Tíminn - 18.09.1993, Page 6

Tíminn - 18.09.1993, Page 6
VjS / OISQH VIJAH 6 Tíminn Laugardagur 18. september 1993 Rétt og rangt um íslenskan landbúnað — nr.6 af 8 Islenskir bændur hafa hagrætt meira en flestir aðrir á liðnum árum.... Fullyrt er: Hið rétta er: Það vantar hvatninguna fyrir bændur til þess að hagræða. Bændur eru í beinum tengslum við markaðinn. Afkoma þeirra er algjörlega háð neyslu landsmanna sem um leið þýðir að verðlagning þarf að vera sem hagstæðust fyrir neytendur m.v. hina fjölbreytm valkosti sem bjóðast nú. Tekjur bænda ráðast síðan af því hve vel þeim tekst að hagræða og halda niðri framleiðslukostnaði. Þetta þýðir að framleiðslan færist stöðugt á færri hendur. Sem dæmi um það má nefna að á síðasta áratug fækkaði mjólkurframleiðendum um tæp 35%. Á sama tíma jókst ffamleiðsla hvers kúabónda um tæp 50%. Bændur eiga einfaldlega allt sitt undir því að búreksturinn gangi vel og að vörurnar seljist sem allra best. Þess vegna er hvatning til hagræðingar og útsjónarsemi ávallt til staðar. Niður med kotbúskapinn - „bændur verði ríkir!“ Það er mikill misskilningur að búrekstur gangi því betur sem búin séu stærri. Meira að segja í reiknitölvum er auðvelt að sjá hvenær stækkun rekstrareininganna hættir að skila aukinni hagkvæmni. Flestir átta sig nú á því að samræmi þarf að vera á milli bústærðar og þess landrýmis sem búið hefúr aðgang að til að afsetja úrgang. Annars þolir landið ekki álagið, mengun skapast og grunnvatn spillist. Það leiðir síðan til „dauða“ í ám og vötnum. Markaðsmenn um allan heim þekkja rnuninn á gæðum og verðlagningu frá verksmiðjubúum annars vegar og vistvænum fjölskyldubúum hins vegar. í umræðunni hafa menn þar að auki ruglað saman „kotbúskap" og landbúnaði þar sem bændur sinna búrekstrinum einungis í hluta- starfi. Einmitt slíkur búskapur t.d. í sauðfjárrækt er í augnablikinu jafnvel líkleg- astur til þess að standa af sér tímabundnar þrengingar. Skynsamleg stærðar- hagkvæmni er að sjálfsögðu það sem allir sækjast eftir, jafnt hjá bændum sem í úrvinnslu landbúnaðarafurða, en það eru hins vegar engin ein vísindi algild í þeim efnum vegna breytilegra aðstæðna. Islensk búvara er alltof dýr. Stutt sumar og erfitt veðurfar mun alltaf gera íslenskum bændum erfitt fyrir í verðsamkeppni við gróðursæl héruð nágrannaþjóðanna. Á móti geta íslendingar haldið áfram að framleiða hágæðavöru með sjálfbæmm búnaðarháttum og teflt þeim óhikað fram gegn t.d. verksmiðjuframleiðslu þar sem notkun ýmis konar lyfja og hjálparefna fer stöðugt vaxandi. Einnig gegn vörum sem framleiddar eru með litlum tilkostnaði í skjóli rányrkju og á svæðum þar sem jarðvegs- og loftmengun er umtalsverð. í þessu markaðsumhverfi eiga íslenskir bændur allt sitt undir því að þeim takist að framleiða sem besta vöru á eins lágu verði og frekast er unnt og í þeim efnum hefur mikill árangur náðst á skömmum tíma. Sem dæmi má nefna að frá áramótunum '89/'90 hefur raunverð helstu búvara stórlækkað. Mjólk hefúr lækkað um 12%, nautakjöt um 25%, lambakjöt um 11%, svínakjöt um 13%, kjúklingar um 17% og egg um 22%. En það þarf meira að koma til. Á öllum öðrum framleiðslustigum landbúnaðarins þarf að halda áfram að hagræða og lækka tilkostnað svo sem í vinnslu, dreifingu og sölu. Það er hins vegar ekki rétt að líta á Iandbúnaðinn einan í þessu sambandi. Almennt séð er verðlag hátt á Islandi miðað við það sem gerist í okkar heimshluta fyrst og ffemst vegna dýrari aðfanga og smæðar markaðarins. I því sambandi má t.d. benda á verð dagblaða og þjónustu bankastofnana. ...og þeir munu halda áfram á sömu braut til hagsbóta fyrir sjálfa sig og íslenska þjóð! ISLENSKIR BÆNDUR Mér hefur ætíð verið mjög illa f f við yfiriýsingar ^raðherra út og suður. Þær eru ekki hollar fyrir neina ríkisstjóm,“ segir Davíð Oddsson forsætisráðherra um ýfingar ráðherra und- anfarið. Hann segir Al- þýðuflokkinn alltaf hafa talað um landbúnaðarmál með svolítið sérkennileg- um hætti og sé á atkvæða- veiðum í þéttbýli á kostn- að annarra flokka. Hann segir að menn verði að fara varlega til þess að stofna ekki samvinnu í vandræði. Davíð er þó ekki í vafa um að ríkisstjómin muni sitja út kjörtímabil- ið. Hann virðist ekki taka vilja Alþýðuflokksmanna um að harðar eigi að ganga í niðurskurði mjög alvarlega og hefur efa- semdir um að flokkurinn sem heild hafi staðið að þeim hugmyndum. — Nú fara ýfíngar milli ráð- herra stjórnarflokkanna vax- andi. Utanríkisráðherra talar um að úrskurður þinn í skinku- málinu sé byggður á misskiln- ingi og reglugerð landbúnaðar- ráðherra standist ekki iög, at- kvæðaveiðar Sjálfstæðisflokks með Framsókn o.fl. Er grund- völlurinn að bresta undan stjómarsamstarfínu? ,^Nei það held ég ekki. Það er nú þannig að flokkar sem mynda saman stjóm halda sínum sér- kennum og sérstöku baráttuað- ferðum eins og gengur. Auðvitað verða menn að fara varlega og slá af til þess að stofna ekki sam- vinnu í vandræði. Ég held að það séu engin þau teikn á lofti að það séu kaflaskipti hjá þessari stjóm og ég er sannfærður um að hún sitji út kjörtímabilið. Varðandi það sem þú nefndir um þann úrskurð sem ég kvað upp þá er hann birtur sam- kvæmt lögum. Það er lögð sú skylda á forsætisráðherra, sem hann getur ekki vikið sér undan, að kveða upp úrskurð um for- ræði mála ef að ráðuneyti deila. Það gerði ég og sá úrskurður er bindandi fyrir alla ráðherra. Á hinn bóginn, ef einhverjir aðilar úti í bæ teldu að einhver ákvörð- un sem á slíkum úrskurði væri byggð væri röng, þá kynnu þeir að láta reyna á það fyrir dómstól- um en ráðherrar em bundnir af slíkum úrskurði." — Af hveiju lætur þá Alþýðu- flokkurinn svona? .Alþýðuflokkurinn hefur alltaf talað um landbúnaðarmál með svolítið sérkennilegum hætti. Ég hygg að hann telji sig hafa sérstöðu í þeim málaflokki og telji sig geta veitt einhver at- kvæði, aðallega í þéttbýli, á kostnað annarra flokka. Það er ekkert nýtt í sjálfu sér. Það er mín stefha, og ég vil segja ríkis- stjómarinnar sem heildar ásamt því að um það er bærileg sátt á Alþingi, að landbúnaðurinn muni laga sig að breyttum hátt- um. Hann hefur verið að gera það. Bændur hafa fært heilmiklar fómir á undanfömum ámm. Menn vita að það verður sam- keppni. Það sjónarmið er uppi á Alþingi að það sé sanngirni að landbúnaðurinn fái að laga sig að þessum breytingum. Auðvit- að þarf hann að búa við sann- gimi líka vegna þess að það er

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.