Tíminn - 11.09.1993, Qupperneq 26

Tíminn - 11.09.1993, Qupperneq 26
26 Tíminn Laugardagur 11. september 1993 Guðrún Hallsdóttir Fædd 2. mars 1903 Diin 4. september 1993 Nú, þegar sumarið er að kveðja og dagamir að styttast, kvaddi amma mín þennan heim. Hún lést á Elli- heimilinu Grund að kvöldi laugar- dagsins 4. sept þar sem hún dvaldi hin síðustu ár. Amma Guðrún fæddist á Gríshóli í Helgafellssveit, dóttir hjónanna sem þar bjuggu, þeirra Halls Kristjáns- sonar og Sigríðar Illugadóttur. Systkini ömmu voru ellefu, en tvö dóu í frumbemsku. Lífsfömnautur ömmu var Jóhannes Guðjónsson frá Saurum í Helgafellssveit Þau hófu búskap árið 1930 á Saurum og bjuggu þar lengst af á sinni búskap- artíð. Arið 1946 fluttu þau í Jónsnes í sömu sveit og bjuggu þar þangað til Jóhannes afi dó fyrir aldur fram, daginn eftir afmælisdag sinn 31. jan. 1950. Þá flutti amma til Stykkis- hólms til að sjá sér og sínum far- borða. Sfðar fór hún suður og vann um tíma á Keflavíkurflugvelli, en lengst af vann hún hjá Magna Guð- mundssyni á Laugavegi 28. Amma og afi eignuðust fjögur böm. Þau em: Kristján fæddur 1931, Leifur fæddur 1932, Sigríður fædd 1939 og Hallur 1941. Bama- bömin em orðin ellefu. Amma mín var af þeirri kynslóð sem man og lifði tímana tvenna, þar sem dugnaður og nægjusemi vom númer eitt Hennar líf snerist um heimilið og umhyggju fyrir bömun- um og síðar bamabömum. Sjálf kvartaði hún ekki eða flíkaði sínum tilfinningum, hafði frekar áhyggjur af öðmm. Hún var ákaflega heilsu- hraust þótt hin síðustu ár hafi hún bæði sjón- og heymdaprast mjög. Amma Guðrún var einstaklega hjartahlý og alltaf tilbúin að rétta fólkinu sfnu, en það kallaði hún æv- inlega fjölskylduna sína, hjálpar- hönd, þegar hún taldi þess þörf. Sjálf bað hún ekki um neitt. Sokka- og vettlingapijón lék í höndunum á henni og fengu böm og bamaböm lengi notið þess að eiga hlýja og vandaða sokka og vett- linga frá ömmu. Hún prjónaði með- an heilsa og kraftar leyfðu. Nú síð- ustu ár reyndust henni þung í skauti, þar sem hún gat ekki lengur pijónað og hún komst ekki heldur í göngutúra. Göngutúrar vom henni ekki aðeins nauðsynlegir. Þeir vom henni líka besta skemmtun. Það var ákaflega gaman að bjóða ömmu í bæinn. Henni þótti það mikil skemmtun, síðan bauð hún mér æv- inlega á kaffihús á eftir. Eftir að ég flutti í öræfin dvaldi hún oft hjá mér tíma og tíma. Hún passaði mín böm, sat þá á gólfinu og lék við þau eða fór með þau út í göngutúr. Nú er amma mín öll og hvíldinni án efa fegin. Hlýjan hennar og óeig- ingimi mun vonandi fylgja okkur og styrkja á lífsleiðinni. Hún verður jarðsett frá Helgafellskirkju í dag, laugard. 11. sept. Ég þakka ömmu minni góða sam- fýlgd. Farþúífriði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem) Brynja Kristjánsdóttir Margt hefur verið kveðið um ömm- ur á íslandi. Og flest mætti það eiga við ömmu Guðrúnu. Frá því að við munum eftir okkur lifði hún fyrir fólkið sitL Það var sama hverju við krakkarnir tókum upp á í óvitaskap okkar, amma stóð með okkur. Og það breyttist ekki þótt við eltumst og ættum að vita betur. Amma var alltaf blíð og haggaðist ekki. Þegar við vomm böm hvarflaði ekki að okkur að amma þyrfti á einhverju að halda, utan að hafa okkur, fjölskyldu sína og sveitunga. Það hefur sjálf- sagt ekki hvarflað að neinum. Og allra síst ömmu. Þegar hún dó átti hún sömu greiðuna og í Melgerðinu þegar við vomm böm. Ekki vegna þess að hún væri svona fátæk, held- ur vegna þess að hún fór vel með það litla sem hún átti og þurfti. Amma var hljóðlát, sagði ekki margt í margmenni. Okkur sagði hún sögur, fór með bullvísur og virðulegar vísur. Hún fór með okkur í heimsóknir til Guðbjarga, Guðriða og Sigríða, sem við höfum fyrir löngu misst sjónar af. Hún kenndi okkur að spila marías og prjóna hæl í sokka. En það sem hún kenndi okkur helst var eitthvað sem aldrei var fært í orð. Hún gaf okkur heila og náttúmlega ást, sem við emm þakklát fyrir að hafa notið. Og í öllu fasi hennar, hreyfingum og svip var líka eitthvað sem er svo sterkt í minningunni. Við kunnum ennþá marías, en urðum líklega aldrei fullnuma í þessu ósagða. Ef það var sátt við lífið, vonumst við til að eitt- hvað af þeirri sátt hafi setið eftir í okkur. Og ef það var þroski, þá von- umst við til að auðnast hann seinna. Það er skrítið að minnast ömmu nú þegar hún er dáin. Þótt við séum orðin fullorðið fólk, munum við hana ennþá eins og þegar við vomm börn. Þá var hún bara. En þannig er það líklega hjá öllu fólki og öllum ömmum. Maður man eftir þeim eins og bam. Og þannig munum við ömmu Guðrúnu. Jóhannes og Anna María, Guðrún og Gunnar „Lækkar lífdaga sól. Löng er orðin mín ferð. Fauk í faranda skjól, fegin hvíldinni verð. Guð mirm, gefðu þinn frið, gleddu’og blessaðu þá, sem að lögðu mér lið. Ljósi kveiktu mér hjá.“ (Herdís Andrésdóttir) í MIWNING) Hún er vissulega orðin löng ferðin hennar Guðrúnar tengdamóður minnar gegnum lífið. Það em ná- kvæmlega 90 ár og sex mánuðir frá því hún Ieit dagsljósið fyrst vestur á Gríshóli í Helgafellssveit, þar til hún kvaddi þennan heim hér syðra, veg- móð orðin og hvíldinni fegin. Guðrún Hallsdóttir var fædd á Gríshóli 2. mars 1903. Hún var ein af mörgum bömum hjónanna sem þar bjuggu, Sigríðar Illugadóttur og Halls Kristjánssonar. Þau vom þekkt hjón á sinni tíð þar vestra og heimilið á Gríshóli annál- að fyrir menningu og myndarskap. Guðrún vann að búi foreldra sinna öll sín uppvaxtarár og fram yfir tví- tugt; var auk þess nokkra mánuði við nám og störf í Reykjavík. Henni var ætlað hlutverk heima í sveitinni sinni til að byrja með, því Iífsföm- nauturinn beið hennar í nágrenn- inu. Hún giftist 13. júlí 1930 Jó- hannesi Guðjónssyni á Saurum og þar stofriuðu þau heimili sitt í sam- býli við foreldra og systkini Jóhann- esar. Þar var víst hvorki hátt til lofts né vítt til veggja, en ég hef aldrei efast um að þetta litla heimili hafi verið byggt upp af gagnkvæmri ást og virðingu, þótt ekki væri það auðugt af veraldlegum gæðum. Allt, sem Guðrún sagði um mann- inn sinn eftir að við kynntumst, var því marki brennt. Þau Guðrún og Jóhannes eignuð- ust fjögur böm: Kristján, Leif Krist- in, Sigríði og Hall. Þau fæddust öll á Saurum. En vorið 1946 urðu þátta- skil í lífi þeirra, þegar þau fluttu í Jónsnes. Helgafellssveit býður upp á mjög fjölbreytt landslag og búnaðarhætti, svo í raun bjuggu þau nú við gjör- ólíkar aðstæður, þó þau væm enn í sömu sveit. Ég held að Guðrún, sem ólst upp á fjallabænum Gríshóli, hafi átt erfitt með að sætta sig við breytinguna. Hún kunni aldrei við sig við sjó og undi allri sjósókn illa, var líka hrædd um drengina sína þegar þeir vildu og sóttust eftir að vera á sjó. Raunar gerði þessi jörð kröfur til sjóferða, vegna hlunninda og ann- arra starfa. Það fór reyndar svo að lánið lék ekki við þau í Jónsnesi. Eftir tæplega fjögurra ára vem, lést heimilisfaðirinn frá konu og börn- um. Þau yngri vom þá 8 og 10 ára. Þetta varð þeim öllum mikið áfall og gjörbreytti hag fjölskyldunnar. Það var svo fimm ámm seinna, sem ég kynntist þessu fólki og kom sem til- vonandi tengdadóttir inná heimili Guðrúnar. Þau áttu þá heima í Stykkishólmi, en þangað flutti hún eftir lát Jó- hannesar. Hún var þá búin að selja íbúðina sína og var á leið suður í vinnu. Það vom enn ein tímamótin í lífi hennar. Hún fagnaði engum með hávaða eða húrrahrópum hún Guðrún, en með hæglátri hlýju tók hún á móti mér og þeirrar hlýju naut ég ætíð síðan og fannst ég vera ein af börn- unum hennar. Þetta var árið 1955 og frá þeim tíma hefur hún átt heima við Faxaflóa. Fyrstu árin var hún suður í Njarðvík, síðan í Reykjavík. Þar vann hún lengi á matstofunni á Laugavegi 28. Bjó í mörg ár í Skeiðarvogi, síðar í Barða- vogi. Hún kunni vel við sig á þessum slóðum og naut þess að búa í ná- grenni við Önnu systur sína og hennar fjölskyldu. Meðan við vomm í Stykkishólmi nutum við þess að gista hjá Guðrúnu í suðurferðum. Hvergi var betra að vera, þó húsa- kynni væru ekki stór. Síðustu átta árin, eftir að heilsu fór vemlega að hraka, hefúr hún verið á Elli- og hjúkmnarheimilinu Gmnd. Fyrst var hún ein í herbergi, en síð- ar með henni Guðbjörgu sem vakti yfir velferð Guðrúnar, þótt sjálf sé hún nær blind. Við emm vissulega í þakkarskuld við hana eftir síðustu árin þeirra saman. Við biðjum henni og öðrum, sem hlúðu að Guðrúnu, allrar bless- unar. Guðrún var einstaklega fríð kona með fallega mótað andlit og afar fal- legt bros. Samsvaraði sér mjög vel. Hún var í eðlinu mjög hlédræg manneskja og flíkaði lítt tilfinning- um sínum. Blandaði ekki geði við ókunnuga að óþörfu. En sínu fólki var hún einstaklega trygg og kær- leiksrík. Bamabömunum sínum ell- efu var hún umhyggjusöm og góð amma. ÖIl nutu þau nokkurrar sam- vista við hana og virtu hana mikils. Snyrtimennska var Guðrúnu í blóð borin og nákvæmni í öllum verkum. Þar gátu ég og aðrir lært af þessari hljóðlátu konu. Ekki var flumbrast við neitt. Vandlega talið á prjónum, hvort sem var hæll eða vettlings- Iaski, allt skrifað niður, fiskurinn soðinn efir klukku og fallega fram- borinn. Það var eins og að setjast að veisluborði að fá íslenskan hvers- dagsmat hjá Guðrúnu meðan hún hélt heimili. í lok máltíðar komu svo pönnukökurnar, sem aldrei bmgðust. Dætur okkar Leifs, sem dvöldu um tíma hjá ömmu sinni við einstakt atlæti, sögðu að hjá henni hafi þær lært að meta góðan fisk. Hennar unaður í lífinu seinni árin var í raun og veru að bjóða fólkinu sínu góðan mat og prjóna hlýja sokka og vettlinga fyrir smáfólkið sitt meðan hún gat. Hún færði mér eitt sinn stundaglas í því skyni að ég lærði þá nákvæmni sem henni var töm. Árangurinn var ekki mjög góður og stundaglasið týnt. Hennar eigið stundaglas er tæmt í botn. Dagur að kveldi kom- inn. Hún sofnaði inn í nóttina og ei- lífðina að kveldi, hljótt og rólega eins og öll hennar framganga var. Við vorum þakklát þegar við komum til hennar nokkrum mínútum síðar. Þakklát fyrir líf hennar og þakklát fyrir að hún fékk að sofna inni hjá henni Guðbjörgu, sem bað um að þær yrðu saman í herbergi þar til yf- ir lyki. Milli þeirra hafði myndast af- ar hlýtt vináttusamband. Það hafði verið kveikt ljós við rúmið hennar, eins og segir í versinu sem ég hafði hér að upphafsorðum. Við biðjum Guð að blessa hana og alla, sem lögðu henni lið. María S. Gísladóttir — Innilegar þakkirtil allra þeirra, sem auösýndu okkur samúö og vinarhug andlát og útför móöur okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu Baldur Þórisson Sigrúnar Baldvinsdóttur fyrrverandl húsfreyju (Ásbyrgl Slgurvelg Erlingsdóttlr Hulda Eiilngsdóttir Krlstln Erllngsdóttlr Baldvln J. Erllngsson bamaböm og Jónas Jónsson Jónas Hallgrfmsson Hrafn Magnússon Guörún H. Jónsdóttlr bamabamaböm. Hestamenn Til leigu íbúðarhús, gripahús (hesthús) og hlaöa að Hafur- bjamarstöðum á Miðnesi. Upplýsingar í síma 92-14690 eða 92-11746. Afmælis- og minningargreinar Þeim, sem óska birtingar á afmælís- og/eða minningargreinum í blaðinu, er bent á, að þær þurfa að berast a.m.k. tveimur dögum fyrir birtingardag. Þœr þurfa aö vera vélritaðar. Fæddur 5. maí 1919 Dáinn 3. september 1993 Þegar við nú kveðjum Baldur Þóris- son frá Baldursheimi langar okkur til þess að minnast hans með nokkr- um orðum. Baldur var sonur hjónanna Þóris Torfasonar og Þuríðar Sigurðardótt- ur frá Baldursheimi. Baldur var kvæntur móðursystur okkar, Ingi- björgu Friðjónsdóttur, og bjuggu þau í Baldursheimi. Baldur og Bogga áttu þrjú börn: Ásgeir, Ingu Amhildi, sem lést ung að árum, og dreng sem dó skömmu eftir fæð- ingu. Við systkinin dvöldum öll hjá Baldri og Boggu á hverju sumri frá bamæsku og fram á unglingsár. Oft var fengið frí í skólanum áður en honum lauk á vorin til þess að geta komist til þeirra í sveitina og fyrir kom á haustin að búið var að kenna f nokkra daga þegar við mættum. Þessi tími hjá Baldri og Boggu var mjög skemmtilegur og í raun ómet- anlegur fyrir okkur. Heimilið þeirra var svo jákvætt og hlýtt. Það var aug- Ijóst hvað allir vom velkomnir og hve mikla ánægju þau höfðu af sam- skiptum við annað fólk. Heimilið var í raun bæði stórt og bjart, þó svo að fermetrarnir og aðrar aðstæður framan af segðu annað. Baldur og Bogga stóðu mjög þétt saman og voru óvenju samhent. Vafalítið hefur mótlætið, sem mætti þeim, haft sín áhrif. En þrátt fyrir mótlætið voru þau ætíð gefendur, einstaklega hlý, væntumþykjan aug- ljós og umhyggjan mikil bæði fyrir okkur og öðrum samferðamönnum. Á heimili þeirra dvöldu afi og amma á sínum efri árum og nutu um- hyggju þeirra og ástúðar. Baldur var góður bóndi, hafði ekki stórt bú, en afurðamikið. Hann fór vel með skepnur og hafði gaman af þeim. Fyrir allmörgum árum varð hann að hætta búskap sökum heilsubrests, en sinnti eftir það ýms- um störfum af alúð og samvisku- semi. Baldur var félagsmálamaður, hafði staðfastar skoðanir, ríka réttlætis- kennd og hélt fast við sínar skoðanir, var tilbúinn að rökræða þær og önn- ur þau mál er upp komu. Baldur hafði yndi af söng, var m.a. þátttak- andi í Karlakór Mývatnssveitar og Kirkjukór Skútustaðakirkju. Hann tók þátt í leikstarfsemi og ýmsu öðru félagslífi. Á seinni árum hefur það verið fast- ur liður í tilverunni að heimsækja Baldur og Boggu að minnsta kosti einu sinni á sumri. Við höfum kom- ið þangað ásamt fjölskyldum fyrir- varalítið eða fyrirvaralaust. Alltaf voru móttökurnar jafn hlýlegar og skemmtilegar, augljóst hve velkom- in við vorum, hvernig sem á stóð hjá þeim hjónum. Um leið og við þökkum Baldri ánægjuleg og góð kynni á lífsleið- inni vottum við Boggu, Ásgeiri, Þór- höllu og öllum öðrum aðstandend- um okkar dýpstu samúð. Farþú í friði. Friður guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem) Rósa, Jón og Ólafur

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.