Tíminn - 06.11.1993, Side 17
Laugardagur 6. nóvember 1993
Tíminn 17
Mæðgurnar samiýndu
og morðingi þeirra
Þaö gekk illa að upplýsa hvarf Rosemary Vasquez og móður
hennar, Rose Santoro. Samkvæmt reglum New York lögregl-
unnar er ékki hægt að lýsa eftir fólki á aldrinum milli 18 ára og
65 ára, ööruvísi en kringumstæður séu mjög grunsamlegar eða
aðilinn sé fatlaður á einhvem máta. Með öðrum orðum; heil-
brigðir einstaklingar sem lifa sjálfstæðu lífi og eru ekki á nokk-
um máta bundnir öðrum að einhverjum skyldum, eru frjálsir
ferða sinna árum saman, þótt ekkert spyrjist til þeirra. Lögregl-
an getur ekki leitað allra þeirra sem taka skyndilegar ákvarðan-
ir, og aukinheldur er það hluti af persónufrelsi einstaklingsins
að vera engum háður og geta farið huldu höfði um tíma.
í svona tilvikum mega orð kunningja
og nágranna sín lítils en því fólki sem
þekkti maeðgumar í Brooklyn, kom
einmitt saman um að lífsmynstur
þeirra væri mjög traust og í föstum
skorðum og því væri eitthvað mikið
að þegar þær hurfu skyndilega.
Ofverndun
dótturínnar
Móðirin hafði lent í skilnaði 14 árum
áður og það hafði tekið mikið á hana.
Eftir það settist hún að hjá dóttur
sinni sem var einhleyp. Þeir sem
bjuggu í námunda við 26. stræti voru
undrandi á hinu nána sambandi sem á
milli mæðgnanna var. Á hverjum
vinnudegi Rosemary, gátu þeir séð
móður hennar fylgja henni til vinnu
að neðanjarðargöngunum í u.þ.b. 15
mínútna fjarlægð frá heimili þeirra og
síðan þegar vinnudegi lauk, var hún
alltaf mætt til að taka á móti henni
eins og tryggur eiginmaður. Þá fóru
þær mæðgur allt að fimm sinnum í
viku til kirkju og hlýddu á messu.
Nágrannar þeirra gátu staðfest að
konumar lifðu reglusömu lífi og allt
var í föstum skorðum á þeirra heimili.
Til að mynda borguðu þær alltaf leig-
una á réttum tíma, 300 dala mánaðar-
leigu fyrir íbúðina, og leigusalinn Iýsti
þeim með orðunum: „Fullkomnir
leigjendur".
Þó fundust þeir sem töldu að Rose
Santoro væri fullnáin dóttur sinni.
Það var staðreynd að Rosemary var
bráðmyndarleg, með hrafnsvart sítt
hár og mörgum fannst sem hún ætti
skilið að eignast góðan mann og fjöl-
skyldu, en móðir hennar stóð yfirleitt
í vegi fyrir því að hún kynntist ókunn-
um mönnum.
Þeir sem höfðu komið inn í hús
mæðgnanna sögðu að það minnti á
musteri, þar sem móðir Rosemary
helgaði tvennt. Að öðrum þræði voru
veggir og hillur hússins þakin trúar-
legum táknum og myndum en einnig
var í húsinu svo yfirgengilegt mynda-
safn af dóttur hennar að lá við per-
sónudýrkun. Hvað um það, öllum var
Ijóst að móðir hennar var smeyk um
að missa hana.
Rosemary var að sjálfsögðu einbimi
og ekki er óalgengt að þau njóti því-
líkrar ofvemdunar frá 'foreldrum sín-
um. I þessu tilviki voru aðstæður á þá
lund að móðir hennar var beisk út í
heiminn og fyrrverandi eiginmann, og
hélt dauðahaldi í það sem hún átti eitt
eftir að henni fannst. Sá vemdarhjúp-
ur sem Rose Santoro óf dóttur sinni,
var með öðmm orðum spunninn úr
flóknum tilfinningum og þótt hún
elskaði dóttur sína mikið óx biturðin
hægt og hægt í hjarta hennar.
Aðeins einn
karímaöur
Strax í æsku höfðu ungir menn gefið
sig að Rosemary og reynt að fá hana á
stefnumót en móðir hennar bannaði
slíkt. í lítilli kistu fannst bréf sem
ungur maður hafði skrifað til hennar
á 18. aldursári þar sem stóð: „Þú veist
að ég er hrifinn af þér og langar til að
kynnast þér, en staða okkar er vonlaus
vegna móður þinnar. Hún myndi aldr-
ei leyfa þér að hitta mig.“
Rosemary kynntist einum karlmanni
í lífinu. Frændi Rosemary hafði
áhyggjur af þróun mála og ákvað að
kynna hana fyrir kunningja sínum
sem bjó í sömu blokk og hann. Sá var
sikileyskur innflytjandi að nafni De-
metrio Lifrieri. Demetrio var á svipuð-
um aldri og Rosemary þegar þau
kynntust, á miðjum þrítugsaldri.
Hann var ekki bara myndarlegur og
vel klæddur, heldur átti hann einnig
fyrirtæki á sviði rafiðnaðar. Eitthvað
varð til þess að móðir hennar lagði
blessun sína yfir kynni þeirra.
Næstu ár liðu í þokkalegri sátt allra
aðila. Þó var samband Rosemarys og
Demetrios einstaklega saklaust og
minnti fremur á unglingasamband en
hjá fullorðnu fólki. Það var m.a. vegna
þess að móðir hennar hafði mjög
ákveðnar skoðanir á siðgæði og því
vörðu þau ekki nóttunum saman,
heldur sáust aðeins tilfallandi yfir dag-
inn. Mest höfðu þau símasamband.
Demetrio hafði einstaklega gott lag á
konum og hægt og rólega tókst hon-
um að brjóta niður þá vamarmúra
sem Rose hafði falið sig bakvið og áð-
ur en varði kom Rose Santoro öllu
hverfinu á óvart með eftirfarandi yfir-
annars: „Hvað ætlar þú þér með
manninn minn?“
Hvarfiö
Þannig stóðu málin í lok ágúst 1989
og í byrjun september rann upp hinn
fyrsti dagur þar sem mæðgumar
borguðu ekki leiguna á tilskildum
tíma. Nokkrir dagar liðu en þá gat
leigusalinn ekki lengur setið á sér eft-
ir að hafa reynt að hringja árangurs-
laust bæði í vinnuna til Rosemary og
heim til hennar. Hann gerði sér ferð
að íbúðinni og bankaði á dyr. Enginn
svaraði. Þá dró hann upp Iykil og fór
inn í íbúðina. Enginn var heima en
hann tók eftir vondri lykt af matarleif-
um í eldhúsinu og sannfærðist því um
að hvarf þeirra hefði borið að með
snöggum hætti og allmargir dagar
inkonan farið frá honum og sagðist
ekkert geta sagt lögreglunni, hann
hefði kynnst einhverri Rosemary og
því hefði hún ákveðið að fara frá hon-
um.
Móðurbróðir Rosemary ákvað að
gera eitthvað í málinu upp á eigin
spýtur og réð einkaspæjara til að graf-
ast fyrir um málið. Sá hét Roland
Cadieux, gamlareyndur spæjari sem
var að mestu leyti sestur í helgan
stein.
Vöruhúsiö
Cadieux vann ötullega að málinu og
lagði nótt við dag í hartnær þijú ár til
að upplýsa það. Honum tókst að sann-
færa lögregluna og saksóknara um
mikilvægi þess og áður en langt um
Rose Santoro.
Frá sjónarhóli lögreglunnar var hvarf Rosemary
Vasquez, 30 ára, og móður hennar, Rose Santoro 64
ára, ekki líklegt til að bera neitt dularfullt með sér. Það
var ekkert í bakgrunni mæðgnanna, sem voru I óvenju
nánu sambandi innbyrðis, sem benti til að að um saka-
mál væri að ræða. Það varm.a. skýringin á því hversu
seint og illa gekk að upplýsa mál þeirra.
lýsingu. „Rosemary ætlar að giftast in-
dælum manni," sagði hún. Síðan
bætti hún við með móðurlegu stolti:
„Hann er með eigið fyrirtæki og á ein-
býlishús og ég ætla að flytja þangað
með Rosemary og mun búa hjá þeim í
framtíðinni. Þetta var sumarið 1988
en gleði hennar átti ekki eftir að vara
lengi.
Skjótt skipast
veöur...
Mánudaginn 29. ágúst tilkynnti Ro-
semary vinkomu sinni í síma að aldrei
yrði neitt úr hjónabandinu. Vinkona
hennar hlustaði með samúð og for-
undran á hina snöktandi Rosemary
sem sagðist hafa verið svikin í tryggð-
um og það sem meira var; hún og
móðir hennar höfðu verið rændar.
Þegar Demetrio var búinn að ákveða
brúðkaupsdaginn hafði hann lýst fyrir
mæðgunum að hann ætlaði að stækka
við sig og þyrfti tímabundið örlitla
fjárhagsaðstoð ef þær gætu látið eitt-
hvað af hendi rakna. í blindri trú
höfðu mæðgumar lánað honum
40.000 dali, eða aleiguna sem þær
höfðu safnað á mörgum aðhaldssöm-
um árum, en þar með var Demetrio á
brott og kannaðist ekki við að hafa
fengið neitt að láni. Viðskiptin voru
upphaflega pappírslaus.
Á sama tíma kom í Ijós að Demetrio
Lifrieri átti eiginkonu sem hringdi
heim til Rosemary og jós yfir hana úr
skálum reiði sinnar og spurði meðal
væru síðan.
Hann sneri sér beint til lögreglunnar
og þá komum við aftur að upphafinu.
Lögreglan útskýrði fyrir honum að
ekkert væri hægt að gera í málinu að
svo stöddu og þá fyrst yrði eitthvað
hægt að gera, ef náinn ættingi
mæðgnanna myndi tilkynna um hvarf
þeirra.
Það var ekki fyrr en um miðjan nóv-
ember sem móðurbróðir Rosemary
ákvað að kanna málið og gerði sér ferð
úr öðru fylki Bandaríkjanna til að líta
sjálfur á vegsummerki í íbúðinni. Þeg-
ar inn var komið fann hann í komm-
óðuskúffu fjórar ávísanir, hverja um
sig upp á 10.000 dollara, undirritaðar
af Demetrio Lifrieri. Þeim fylgdi lítill
miði frá bankagjaldkera þar sem stóð
að engin innistæða hefði reynst fyrir
ávísununum fjórum.
Nú fyrst fóru hjólin að snúast þótt
hægt væri. Lögreglan féllst á að lýsa í
fyrsta skipti formlega eftir mæðgun-
um, 4. desember 1988. Haft var sam-
band við Demetrio og hann spurður
um ávísanimar en hann gat ekki gefið
neina haldbæra skýringu á þeim. Ekki
var hægt að ákæra Demetrio fyrir
morð þar sem líkin vantaði og reyndar
var staða hans mjög góð þótt gmnur
lögreglumanna beindist í æ ríkari
mæli að honum.
Þegar hér var komið sögu hafði eig-
leið var her manna í fullri vinnu við að
afla sér gagna. Hvaðanæva bárust vís-
bendingar og þótt flestar reyndust
gagnslausar syrti smám saman í álinn
fyrir Demetrio Lifrieri.
Demetrio hafði ýmislegt óhreint í
pokahominu. Það vakti athygli fíkni-
efnadeildar lögreglunnar þegar hann
Iokaði rafmagnsfirmanu og keypti sér
vöruhús. Að sögn hugðist hann flytja
inn kaffi frá Brasilíu en talið var að til-
gangur vöruhússins væri allur annar
og verri. Demetrio var hins vegar
kænn maður og mjög var um sig og
þrátt fyrir að lögreglan gerði allt sem í
hennar valdi stóð til að „negla“ hann,
liðu tvö löng ár áður en hægt var að
Iáta til skarar skríða. Þá loks taldi sak-
sóknari sig hafa nægilegar sannanir
fyrir eiturlyfjadreifingu Demetrios og
vopnuð húsleitarheimild, réðist lög-
reglan til inngöngu í vöruhúsið. At-
lagan bar árangur því umtalsvert
magn af kókaíni fannst og voru tíu
manns handteknir, þ.á.m. Demetrio
sjálfur.
Að sögn samstarfsmanna Demetrios,
sem reyndust fremur samvinnuþýðir í
von um vægari refsingu, var Demetrio
búinn að kaupa vömhúsið áður en
mæðgumar hurfu af sjónarsviðinu.
Tveir þeirra staðfestu að Rosamary
hefði iðulega komið að hitta Demetrio
og enginn vinskapur verið í síðustu
skiptin. Að sögn þeirra höfðu þau rif-
ist heiftarlega og ágreiningsefnið
hafði verið 40.000 dalimir sem Ro-
samary sagðist enn eiga inni. Þetta
Rosemary Vasquez.
vom mikiivægar upplýsingar fyrir
ákæruvaldið því nú var hægt að sanna
mögulegan tilgang með morðinu á
mæðgunum.
Ábending
númer 1.000
Það vantaði ekkert til sakfellingar
nema helstu sönnunargögnin, líkin
tvö. Árlega em aðeins örfá morðmál
upplýst í Bandaríkjunum ef líkin finn-
ast ekki. Sýnt þótti u.þ.b. tveimur
mánuðum eftir handtöku Demetrios
að hægt væri að ákæra hann fyrir
morð þótt Iíkin væru enn ófúndin. 16.
september 1991, rúmum þremur ár-
um eftir að sagan hefst, var Demetrio
ákærður fyrir morðin tvö. Daginn eft-
ir var ákæmnni slegið upp á forsíðum
allra helstu dagblaða heimsins, enda
hafði málið vakið gríðarlega athygli.
Eftir fréttina af handtökunni barst
ábending frá lesanda, ábending númer
1.000. Hún var jafnframt sú mikilvæg-
asta. Viðmælandinn vildi ekki láta
nafns síns getið en benti lögreglunni á
að fara í bfiageymslu eina í grenndinni
og skoða gráan Cadillac Sedan sem
hefði verið í eigu Demetrios.
Þegar lögreglan fylgdi ábendingunni
eftir og opnaði skottið á bfinum,
komu líkin tvö í Ijós. Reyndar var allt
hold meira og minna rotnað af bein-
unum en samt sem áður þóttust
menn vissir um að jarðneskar leifar
Rosemary Vasquez og móður hennar,
Rose Santoro, væm fundnar. Líkin
vom þétt vafin inn í plast og loftrýmið
mjög lítið. Það kom lögreglunni meir
en lítið á óvart þegar staðfest var að
Demetrio hafði borgað hundarað dali
á mánuði, síðustu þrjú árin fyrir „lík-
geymsluna". Og það sem meira var,
með ávísunum. Að vissu leyti má segja
að um ófyrirgefanleg mistök af hálfu
lögreglunnar hafi verið að ræða, að sjá
ekki þennan möguleika, en eins og
Cadieux sagði sjálfur: „Þetta kennir
okkur að við getum ekki alltaf sett
okkur í spor glæpamannanna, það á
ekki alltaf við. Það sem okkur datt
ekki í hug að Demetrio myndi gera,
gerði hann, vegna þess að það var svo
augljóst að okkur dytti það ekki í
hug.“
Aldrei frjáls á ný
Kmfning sannaði að líkin væm af
mæðgunum tveimur og hafði Rose
verið myrt með þungu barefli en Ro-
semary kyrkt til dauða. Eftir að líkin
fundust sá Demetrio loks sína sæng
útbreidda og játaði sekt sína.
20. maí 1993 hófust réttarhöld yfir
Demetrio Lifrieri sem skera úr um
hver refsingin verður. Þegar þetta er
ritað, býður hann enn dóms. Þó er
sýnt að hann mun aldrei verða frjáls
maður á ný. Mæðgurnar samrýndu
verða ekki vaktar aftur til lífsins. Þrátt
fyrir allt var kannski ekki að undra að
Rose Santoro ofvemdaði dóttur sína.