Tíminn - 29.07.1995, Qupperneq 3
Laugardagur 29. júlí 1995
Norski kajakrœöarinn sem bjargaö var undan hafís og ísbjörnum á Grœnlandssundi. Þór
jakobsson hafísfrœöingur:
„Glapræði hiö mesta"
„Ma&urinn er vanur siglingum í
sjó, au&um sjó. En mönnum til
fróöleiks og ofurhugum til varn-
aöar þykir rétt a& láta í ljós
undrun á því a& tilraun þessi
hafi veriö gerö í júlí. Samkvæmt
me&alkortum af útbrei&slu haf-
íss er allajafna fyrst fært um haf-
íssvæ&in til og frá Scoresby-
sundi í ágúst. En í þokkabót vita
hafísdeildir íslensku, dönsku og
norsku ve&urstofanna mætavel
a& hafís á þessum sló&um er nú í
sumar mun meiri en í meöal-
lagi," sag&i Þór Jakobsson, ve&-
urfræöingur og verkefnisstjóri
hafísrannsókna, í gær um
„hetjudá&" Nor&mannsins sem
fiskaöur var upp úr íshafinu í
fyrradag og greint var frá í frétt
í Tímanum í gær.
Þór sagöi fyrst af öllu að fagna
bæri björgun kajakræðarans á
Grænlandssundi. Sjóferðin hafi
hins vegar veriö glapræði hiö
mesta. Sagði Þór aö enda þótt
danska pólstofnunin hafi lagt
blessun sína yfir þessar ferðir
mannsins, þá væri ljóst ab hann
hefði varla haft fyrir því að ráð-
færa sig vib veðurstofur um horfur
á hafís.
Á fimmtudaginn var mikið
Þór Jakobsson:
Ferö unga Norömannsins var hiö
mesta feigöarflan.
hringt í Veðurstofuna til að spyrja
um hafís á veiðislóðum og á sigl-
ingaleiðum til Suður-Grænlands
ög Spitzbergen að sögn Þórs Jak-
obssonar. Hann sagði að upplýs-
ingar væru alltaf minni en þörf
væri fyrir. Mörg skip tilkynna um
hafís, sem er mikilvægt, en mikil-
vægast alls er þó ískönnun Land-
helgisgæslu íslands.
„I gær tafðist ískönnun og vísast
fleira, vegna leitar og björgunar
kajakmannsins," sagði Þór. „Hið
unga: hraustmenni var vísast við
öllu búið nema hinum mikla haf-
ís um þessar mundir — og íbúum
hans, hvítabjörnunum. Gangi
honum betur næst," sagði Þór að
lokum. ■
Mogginn
borgar best
Ritstjóri Morgunblaðsins trónir
langt yfir reykvískum starfsbræbr-
um sínum á öðrum fjölmiðlum í
mánaðartekjum. Tekjur hans sam-
kvæmt útsvari eru yfir 900 þúsund
krónur á mánuði. Sá sem kemst
næst honum í tekjum er sjónvarps-
stjóri Stöðvar 2 en mánaðartekjur
hans eru þó meira en 400 þúsund
krónum lægri en ritstjóra Morgun-
blabsins.
Matthías Jóhannessen, ritstjóri
Morgunblabsins kr. 911 þúsund.
Jafet Ólafsson, sjónvarpsstjóri
Stöðvar 2 kr. 488 þúsund.
Ellert B. Schram ritstjóri DV kr. 417
þúsund.
Magnús Hreggviðsson Fróða kr. 479
þúsund
Heimir Steinsson útvarpsstjóri kr.
394 þúsund.
Agnes Bragadóttir blaðamaður kr.
342 þúsund.
Sigmundur Ernir Rúnarsson aðstoö-
arfréttastjóri á Stöð 2 kr. 303 þúsund.
Kári Jónasson, fréttastjóri útvarps
kr. 267 þúsund. ■
KEA greibir
hæstu gjöldin
Frá Þór&i Ingimarssyni, fréttaritara Tím-
ans á Akureyri.
Kaupfélag Eyfirðinga greiðir
hæstu opinber gjöld í Norður-
Iandsumdæmi eystra eða alls
76 milljónir króna samkvæmt
nýútkominni álagningu opin-
berra gjalda á þessu ári. Af ein-
staklingum greiðir Böðvar
Jónsson á Akureyri hæstu
gjöld í umdæminu eða 6,697
milljónir króna.
Alls greiða einstaklingar í
Norðurlandsumdæmi eystra
rúma 4,7 milljaröa í opinber
gjöld á þessu ári og af þeirri upp-
hæb eru um 2,4 milljarðar tekju-
skattur. Eins og á undanförnum
árum greiðir Kaupfélag Eyfirð-
inga hæstu gjöldin eða um 76
milljónir króna en Celite ísland
hf. á Húsavík greiðir hæsta
tekjuskattinn, hátt í 24 milljónir
króna. Akureyrarbær greiðir 67
milljónir í opinber gjöld og
Fjórðungssjúkrahúsið á Ákureyri
tæpar 55 miiljónir. Útgerðarfé-
lag Akureyringa hf. greiðir 44,5
milljónir og Samherji hf. 34,3
milljónir. Celite ísland hf. á
Húsavík greiðir alls 24,3 milljón-
ir, Skinnaiðna&ur hf. á Akureyri
Leiörétting
í frétt í Tímanum í gær var Guð-
mundur Hallvarðsson sagður
formaður Sjómannafélags
Reykjavíkur. Hið rétta er að
Guðmundur er formaður sjó-
mannadagsráðs. Hlutabeigandi
eru beönir velvirðingar á þess-
um mistökum. ■
23.7 milljónir og Kaupfélag
Þingeyinga á Húsavík greiðir
13,6 milljónir.
Af einstaklingum greiðir sem
fyrr segir Böðvar Jónsson á Akur-
eyri hæstu opinberu gjöldin en í
öðru sæti er Valdimar Snorrason
á Dalvík sem greiðir 5,8 milljón-
ir. Vigfús Guðmundsson á Húsa-
vík greiðir 5,3 milljónir, Ari B.
Hilmarsson í Eyjafjarbarsveit
greiðir 4,8 milljónir, Þorsteinn
Már Baldvinsson á Akureyri
greiðir 4,2 milljónir, Júlíus
Gestsson á Akureyri greibir rúm-
ar 4 milljónir, Þorsteinn Vil-
helmsson greiðir 3,7 milljónir,
Kristján V. Vilhelmsson greiðir
3.7 milljónir og Magnús Gauti
Gautason greiðir 3,6 milljónir.
Framkvœmdir viö Austurbcejarskóla sem nú standa yfir miöa aö því aö fœra skólann í upprunalegt horf aö nýju.
Veriö er aö lagfœra alla glugga á þeim hliöum hússins sem snúa inn í U-iö á skólalóöinni. Einnig á aö gera viö
múrskemmdir og múrhúöa húsiö aö nýju meö þeirri aöferö sem notuö var þegar skólinn var byggöur áriö 7 930.
Þessum áfanga framkvæmdanna lýkur í haust en aörar hliöar hússins veröa lagfœröar á nœstu árum.
Tímamynd Pjetur
Skaftárhreppur tekur þátt í keppni um Evrópsk umhverfisverölaun feröaþjónustu.
Halldór Blöndal:
Fólkið þar stendur nálægt náttúrunni
Skaftárhreppur í V-Skafta-
fellssýslu hefur verið tilnefnd-
ur fyrir íslands hönd til þátt-
töku í keppni um Evrópsku
umhverfisverðlaun ferðaþjón-
ustunnar.
„íslenska dómnefndin sem
Davíð Stefánsson veitir forstöðu
tók ákvörðun um að einungis
eitt íslenskt sveitarfélag yrði fyr-
ir valinu og það varð Skaftár-
hreppur, en einnig sóttu um
Reykjavík, Stykkishólmur og
Vestfirðir sem heild. Það er útaf
fyrir sig ekki áfellisdómur um
hina því það var ákvörðun tekin
um að aðeins einn kæmi til
greina," segir Halldór Blöndal
ráðherra ferðamála.
Auk Skaftárhrepps taka þátt
247 önnur evrópsk sveitarfélög.
Halldór segir að það sem reyni á
í þessu sambandi sé að sveitarfé-
lagið hafi markað stefnu í um-
hverfisvænni ferðamennsku, að
þar sé ferðamannastaður sem
Tœplega 3ja milljaröa króna skattálagning á Suöurlandi:
Ríkið greiðir fjórðung
Sunnlendingum er gert að standa
skil á 3 milljörbum í skatta af tekj-
um ársins 1994, hvar af hlutur ein-
staklinga er rúmlega 2,5 milljarbar.
Hæstu gjaldaupphæbir þeirra eru
1.180 milljóna tekjuskatlur og 1.078
milljóna útsvar. Það léttir þó undir
ab af þessu útsvari greiðir ríkissjóbur
fjórðunginn, í formi 258 milljóna
kr. skattafsláttar. Um 143 milljóna
barnabótaauki og 116 milljóna
vaxtabætur létta einnig undir.
Með 4,3 milljónir í skatta er Sigfús
Kristinsson á Selfossi skattahæsti ein-
staklingur umdæmisins. Már Sigurðs-
son á Geysi og Gunnar Jóhannsson á
Ásmundarstöðum eru síðan á 4. millj-
óninni.
Mjólkurbú Flóamanna er lang
gjaldahæst lögaðila í umdæminu með
57 milljónir, eða nærri 13% af rúmlega
450 milljóna heildargjöldum lögaðila
á Suðurlandi. KÁ er í öðm sæti með
tæplega 22 milljónir og síðan Árnes
hf. í Þorlákshöfn með 13 milljónir. Sel-
fosskaupstaður, Sjúkrahús Suðurlands
og NLFÍ eru í 3. til 6. sæti með 10-13
milljóna gjöld, sem allir þessir aðilar
verða væntanlega að afla gegn um aðr-
ar skattálögur.
Um 265 milljóna tryggingagjald er
drjúgur meirihluti heildargjalda lögað-
ila á Suðurlandi. Tekjuskattur fyrir-
tækja í umdæminu nemur 118 millj-
ónum.
bjóði upp á ódýra gistingu auk
þess sem sett séu margvísleg
skilyrði um hreinleika og al-
mennilega umgengni við nátt-
úruna.
„En það sem er ánægjulegt í
sambandi við Skaftárhrepp er
auðvitað það að náttúran er
mjög mikil á þessum slóðum og
í sífelldri sköpun. Það er
skemmtileg tilviljun að Skaftár-
hlaup skuli bera upp á þennan
sama dag sem er auðvitað góðs
viti. Þessar sterku andstæður í
náttúrunni hafa valdið því að
fólkið hérna stendur nálægt
náttúrunni og hefur af þessum
sökum lagt mikla rækt við hana.
Ferðamannastaðir hafa verið
merktir á Síðumannaafrétti,
upp við Lakagíga og á þeim
slóðum og þetta ber allt vitni
snyrtimennsku og góðrar um-
gengni við náttúruna. Hér er öt-
ullega unnið að þessum málum
þannig að það varð ekki á betri
fulltrúa fyrir okkur íslendinga
kosið," segir Halldór.
Hann segir að það hafi auðvit-
að mikla þýðingu fyrir okkur ís-
lendinga að við skulum treysta
okkur til þess að vera með í
slíkri samkeppni. Allt fjölþjóö-
legt samstarf sem lyti að því að
bæta umgengni við náttúruna
og reyna að glöggva sig á því
hvar við stöndum í umhverfinu
sé auðvitað af hinu góða og
hvetji þá sem bera ábyrgö á
þessum málum til að gera betur.
„Ég vil líka leggja áhreslu á
hversu mikils virði það sé að fal-
legustu og viðkvæmustu staðir
okkar séu í höndum heima-
manna, vegna þess ab þeir verða
að læra að lifa meb landinu. Þeir
þurfa að hafa tekjur af því sér til
lífsframfæris. Og til þess að
tryggja að það geti haldið áfram
verða þeir auðvitað að umgang-
ast náttúruna meb nærfærni,
þannig ab þeir níðist ekki á
henni heldur blómgist hún með
manninum. Því held ég að
heimamenn á hverjum stað eigi
að bera ábyrgð á ferðaþjónust-
unni og umgengni á ferða-
mannastöðum," segir Halldór.
Hitt sé svo allt annað mál,
segir hann, ab opinberir aðilar
eins og Náttúrverndarráð geti
verið eftirlitsabili, en Halldór
álítur að framkvæmdin hljóti ab
vera í höndum heimamanna:
„Ég tel að þaö hafi glögglega
komið í ljós einmitt í Skaftár-
hreppi." -TÞ