Tíminn - 06.11.1993, Page 11

Tíminn - 06.11.1993, Page 11
Laugardagur 6. nóvember 1993 Tíminn 11 5 Á sjötta áratugnum fóru fram kjarnorkutilraunir f Kazakhstan og er óhætt að segja að þær hafi haft ai- varlegar afleiðingar og áhrifanna gæti enn þann dag í dag. Hroðaieg- ar afleiðingar geislavirkninnar má sjá á þessu barni og segir svipur á and- liti þess meira en mörg orð. Höfundar mynda IStephen Shames, Banda- ríkjunum - Myndin, sem er ein fimm mynda í myndröð, fékk fyrstu verðlaun í flokknum Fólk í fréttum. 2Tim Clayton, Ástralíu Fékk þriðju verðlaun í flokknum íþróttir. 3Bojan Stojanovic Myndimar fengu fyrstu • verðlaun í flokki fréttaskota. 4Paul Lowe, Bretlandi . Myndin er ein fjögurra mynda í myndröð, sem fékk fyrstu verðlaun í flokki al- mennra mynda. 5Paul Lowe, Bretlandi . Myndin er ein fimm mynda í myndröð sem fékk fyrstu verðlaun í flokknum, Nátt- úran og umhverfið. 6Robb Kendrick, Bandaríkj- . unum 6 Séra Paui Schenck hefur baríst harðlega gegn fóstureyðingum I Bandaríkjunum. Til að leggja áherslu á málstað sinn tók hann á það ráð að sýna hvernig 23 vikna gamalt fóstur lítur út. Fréttaljósmyndasýningin World Prcss Photo, var opnuð í gær í Kringlunni og verður hún opin til 16. nóvembcr. Sýn- ingin er geysilega fjölbreytt og alls eru sýndar um 200 fréttaljósmyndir frá 1992, en þær voru valdar úr um 19 þús- und myndum sem sendar voru í sam- keppnina. Um er að ræða farandsýningu sem sýnd er í 60 borgum víðs- vegar um heiminn. Það er Listasafn ASÍ sem hefur frum- kvæðið að því að fá sýninguna hingað til lands og hingað til hafa myndirnar verið til sýnis þar, en þar sern umfang hennar er orðið það mikið, er hún núna sett upp í Kringlunni. Sem oft áður eru hörmungar heimsins ljósmyndurunum hugleiknar og ekki er laust við að óhug slái að mönnum, þeg- ar sýningin er skoðuð. Svo virðist sem hlutur stríðsfrétta- mynda og mynda sem lýsa eymd og hörmungum sak- lausra fórnarlamba styrjalda, fari stækkandi og draga má þá ályktun að stríðsátök séu nú grimmari en oft áður. Myndir af afleiðingum kjamorkutil- rauna í Kazakhstan og af stríðshörmungum í Sómalíu og ríkjum fyrrum Júgóslavíu, bera þar hæst. Það er heldur engin tilviljun að fréttamynd ársins er frá Sómalíu. Það em þó mörg önnur já- kvæðari viðfangsefni á sýning- unni, s.s. vísindamyndir, íþróttamyndir og margt fleira og eftir að hafa litið yfir sýn- inguna er tvímælalaust hægt að mæla með henni, ekki ein- ungis fyrir þá sem hafa gaman að fréttaljósmyndum, heldur einnig þá sem fylgjast með fréttum. -PS

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.