Tíminn - 18.09.1993, Page 1

Tíminn - 18.09.1993, Page 1
Frétta-Tíminn...Frétta-síminn—68-76-48... Frétta-Tíminn...Frétta-síminn—68-76-48.«Frétta-Tíminn...Frétta-síminii—68-76-48, Laugardagur 18. september 1993 176. tbl. 77. árg. VERÐ(LAUSASÖLU KR. 125.- Davíð Oddsson um yfirlýsingar Jóns Baldvins um flárlagfrumvarpið „Þetta eru svona „Þetta eru svona almennar pól- utanrikísráðherra um að hann efasemdir um að Alþýðuflokkur- undir þann flokk heyra, en sjálf- itískaryfírlýsingarsemþamaeru vilji að skorið verði niður í ríkis- inn sem heild hafi nú staðið að sagt er að athuga þessar tillögur. geftiar og það er sjálfsagt að gá fjármáium um þrjá til fjóra míllj- þessum tillögum og hugmynd- Pjárlög eru náttúrulega eðli hvort það sé eitthvað á bak við arða til viðbótar. um. Að minnsta kosti hefur ekki málsins-samkvæmt f vinnslu eða þær,“ segir Davíð Oddsson for- „Það er árfðandi að menn hafi gengiðaiitofvelaðfániðurskurð þar ti! atkvæðagreiðsla við þriðju sætisráðherra um yfirlýsingar eitthvað á bak við sig þegar þeir niður á það stig sem við erum á umræðu hefur farið fram," sagði Jóns Baidvins Hannibalssonar tala með þessum hætti. Ég hef núna í þeim ráðuneytum sem forsætisráðherra. -EO Sjá helgarviðtal við forsætisráðherra blaðsíðu 6-7. Fjármálaráðherra efast um ágæti tekjutengingar húsaleigubóta: Bælurnar gætu aukið skattsvik Friðrik Sophusson fjármálaráðherra segir að viss hætta sé á að húsaleigu- bætur leiði til aukinna skattsvika, eldd síst ef farin verði sú leið að hafa bætumar tekjutengdar. Hann segir einnig hættu á að húsaleigubætur leiði til þess að húsaleiga hækki. Hugmynd Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráðherra um húsaleigubæt- ur er að bætumar verði tekjutengdar. Friðrik sagði að það væri alltaf sú hætta fyrir hendi að menn gengju of langt tekjutengingu í skattakerfinu. í dag væru menn með tekjutengingu í húsnæðiskerfinu, lífeyriskerfinu, bamabótakerfmu og víðar. Of mikil tekjutenging endaði með því að jaðar- skattur yrði svo hár að hann færi að hvetja til skattsvika. „Það er því viss hætta á að of mikil tekjutenging hvetji til skattsvika," sagði Friðrik. Tálið er að stór hluti leigutekna sé ekki talinn fram til skatts. Friðrik sagði að húsaleigubætur gætu hugs- anlega orðið til þess að breyta þessu þar sem með húsaleigubótum fengju leigjendur hvata til að setja leigu inn á skattaskýrslu. Friðrik sagði að þetta gæti hins vegar leitt til þess að húseig- endur hækkuðu húsaleigu vegna þess að þeir slyppu ekki við að greiða af henni skatt - EÓ Hagkaup hefur endanlega verið neitað um að selja danska skinku: Hagkaup mun kæra Hagkaup hefur ákveðið að höfða mál á hendur stjóravöldum fyrir að neita fyrirtækinu um að flytja inn og selja skinku og hamborgara- hryggi frá Danmörku. Undirbún- ingur málshöfðunar stendur nú yf- ir. Hagkaupsmenn hafa fengið form- legt svar um að þeim sé óheimilt að flytja inn skinkuna. Landbúnaðar- ráðuneytið hefur tilkynnt tollstjór- anum í Reykjavík þessa niðurstöðu. í fréttatilkynningu frá Hagkaup segir að fyrirtækið harmi þessa af- stöðu stjómvalda þar sem umrædd- ur innflutningur hefði verið mikil búbót fýrir íslenska neytendur á samdráttartímum. „Hagkaup er ósammála þessari nið- urstöðu ráðuneytisins og telur hana ekki í samræmi við lög. Hagkaup á þess vegna ekki annarra kosta völ en að höfða mál á hendur stjórnvöldum til að fá þessari ákvörðun hnekkt og til að fá tjón sitt bætt,“ segir í frétt frá Hagkaup. -EÓ Gífurleg lækkun á ferðum í miðri viku: Allt að 67 þús. króna lækkun á stuttum við- skiptaferðum RETTIR standa yfir um allt land þessa dagana. Hvað sem mönnum finnst um sauðkind- ina er óhætt að fullyröa að allir hafa gaman af því að fara í réttir. Þá eru sauðkindurnar sjálfar reyndar undanskildar. Þeim finnst ekki gaman í réttunum. Timamynd Ami Bjama Ferðaskrifstofan Samvinnu- ferðir-Landsýn hefur gert samning við írska ríkisflugfé- lagið Aer Lingus sem gerir það að verkum að um rúmlega tveggja mánaða skeið getur fyr- irtækið boðið fargjöld t miðri viku allt að 67 þúsund krónum ódýrari til 14 áfangastaða í Evr- ópu. Flogið er í leiguflugi með Atlanta flugféiaginu til Dublin þaðan sem áfram er flogið á áfangastað. Helgi Jóhannsson, framkvæmda- stjóri Samvinnuferða- Landsýnar, sagði á blaðamannafundi í gær að þetta væri fyrst og fremst hugsað fyrir stuttar viðskiptaferðir þótt þær væru öllum opnar. Þær reglur hefðu verið í gildi hjá öllum flugfélögum að fólk greiddi „normalfargjald" ef ekki væri dvalið ytra yfír aðfaranótt sunnudags. Um er að ræða dýrasta fargjald, en hinum nýju fargjöldum Samvinnuferða fylgja engar slíkar kvaðir. Ekki þarf að bóka með fyrir- vara, engin lágmarksdvöl, en há- marksdvöl er hins vegar mánuður. Sem dæmi um verð má nefna að „normalfargjald" til London, þar sem flogið er á Saga- Class er 87.240 krónur, en verðið sem Samvinnu- ferðir bjóða er 29.905 kr. Þess utan má nefna til samanburðar að pex- fargjald með Flugleiðum til London kostar 40.800 kr. og Apex 35.940 kr, en bæði fárgjöldin eru skilyrt því að dvalið sé yfir aðfaranótt sunnudags. Tilboðið gildir frá 30. september til 9. desember, en á þessu tímabili fljúga Samvinnuferðir fjórar til fimm ferðir til Dublin í leiguflugi. Eins og áður sagði er boðið upp á 14 áfangastaði í Evrópu og víðar, en það eru London, Paris, Brussel, Ziirich, Amsterdam, Frankfurt, Dússeldorf, Birmingham, Manchester, Glasgow, Milanó, Kaupmannahöfn, Boston og New York. Helgi Jóhannsson sagði að þetta yrði reynt nú og ef vel tækist til væru þeir möguleikar opnir að halda þessu samstarfi við Aer Lingus áfram eftir áramótin. -PS í Tímanum í dag er ítarlega íjallað um ferðamál.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.