Tíminn - 11.09.1993, Blaðsíða 19
Laugardagur 11. september 1993
Tíminn 19
Fjárfesting í fiskveiðum um 4,3 milljarðar í fyrra og litlu minni á þessu ári:
Fjárfesting í fiskveiðum óx
um 58% milli 1991 og 1992
„Langt er síðan Ijóst varð að magnaukning í sjávarvörufram-
leiðslu væri takmörkunum háð. Þrátt fýrír þetta hefur fjárfesting
verið með mesta móti undanfarin ár f fiskiskipaflotanum. Jafn-
framt eru skuldir sjávarútvegsfyrirtækja mjög mikiar, eða á bilinu
90-100 milljarðar króna," segir m.a. I nýni skýrslu Byggðastofn-
unar.
Þar kemur fram að flárfestingar í
fiskveiðum hafi aukist um 58% milli
1991 og 1992. Áætlað er að Qárfest
hafi verið fyrir nærri 4,3 milljarða í
fiskiskipum árið 1992 og að slíkar
fjárfestingar verið litlu minni, eða
kringum fjórir milljarðar á þessu
ári.
Fjárfestingar í fiskvinnslu náðu
hins vegar hámarki um miðjan síð-
asta áratug, en hafa síðan minnkað
jafnt og þétt í um 1,4 milljarða í
fyrra og kringum 1,3 milljarða á
þessu ári.
Þegar litið er á þróunina síðustu
þrjá áratugi kemur í Ijós að fjár-
magn bundið í sjávarútvegi hefur
vaxið kringum 220% að raungildi á
sama tíma og sjávarvöruframleiðsl-
an hefur aðeins aukist kringum 70-
75%. „Því bendir allt til offjárfest-
ingar í greininni, sem kemur fram í
því að fjárfesting hefur ekki skilað
sér í framleiðsluaukningu. Aflasam-
dráttur á sinn þátt í því enda hafa
fyrirtæki væntanlega ekki reiknað
með því að hann yrði svo mikill sem
raun er orðin á þegar ávarðanir voru
teknar um fjájfestinguna. Sumar
þeirra eru þó beinlínis teknar í þeim
tilgangi að bregðast við samdrætti,"
segir Byggðastofnun.
Vísbending um offjárfestingu í fisk-
veiðum og meiri samkeppni um
hráefnið gefi til kynna að gagngerar
breytingar verði á uppbyggingu
þessarar atvinnugreinar á næstu ár-
um. Aðlögun að breytum aðstæðum
og hagkvæmnikröfum verði fyrst og
ffemst að verða innan fyrirtækjanna
sjálfra.
Alls 2.160 skip og bátar voru við
fiskveiðar árið 1992. Þar af voru
smábátar 1.520 eða 70%. Togarar
voru 110, þar af 22 frystitogarar. Um
500 fyrirtæki voru starfandi í fisk-
vinnslu árið 1990, þar af tæplega
fimmtungurinn með meira en 20
ársverk.
Milli áranna 1985 og 1990 fjölgaði
mannafla við fiskveiðar um 1.700
ársverk, í 6.750 ársverk. Þróunin var
þveröfug í fiskvinnslunni. Þar fækk-
aði starfsfólki jafnt og þétt á þessum
árum um 1.900 ársverk, niður í
7.560 árið 1990.
Mannafli við fiskveiðar og vinnslu
var því samtals um 14.300 árið
1990. -HEI
Milljónir á verðlagi 1992
10.000
9.000
8.000
7.000
6.000
5.000
1970 1972 1974 1976 1978 1980 1982 1984 1986 1988 1990 1992
Allt að fimmfaldur munur er á fjárfestingu I fiskveiöum frá einu ári til annars. Eins og lesa má af þessu súluriti voru skipa-
kaup mjög mikilárin 1986 og 1987, eöa áiíka og á upphafsárum skuttogaranna kringum 1973 og 74. Áriö 1988 varsíöan
algert metár, þegar skip voru keypt fyrir hátt t tfu milljaröa. Skipakaup voru meö minnsta móti 1990 og 91 en þrátt fyrir
minni aflamöguleika fóru þau aftur vel yfir fjóra milljaröa I fyrra og enn á þessu ári. Fjárfesting f fiskvinnslu hefur veriö mun
jafnari. Hún náöi hámarki f kringum tvo miiijaröa um miöjan slöasta áratug, en síöan hefur hún minnkaö ár frá ári niöur f
rúman milljarö.
hagstœð kjör, langur lánstími, sveigjanlegt lánshlutfall, margir gjaldmiðlar
IÐNÞROUNARSJOÐUR
Kalkofnsvegi 1 150 Reykjavík sími: (91) 69 99 90 fax: 62 99 92
Flutningur EIMSKIPS á saltfiski til Spánar er eitt dæmið um sveigjanlega, hag-
kvæma og örugga þjónustu við saltfisksútflytjendur til Miðjarðarhafslanda. Val á
milli nokkurra leiða til áfangastaðar gefur kost á mismunandi verði og afhend-
ingartími er sveigjanlegur. Öflugur bílafloti erlendis og sérhæft starfsfólk EIMSKIPS
hér heima og á skrifstofum okkar í Evrópu annast öruggan flutning alla leið.
Fyrsta flokks kæligámar tryggja kjörhitastig á flutn-
ingstíma (1 - 4 °C) og í Sundahöfn eru kæligeymsl-
ur sérútbúnar með geymslu á saltfiski í huga.
EIMSKIP
VIÐ GREIÐUM PÉR LEIÐ
- fyrir íslenskan saltfisk!
Reykjavík
Immingham Hamborg 1 Antwerpen 1 Rotterdam 1
Barcelona Barcelona Barcelona Barcelona
Bilbao Bilbao Bilbao Bilbao
SanSebastian SanSebastian SanSebastian SanSebastian
Flutn.tími: 6 dagar 8 dagar 9 dagar 10 dagar
Afh.dagur: Þriðjud. Fimmtud. Föstud. Laugard.
* Miðað er við 6 - 10 daga ferðir með gámi aðra leiðina. Brottför alla miðvikudaga.
Hagstæðar
og Qölbreyttar
\\eð
ElMSKlP
í sóVrna'.
sólarlandaferðir