Tíminn - 29.07.1995, Síða 10

Tíminn - 29.07.1995, Síða 10
10 Laugardagur 29. júlí 1995 Hvab aöróknina varö- ar er þaö eitthvaö sem menn renna al- veg blint í sjóinn meö. Hins- vegar er alveg ljóst aö mikill fjöldi mætir, áhuginn er þaö mikill," sagöi Kristinn Sæ- mundsson, framkvæmda- stjóri tónlistarhátíöarinnar Uxa á Kirkjubæjarklaustri, í samtali viö Tímann. Búast má viö aö tónlistarhá- tíöin á Kirkjubæjarklaustri veröi afar fjölsótt. Undirbún- ingur allur miðast við 10 þús- und gesti og þeir fjörutíu lög- regluþjónar sem veröa þar viö störf eiga aö geta ráðið við þann fjölda. Þá verða ýmsir aöilar viö gæslustörf. ✓ Ahersla lögb á danstónlist Sérstök áhersla veröur lögð á svonefnda danstónlist á þess- um tónleikum. „Danstónlist- inni er skipt upp í hópa, ein- sog rokkinu og öörum tónlist- arstefnum. Flóra danstónlist- arinnar á Kirkjubæjarklaustri verður mjög fjölbreytt og spannar allan hringinn, nema kannski aö farið verði út í þaö allra poppaðasta. Flest veröa þetta bönd í virtari kantinum sem við fáum — ekki eitthvert vinsældajukk," einsog Krist- inn Sæmundsson komst að orði í samtali við blaðið. Hann sagði að ennfremur yrðu á svæðinu rokkhljómsveitir, bæði innlendar og erlendar. Björk er há- punkturinn Hápunkturinn á Klaustri verður vafalitið Björk Guð- mundsdóttir. Aðrar sveitir sem má nefna eru Bubbieflies, Drum Club, Exem, GCD, Kus- ur, Prodigy, Chapterhouse og SSSól. I>á eru aðeins fáeinar nefndar. Kristinn Sæmundsson segir að tónlistarhátíðin sé af öðr- um meiði en þær hátíðir sem haldnar hafa verið um versl- unarmannahelgina til þessa, s.s. Þjóðhátíð í Eyjum, Neista- flug, Galtalækur og fleiri. „Klaustur verður ekki útihátíð í eiginlegri merkingu heldur erum við að skipuleggja tón- leika. Þetta er ekki ósvipað Hljómsveitin The Prodigy. Tjaldsvœbiö ab Kleifum, skammt frá Kirkjubæjarklaustri. Þar verbur Uxi haldinn. Bandulu verbur á Uxa. Tónlistarhátíöin Uxi veröur haldin á Kirkjubœjarklaustri. Kristinn Sœ- mundsson framkvœmdastjóri: Ekki eitthvert vinsældajukk" tónlistarhátíðinni í Hróars- keldu í Danmörku. Sú hátíð nýtur æ meiri vinsælda og sí- fellt fleiri sækja," sagði Krist- inn. Hætta á sætaskorti Fram kom í máli Kristins að Kirkjubæjarklaustur hentaði afar vei undir tónleika sem þessa. Veðursæld þar væri mikil og aðstæður allar mjög . hentugar. Austurleið hf. mun annast sætaferðir milli Reýkjavíkur og Kirkjubæjarklausturs og að sögn Kristins er helst hætta á því að hörgull verði á nægjan- lega mörgum rútubílum í þetta verkefni. Sömuleiðis fá ekki allir þeir Bretar sem hing- að vilja koma á tónleikana sætarými með vélum Flug- leiöa einsog staöan er nú, en fjölmargir áhugasamir Bretar sem og þarlendir fjölmiðla- menn, og raunar menn úr þeirri stétt víðar að úr heimin- um, hafa boðað komu sína á Kirkjubæjarklaustur. ■ Drum Club leikur vib hvern sinn fingur á Kleifum. Létt dagskrá fyrir alla fjölskylduna Fjölskyldumót Úlia verður haldið um verslunarmanna- helgina að Úlfljótsvatni í Grafningi. Boðiö veröur þar upp á létta dagskrá, „... sem fólk getur tekiö þátt í að vild og slappað af með börnum sínum þess á milli. Við viljum gefa fólki kost á aö fara úr lát- unum í bænum, án þess að lenda í látum annarstaðar," segir í tilkynningu frá móts- höldurum. Á fjölskyldumóti Úlla verður keppt í ýmsum næsta óvenju- legum íþróttum. Þar verður meðal annars keppt í brosi þar sem broslengd er mæld. Þá veröur boðið uppá bjargsig, gönguferðir, vatnasafarí, þrautabraut, grillað verður, dansleikir haldnir og sungið verður allan daginn og á kvöld- vökunum. Þá verður Úlia Café opið, en þar eru kakó og kökur seldar. í frétt frá mótshöldurum segir aö þarna sé kjörið tækifæri fyrir fjölskyldur og hópa að slappa af og gera að gamni sínu. Hægt er að hafa nóg fyrir stafni eða slappa af, allt eftir höfði hvers og eins. Aðgangseyrir á þessa skemmtun er 1.000 kr. fyrir manninn, en kr. 500 fyrir börn á aldrinum 6 til 12 ára. Þau sem yngri eru greiða ekkert.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.