Tíminn - 17.03.1995, Page 16
16
ftortWt - ALÞINGISKOSNINGARNAR 1995
Föstudagur 17. mars 1995
Sigbjörn Cunnarsson, Alþýöuflokki:
ESB-abild tryggir
betri hag lanasmanna
Hver er sérstaöa þíns framboðs?
Alþýðuflokkurinn — Jafnaöar-
mannaflokkur íslands hefur alla
tíð verið róttækur umbótaflokk-
ur. Alþýðuflokkurinn hefur ætíð
horft lengra fram á veginn en
aðrir stjórnmálaflokkar hér á
landi. Svo er enn.
Alþýöuflokkurinn gengur á
undan með þá kröfu að sameign
þjóðarinnar á fiskimiðunum
verði bundin í stjórnarskrá. Það
mun verða krafa allrar þjóöarinn-
ar, hvað sem hver segir nú um
stundir.
Þannig hefur það raunar verið
með fjölmörg helstu umbótamál
Alþýðuflokksins. Andstæöing-
arnir hafa gjarnan rekið upp
ramakvein og barist gegn þeim.
Aldrei hefur þeim hins vegar
dottið í hug ab reka þau til baka.
Hver man ekki EFTA? Hver man
ekki stóriðju? Hver man ekki EES-
samninginn? Eða munu ef til vill
einhverjir hinna stóryrtu and-
stæðinga þess samnings leggja til
ab honum verði sagt upp? Því
verða þeir að svara.
Alþýbuflokkurinn vill einnig
einn flokka láta á það reyna
hvort og hvernig samningum við
getum náð við ESB.
Þaö er höfubatriði í samninga-
vibræbunum við ESB að viö höld-
um fullum yfirráðum yfir fiski-
miðum okkar. Að samningaferli
loknu færi fram þjóbaratkvæða-
greiðsla eftir rækilega kynningu á
samningnum. Þannig -munum
vib engu hætta þó vib göngum til
samninga, heldur leita svara vib
spurningum og fá þau eftir atvik-
um.
Það er vanvirða vib vel mennt-
aða þjóð að ábyrgir stjórnmála-
menn láti eftir sér hafa að mál,
sem skipta framtíb þjóbarinnar
miklu, „séu ekki á dagskrá". í
kommúnistaríkjum segja stjórn-
málamenn almenningi hvaba
mál séu á dagskrá hverju sinni.
Slíkt á varla við á íslandi, eða
hvað?
Mögulegt væri að telja upp
mörg fleiri mál. Rýmið leyfir það
hins vegar ekki. Framangreind
mál skapa Alþýðuflokknum al-
gera sérstöðu frá öbrum flokkum.
Hvert er helsta baráttumálið?
Ab sjálfsögbu er helsta baráttu-
málið að bæta hag fólksins í
landinu, auka réttlæti og jöfnuð.
Þar sem lífskjör þjóðarinnar
byggja að stærstum hluta á auð-
lindum sjávar, er afar mikilvægt
að ákvæði um sameign þjóðar-
innar yfir auðlindinni verði sett í
stjórnarskrá, þannig að öll tví-
mæli verði af tekin. Það er ófært
að afhenda fáum útvöldum yfir-
ráð yfir fiskimiðunum. Þá teljum
viö og að með samningi við ESB,
sem þóknanlegur er þjóðinni,
megi best og fljótvirkast bæta
hag landsmanna, og bendum
fyrst og fremst á lækkað mat-
vælaverð í því sambandi og
traustara og betra aðgengi ab
helstu mörkuðum okkar. ■
Halldór Blöndal, Sjálfstœöisflokki:
Háskólinn á Akureyri
er mesta byggöamáliö
Hver er sérstaða þíns framboðs?
Því fylgir mikil sérstaða ab
leiða lista öflugasta stjórnmála-
flokks landsins í stærsta dreif-
býliskjördæminu. Fylgi vinstri
flokkanna, félagshyggjuflokk-
anna, hefur löngum verið sterkt
í Norðurlandi eystra, en frjáls-
lynd sjónarmið einstaklings-
frelsis og einkaframtaks átt und-
ir högg að sækja. Kosningarnar
núna snúast um það, eins og
alltaf, ab Norðlendingar haldi
þeim áhrifum sem þeir hafa
haft í þingflokki Sjálfstæðis-
flokksins og þar með í lands-
stjóminni. Þess vegna verður ab
vinna vel fyrir endurkjöri Tóm-
asar Inga Olrich. Einn þingmað-
ur fyrir Sjálfstæðisflokkinn er of
lítiö fyrir Akureyri, Eyjafjörð og
Þingeyjarsýslur.
Hvert er helsta baráttumálið?
Háskólinn á Akureyri, ef ég
svara útúrdúralaust. Hann er
mesta byggðamálið frá lýöveld-
isstofnun og ég er stoltur af að
hafa átt þátt í að gera drauminn
um hann ab veruleika. Háskól-
inn hefur gjörbreytt bæjarlíf-
inu. Honum fylgir birta og
bjartsýni og hann hefur víkkað
framtíðarsýn Norðlendinga svo,
að við getum ekki lengur séð
Akureyri fyrir okkur án hans.
Háskólinn hefur í vaxandi mæli
beitt sér í samstarfi við atvinnu-
lífið. Síðast í gær var undirritað-
ur samstarfssamningur milli
hans og Rannsóknarstofnunar
landbúnaðarins, sem lýtur m.a.
að vöruþróun og gæöastjórnun.
Það er mikilvægt, ekki síst í
sambandi við þá áherslu sem
bændur munu héðan í frá leggja
á sjálfbæra þróun og vistvæna
framleiðslu. Háskólinn er
vinnustaður fyrir um 500
manns, þegar allt er talið, og er í
örum vexti. ■
Steingrímur j. Sigfússon, Alþýöubandalagi:
Forystuaflið á
vinstri vængnum
Elín Antonsdóttir, Kvennalista:
Kvenna-
listann
í ríkisstjóm
Hver er sérstaða þíns framboðs?
Sérstaða G-lista Alþýðu-
bandalags og óháðra í þessum
kosningum felst m.a. í
tvennu, það er skýrri málefna-
legri sérstöðu annars vegar og
hins vegar samstarfi Alþýðu-
bandalagsins og fjölmargra
nýrra liðsmanna, sem einnig
standa að framboði G-listanna
undir merkjum óháðra. G-list-
arnir eru eina aflið sem gengur
fram undir merkjum skýrrar
vinstristefnu, meö róttækar
áherslur í atvinnumálum og
varöandi jöfnun lífskjara og
velferðarmál. Framsóknar-
flokkurinn skilgreinir sig aftur
á móti með afdráttarlausari
hætti en fyrr sem hreinan
miðjuflokk, og önnur fram-
boð hafa hvorki þá málefna-
legu sérstöðu, né virðast líkleg
til að fá þann styrk sem máli
skiptir. G-listarnir og sú hreyf-
ing, sem að baki þeim stendur,
er því skýr valkostur og mót-
vægi vib hægristefnu Sjálf-
stæðisflokksins.v
Sérstaða G-listanna felst svo
einnig í samstarfi Alþýbu-
bandalagsins og óháðra. Fjöldi
nýrra liðsmanna er að koma
til libs vib Alþýðubandalagið
undir merkjum óháðra og
velja þannig að efla og styrkja
forustuafliö á vinstri væng ís-
lenskra stjórnmála, frekar en
gera enn eina tilraunina til að
stofna nýja flokka. Hér í kjör-
dæminu skipar einmitt Arni
Steinar Jóhannsson 2. sætið,
baráttusætið, en hann er
þekktur baráttumaður fyrir
málefnum landsbyggðarinnar
og hefur áður starfað að þeim
málum innan Þjóbarflokksins
og Samtaka um jafnrétti milli
landshluta.
Hvert er helsta baráttumálið?
Helsta baráttumál þessara
kosninga telur G-listinn vera
lífskjörin í landinu í víðtæk-
asta skilningi þess orðs, þar
með talið að allir hafi fulla at-
vinnu og mannsæmandi laun
fyrir hana. Höfuðviðfangsefni
íslenskra stjórnmála á næstu
árum er að okkar mati að
tryggja fulla atvinnu og jafna
og bæta lífskjörin í landinu.
G-listarnir hafa sett fram skýra
stefnu varðandi þessi veiga-
mestu mál. Tillögurnar um
uppbyggingu og eflingu at-
vinnulífsins, sem oft eru kall-
abar Útflutningsleiðin í höf-
uðið á samnefndu riti, hafa
vakið mikla athygli og um-
ræður. Á stefnuþingi G- list-
anna vom samþykktar róttæk-
ar áherslur varðandi launa-
stefnu, launajöfnun og skatt-
kerfisbreytingar. Framboðib er
því að okkar mati vel nestað í
baráttuna hvað þessi helstu
grundvallarmál stjórnmál-
anna og þjóðmálaumræöunn-
ar snertir.
Hver er sérstaða þíns framboðs?
Kvennalistinn er mótaður af
konum og byggður á reynslu,
verðmætamati og lífsgildum
kvenna. Kvennalistinn er kven-
frelsisafl, sem hlustar á mis-
munandi raddir kvenna og
tekur mið af margbreyti-
leika þeirra. Kvennalistinn
berst fyrir jafnrétti allra, hvort
heldur er til áhrifa, náms, launa
eða atvinnu, óháð búsetu og
kyni.
Hvert er helsta baráttumálið?
Kvenfrelsi sem byggir fyrst
og fremst á efnahagslegu
sjálfstæði kvenna. Til þess að
konur geti orðiö efnahags-
lega sjálfstæðar þarf að auka
fjölbreytni í atvinnu og stuðn-
ing við sjálfsbjargarviðleitni í
atvinnusköpun, svo sem með
rábgjöf, fjármagni og markaðs-
leit.
Með aukinni sjálfsvitund
kvenna hafa þær æ meira tekið
málin í eigin hendur og skapað
eigin atvinnutækifæri. En eins
og tölur sýna hefur atvinnuleysi
bitnað harðast á konum og að-
gerðir stjórnvalda til ab sporna
við því virbast fyrst og fremst
beinast að því að skapa körlum
störf.
Það er sjálfsagður réttur
kvenna að hafa störf við sitt
hæfi og ab þau séu metin til
launa á við störf karla; til þess á
reyndar öll fjölskyldan kröfu.
Konur þurfa völd og áhrif til
að breyta aðstæðum sem þeim
og börnum þeirra eru búnar.
Því þarf Kvennalistann í ríkis-
stjóm.