Tíminn - 18.09.1993, Síða 4

Tíminn - 18.09.1993, Síða 4
4 Tíminn Laugardagur 18. september 1993 Tíminn HÁLSVABI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU 00 FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Tlminn hf. Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm. Aðstoðamtstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar Birgir Guömundsson Stefán Asgrtmsson Skrifstofur: Lynghálsi 9.110 Reykjavlk Sfml: 686300. Auglýslngasíml: 680001. Kvöldsímar: Askrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, fþróttir 686332, tæknideild 686387. Setnlng og umbrot: Tæknideild Timans. Prentun: Oddi hf. Mánaöaráskrift kr. 1400,-, verö I lausasölu kr. 110,- Gnjnnverö auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Þjófar í paradís Hallinn á fjárlögum ríkisins er áætlaður um tugur millj- arða og er þá búið að skera niður velferðarkerfíð og skatt- pína almenning til hins ýtrasta. í skýrslu, sem nefnd á vegum fjármálaráðuneytisins hefur sent frá sér, segir að skattsvik nemi um 11 milljörðum króna á ári. Upphæðin, sem stolið er frá ríki og sveitarfélögum, nemur sem sagt fjárlagahallanum, sem vísir menn segja að sé að fara með efnahagslífið norður og niður. Skattsvik eru engin nýlunda og má minna á að fyrir um áratug skilaði svipuð nefíid svipaðri skýrslu og þeirri sem nú er birt. Þá lofaði fjármálaráðherra bót og betrun og hver ráðherrann og ríkisstjómin af annarri hafa haft stór orð um að ganga á milli bols og höfuðs á skattsvikurun- um. Árangurinn er ekki annar en sá að standa í stað. Enda er varla von á öðru. Ríkisvaldið telur sig aldrei hafa efni á að kosta nauðsynlegt skattaeftirlit og hyglar með því skatt- svikurum með ömurlegum hætti. Þótt upp komist, er augljóst að skattsvikin margborga sig fyrir þá sem eiga verulegar upphæðir til að svíkja undan. í Tímanum í gær er greint frá því að svikurunum er ekki gert að skila nema um fjórðungi af þýfi sínu til baka, þegar kemst upp um þá og dómstólar dæma mis- ferlið. Hæstiréttur virðist með þeim ósköpum gerður að líta ekki á skattsvik sem alvarlegt afbrot og em rakin mörg dæmi þess hvemig æðsti dómstóll landsins mildar und- irréttardóma yfir skattaþjófúm verulega. Almenningur sýnist líta skattsvik mildum augum og jafnvel fús að taka þátt í þeim, ef marka má skoðana- könnun um efnið. Launþegar bera langþyngstu skatt- byrðamar, þar sem auðvelt er að ganga að skattpening- um þeirra vísum. Það skilur löggjafinn, þegar hann er að bjástra við að koma saman skattalögum. Það er líka of- ureinfalt fyrir opinbera mkkara að ganga að eigum laun- þeganna, þegar þeir borga ekki möglunarlaust upp í topp og það strax. Samt leggur launþegahreyfingin sáralitla áherslu á að gengið sé hart að bröskumm og eignafólki og fésýslu- mönnum alls konar að þeir greiði keisaranum það sem keisarans er. Og Hæstiréttur er ekki tiltækur að lækka skattana, þegar gjaldheimtur og sýslumenn láta greipar sópa um eigur einstaklinga, sem ekki em borgunarmenn fyrir álögðum sköttum. Hve margur vildi ekki sitja af sér þær skuldir í nokkra daga, eins og stórþjófar sleppa með? Skattsvikin em þjóðfélagsmein, sem takast verður á við með viðeigandi hætti. Það em ekki aðeins peningamir, sem sameiginlegir sjóðir verða af, sem skipta máli. Það er sú siðblinda, að það sé allt í lagi að stela frá því opinbera, sem er miklu verri og verst er kannski sú afstaða alls al- mennings, að það sé sjálfsagt og eðlilegt að svíkja undan skatti ef færi gefst til. Að það sé ekki annað en eðlileg sjálfsbjargarviðleitni þeirra sem betur mega. Á meðan löggjafinn, framkvæmdavaldið, dómstólamir og almennir launþegar og samtök þeirra leggja blessun sína yfir skattsvik með linkind og undanlátssemi munu þjófarnir halda uppteknum hætti og skattpíndur almúgi halda áfram að láta bjóða sér þjóðhættulegan fjárlaga- halla, sem gæti horfið eins og dögg fyrir sólu ef yfirvöld- in væm starfi sínu vaxin. Guðmundur Ámi Stefánsson, heilbrigðis- og tryggingaráð- herra, sagði í tilefni af ráðningu forstjóra TYyggingastofnunar að hann blési á samsæriskenningar sem segðu að búið hefði verið að ráðstafa embættinu fyrir löngu síðan. Hinn ungi heilbrigðisráð- herra barði sér síðan á brjóst og sagðist hafa staðið frammi fyrir erfiðu vali en á endanum valið hæfasta manninn í stöðuna. Óþarfi er að rifja upp þá „sam- særiskenningu" sem ráðherr- ann vísaði til, en rétt að minna á að handritið að ráðherraupp- stokkuninni, og stórflótta for- ustumanna Alþýðuflokks á þingi í góð embætti, var orðið opin- bert leyndarmál strax í vor. í handritinu stóð að þrír alþingis- menn myndu fá embætti, Jón Sigurðsson færi í Seðlabank- ann, Eiður Guðnason í sendi- herrann og Karl Steinar færi í Tryggingastofnun. Allt hefur þetta gengið eftir, hvort sem viðkomandi staða var auglýst eða ekki. Kjánaskapur eða hroki Óhætt er að fullyrða að öll þjóðin kunni þetta handrit og eftir að tveir hlutar af þremur höfðu þegar komið fram, kom almenningi ekki á óvart að loka- kaflinn yrði líka í samræmi við áætlanir. Þess vegna er það ann- Slp' m il m <* ■ Stjómmálamaður deyr Birgir Guðmundsson skrifar aðhvort kjánaskapur eða ótrú- legur hroki og lítilsvirðing gagnvart almenningi þegar heil- brigðisráðherra ætlar sér að bera á borð fyrir landsmenn ein- hverja rullu um „erfitt val og að vel ígrunduðu máli hafi sá hæf- asti verið ráðinrí'. Ekki skánar málflutningur ráðherrans við að hann reynir að kenna stjórnar- andstöðunni og jafnvel Qölmiðl- um um að hafa skrifað handritið að stólaskiptum Alþýðuflokks- ins og því, að einmitt þessir þrír forustumenn flokksins hætta í pólitík á sama tíma og eru svo ráðnir í toppembætti, sem fyrir tilviljun væntanlega heyra und- ir ráðherra sem líka eru úr Al- þýðuflokknum! Það eru greini- lega áhrifamiklir menn og kon- ur í stjómarandstöðu úr því að þeir geta með samsæriskenn- ingunum einum saman teflt áhrifamönnum krata fram og aftur um þjóðfélagið, inn í emb- ætti og út úr pólitík og inn og út úr ríkisstjóminni! Hið sorglega Það sorglega við ráðningu Karls Steinars til Trygginga- stofnunar er ekki endilega að Karl Seinar sé svo mikið verri kostur en einhver annar, þótt í hópi umsækjenda hafi — að Karli ólöstuðum — verið menn sem ætla mætti að ættu meira erindi í þetta tiltekna embætti en hann. Hins vegar er gæð- ingapólitík Alþýðuflokks slík að fátt kemur á óvart í embættis- veitingum þeirra. Það vekur þó upp ákveðna hryggð að sjá hversu kinnroðalaust þessi gæðingastefna er rekin af heil- brigðisráðherranum sjálfum, sem lengi var talinn til umbóta- manna í flokknum og hversu al- gjört sambandsleysi hans við al- menningsálit og eðlilegar sið- ferðisviðmiðanir virðist vera. Sú ótrúlega ósvífni Guðmundar Árna að svara fullum hálsi og reyna að gera fjölmiðla og stjórnarandstöðuna tortryggi- lega vegna sinnar eigin flokks- gæðingastefnu hefúr endanlega orsakað stjömuhrap í Alþýðu- flokknum því hinn ungi um- bótasinnaði erfðaprins úr Hafn- arfirði stendur nú uppi sem hver annar hagsmunagæslu- maður þröngustu sérhags- muna. Hann hefur sannað holl- ustu sína við gæðingaveldið og hann er ekki lengur ógn við völd þess í flokknum á landsvísu. Þetta kemur til viðbótar nýjum upplýsingum um lífssýn heil- brigðisráðherrans, en hann tel- ur sig ekki ofhaldinn af því að þiggja sex mánaða biðlaun frá Hafnarfjarðarbæ á sama tíma og strfsfólki sem „hagrætt" hefúr verið út úr í heilbrigðiskerfinu gengur illa að sækja þá hungur- lús sem þeim er ætluð sem biðlaun. Ráðherrann sér ekkert athugavert við að vera á marg- földum launum frá opinbemm aðilum við að breyta heilbrigð- iskerfinu þannig að sjúklingar og almenningur þurfi að borga fyrir þjónustu sem áður var ókeypis. Allir tilburðir sérhags- munagæslunnar og hins gamal- kunna flokksgæðingsviðhorfs koma fram hjá heilbrigðisráð- herranum, meira að segja ráð- herrabfllinn er á sínum stað, enda á ráðherra þar ákveðinn „rétt“ alveg eins og bæjarstjór- inn fyrrverandi hefur sagst hafa átt „rétt“ á biðlaunum. Sá fjórði sem dó Allt er athæfi heilbrigðisráð- herrans í anda forvera hans í valdastólum á vegum Alþýðu- flokksins, enda hefur þessi litli stjórnmálaflokkur skilið það betur en aðrir stjómmálaflokk- ar að með því að raða sínum mönnum í embætti og stöður á vegum hins opinbera má tryggja áhrif og völd langt út fyrir þann tíma sem flokkurinn kann að sitja í ríkisstjóm. Og þótt menn séu í stjómmálum til að hafa völd og áhrif og þótt slík embættaveitingastefna sé sjálf- sagt fullkomlega Iögleg, orkar það engu að síður tvímælis hvort þessi stefna geti talist vera siðleg. Hitt er ljóst að almenningur kallar stjórnmál af þessu tagi spillt stjórnmál og gamaldags gæðingapot. Sú alþýðugreining er raunar mjög rökrétt og eðli- leg og það er því ekki skrýtið þótt stjómmál og stjórnmála- menn af þessu tagi standi nú höllum fæti í íslenskum stjóm- málum. í stólaskiptaleikriti Alþýðu- flokksins, sem lauk með ráðn- ingu Karls Steinars í gær, hurfú af hinu pólitíska sjónarsviði þrír stjórnmálamenn. Segja má að Alþýðuflokkurinn hafi í sumar borið til grafar þrjá af stjórn- málaleiðtogum sínum en þeir hafi síðan endurfæðst sem emb- ættismenn. En þeir em ekki einu stjórnmálamennirnir sem dáið hafa í þessari miklu leik- fléttu. Stjórnmálaforinginn með björtu framtíðina, Guð- mundur Ámi Stefánsson úr Hafnarfirði, hefur ekki sloppið frá þessari leikféttu óskaddaður því hann var fjórði stjórnmála- leiðtoginn sem dó. Hann hefur að vísu ekki endurfæðst sem embættismaður, heldur hefur þessi framtíðarleiðtogi endur- fæðst sem flokksþræll og gam- aldags gæslumaður flokksgæð- inga. Það er vissulega snautlegt hlutverk fyrir stjórnmálamann sem svo miklar vonir vom bundnar við.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.