Tíminn - 11.09.1993, Qupperneq 25

Tíminn - 11.09.1993, Qupperneq 25
Laugardagur 11. september 1993 Tíminn 25 Nissan Micra, ekki beint fríöur en meö bestu smábílum hingaö til. Nissan Micra LX: Nokkrar tölun Hrööun 0-50 km/klst 3,9 sek. 0-100 km/klst. 12,2 sek. 0-130 km/klst. 23,5 sek. Mailhrööun 60-100 km í 4. gír 15,7 sek í 5. gír 23,5 sek. : Hámarkshraði 170 km/Jdst Þvermál beygjuhrings 9,3 m Hávaði inni í bílnum á ferö Á50 km hraða í 3. gír 62 dB Á100 Jtm hraða í 4. gír 70 dB i Á130 Jtm hraða í 5. gír 73 dB Eyösla Á 90 kmhraða 5,31/100 km Á120 km hraða 7,31/100 km Borgarakstur 6,91/100 km Þyngdartölur Eigin þyngd 835 kg Heildarþyngd 1300 kg Hlassþyngd 465 kg Tengivagnsþyngd 750 kg Sætin eru fyrirtak bæöi framl og afturl og rými fyrir höfuö og fætur er gott og miklu meira en I mörgum talsvert stærri bflum. Eins og sjá má fer ágætlega í aft- ursætinu um stúlkuna sem er talsvert hávaxin. Stjórntæki og mælaborö ersmekkiegt og þægilegt og allur frágangur hreint afbragð eins og vera ber I konungi smábílanna. smábfla af svipaðri stærð og stærri fyrir innan við 500 þúsund og upp í þetta 800 þúsund kall. Á hitt er að líta að bfllinn er að mati marktæk- ustu bflablaða Evrópu, svo sem Auto-Bild talinn vera einn besti smábfllinn um þessar mundir og langtum fremri þeim flestum og að sjálfsögðu kosta gæðin sitt. Tæknilegar upplýsingan Fjögurra strokka vél þversum að framan með tveimur yfirliggjandi knastásum og 16 ventlum, 1275 rúmsm. Þjöppunarhlutfall 9,5:1. 55kW (75 hö. við Bein innspýting, hvarfakútur. Fimm gíra handskipt- ing eða stiglaus sjálfskipting, fram- hjóladrif, diskahemlar, 42 1 bensín- tankur. Lengd 3695 mm, breidd 1585 mm, hæð 1430 mm. Nissan Micra hefur af eriendum bílaáhugamönnum sem fræði- mönnum verið útnefndur smábíll ársins og konungur smábílanna og fleira í þeim dúr. Tímamenn telja sig geta tekið undir þetta með eriendum kollegum þar sem hér sé kominn óvenju góður smábíll sem er laus við algenga ágalla smábíla, svo sem harða og vonda fjöðrun, veg- og vélardyn, þrengsli og alls konar leiðindi önnur af svipuðum toga. þvert á móti. Stýrið er hámákvæmt og vökvadæla sér til þess að það er auðvelt fyrir alla að leggja bflnum í þröng stæði. Átak vökvadælunnar minnkar síðan eftir því sem hraðinn eykst svo að ökumaður hefúr alltaf tilfinningu fyrir veginum. Fimm gíra handskiptingin er ná- kvæm og þægileg og gírstöngin liggur þægilega hátt og vel við höndinni. Sama er að segja um skiptistöngina í sjálfskiptu útgáf- unni. Sjálfskiptingin er annars af Varahjóiiö er undir gólfi farangursrýmisins. Rýmiö má stækka með því aö fella sætisbakiö niður aö hluta eöa öllu leyti. Bfllinn er ansi lítill til að sjá og varla hægt að segja að hann sé feg- urðaropinberun þótt ósennilegt sé að hann misbjóði fegurðarsmekk noltkurs manns. Hann virðist ansi hár og neflangur miðað við breidd og lengd, en notagildi þess kemur í ljós þegar inn er sest, því að rýmið er hreint fyrirtak, nóg pláss fyrir fót- leggi og höfuðið langt frá þvf að rek- ast upp í þak. Framsætin eru stífbólstruð og falla mjög vel að búknum. Útsýni er fyrir- tak enda framrúða og raunar allar hinar rúðumar stórar og útispeglar sömuleiðis. Ekki er hætta á að mað- ur finni til þreytu á langkeyrslu, bæði vegna sætanna en lfka vegna þess að vegdynur og vélarhljóð er mjög lágt og svipað því sem gerist í vönduðustu bflum af stærri gerðum en hér um ræðir. Nissan Micra er fáanlegur með margs konar aukabúnaði sem óþarft er að telja upp hér en hingað flytur umboðið bflinn inn með 1,3 I vél fimm gíra handskiptingu eða stig- lausri sjálfskiptingu og klukku í mælaborði en í stað hennar hefði maður heldur kosið snúningshraða- mæli en þannig fæst bfllinn í Þýska- landi. Vinnslan er prýðileg og viðbragðið með ágætum og fjöðrunin er fyrir- tak, bfllinn er í einu orði sagt ágæt- ur—óvenju góður smábfll. Hann er sem fyrr segir hljóðlátur og rúm- góður, ekki bara í framsætum, held- ur líka í aftursæti. Hann er hins veg- ar stuttur og farangursrými er ekki sérlega mikið eins og gefur að skilja. En þar sem mest af notkun heimiiis- bflsins fer í það að flytja einn til tvo menn milli staða, ætti í flestum til- fellum að vera nóg rými. Til að auka farangursrýmið má fella niður aft- ursætisbalcið allt, eða þá að einum þriðja eða tveimur þriðju hlutum. Rými þess er þannig frá 206 lítum upp í 960 lítra. I akstri er bfllinn fínn. Hann er rás- fastur, stýrið er nákvæmt og fjöðr- unin fyrirtak þannig að það er ekk- ert leiðindamál að alca honum, elcki einu sinni á malarvegum eins og mörgum öðrum smábflum sem verða eins og reiðhjól í lausamöl- inni. Það verður ekld sagt um Micra, annarri gerð en hinni venjulegu. Um er að ræða nýjustu útgáfuna af því sem eitt sinn var kallað Vario- matic og þekktist í DAF, Volvo 66 og Volvo 343 nema að nú eru ekki leng- ur í henni reimar heldur stálbelti með harðmálmsþynnum milli tveggja reimskífa og allt er þetta nú lokað inni í húsi og liggur í olíubaði. Þessi sjálfskipting hefur hlotið mjög góðar viðtökur en hún er þeg- ar komin í margar fleiri tegundir evrópskra bfla heldur en Nissan Micra frá Sunderland í Englandi. Innri mótstaða í skiptingunni er sögð mjög Iítil og jafnvel minni en í venjulegum handskiptum Jcassa. Textl og myndir: Stefán Ásgrímsson Hvort sem það er nú rétt eða ekld þá fannst okkur Tímamönnum að við- bragð sjálfskipta bflsins væri talsvert meira en í hinum handskipta og bentu heldur ónákvæmar og frum- stæðar mælingar sterklega til þess. Innrétting er látlaus, smekldeg og þægileg og sérstaklega skal sætun- um bæði fram og aftur í hrósað. Frá- gangur er allur með því besta sem gerist og í „Benzklassa". Ef einhver nennir að kíkja eftir því þá eru allar samsetningar og suður í bflnum mjög vandaðar. Það er eiginlega ekkert að þessum bfl að því undanteknu að hann er nokkuð dýr, en fimm dyra gerðin kostar handskipt 885 þúsund kr. en sá sjálfskipti 954 þúsund kr. Við þetta bætist síðan kostnaður við ryðvöm og skráningu sem er um 31 þúsund kr. Þannig er hægt að fá

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.