Tíminn - 17.03.1995, Blaðsíða 2

Tíminn - 17.03.1995, Blaðsíða 2
 Föstudagur 17. mars 1995 Tíminn spyr • • • Etga Islendingar ab lýsa yfir stubningi vib Kanadamenn í deilu þeirra vib ESB vegna veiba á Miklabanka? Hólmgeir Jónsson, fram- kvæmdastjóri Sjómannasam- bandsins: Við eigum náttúrlega að styöja alla fiskverndun. Það sem þarna er ab gerast er ab menn eru ab eyba stofninum og við eigum ab stybja menn í ab byggja upp takmarkaða fiski- stofna. Þarna eru skip abildar- þjóba ESB ab brjóta reglur. Stefán Gubmundsson alþingismabur: Ég virbi og styb vísindalegt eft- irlit meb veiðum. Því styb ég verndarabgerbir Kanada- manna. Einar Svansson, framkv.stj. Fiskibjunnar - Skagfirbings: Ég vil sleppa því ab tjá mig um þetta. Ég er í úthafsveibinefnd L.Í.Ú. og vil láta stjónmála- menn alfarib um þetta ab svo komnu máli. Kaupfélag Þingeyinga var rekib meb 9 millj. kr. hagnabi eftir síbasta ár: Mikil um- skipti til betri vegar Kaupfélag Þingeyinga var rekib meb 9 millj. kr. hagnabi á síb- asta ári á móti 54 millj. kr. tapi á árinu 1993. Jafnframt jókst velta félagsins um 2% og fram- þróun var á flestum svibum. Endurskobun á uppgjöri síð- asta iekstiarárs K.Þ. ei nú lokib. Heildaiveltan í fyna vai 1.457 millj. ki og þab ei aukning um 2% fiá áiinu á undan. Þá vaið hagnaðuiinn 9 millj. kr. og það eiu umskipti fiá áiinu á undan sem nema 63 millj. ki. Tap þá vai 54 millj. kr. ¦ Ari Teitsson kjörinn formaö- ur Bændasamtaka íslands Aöalfundur þeirra heiti framvegis Búnaöarþing Frá Þórbi Ingimarssyni, f réttaritara Tímans á Akureyri: Ari Teitsson, ráðunautur á Hrísum í Reykjadal, var kjörinn fyrsti formaður Bændasamtaka íslands á Búnaðarþingi á Hótel Sögu á miðvikudagskvöld. Hlaut Ari 22 atkvæði í síðari umferð kosninganna en Haukur Halldórsson, fiáfaiandi formað- ur Stéttarsambands bænda, hlaut 16 atkvæði. I fyrri umferð kosninganna hlaut Ari 18 at- kvæði, Haukur Halldórsson 12 atkvæði og Jón Helgason, fráfar- andi formaður Búnaðarfélags ís- lands, 9 atkvæði. Þar sem eng- inn þeirra þriggja hlaut tilskil- inn meirihuta atkvæða í fyrri umferð varð að kjósa á milli þeirra Ara og Hauks í síðari um- ferð. Undirbúningur ab kjöri for- manns hinna nýju bændasam- taka á sér nokkurn aðdraganda en um nokkrun tíma hefur ver- ið ljóst aö Haukur Halldórsson myndi gefa kost á sér. Lengi var óvíst hvort Jón Helgason tæki þátt í kosningu um formann en þó var taliö fremur líklegt að hann væri viljugur til þess. Fyrir nokkru kom nafn Ara Teitssonar uþþ í umræðum um væntanleg- an formann og fljótlega varð ljóst aö nokkui stuðningui vai við fiamboð hans. Ekki mynd- uðust hreinar línur á meðal full- trúa á Búnaðarþingi um for- mannskjörið og skiptust at- kvæði Jóns Helgasonar að jöfnu á milli Ara og Hauks í síðari um- ferðinni auk þess sem einn at- kvæðaseðill var ógildur. Stuön- ingsmenn Jóns Helgasonar munu einkum hafa verið í hópi þeirra þingfulltrúa sem vildu viðhalda ímynd Búnaðarfélags- ins á hinum nýju samtökum en þeii sem studdu Aia töldu eink- um að nauðsynlegt væri að nýr formaður tæki til starfa og leiddi Bændasamtökin fyrstu skrefin í stað þess að annar hinna fráfarandi formanna ynni það verk. Að baki Hauks munu einkum hafa staðið yngri fulltrúar og aðrir sem leggja mikla áherslu á að innleiða Keppinautarnir um formannsstólinn, aukna markaðshugsun innan landbúnaðarins. Auk kjörs formanns var kosið í leynilegri kosningu um nafn samtakanna og einnig nafn að- alfundar þeirra. í upphafi bún- Ari Teitsson og Haukur Halldórsson. aöarþings lá fyrir tillaga frá fé- lagsmálanefnd um að kosið yrði leynilega um hvort aðalfundur samtakanna skyldi heita Búnað- arþing eða aðalfundur Bænda- samtaka íslands en skoðanir voru nokkuð skiptar á meðal þingfulltrúa um hvort viðhalda ætti Búnaðarþingsnafninu. Talsmenn hins nýja nafns bentu hinsvegar á að með Bún- arþingsheitinu væri verið ab varðveita eldri ímynd sem ekki hefði á sér nægilega jákvæðan blæ í hugum margra og nauð- synlegt væri samfara samein- ingu Búnaðarfélags íslands og Stéttarsambands bænda ab gefa aðalfundi nýrra samtaka nýtt nafn. í kosningu um nafnið hlaut heitið Búnaðarþing 28 at- kvæði en aðalfundur Bænda- samtaka íslands aðeins 11 at- kvæði og var alabfundarheitið því kolfellt á þinginu. Þá kom fram tillaga á Búnaðarþingi um aö kjósa í leynilegri kosningu um hvort samtökin skyldu heita Búnaðarfélag íslands eða Bændasamtök íslands eins og lagt hafði verið til. í kosningu hlaut heitið Bændasamtök Is- lands 27 atkvæði en Búnaðarfé- lagsheitið 12 atkvæði. , ¦ Halldór Blöndal landbúnaöarráöherra spyr hvort KEA eigi sitt mjólkursamlag: Segirvafaum eignarhald Halldór Blöndal landbúnabar- rábherra segir ab vafi um eign- arhald á mjólkursamlögum sé ekki bundinn vib samlagib í Borgarnesi heldur komi hann upp í sambandi vib ýmis önnur samlög. Mjólkursamlögin á landinu eru flest dóttuifyiirtæki samvinnufé- laga. Nú þegar hagræða á í mjólk- uriðnaði og úrelda samlög með greiðslum úr verömiðlunarsjóði mjólkuriðnaðarins hafa komið upp deilur um hver eigi aö fá úr- eldingarféð. Þrír bændur í Borgar- firði vilja láta á það reyna hvort mjólkurframleiöendur eða Kaup- félag Boigfiiðinga eigi samlagið í Borgarnesi. „Þarna eru einstaklingar sem telja að á sinn rétt sé gengið og þessi vafi kemur auðvitað upp í sambandi við ýmis önnur mjólk- ursamlög. Það eru til menn sem halda því til dæmis fiam að það sé ekki rétt ab Kaupfélag Eyfirðinga eigi Mjólkursamlag KEA með húð og hári," segir Halldór Blöndal. Forsvarsmenn Kaupfélags Borg- firðinga og fleiii telja eins og fiam hefui komið, að með því að láð- hena neiti að gieiða út úielding- aiféð sé hann að fiysta alla hag- læðingu í mjólkuiiðnaði. „Þessi afstaða kemui méi mikið á óvait," segii Halldói. „Stjóin kaupfélagsins hefui veiið það kunnugt eins og mér að það eru deildar meiningar um hverjir séu hinir raunverulegu eignaraðilar að sumum mjólkurstöðvum hér á landi og Mjólkursamlagið í Borg- arnesi er eitt af þeim. Þess vegna getur það ekki komið stjórn Kaup- félags Borgfirðinga á óvart að þrír bændur skuli óska eftir því að fá sinn hlut beint úr verbmiblunar- sjóði í samræmi við þeirra eignar- aðild." Halldór Blöndal segist hafa átt von á því að til slíkra deilna myndi koma og hafði þess vegna látið vinna greinargerð fyrir þremur árum um það hverjir væru raunverulegir eigendur eig- endur mjólkursamlaga hér á landi. „Því miður leysti sú um- fjöllun ekki málið," segir Halldór. „Ég hef síðan leitað álits lögfræð- inga, bæði í mínu ráðuneyti, rík- islögmanns og utan ráðuneytis. Þeim ber öllum saman um ab mér beri að gera annað tveggja, að leggja greiðsluna inn á geymslu- reikning, eða fá tiausta tryggingu fyrir henni ef hún er innt af hendi, vegna þess vafa sem uppi er. Ég get ekki verið dómari í mál- inu," segir Halldór. Landbúnaðarráðherra segir jafnframt að það orki tvímælis í þessu sambandi hvoit kaupfélagi sé heimilt ab vebsetja mjólkui- samlag vegna skulda sem til eru orbnar vegna annars rekstrar. ¦ ¦-¦:. :--j«v=*-; ..-OTa"

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.