
þeim bestu sem gerðar hafa verið í
Bandarfkjunum. Hann sameinaði
ágæta tækni og mannþekkingu
sem gerði honum kleift að tjá
skapgerð fyrirmynda sinna. Við
þetta bættist rómantískur blær,
arfleifð frá Englandsárunum.
Morse var íhaldssamur í stjóm-
málum og trúmálum. Hann átti
auðvelt með að kynnast fólki og
hafa áhrif á það. Jafnvel meðan
hann var ungur og snauður um-
gekkst hann menntamenn, auð-
menn og skoðanabræður innan
kirkju og f stjómmálum.
Morse leit á leikhúsin sem bæli
lausungar og spillingar og snerist
gegn þeim í ræðu og riti. Hann var
árið 1827 einn af stofnendum
Verslunarritsins í New York,
Joumal of Commerce, og þar
fengust auglýsingar frá leikhúsum
ekki birtar. Hann tók líka þátt í að
stofna akademíu myndlistar-
manna, The National Academy of
Design, sem ætlað var að auka
virðingu manna fyrir málurum, og
var forseti akademíunnar frá stofn-
un hennar 1826 til 1845.
Nítjánda öldin var öld járnbrauta.
Fyrsta gufuknúna lestin var tekin í
notkun í Wales 1804 og síðan fór
bæði lestum og brautum fjölgandi.
Árið 1825 var fyrsta jámbrautafé-
lagið í Bandaríkjunum stofnað.
Víðast voru jámbrautarteinamir
einfaldir og því mikið í húfi að ekki
væri stefnt saman tveimur lestum.
Ýmsir reyndu að koma upp kerfi til
að senda skilaboð um rafstrengi
milli stöðva um ferðir lesta, en
nothæfar rafhlöður komu fram
seint á 18. öld.
Snemma komu fram hugmyndir
um ritsíma með 26 strengjum og
færi boð um einn bókstaf eftir
hverjum streng. Kerfið var flókið
og komst aldrei í framkvæmd. —
Árið 1819 sýndi danskur eðlisfræð-
ingur, Hans Christian 0rsted
(1777-1851), fram á það að raf-
straumur gæti breytt stefnu segul-
nálar. Þetta reyndu ýmsir að nota í
ritsíma. Tveir Englendingar, Willi-
am Fothergill Cooke (1806-1879)
og Charles Wheatstone (1802-
1875), tóku árið 1837 einkaleyfi á
ritsíma með fimm segulnálum og
sex leiðslum. Samsíða hverri nál
ver rafleiðsla. Sjötta leiðsian lokaði
öllum hringrásunum. Þegar
straumur fór um leiðslu snerist
viðkomandi nál til hægri eða
vinstri eftir straumstefnunni en
rakst á hak og skorðaðist í um 30°
homi. Nálamar vom tengdar vís-
um á bretti sem á vom letraðir
bókstafir og tölustafir. Þegar að-
eins ein nál var hreyfð benti vísir-
inn á tölu, 0 til 9, en framlengdar
línur frá tveimur vísum skámst í
einhverjum af 20 bókstöfum. Rit-
sími af þessari gerð var lagður
meðfram jámbrautinni frá Padd-
ington í Lundúnum til West Dray-
ton í júlí 1839. Að lokinni viðbót-
arlögn 1843 náði hann til Slough
og var þá 29 km langur.
Nú víkur sögunni aftur að Samu-
el Morse. Árið 1832 var hann á leið
vestur um haf að lokinni kynnis-
ferð til málara og listasafna í Evr-
ópu. Á skipinu heyrði hann rætt
um rafsegulspóluna sem þá var ný-
lega upp fundin. Hann fór þá að
hugleiða hvort ekki mætti nota
hana til að koma merkjum til skila
um rafstreng. Morse taldi sig eiga
hugmyndina að rafknúnum rit-
síma en í reynd höfðu margir feng-
ist við gerð slíkra tækja eins og
vikið hefúr verið að. Raunar vom
hugmyndir um ritsíma með raf-
boðum komnar fram um miðja 17.
öld.
Næstu árin vann Morse að ritsím-
anum í hjáverkum. Hann var nú
eftirsóttur málari, kenndi málara-
list við háskóla New York borgar
og sinnti stjórnmálum.
Árið 1837 sneri hann sér af alefli
að uppfinningu sinni. Hann stofn-
aði um hana félag við þriðja mann.
Annar félagi hans, Albert Vail
(1807-1859), var af vélsmiðum
kominn og lagði til aðstöðu og
stones frá árinu 1837. Annar og
fimmti vísir benda á D. Annar vísirinn
einn og sér bendir á 2.
vinnuafl til að smíða ritsímann.
Heimildir benda raunar til þess að
Vail hafi átt nokkum þátt í hönnun
búnaðarins. Síðar gekk þingmaður
á fulltrúaþingi Bandaríkjanna til
liðs við þá.
Árið 1838 samdi Morse kerfi það
af stuttum og löngum merkjum
sem síðan er við hann kennt og
sama ár reyndi hann án árangurs
að fá þingið til að leggja fé í ritsím-
ann. Snemma árs 1843 tókst hon-
um, án fulltingis félaga sinna, að fá
styrk frá þinginu til að leggja fyrsta
ritsímann í Bandaríkjunum, milli
Baltimore og Washington, 60 km
What hath God wrought! — Mikill
er máttur Guðs.
Félagar Morses í ritsímafélaginu
töldu sig svikna og stefndu hon-
um. Ýmsir hönnuðir fyrri ritsíma-
gerða höfðuðu líka mál til ógild-
ingar á einkaleyfi Morses. Hann
gekk hart fram í málarekstrinum
eins og áður í deilum um listir, trú
og stjómmál, og eftir hatrammar
sennur fyrir dómstólum féll árið
1845 hæstaréttardómur sem stað-
festi óskorað einkaleyfi Morses á
ritsímanum.
Að sama skapi og símalínumar
lengdust beggja vegna Atlantshafs
jókst auður og frægð Morses. Árið
1847 keypti hann óðal við Hudson-
fljót, Locust Grove í New York ríki,
og reisti þar veglegt hús í ítölskum
stfl. Þar hafðist hann við á sumrin
með börnum sínum og vaxandi
hópi bamabama. Á vetuma bjó
hann í New York.
í ellinni gaf Morse stórfé til góð-
gerða — til háskóla, kirkna,
prestaskóla, biblíufélaga, trúboðs-
stofnana, bindindissamtaka og
snauðra málara. Hann lést 2. aprfl
1872 í New York, nærri 81 árs.
Evrópumenn gáfu árið 1851 út
endurbætta gerð af merkjakerfi
Morses sem löngu er orðin alþjóð-
leg. Upphaflega setti Morse bil
milli tákna í nokkmm stöfúm, eins
og annars voru milli stafa. í al-
þjóðakerfinu em þessi bil horfin
og viðeigandi táknum var breytt til
samræmis við það.
Fyrstu ritsímalínumar vom lagð-
ar meðfram jámbrautum. Blaða-
menn uppgötvuðu fljótlega hag-
ræðið af þessari nýju boðleið og
sömdu við járnbrautafélögin um
afnot af línunum. Síðar komu
fréttastofur upp eigin línum, og
mun blaðakóngurinn Paul Julius
Reuter (1816-1899) hafa verið
frumkvöðull á því sviði. Hann not-
aði raunar bréfdúfur til að brúa
bilið þar sem ritsímalínumar náðu
ekki saman. Auk þess var ritsími
sums staðar lagður innan borga,
ýmist milli kauphalla eða lög-
reglustöðva.
Ritsíminn var smám saman end-
urbættur. Þjóðverjar komu fram
með viðnámskerfi sem gerði það
kleift að senda tvö skeyti samtímis
um sömu línuna, sitt í hvora átt-
ina. Thomas Alva Edison (1847-
1931) tvöfaldaði afköst þessa kerfis
svo senda mátti tvö skeyti í einu í
hvora átt. Þannig gátu átta menn
unnið við eina símalínu, fjórir við
að senda skeyti og aðrir fjórir við
móttöku þeirra.
Charles Wheatstone, sem fyrr er
nefndur, fann upp búnað sem
sendi morstáknin af gatastrimli til
viðtækis sem skráði þau sjálfvirkt á
blaðstrimil með blekpenna. Fyrir
þetta var Wheatstone aðlaður.1
Árið 1876 fékk Alexander Graham
Bell (1847-1922), bandarískur
heymleysingjakennari og hugvits-
maður af skoskum ættum, einka-
leyfi fyrir talsíma. Ritsíminn þok-
aði á næstu áratugum smám sam-
an fyrir þessari nýju tækni.
Brátt fengust ný not fyrir merkja-
kerfi Morses. Árið 1896 smíðaði
ítalskur eðlisfræðingur, Guglielmo
Marconi (1874-1937), fyrsta loft-
skeytatækið.2 Það dró að vísu ekki
nema tæpa sjö kflómetra á Iandi og
fjórtán á sjó, en tækninni fleygði
ört fram og smám saman urðu
loftskeytatæki sjálfsagður öryggis-
búnaður á skipum. Að sama skapi
og símriturum fækkaði í landi
fjölgaði loftskeytamönnum á sjó.
Nú er morskerfið að verða úrelt
Langdrægar talstöðvar og þráðlaus
faxtæki, oft með endurvarp um
gervitungl, eru að leysa stuttu og
löngu merkin af hólmi. Þó eru enn
send loftskeyti milli skipa og lands
og verða í notkun allt þar til í
febrúar 1999. Meðal annars nota
Rússar og fleiri Austur-Evrópu-
þjóðir loftskeyti til sjós. Dulmáls-
sendingar á morsi munu eflaust
enn um sinn hafa hernaðarlega
þýðingu auk þess sem radíóáhuga-
menn skiptast á morsmerkjum.
Samuel Morse lifði það að sjá
uppfinningu sína, ritsímann,
breyta samskiptum manna víða
um heim. Ný tækni í fjarskiptum
hefur síðan varpað skugga á frægð
hans sem hugvitsmanns. En að
sama skapi hefur hróður hans sem
listamanns vaxið. Hann er nú við-
urkenndur sem einn fremsti
mannamyndamálari Bandaríkj-
anna.
Heimildin
Encyclopædia Britannica.
Ólafur K. Bjömsson. Loftskeytamenn
og fiarskiptin. Fyrra bindi. Félag ís-
lenskra loftskeytamanna 1987.
Stefán Amdal stöðvarstjóri, Fjarskipta-
stöð Pósts og síma, Gufunesi. Munn-
legar upplýsingar.
1 Félagi hans, William Cooke, hlaut
einnig aðalstign fyrir þátt sinn í þróun
ritsímans.
2 Rússneskur eðlisfræðingur, Alexand-
er Stephanovitch Popoff (1859-1906),
smíðaði og sýndi loftskeytatæki um
sama leyti og Marconi. Hann er talinn
höfundur tækninnar í heimalandi sfnu.
Hins vegar fylgdi hann og fleiri braut-
ryðjendur f þráðlausum skeytasending-
um uppfinningunni ekki eftir, en það
gerði Marconi.
Höfundur er rektor.
Örnólfur Thorlacius skrifar
A B A B
A • ■■ • _ P ....
Á • — • — 0 • • — • ....
Á R • • • . . .
Á • mmm mm • mm S • • • ...
B mmm • • • — ••• T — .
C • • • U . . .
CH — — — — Ú ....
D mmm • • — .. V ... — ....
E • • w • — — .. .
É X • — •• ....
F • ■■■ • • • — • Y • • •• ....
G mmm mmm — — • z • • • • ....
H • • • • .... 1 • — — • .. ...
1 • • •• 2
J 3 ..... ... ■■■ ■■■
K — • — — • — 4 ..... • • • • mmm
L ' • mmm • • 5 ... • • • • •
M — — — — 6 mmm • • • •
N mmm • 7 mmm mmmm • mm mmm • • •
N 8 mmm • • • • .....
O • • — — — 9 mm • • ■■■ .....
Upphaflegt táknmál Morses (dálkur A) og alþjóðlega morsstafrófið (dálkur
B). Greinarmerki og séríslenska bókstafi vantar.